Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 24
40 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 Sviðsljós____________________________ Bretar segja Hug sinn um kynþokkafyllstu konur og karla heims: Pamela Anderson þykir kynþokkafyllst - Sean Connery er kynþokkafyllsti karlmaöurinn Baðstrandarkroppurinn Paméla Anderson þykir kynþokkafyllst kvenna í heimi og hinn gamalreyndi leikari Sean Connery kynþokka- fyllstur karla. Þetta eru niðurstöður mikillar kynlífskönnunar sem breska blaðið People gekkst fyrir og hefur verið að birta niðurstöður úr undanfarið. Blaðið kannaði meðal arinars hverjir væru kynþokkafyllst- ir að mati breskra karla og kvenna, hverjir væru álitnir fullkomnustu makamir og um hvern þeir hugsuðu meðan þeir iðkuðu kynlíf. Kynþokkafyllstu konur og karlar Listinn yfir kynþokkafyllstu kon- umar lítur svona út: 1. Pamela Anderson. 2. Demi Moore. 3. Samantha Fox. 4. Sharon Stone. 5. Tina Turner. 6. Catherine Z. Jones. 7. Elizabeth Hurley. 8. Julia Roberts. 9. Joanna Lumley. 10. Jamie Lee Curtis. Nokkra athygli vekur að gamla brýnið Sean Connery skuli bera höf- uð og herðar yfir kyntröll eins og Mel Gibson og Patrick Swayze meðan vöðvaíjallið Arnold Schwarzenegger rekur lestina í 10. sæti. Kynþokkafyllstu karlarnir þykja: 1. Sean Connery. 2. Mel Gibson. 3. Patrick Swayze. 4. Christian Slater. 5. Kevin Costner. 6. Tom Cruise. 7. Jimmy Nail. 8. Richard Gere. 9. Keanu Reeves. 10. Amold Schwarzenegger. Fullkomnustu makarnir Bretar fengu einnig tækifæri tii að tjá sig um hveijir þeim þætti vera fullkomnustu makamir. A listanum yfir eiginkonumar er Demi Moore í efsta sæti, enda þénar hún mest Hollywood-leikkvenna. En Mel Gib- Pamela Anderson, son kemst í fyrsta sætið yfir full- komnustu eiginmennma. Listinn yfir fullkomnustu eigin- konumar er þannig: 1. Demi Moore. 2. Goldie Hawn. 3. Kim Basinger. 4. Susan Sharandon. 5. Jodie Foster. 6. Meg Ryan. 7. Helen Mirren. 8. Jerry Hall. 9. Julie Goodyear. 10. Sophia Loren. Á eiginmannalistanum vekur at- hygli að Tony Blair, formaður Verka- mannaflokksins, er í níunda sæti á undan kappaksturshetjunni Nigel Mansell. 1. Mel Gibson. 2. Richard Gere. 3. Tom Hanks. 4. Tom Cruise. 5. Cliff Richard. 6. Frank Bruno. 7. Paul McCartney. 8. Paul Newman. 9. Tony Blair. 10. Nivel Mansell. Hugsa um vinkonu konunnar Þegar Bretar svara því um hverja þeir hugsa þegar þeir iðka kynlíf, ef þeir þá hugsa um nokkum annan, fer ekki mikið fyrir kvikmynda- stjömum á toppi listanna. Karlarnir virðast hugsa mest um bestu vinkon- ur kæmstu eða eiginkonu sinnar og síðan fyrrum ástkonur. Fyrirsætan Elizabeth Hurley er í þriðja sæti, Pamela Anderson í fiórða, Cindy Crawford í fimmta og lafði Díana í sjötta. Vinnufélagi eða nágranna- kona era í áttunda sæti Konurnar virðast hugsa mest um fyrrum ástmenn sína og síðan bif- vélavirkjann. Jack Nicholson er áhrifamikill og því í þriöja sæti draumóralistans, Mel Gibson í fiórða, smjörlíkisballöðusöngvarinn Barry Manilow í fimmta og rokkar- inn Mick Jagger í sjötta sæti. Þá kem- ur Tom Cruise, yfirmaðurinn, Sean Connery og loks - söngkonan Ma- donna. Alll 9 9 • 1 7*0 0 hagnýtar upplýsingar þegar þér hentar Verð aðeins 39,90 mínútan. Sveitasöngkonan Reba McEntire var kjörin skemmtikraftur ársins þegar verðlaun fyrir bestu sveitatón- listina voru afhent i þritugasta sinn á miðvikudagskvöld. Hún tileinkaði verðlaunin þeim sem liföu af og þeim sem eiga um sárt að binda eftir sprengjutilræðið í Oklahoma- borg. Að auki var Reba valin besta söngkona ársins. Simamynd Reuter Kvfkmyndájöfurinn Steven Spielberg er sfiórnarformaður góðgerðarfélags sem heitir Star- bright-stofnunin og ætlar, i sam- vinnu við ýmis fyrirtæki, aö koma á fót gagnvirku gagnaneti fyrir alvarlega sjúk börn á sjúkrahúsum svo þau geti horft á myndbönd og farið í leiki. Spiel- berg segir að það sé gert til að rjúfa einangrun þessara barna. Slegistum hanaWhoopi Whoopi Goldberg gerir þaö gott þessa dagana. Hún syngur og leikur vel í Strákum til vara og nýlega tókst leiksfióranum Don- ald Petrie að fá hana til liðs við sig í næstu mynd sína. Starfs- bróðir hans, Steve Rash, er eirtnig að reyna að tryggja sér hana og gengur vel. Að minnsta kosti önnur myndanna verður gaman- mynd. Nú er illt í efni Hla er nú komið fyrir Walt Disney kvikmyndafélaginu. Leik- konan undurfríöa, Julia Roberts, hefur endursent handritið að framhaldinu af Fallegu konunni, myndinni sem gerði hana aö stór- sfiörnu fyrir allnokkrum árum. Disney-menn höfðu gert sér vonir um að fá liana og Richard Gere til að vinna saman á ný. Sölumaður skellihlær Mickey Rooney, spéfuglinn sá, ætlar að gerast sölumaður. Ekki I nýrri kvikmynd. Nei, heldur á ameriska Sjónvarpsmarkaðin- um. Garola kempan kemur til með að selja postulínsdúkkur af frægum sfiömum, m.a. sjálfum sér. Einkennisföt Mikka við söl- una: trúðsbúningur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.