Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 Hvað finnst þér leiðinlegast í sjónvarpinu? Hulda Jónsdóttir nemi: Leiðinlegasti þátturinn er Glæstar vonir. Ásgerður Ottesen nemi: Þátturinn Á norðurslóðum og fótbolti. Þórður Viggó Guðjohnsen nemi: Eli- ott-systur sem eru að byija að nýju eftir hlé. Hræðilegur þáttur. Haukur Sigurðsson nemi: Leiðinleg- ast er að horfa á lélega heimildar- þætti ríkissjónvarpsins. Margrét Eiríksdóttir saumakona: Fréttir eru það leiðinlegasta í sjón- varpinu. Kristján Pálsson alþingismaður: All- ir framhaldsþættir. Lesendur dv Innanhúss-tívolí í Reykjavík Hver vildi ekki njóta skemmtigarðs allan ársins hring? Brynjólfur Stefánsson skrifar: Hvernig væri það, nú á tímum stöðnunar og stöðugleika, að reisa landsmönnum til upplyftingar, svo sem 80.000 ferm byggingu sem hefði að geyma ævintýralegan skemmti- garð? - Kannski þann ævintýraleg- asta á norðurslóðum og skapa í leið- inni a.m.k. 500 störf. Reykjavík er eina höfuðborgin í heimi þar sem borgarbúar hugsa ár- lega „Hvað varð um sumarið?" Og hver kannast ekki við þessa samlík- ingu: - Eftir kaldan vetur kom lóan með sín fyrirheit um vorboðann, en því miður mistókst sumrinu aö blómstra og fyrr en varir er komið haust. - Er nokkur furða þótt sólar- innar sé leitað á Spáni ár eftir ár? Ef einhvers staðar í heiminum er til sá staður þar sem yfirbyggður skemmtigarður er ekki bara arðvæn- lega hagkvæmur, heldur líka hugar- farslega nauðsynlegur, þá er það hér í höfuðborginni. - Sjálf byggingin gæti verið stálgrindarhús að flatar- máli 200 x 400 metrar eða samtals 80.000 fermetrar. Svæðinu væri skipt niður í 10 sjálfstæða hluta. Hver hluti, að frádregnum 38.000 fm undir stíga, gróður, sölusvæði og leiktæki, væri um 70x60 metrar. Aðgangur ókeypis, en öll vara og þjónusta seld. - Hentug staðsetning væri landspild- an austan Laugardalshallar, á milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar. Hinum 10 mismunandi svæðum Hörður Vilhjálmsson fjármálastj. Ríkisútvarps: Grein í DV, sem birtist mánud. 8. apríl sl., vakti undrun mína og kallar á athugsemdir og skýringar. Talað er um „verulega óánægju" innan handknattleikshreyfingarinn- ar vegna greiðslna til Riídsútvarps- ins. Sé sú óánægja til staðar hefur hún aldrei komist til forráðamanna Ríkisútvarpsins. Ennfremur er það undarleg óánægja, sem beinist að samningi sem viðkomandi aðilar gerðu sjálfir, skrifuðu undir og hand- söluðu í mesta bróðerni í október sl. Sagt er að HSÍ hafi „neyðst til að gera samning við Ríkisútvarpiö". - Þetta er fráleit fullyrðing. - HSÍ var i lófa lagið að semja við hvern sem var um upptökur og útsendingar, en Ingólfur skrifar: Við máttum alltaf vita að lítil yröi aðsóknin að HM ’95. Hvað um útlend- ingana? Hver kemur á þessum árs- tíma? Hér er enn þá nánast vetur! Skipulag leikjanna er líka þannig að ekki er hægt að ætlast til þess að menn flykkist á þá. Tökum dæmi af leikjunum sl. þriðjudag. Það var vit- aö mál að menn myndu bara horfa á leik íslands og Túnis í Sjónvarpinu. WMMþjónusta allan sólarhringinn Aöeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma ^563 2700 X ^lriillild. 14 og 16 væri úthlutað og útbúin þannig: 1. Barnaland, fyrir yngstu börnin, leikir og leiktæki. - 2. Frjálsíþrótta- land með aðstöðu fyrir alla sem vilja æfa við bestu aðstæður. Gæti einnig verið aðstaða fyrir uppákomur, s.s. tónleika, o.þ.h. - 3. Víkingaland, völ- undarhús með skemmtilegri þrauta- braut. - 4. Allherjarland, mini-golf- völlur ö.fl. - 5. Nornaland, veitinga- staður sem væri í líkingu við dvalar- stað norna. Einnig Undraland, með stórum tölvuleikjasal. - 6. Trölla- land, veitingastaður er minnir á tröllabyggð. í næsta nágrenni Risa- land, sem útbúið væri ýmsum krefj- andi og spennandi leiktækjum. - 7. Álfaland, skrautlegur veitingastað- sóttist eftir að fá RUV til verksins. Fullyrt er að í ofangreindum samn- ingi sé ákvæði um að RÚV geti sjón- varpað allt að 40 leikjum. Það er rangt. - Ekkert er minnst á fjölda útsendinga í samningi aðila. Sagt er að það veki athygli að Ríkis- útvarpið ætli að skattleggja kostun- araðila, sem vilja styðja HSÍ með auglýsingaskiltum á vettvangi, meö því að taka til sín fyrstu 2 milljónirn- ar sem HSÍ fær með þeim hætti. Þetta er fjarstæða. - Ríkisútvarpið hefur engar tekjur af slíkum auglýsingum og hefur aldrei haft. Talað er um að sparnaður Ríkisút- varpsins vegna mótsins nemi tugum milljóna króna. Það er að visu rétt að auglýsingatekjur vegna mótsins eru verulegar (eins og ávallt er í slík- Einfalt mál! Islendingar eru nú í vinnu að deginum og komast bara beint heim til sín, þreyttir og slæpt- ir, beint í matinn og upp í sófa og fá leikinn á skjáinn í nærmynd. Allt í lit (honum nær mannsaugað ekki í líkingu við Sjónvarpið!). ur, og þar að baki Vatnaland, með aðstöðu fyrir alla sem vUja blotna. - 8. Goðaland, staður sem lýsti höll norrænna goða. - Svæði 9 og 10, ótil- greind tívoli-tæki, bílar, go-kartbílar o.fl. Og nú er bara eftir að taka upp reiknistokkinn. Stofnkostnaður, ár- legur rekstrarkostnaður og arðsem- ismörk, jafnvel með sómasamlegum launum starfsfólks - ævintýragarður sem gæti verið hagkvæm fjárfesting. Hvaða íslendingur vill ekki eiga þess kost að geta farið í skemmtigarð í skammdeginu eða á votviðrasömum júlídegi, þar sem veðrið spilir aldrei ánægjunni? um tilfellum), en sparnaður í kaup- um á öðru dagskrárefni er sáralítill, einkum vegna þess að útsendingar frá mótinu eru margar utan venju- legs sjónvarpstíma. Eftir að framkvæmdanefnd HM '95 komst að þeirri niðurstöðu að best væri að RUV sæi um allar sjónvarps- og útvarpssendingar frá mótinu og væri í stöðu verktaka var reynt að leita allra hugsanlegra leiða til sparnaðar. Kostnaðaráætlun var lækkuð um ríflega 12 milljónir króna. Stærsti liðurinn í þeim sparn- aði var margvíslegur innri kostnað- ur RÚV, sem er metinn á 6-7 milljón- ir króna. - Það er m.a. framlag RÚV til þessa verkefnis. Allt verður þetta okkar tap. Hann var líka ánægður, formaður Alþjóða- handknattleikssambandsins og þakkaði íslenskum skattgreiðendum í opnunarræðuu sinni sérstaklega fyrir að halda mótið hér. Við munum fá til tevatnsins í lok HM ’95. Veiðileyfagj aldið: Núþoraþeir aðtala Sigfús hringdi: Til þessa hafa fáir þorað að blanda sér í umræðuna um veiði- leyfagjaldið, Á þetta einkum við framámenn þjóðarinnar, emb- ættismenn og aðra slíka. Eftir að Árni Vilhjálmssonhélt ræðu sína og viðraði jákvæðar hugmyndir sínar um gjaldið þá bregður svo við að fleiri þora nú loks að opna munninn, þ. á m. þjóðhagsstofu- stjóri. - Ekki vildi hann þó nefna neina sérstaka leið eða aðferð unrfram aðra. Árni verður því að halda aöra ræöu til að hinir fái meíri orðaforða. Ónýtsíldaðlandi Gunnar Ólafsson hringdi: Mér sýndist ég sjá þetta í sjón- varpsfréttum þegar fyrsta skipið kora með síld. Sýnt var frá aflan- um og mér leist satt að segja ekk- ert á þetta. Samt voru skipstjórn- armenn að hrósa síldinni og sögöu hana feita og góða. Hún getur nú verið feit þótt hún sé að öðru leyti ekki vinnsluhæf - nema í gúanó. - Þetta er hroða- legt ef verið er að moka upp ónýtri síld til að sigla með að landi. - Betra er þá að sitja heima. og kosta engu til. Þurfuntaðstyðja við HM-leikina Gísli H. hringdi: Það er hárrétt sem sumir for- ráðamenn HM’95 hafa sagt ppin- berlega - við þurfum að styðja við leikina, leikmenn þurfa stuðning áhorfenda, HM-mótið í heild þarf stuðníng íslendinga allra. Þetta framtali er sérstakt og það veröur ekki svona mót hér á landi 1 náinni framtíð. Víssu- lega var erfitt að áætla allt fyrir- fram, t.d. fjölda áhorfenda. Hver hefði getað það? En úr því sem komið er verðum við að standa þétt saman, allir landsmenn, og tryggja að mótið skilji ekki eftir sig spor óánægju og skulda sem landsmenn þurfa að greiða auka- lega fyrir. Við hreinlega verðum að styöja við HM-leikina. Ósættiböl Kvennalistans Erla skrifar: Ég hef fylgst grannt með fram- gangi Kvennalistans frá upphafi og kaus hann framan af, þótt ég sé ekki félagsbundin. Einstaka kona innan listans hefur verið sannfærandi í málflutningi, svo sem Ingibjörg Sólrún sem talar ekki utan að málum heldur kryf- ur þau. Hún er líka laus við þessi sífelldu vælumál í ræðu og riti; jafnréttismál, einstæðar mæður með börn o.s.frv, Hún var sú eina sem afstööu tók með EES í upp- hafi og hefur haldið sig við raun- veruleikann. Þetta myndar ó- sætti innan Kvennalistans og það er hans sífellda böl, sem gengur af honum dauðum. Lyfjabúðin Iðunn horfin A.A. hringdi: Lengst af hefur Lyijabúöin Ið- unn verið starfrækt undir þessu ágæta nafni. Og líklega frá upp- hafi á Laugaveginum. Nú fyrir skömmu flutti verslunin í hús- næði Domus Medica, við Egils- götu. Við það breyttist nafniö í Iðmmar apótek. Þetta flnnast mér slæm skipti. Hið fyrra er ís- lenskt og gott nafn, en hið síðara er óíslenskt og ekki eins hljóm- fagurt. Fróðlegt væri að fá skýr- ingu á því hvers vegna nafnbreyt- ingin var gerð yfirleitt. Allt verður þetta okkar tap, segir Ingólfur m.a. i bréfinu. Heimsmeistaramótið í handknattleik: Samningur Ríkisútvarpsins við HSÍ Lítil aðsókn að HM ’95 okkar tap

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.