Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 11. MAI 1995 13 Sumarstarfsemi sjúkra- húsanna í Reykjavík Á Borgarspítalanum er starfs- fólk þreytt eftir langan og strangan vetur, ekki vegna snjóa og erfiðrar færðar heldur vegna langvarandi og vaxandi vinnuálags og takmark- aðs íjármagns til reksturs. Þörf fyr- ir sjúkrahúsþjónustu eykst sífellt allan ársins hring. Þekkingarþró- un í heilbrigðisvísindum er gífur- lega ör og engin tæknileg takmörk virðast stundum vera fyrir því hvað unnt er að gera. Landsmenn fylgjast vel með, enda skulu þeir „eiga kost á fullkomnustu heil- brigðisþjónustu, sem á hverjum tíma erú tök á að veita“ skv. ís- lenskum lögum um heilbrigðis- þjónustu. Tvöfalt álag Á stóru sjúkrahúsunum í Reykja- vík eru júní, júlí og ágúst erfiðustu „Fyrir fáum árum skýldu stjórnvöld sér á bak við það að draga þyrfti úr starfsemi vegna skorts á hjúkrunar- fræðingum eða öðru starfsfólki. Þetta heyrist ekki lengur enda öldin önnur.“ KjaUaiinn Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunarforstjóri Borgarspítalans mánuðir ársins. Allt starfsfólk spít- alans, 1500 manns á Borgarspítal- anum, á rétt á sumarfríum og er sannarlega vel að því komið. En böggull fylgir skammrifi því í mörgum tilfellum þýðir sumarfrí 6 vikna frí og síðan 6 vikur þar sem unnið er undir tvöföldu álagi. Ljóst er að sjúklingar veikjast nokkuð jafnt allt árið um kring, þrátt fyrir ágæta stjórnunartil- burði okkar sem sjáum um að skipuleggja starfsemi sumarsins. Af margra ára reynslu vitum við t.d. að sjúklingar fá gallblöðru- bólgu, kransæðastíflu og lenda í bílslysum jafnt sumar sem vetur. Þessi vitneskja kemur ekki í veg fyrir að nauðsynlegt er að draga úr starfsemi yfir sumartímann af ofangreindum ástæöum. Fyrir fáum árum skýldu stjórnvöld sér á bak við það að draga þyrfti úr starf- semi vegna skorts á hjúkrunar- fræðingum eða öðru starfsfólki. Þetta heyrist ekki lengur enda öld- in önnur. Flestar stöðuheimildir eru nú setnar og sumarlokanir á sjúkrahúsum eru og hafa verið vegna þess að fólk á inni sumarfrí „Þeir sem eru svo óheppnir að liggja í rúmi á gangi líkja því gjarnan við að liggja á járnbrautarstöð." og það þarf að spara í rekstri. Skilaboðin þau sömu Þeir sjúklingar sem eru svo óheppnir að veikjast yfir sumar- tímann verða að búa sig undir að þjónusta og aðstæður gætu verið betri. Meðferð, umönnun og öryggi sjúklinga hlýtur alltaf að hafa allan forgang. Þeir sem eru svo óheppnir að liggja í rúmi á gangi hkja því gjarnan við að hggja á járnbrautar- stöð. Þó reynt sé að girða sjúkling af með tjöldum er tæpast hægt að segja að helgi einkalífsins sé virt. Starfsfólk hefur lítinn tíma til að spjalla við sjúklinga þó ljóst sé að iriargar spurningar brenna á vör- um sjúklinga og aðstandenda þeirra. Starfsfólk hleypur um sjúkraganga, oft í 16 klst. sam- fleytt, og finnur til mikihar samúð- ar og samhygðar með sínum sjúkl- ingum. Það er útkeyrt og hefur áhyggjur af því að geta ekki sinnt hlutverki sínu eins og það telur sig bæði menntað og ráðiö til að gera. Árstíðir koma og fara, ekki eru fyrirsjáanlegar stórtækar breyt- ingar í rekstri sjúkrahúsa á næstu árum. Fjárveitingar munu áfram vera af skornum skammti og starfsfólk mun áfram leggja sig fram við afar erfiðar aðstæður. Þrátt fyrir mikla vinnu eru einu skilaboðin sem við höfum fengið; það er alveg sama hversu vel þið gerið, það er ekki nógu gott. Það mun koma í ljós á næstunni hvort ný ríkisstjórn sýnir aukinn skiln- ing á því mikilvæga hlutverki sem hehbrigðisstarfsfólk gegnir. Sigríður Snæbjörnsdóttir Meðog ámóti Fiskiðjusamlag Húsavikur semji við íslenskar sjáv- arafurðir hf. Ástæðulaust að skipta Asmundur Bjarnason, bæjartitari á Húsavik. „Ég er hik- laust á þeirri skoðun að Fiskiðjusam- lagið eigi aö halda áfram viðskiptum sínum við ís- lenskar sjáv- arafurðir hf. og vh enga breytingu þar á. Það má líkja minni afstöðu við afstöðu Akureyringa í vetur þeg- ar þeir kusu að Útgerðarfélag Akureyringa héldi áfram við- skiptum við Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Mér finnst það svo nánast sjálfgefið að ÍS komi til móts við óskir okkar Húsvíkinga og mér sýnist ekki standa neitt á fyrirtækinu að gera það. Fisk- iðjusamlag Húsavíkur hefur ver- ið einn stærsti aðhinn innan ís- lenskra sjávarafurða hf. og þvi skyldu menn hlaupa frá þvi núna? Einn er sá hlutur sem skot- ið hefur upp kohinum varðandi þetta mál, en hann er að það komi ekki inn í fyrirtækið nógu mikið hlutafé til að mæta væntanlegum fiárfestingum en það veröur fár- sællega leyst Það á að auka hlut- afé Fiskiðjusamlagsins um 200 mhljónir, helming þess núna og þeir aðilar sem koma aö þessu munu leysa það. Minni afstöðu í þessu máli ræður alls engin póh- tík, ég veit hins vegar hvað við Húsyíkingar höfum i samvinnu við Islenskar sjávarafurðir og ég sé enga ástæðu th breytinga." Málefni flugmálastj ómar: Formleg kvörtun til ráðherra Nokkur blaðaskrif hafa orðið um málefni Flugmálastjórnar og þar sem ég hef orðið fyrir barðinu á undarlegum starfsháttum þeirrar stofnunar vhdi ég með línum þess- um leggja orð í belg um mál þetta. Ég hefi neyðst th að bera fram formlega kvörtun til samgönguráð- herra og menntamálaráðherra vegna meðferðar Flugmálastjórnar á mati á námi mínu til réttinda at- vinnuflugmanns hér á landi. Bakgrunnur málsins Bakgrunnur þessa máls er að ég hef B.S. próf í Flugtæknifræðum (Flight Technology/Aviation Mana- gement) frá Florida Institute of Technology, Melbourne, Florida. Þess utan hef ég bandarísk at- vinnuflugmannsréttindi, viður- kennd af flugmálayfirvöldum þar í landi (F.A.A.). Rétt er að geta þess að þau fræði sem leiða til B.S. prófs míns og kennd eru við nokkra sérhæfða háskóla í Bandaríkjunum eru þess eðlis að t.d. fjöldinn allur af starfs- mönnum Flugmálastjórnar þar í landi hefur slík próf. Sama gildir um t.d. starfsmenn Geimferða- stofnunar Bandaríkjanna (NASA). Því til viðbótar má nefna starfs- menn flugvalla, flugfélaga, flug- vélaframleiðenda og svo mætti lengi telja. Þetta er undirstöðunám í þessum fræðum - fjögurra ára nám og þeir sem lengra halda taka mastersgráðu. Ég tel mig hafa viðurkennd rétt- indi frá virtum stofnunum í Banda- ríkjunum - og sennilega betri Kjallarinn Dagur Sigurðarson atvinnuflugmaður með B.S. próf í flugtæknifræðum menntun á þessu sviði en flestir aðrir flugmenn sem leita réttinda th atvinnuflugs hér á landi. Námið er - eins og framangreint ber með sér - mun víðtækara en nám til atvinnuflugs eingöngu. Virt að vettugi Á það skal einnig bent að Ba'nda- ríkin eru frumherjar á sviði allrar flugtækni. Þar er rekin víðtækari starfsemi á þessu sviði en í nokkr- um öðrum heimshluta. íslensk flugstarfsemi er byggð á þessum grunni. Frá upphafi hafa íslensku flugfélögin tileinkað sér bandarísk vinnubrögð og bandaríska tækni á þessu sviði. Það kemur því úr hörð- ustu átt þegar íslensk flugmálayfir- völd nánast hundsa þá kunnáttu sem menn hafa aflað sér vestan- hafs i þessari grein. Flugmálastjórn hefur virt að vettugi þá þekkingu og reynslu sem ég hef aflað mér. Starfsmenn stofn- unarinnar hafa jafnvel gengið svo langt að skopast að réttindum mín- um og námi, talið þau einskis virði. Mér er th efs að þeir sjálfir - a.m.k. sumir þeirra - hafi slíka undir- stöðumenntun í þessum efnum sem ég hef aflað mér. Ég hef verið skyldaður til að ganga undir öh stöðupróf hér sém leiða til atvinnuflugmannsskírtein- is, þau sömu og ef ég engin slík réttindi hefði. Þar á meðal algjör- lega óþörf og óhagnýt próf eins og í morsi. Þá var ég einnig látinn gangast undir enskupróf. Hér er um algjöra tímasóun að ræða, auk kostnaðar og fyrirhafnar, og bæta má því við að tíma starfsmanna Flugmálastjórnar hlýtur að vera betur varið en að endurmennta mig að óþörfu. Mér finnst það undarlegt fyrir- bæri sem ég sætti mig hla við að nám það sem ég hef aflað mér á eigin kostnað skuli vera algjörlega hundsað af íslenskum yfirvöldum. Af því tilefni hef ég kynnt mennta- málaráðherra mál þetta. Er ekki eðlilegt að íslenskar stofnanir skuli taka tillit th mennt- unar eða þekkingar sem aflað hefur verið við erlendar nienntastofnanir við mat á hæfni þeirra sem th shkra stofnana leita? Svo hlýtur að vera en um shkt var ekki að ræða af hálfu Flugmálastjórnar. Háskólanám þetta er viðurkennt af Lánasjóði íslenskra náms- manna, ég fékk shkt lán til að kosta námið. Svo þegar heim kemur er námið raunverulega hundsað af Flugmálastjóm. Hér er greinhegt að tveir armar íslensks stjórnkerfis eru á öndverðum meiði. Það er m.a. með tihiti th þess sem ég hefi leitað til menntamálaráðherra varðandi þetta mál. Dagur Sigurðarson „Flugmálastjórn hefur virt að vettugi þá þekkingu og reynslu sem ég hef afl- að mér. Starfsmenn stofnunarinnar hafa jafnvel gengið svo langt að skop- ast að réttindum mínum og námi, talið þau einskis virði.“ Óviðunandi vinnubrögð „Þaðerekki á þessari stundu hægt að taka ákvörðun um hvoru tilboð- inu skal taka, tilboði ís- lenskra sjáv- arafurða hf. eða tilboði Sölumið- Slgurjón Beneófttsson, bBBjartulttrúi Sjállslœó- isflokksins á Húsavik. stöðvar hraðfrystihúsanna. Vinnubrögðin í þessu máli hafa skaðað Húsavíkurkaupstað og fyrirtækin sem bærinn á meiri- hluta í. Viðhorf íjárfesta til fiár- fcstinga á Húsavík í framtíðinni munu markast af þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð hafa verið í þessu máli en þau verða þvi miður öðrum víti til varnaðar. Sú hlutafiáraukning sem nú er boðuö hjá Fiskiðjusamlaginu fullnægir engan veginn fiárþörf fyrirtækisins þar sem ákveðnar hafa verið fiárfestinpr fyrir um 130 mhljónir og eiginfiárstaða fyrirtækisins mun ekki batna nærri nógumikið. Að menn skuli leyfa sér að gæta ekki eðlilegra viðskiptahátta í svona stórmáli er óviðunandi fyrir bæjarbúa. Bæjarfélagið átti kost á þvi að bjóða hlutabréf sín til sölu og ti^gaa jafnframt yfirráðarétt yf- ir kvóta en því tækifæri var ekki sinnt og það er glatað. Það eina sem er rétt hjá meirihluta bæjar- stjórnar í þessu máli er að það þarf ekki sérfræöinga til að sjá hvort tilboöanna tveggja sem liggja fyrir í lhutafé fvrirtækisins er betra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.