Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 3 Fréttir Fiskistofa stendur sjómenn að þvi að fleygja fiski: Þetta eru hrollvekjandi tölur - segir Þórður Asgeirsson fiskistofustjóri „Ég er búinn að fá margar upp- hringingar frá mönnum sem stað- festa aö þeir hafi á undanfórnum árum tekið þátt í að henda fiski. Það eru hrollvekjandi tölur sem þeir hafa verið aö koma með sem sína ágiskun á því hve miklu hafi verið hent,“ seg- ir Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri um það hversu miklu magni sé hent af fiski í sjóinn. Eins og fram kom í DV er varlega áætlað að hent hafi verið þorski fyrir 600 milljónir það sem af er kvótaárinu. Þetta er byggt á þeim upplýsingum sem borist hafa frá sjómönnum og útgerðum. Talaö er um að tugþúsundum tonna hafi verið hent en í forsendum DV er gert ráð fyrir að einungis 5 þúsundum tonna af þorski hafi verið fleygt. Þórður segir að hann geti ekki gisk- að á það hversu mikið magn sé um að ræða en það sé ljóst að vandamál- ið sé stórt og eftirliti Fiskistofu á hafi úti verði haldið áfram eftir efn- um og ástæðum. Hann segir að þeir hafi áður sent út báta til eftirlits. „Við höfum stöku sinnum sent út báta til eftirlits í sambandi við grá- sleppu- og rauðmaganet," segir Þórð- ur. Þær raddir heyrast að þar sem vél- báturinn Friðrik Jessen VE, sem Fiskistofa tók á leigu, sé ekki með veiðileyfi hafi Fiskistofa verið að brjóta lögin um stjórn fiskveiða með því að senda bátinn til höfuðs þeim sem henda fiski. Báturinn hafi stund- að veiðar til að dyljast. - „Það þarf ekki veiðileyfi til að gogga dauðan fisk úr sjónum. Bátur- inn veiddi ekkert þótt menn létu sem þeir væru að veiöum," segir Þórður. -rt Bindindismótiö í Galtalæk: Undir- búningur hafinn Talið er víst að afsögn Sigurðar B. Stefánssonar, fyrrum stórkapeláns í Stórstúku íslands og mótstjóra bind- indismótanna í Galtalæk undanfarin ár, hafi ekki áhrif á mótshald í Galta- læk í ár. Sigurður sagði af sér eftir að Hilm- ar Jónsson var skipaður í stjórn bindindismótsins. Samkvæmt heim- ildum DV var það vegna óánægju með forystu bindindissamtakanna - vinnubrögð hennar og stefnu sem var úr takt við tímann. Undirbúningur mótsins er sem sagt farinn af stað nú og er ekki vitað um nein ljón í vegi þess að mótið veröi haldið. -PP Er roðin komin að þér? Blönduós: Ræsting boðin út Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Aðalframkvæmdin hjá Blöndu- ósbæ í sumar verður gerð viðlegu- kants við bryggjuna. Aðrar framkvæmdir verða viöhald bygginga bæjarins, svo sem grunn- skólans og leikskólans, og viðhald gatna og holræsakerfis. Þá má einnig geta þess að innan skamms verður boðin út ræsting í skólum og á öðrum vinnustöðum á vegum Blönduósbæjar en í vetur var fimm aðilum er sinna ræstingunni sagt upp störfum. Að sögn bæjarstjóra er það ný- lunda að bærinn bjóði út þjónustu sem hann kaupir. Akranes: Vörubílstjór- arfáaðstöðu hjá Olís Dauiel Ólalsson, DV, Akranesú Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að leyfa Olís á Akranesi að breyta hluta af aðstöðu þvotta- stöðvar fyrirtækisins í skrifstofu. Það eru vörubílstjórar á Akranesi sem munu fá afnot af skrifstofunni en þeir hafa verið í leiguhúsnæði hjá ESSO. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, útibússtjóra hjá Olis, mun fyrirtækið á næstunni taka í notkun í 70% hús- næðisins sjálfvirka þvottastöð með háþrýstibúnaði. - ALLTAFÁ LAUGARDÖGUM SÖLUKERFIÐ LOKAR KL. 20.20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.