Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 Meiming Sveinbjö^ Aleranders ballettmeistari komin til að setja upp Carmen: A Islandi eftir átta ára fjarveru - starfað við góðan orðstír hjá heimsþekktum ballettflokkum og -skólum Hér á landi er stödd Sveinbjörg Alexanders ballettmeistari í tilefni af frumsýningu íslenska dansflokks- ins í Þjóðleikhúsinu nk. miðviku- dagskvöld, 17. maí, á sýningunni Heitum dönsum. Þar verða sýnd fjög- ur dansverk og hæst ber Carmen sem Sveinbjörg hefur frumsamið. Ballett- inn er byggður á heimsfrægri sam- nefndri skáldsögu eftir Prosper Mér- inée við tónlist Bizets og Shedrins. Tveir heimsþekktir dansarar í samtali við DV sagði hún að verk- ið væri í klassískum stíl með sam- blandi af flamengóstíl. Við uppfærsl- una á Carmen fékk Sveinbjörg til liðs við sig tvo aðaldansara hins þekkta Joffrey-balletts í New York. Þetta eru þau Julie Janus og Tyler Walters sem fara með híutverk Carmenar og Don Jose. Finn hlýhug og eftirvæntingu „Ég finn hlýhug og eftirvæntingu í lofti vegna sýningarinnar. Ég var alltaf spennt yhr því að koma og er ipjög ánægð með að vinna hér aft- ur,“ sagði Sveinbjörg sem ekki hefur komið nálægt ballettsýningu á ís- landi síðan 1987, eða í 8 ár. Hún á að baki 35 ára glæsilegan feril í ballett- inum, lengst af erlendis hjá þekktum ballettflokkum og -skólum. Hún steig sín fyrstu dansspor í Ballettskóla Sigríðar Armanns ung að aldri og síðan í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Sveinbjörgfór á sín- um tíma utan til Lundúna í fram- haldsnám við Konunglega ballett- skólann þar og hefur allar götur síð- an starfað erlendis. Hún starfaði sem sólóisti við hinn fræga Stuttgart- ballett. Því næst var hún ráðin sem aveinbjörg Alexanders er stödd á Islandi við uppfærslu Islenska dansflokks- ins á Carmen og bíöa hérlendir ballettunnendur spenntir eftir sýningunni nk. miðvikudagskvöld. Hér er hún ásamt aðaldönsurunum, Tyler Walters og Julie Janus frá Joffrey-ballettinum I New York. DV-mynd ÞÖK aðaldansari við Tanz-Forum flokk þar einnig sem ballettmeistari og óperunnar í Köln. Síðan starfaöi hún sýningarstjóri. Sveinbjörg hefur dansað í klassísk- um og nútímaverkum og danshlut- verk hennar eru orðin yfir 100 tals- ins. Hún hefur unnið með heims- frægum danshöfundum eins og John Cranko, Kenneth McMilian, Bal- anschine, Hans Van Manen, Glen Tetley og Curt Joose. Meðal hlutverka Sveinbjargar á íslandi má nefna aö Hún fór með aðalhlutverk í Blindingsleik eftir Jochen Ulrich og Jón Ásgeirsson. Þar var hún jafnframt aðstoðardanshöf- undur. Árið 1987 stjórnaði Sveinbjörg upp- færslu í Þjóðleikhúsinu á hinm vin- sælu sýningu Ég dansa við þig, eftir Jochen Ulrich. Sveinbjörg hefur samið og sviðsett baiietta, einnig samið fyrir óperur, óperettur, söng- leiki, leikrit og sjónvarp. Einnig má geta þess að hún hefur farið með aðalhlutverk í nokkrum leikritum. Að loknum framhaldskennara- prófuht viö Hartfordskólann í Bandaríkjumun fékk Sveinbjörg nokkur tilboð sem ballettmeistari. Hún tók tilboði Pittsburghskólans og dansflokksins þar. Ballettmeistari víða Síðastliðin ár hefúr Sveinbjörg starfað sem ballettmeistari og kenn- ari viö ýmsa þekkta flokka og skóla í Evrópu og Bandaríkjunum, meðal annars aðalflokka borganna Atlanta, Denver, Tampa, Mannheim, Berlínar og Camegie Hall Studio í New York. Fyrir tveimur árum bauðst Svein- björgu staða sem kennari og ballett- meistari viö Listaskóla Virginíu í Bandaríkjunum sem hefur á skömm- um tíma getið sér mjög gott orð og er talinn einn af bestu listdansskól- um Bandaríkjanna. Aðstandendur hrollvekjunnar Herbergi Veroniku sem frumsýnd verður á uppstigningardag í Kaffileikhúsinu. Fremst situr Ragnhildur Rúriksdóttir og fyrir aftan hana eru, frá vinstri, Rúrik Haraldsson, Þórunn Sigurðardóttir, Þóra Friöriksdóttir og Gunnlaugur Helgason. Kaffileikhúsið með Herbergi Veroniku: Sumarhrollvekja á uppstigningardag Hörður Ingólfs- soníEden Hörður Ing- ólfsson mynd- iistarmaöur sýnir um þess- ar mundir 25 vatnslitamynd- ir í Eden í Hveragerði. Sýningin stend- ur til 22. mai en þetta er í fjórða sinn sem Höröur sýnir í Eden. Hann nam myndlist i Handíða- og myndlistarskóla íslands á árun- um 1946-1949 og var Kurt Zier aðal- leiðbeinandi hans. Hörður lauk teiknikennaraprófi frá skólanum 1949, fór til framhaldsnáms í Ósló á árunum 1972 og 1973. Auk þess hefixr hann sótt ýmis myndiist- amámskeiö, nú síðast í Kolding í Danmörku sumarið 1994. Allar myndimar á sýningunni eru mál- aðar á síðasta og þessu ári. Úthlutaðúrtveim- urleiklistarsjóðum í tilefni 45 ára afmælis Þjóðleik- hússins sumardaginn fyrsta var úthiutað styrkjum úr tveimur leikiistarsjóðum. Leikaramir Ól- afía Hrönn Jónsdóttir, Ingvar E. Sigurösson og Baltasar Kormák- ur hlutu styrki úr Menningar- sjóði Þjóðieikhússins og úr Egn- ersjóði, sem stoíhaður varafieik- rítaskáldinu Thorbimi Egner 1970, hlutu styrki Páii Ragnars- son ijósameistari, Jóhann G. Jó- hannsson tónlistarstjóri og Rand- ver Þorláksson leikari. Nú standa yfir æfingar á sumar- leikriti Kafíileikhússins í Hlaðvarp- anum, Herbergi Veroniku, eftir Ira Levin. Leikritið er hrollvekja og ger- ist í herbergi Veroniku í gömiu húsi í Massachusetts í Bandaríkjunum. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir, Ingunn Ásdísardóttir þýddi verkið og leikarar eru fjórir talsins. Fjór- menningamir era engir aukvisar því þetta era Rúrik Haraldsson, dóttir hans, Ragnhiidur, Þóra Friðriksdótt- ir og Gunnlaugúr Helgason. Leikritiö verður frumsýnt á upp- stigningardag, 25. maí nk., og verður aðalmenningarviðburður Sögu- og menningarhátíðar í gamla vestur- bænum sem haldin verður 20.-28. maí. Sýningar munu halda áfram í sumar eftir að hátíðinni lýkur. Herbergi Veroniku er fyrsta heils kvölds sýning Kaffileikhússins. Höf- undur leikritsins, Ira Levin, er þekktur leikrita- og handritahöfund- ur í Bandaríkjunum. Hann geröi m.a. handritið að hinni þekktu kvikmynd Polanskis, Rosemary’s Baby. Til gamans má geta þess að þetta er í fyrsta sinn sem feðginin Rúrik og Ragnhildur koma saman á leik- sviði. Jesús Kristur superstarásvið Hópur af ungu listafólki í sam- starfi viö Leikfélag Reykjavíkur er um þessar mundir að undirbúa sýningu á rokkóperunni Jesús Kristur superstar á sviði Borgar- leikhússins í sumar. Tuttugu og fimm ár eru hðin síðan óperan kom út á hijómpiötum en höfund- arnir eru Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Óperan var frum- flutt á íslandi af Leikfélagi Reykjavíkur 1972 og hefur síðan veriö flutt af áhugamönnum nokkrum sinnum. Leikstjóri i uppfærslunni núna er Páll Baldvin Baldvinsson og hljómsveitarstjóri er Jón Ólafs- son. Stefnt er að framsýningu um miðjanjúlí. Fyrstaljódabók Ólafar Ólöf M. Þor- steinsdóttir hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók sem nefnist Kyrra vatn. í bókinni era 43 ljóð í þremur þáttum á 58 blaðsíðum. Óiöf er fædd í Reykjavík 1960. Hún stundaði nám við Háskóla íslands en hefur starfað hjá bókaforiögum og við blaðamennsku nokkur ár. Islenskt leikrit í Hollandi Eyþór Eðvarðsaan, DV, Hollandi: Leikritið Fylgd, sem er loka- verkefni Rebekku Austmann Ingimundardóttur við Object leiklistarskólann í Hollandi, var sýnt nýlega í Captain Fiddle í Amsterdam. Rebekku hefur verið boðið aö sýna verkiö á alþjóðlegri leiklistarskólahátið í Hollandi í sumar. Að hennar sögn er það míkill heiður að verkið skuli hafa vera valið. Leikritið greinir frá samskipt- um sjúklings á geðdeild, sem tei- ur sig vera engil, og blaðakonu sem er að taka við hana viðtal. Rebekka, sem ásamt því að vera höfúndur og leiksfióri verksins, hannaði einnig búninga og leik- mynd. Sýning í undir- búningi Leyndra drauma Leikfélagið Leyndir draumar mun siðar í þessum mánuði sýna nýtt verk sem nefnist Köttur Schrödingers og er í leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur. Leikritiö ijallar um skammtafræöina, inn- anhússarkitektúr og bæhngar. Félagið var formlega stofnað 20. apríl sl, Hópurinn sem stendur að Leyndum draumum varð til i Kramhúsi Hafdísar Ámadóttur haustiö 1992. Þá stóð Hlin fyrir leiklistarnámskeiöi fyrir fuhorð- ið fólk, 25 ára og eldra. Félagið hefur m.a. sýnt Ieikritið Magda- lenu í leikstjóm Hhnar og nokkur örverk sem Ingunn Ásdísardóttir Köfiur Schrödingers æfður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.