Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj* ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl* ismennt.is. - Dreífing: dvdreif* ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Jafnrétti hjá kolbítum Sjálfstæðismenn eru góðir við konurnar sínar. Þeir punta með þær og leyfa þeim að vera fundarritarar og jafnvel fundarstjórar. Raunveruleg völd eru hins vegar hlutverk karla að mati forustuhðs stærsta stjómmála- flokks landsins. Ráðherrar skulu til dæmis vera karlar. Þegar skáka þarf karli í sparistöðu, sem þingménn hafa gert að kvennastarfi, geta komið upp sérkennileg vandamál. Til dæmis hefur komið í ljós, að staða forseta Alþingis er orðin að láglaunastarfi sem kvennastarf. Því þarf að breyta, þegar fyrirvinna fær stöðuna. Forustumenn stjórnarflokkanna gera í alvöru ráð fyr- ir, að laun forseta Alþingis verði hækkuð um tugþúsund- ir króna á mánuði, þegar Ólafur G. Einarsson tekur við starfmu af Salóme Þorkelsdóttur. Það er lýsandi dæmi um stöðu íslenzkra jafnréttismála árið 1995. Bent hefur verið á, að Salóme geti vegna þessa kært launakjör sín sem forseti Alþingis til jafnréttisráðs og jafnvel fengið Ólafslaun afturvirkt. Það væri verðugur minnisvarði um stöðu Sjálfstæðisflokksins í jafnréttis- málum, ef hún léti verða af svo sjálfsagðri kæru, Enn broslegra væri, ef hún kærði ekki jafnréttisbrot- ið, en það mundi hins vegar gera forveri hennar, Guðrún Helgadóttir. Þar með væri Salóme búin að kyngja þeirri skoðun Sjálfstæðisflokksins, að konur séu körlum óæðri, enda séu þær ekki og eigi ekki að vera fyrirvinnur. Viðhorf Sjálfstæðisflokksins til kvenna eru gamalkunn og koma því fáum á óvart. Þær mega vera með upp á punt, en þegar til kastanna kemur, gilda klisjur á borð við þá, að ekki beri að ráða konu, bara af því að hún sé kona. Að mati flokksins eru karlar hæfari en konur. Þessi augljósa staðreynd hefur hins vegar komið á óvart ýmsum konum í Sjálfstæðisflokknum. Þær hafa sennilega tekið trú á kosningaáróður flokksins og ekki áttað sig á, að áróður er bara aðferð til að ná í atkvæði og halda atkvæðum, en er að öðru leyti alveg marklaus. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til kvenna sem puntudúkka á sér sagnfræðiskýringar. Flokkurinn er til dæmis afar íhaldssamur og utangátta gagnvart umheim- inum og breytingum, sem þar eru að gerast. Hann er til dæmis andvígur auknu Evrópusamstarfi íslendinga. Forustumenn Sjálfstæðisflokksins, einkum ráðherr- amir, eru undantekningarlítið lögfræðimenntaðir menn, sem ekki hleyptu heimadraganum á menntabrautinni. Þeir hafa ekki dvalizt langdvölum í útlöndum og eiga til dæmis afar erfitt með að tjá sig á erlendum tungum. Ráðamenn Sjálfstæðisflokksins eru sveitamenn í al- þjóðlegu samhengi, að minnsta kosti þegar þeir eru born- ir saman við ráðamenn annarra flokka. Ráðamenn Sjálf- stæðisflokksins hafa farið að mestu á mis við ýmsa strauma í útlöndum. Þeir eru hálfgerðir kolbítar. Þetta hefur stuðlað að vandræðalegri sambúð Sjálf- stæðisflokksins við ýmis sjónarmið, sem hafa mótað hægri menn og jafnaðarmenn 1 útlöndum. Nýir straumar í hagmálum, svo sem markaðshyggja, hafa lítil áhrif haft í flokknum. Sama er að segja um jafnréttismálin. Lögfræðingunum, sem ráða Sjálfstæðisflokknum, finnst, að konur eigi að vera fínar í tauinu. Þær eru ekki taldar eins hæfar og Bjöm Bjamason, en mega rita fund- argerðir og jafnvel stýra fundum. Þær mega vera lög- fræðimenntaðar, en eru ella taldar grunsamlegar. Ráðherraval Sjálfstæðisflokksins og launamál forseta Alþingis em góð dæmi um, að jafnréttismál eru flokknum lokuð bók, hvað sem hann segir í kosningaáróðri. Jónas Kristjánsson „íslensku samningamennirnir hlupu á sig á dögunum, vildu semja upp á 100.000 tonn til braðabirgða," seg- ir m.a. í greininni. - Gengið til samningaviðræðna um Síldarsmuguna. Norskt alræði á Norður-Atlantshafi Norsk-íslenska síldin er komin í sviðsljósiö. Enginn veit hvert þetta nýbyrjaða síldarleikrit leiðir. En það hefst með látum. Rifjum upp fáeinar gagnlegar staðreyndir með- an aðalsöguhetjan lónar í djúpinu: Norsk-íslenski síldarstofninn var uppistaðan í íslenskum síldveiðum er stofinn hrundi. Ástæður hruns- ins voru þrenns konar: a) Gífurleg- ur sjávarkuldi norður af íslandi áriö 1965 og árin þar á eftir b) Veið- ar Norömanna á ókynþroska síld í norsku fjörðunum c) Hörð sókn í kynþroska stofninn, aðallega ís- lendinga, Norömanna og Rússa. Taliö er víst að tveir fyrstu þætt- irnir hafi vegið þyngst í hruni stofnsins og þó einkum smásíldar- dráp Norðmanna. Mútur Þjóðirnar þrjár höíðu náið og gott samstarf um síldarrannsóknir. Þær litu á þennan stofn sem sam- eign. Þó var ekki örgrannt um að Norðmenn teldu sig eiga mest í honum. Sú eignarkennd var reist á hæpnum forsendum. Norsk- íslenska síldin hrygndi aö vísu viö Noreg og ólst þar upp en mest af ævinni dvaldi hún við ísland, átta mánuði á ári. Þá hafði hún vetur- setu 60-100 sjómílur austur af land- inu. Með talsverðum rétti má því segja að þessi síld hafi fremur veriö íslensk en norsk. Hún fór aöeins til Noregs til þess að hrygna, rétt eins og farfuglar koma til íslands til þess að verpa. Af þessu má sjá að sögulegur eignaréttur íslend- inga á þessum fiski er aö minnsta kosti jafnmikill og Norðmanna. Norsk-íslenska síldin kom hins vegar hvergi nálægt sovésku landi. Sögulegt tilkall Rússa til hennar er því eingöngu bundið veiðum. Þessa fortíð meta Norðmenn upp á 28.000 tonn handa íslendingum (sem veiddu 700 þúsund tonn úr stofninum þegar mest var), 550 Kjallariim Birgir Sigurðsson rithöfundur þúsund tonn handa sjálfum sér og 100.000 tonn handa Rússum. Þessi „rausnarlega" úthlutun til Rússa eru mútur. Með þeim tryggja Norð- menn sér rússneskan stuðning gegn íslenskum hagsmunum á út- hafmu. Glapræði Norski sjávarútvegsráðherrann segir: Þetta er norsk síld. Hvernig dirfast íslendingar aö gera tilkall til síldar sem hvergi finnst í ís- lenskri lögsögu? Hann gleymir að smásíldardráp Norðmanna varð þess mest valdandi að stofninn hvarf úr íslenskri lögsögu. Þeir drápu árlega hundruð þúsunda tonna af smásíld í norsku fjöröun- um gegn hörðum mótmælum ís- lenskra og sovéskra fiskifræöinga. Ef þessi síld hefði fengið líf hefði stofninn ekki hrunið og enn verið hér viö land mikinn hluta ársins. Sjávarútvegsráðherrann lætur lika sem hann viti ekki að það er aðeins spurning um tíma hvenær þessi síld gengur að íslandi. Þá er líklegt að hún taki upp fyrra mynstur, verði átta mánuði hér en fari til Noregs að hrygna. Norömenn stefna að alræðisvaldi á þeim veiðisvæðum sem eðli máls- ins samkvæmt ættu að vera undir sameiginlegri stjórn strandþjóða Norður-Atlantshafsins. Þeir hafa tekið sér alræðisvald við Sval- barða. Þeir stefna að alræðisvaldi í Smugunni og nú hafa þeir tekið sér alræðisvald yfir norsk-íslenska síldarstofninum. íslensku samningamennirnir hlupu á sig á dögunum, vildu semja upp á 100.000 tonn til bráðabirgða og gangast undir veiðibann í Síld- arsmugunni. Það hefði verið glap- ræði, fól í sér óbeina viðurkenn- ingu á yfirráðarétti Norðmanna og hefði verið leiðandi í samningum framtíðarinnar. Nú má ekki gefa tommu eftir. Sýna þolinmæði. Bíða. Áður en langt um líður kemur síldin inn í lögsögu okkar. Þá verður staöan sterk. Birgir Sigurðsson „Norömenn stefna að alræðisvaldi á þeim veiðisvæðum sem eðli málsins samkvæmt ættu að vera undir sameig- inlegri stjórn strandþjóða Norður- Atlantshafsins.“ Skoðanir annarra Móðgun við þingkonur „Sjálfstæöiskonur hafa ekki verið að fara fram á nein forréttindi. Það eina sem þær fara fram á er að þær séu metnar að verðleikum og til jafns við karla. „Sjálfstæöar konur“ gefa skýrt í skyn, þegar þær lýsa yfir ánægju sinni yfir röðun í ráðherrastól- ana, að engar konur séu til í þingflokki. Sjálfstæðis- flokksins sem séu frambærilegar. Það er frekleg móðgun við vel menntaðar og þaulreyndar þingkon- ur fiokksins." Margrét K. Sigurðardóttir viðskiptafr. í Mbl. 9. maí. Skipulag mjólkuriðnaðar „Sól h/f hefur nú kynnt áhuga sinn á þvf að fara í mjólkurframleiðslu í Borgarnesi. Líklegt er aö þetta útspil sé fremur til þess að halda uppi umræðu um skipulag mjólkuriönaðarins heldur en að um raun- verulegan áhuga sé að ræða. Ef tekin væri upp mjólk- urframleiðsla á vegum nýrra aðila þar, þá hlyti það að vera upphaf að því að mjólkurvinnsla væri gefin frjáls í landinu og því fyrirkomulagi sem nú er kast- að fyrir róða ... Þetta er miklu stærra mál en svo að flana megi að slíku.“ Úr forystugrein Tímans 9. maí. Stórútgerðin og bátaflotinn „í raun er það svo, að stórútgerðin hefur með hug- vitsamlegum hætti þróað einskonar veiðfieyfakerfi, sem enginn hagnast á nema hún sjálf. í vaxandi mæh beitir hún skipum sínum til veiða utan lögsög- unnar eða í tegundir sem eru utan aflamarks. Eigin kvóta leigir hún hinsvegar í gegnum ýmis afbrigði svokallaðrar leiguliðastarfsemi til bátaflotans, sem á einskis annars úrkosti en sæta þeim kjörum sem stórútgeröin setur honum.“ Úr forystugrein Alþbl. 9. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.