Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 2
i
MÁNUDAGUR 15. MAÍ1995
Fréttir
Átján ára piltur í haldi eftir að hafa ekiö á fyrrum srjúpfóður sinn í Hafharnrði:
Reiðhjól hins látna barst
1
II
metra með bílnum
- játar að hafa skemmt bifreið fórnarlambsins daginn áður
Rannsóknarlögregla ríkisins hefur
í haldi 18 ára pilt sem ók á hjólandi
mann á Flatahrauni í Hafnarfiröi á
föstudagskvöld. Maöurinn var flutt-
ur í sjúkrahús þar sem hann lést af
völdum áverka sinna. Hann hét Sig-
urgeir Sigurösson, 43 ára að aldri og
lætur eftir sig konu og tvær dætur.
Sigurgeir er barnsfaðir móður pilts-
ins sem ók bílnum þegar slysið varð.
Neitar viö
yfirheyrslur
Málið var í fyrstu í rannsókn hjá
Rannsóknarlögreglunni í Hafnar-
firði en í ljósi þess að pilturinn hafði
komið við sögu þar eftir að hafa unn-
ið skemmdir á eignum Sigurgeirs og
einnig vegna þess að hann er talinn
hafa lýst því yfir í votta viðurvist að
hann vildi Sigurgeir feigan var mál-
inu vísað til Rannsóknarlögreglu rík-
isins. Viö yfirheyrslur þar hefur
hann neitað að hafa ekið viljandi á
Sigurgeir heldur einungis ætlað að
ná tali af honum. Hann hefur þó við-
urkennt að hafa skorið á tvo hjól-
barða á bíl Sigurgeirs daginn fyrir
slysið.
Rannsókn málsins er skammt á veg
komin og er enn verið að kanna til-
drög slyssins og hvort pilturinn hafi
hemlað áður en hann ók á Sigurgeir.
Var aö koma
af AA-fundi
Sigurgeir var á leið af-AA-fundi
þegar slysið varð. Pilturihn mun
hafa ekið bílnum á nokkurri ferð á
reiðhjólið sem Sigurgeir var á með
þeim afleiðingum að hann kastaðist
upp á bílinn og skall í jörðina fyrir
aftan hann. Reiðhjólið ýttist hins
vegar á undan bílnum um 100 metra
áður en hann stöðvaðist.
Pilturinn var kallaður til yfir-
heyrslu hjá RLR í hádeginu í gær og
voru yfirheyrslur skammt á veg
komnar í gærkvöld. Framburður
hans þar mun stangast á við frum-
skýrslu af slysinu en þar er haft eftir
honum að hann hafi ekki séð Sigur-
geir og því ekið á hann.
Ekki munu vera tengsl á milli þess
að Sigurgeir var á reiðhjóli og að
skorið var á hjólbarða bOs hans.'
ítrekuð
skemmdarverk
Rannsóknarlögreglan í Hafnarfiröi
mun hafa haft afskipti af samskipt-
um Sigurgeirs og piltsins. Skemmdir
hafa ítrekað verið unnar á eigum
Sigurgeirs og snemma á þessu ári
» Móðir piltsins og Sigurgeir hafa
deilt um forræði dóttur þeirra. Þau
skildu skömmu fyrir fæðingu telp-
unnar. Þegar hún var hálfs annars
árs kærði móðirin Sigurgeir til
barnaverndaryflrvalda í Hafnarfirði
fyrir aö hafa misnotað telpuna kyn-
ferðislega. Hann var sviptur forræð-
inu en málið var aldrei rannsakað
af hálfu lögreglu. Sigurgeir kærði
málsmeðferðina nýlega. Að sögn
kunnugra mun óvild piltsins í garð
Sigurgeirs m.a. hafa stafað af hinni
meintu misnotkun. -PP
Stuttar fréttir
Pillurinn ók bílnum á nokkurri ferð á reiöhjóliö. Sigurgeir kastaöist upp á bílinn og skall í jörðina fyrir aftan hann. Reiðhjólið ýttist síðan á undan bílnum um
100 metra áður en hann stöðvaðist. DV-mynd
viðurkenndi pilturinn, sem er í haldi
hjá RLR, að hafa kastað gosflösku
inn um glugga heima hjá Sigurgeiri.
Nú er hins vegar verið að rannsaka
hvort rétt sé að pilturinn hafi, í votta
viðurvist, sagst vih'a fyrrum stjúp-
föður sinn feigan.
Pilturinn játar að hafa skoriö á hjól-
barða á þessum bíl. DV-mýnd ÞÖK
Sigurgeir Sigurösson lætur eftir sig
konu og tvœr dætur.
Fjölskylda varð fyrir símaónæði vegna „Einn plús einn":
Hringt um miðja nótl
- viljum láta stoppa þetta, segir Rögnvaldur Snorri Hilmarsson
„Mér var brugðið og vissi ekki
hvað var að gerast eða hvaðan þeir
höfðu fengið nafnið og núrnerið fyrr
en einn þeirra sagðist hafa hringt í
Einn plús einn símastefhumótið og
fengið upplýsingar um mig. Konan
þar virtist þekkja raddir okkar því
að hún skeÚti á ef við hringdum en
þessi maður var svo almennilegur
að hringja í stefhumótið, taka rödd-
ina upp á símsvara og leyfa okkur
að heyra í henni. í nokkra daga á
eftir var hringt í okkur, andað í sím-
ann og skellt á, en sem betur fór kom
aldrei neinn heim til okkar," segir
Berglind Jóhannesdóttir.
Þriggja manna fjölskylda varð fyrir
símaónæði í fjórar til fimm klukku-
stundir um miðja nótt í vetur þegar
ókunnug kona hringdi í símastefnu-
mótið Einn plús einn. Konan þóttist
vera að selja blíðu sína og hélt síma-
línunni opinni í sex klukkustundir.
Hún lýsti Berglindi og gaf hverjum
sem vildi heimilisfang hennar og
símanúmer. Þegar eiginmaður Berg-
lindar, Rögnvaldur Snorri Hilmars-
son, tók tóliö af símanum undir
morgun höfðu 16-20 karlar hringt og
beðið lógregluna að vera í nágrenn-
inu af ótta við að einhver kæmi heim
til þeirra.
„Við héldum í fyrstu að þetta væri
kona sem drykki kaffi úr glasi og
reykti filterslausar camelsígarettur
en eftir á að hyggja gæ'ti þetta hafa
verið karlmaður. Við vildum gera
allt til að stoppa þetta en gátum ekki
fundið þann sem stóð á bak við
ónæðið. Við vissum ekki að við gæt-
um kært stefnumótalínuna sjálfa og
svo koðnaði þetta niður út af Súða-
víkurslysinu. Við höfum kvartað við
starfsmenn fyrirtækisins sem hafa
verið með skæting og stæla og nú
síðast spurði starfsmaður þar hvort
við værum atvinnulaus og hefðum
ekkert annað að gera en að ofsækja
þá," segir Rögnvaldur.
„Við vujum helst láta stoppa þessa
starfsemi. Þetta er ekkert annað en
vændi," segir hann og hvetur aðra
sem hafa orðið fyrir símaónæði að
láta í sér heyra.
-GHS
Pállversttilskipunum
Páil Pétursson félagsmálaráð-
herra ætlar að leita allra leiða til
aö íslendingar komist hjá því aö
ieiða í lðg tilskipanir ESB um
hámarksvwnutíma og vinnu-
vernd bárna og ungraenna. RÚV
hafði þetta eftir ráðherranum.
H.í.kaupirhús
¥. Háskóli íslands hefur keypt
Austurstræti 16 fyrir um 100
miUjónir króna. Skólinn hefur
rekið Reykjavíkurapótek i hús-
inu tii fjölda ára. Stöð tvö greindi
fráþessu.
Aukinatvinna
Núna virðist bjartara framund-
an í atvmnulífi landsmannáheld-
^ur en á sama öma í fyrra ef marka
má nýja arvinnukönnun Þjrjð-
hagsstofnunar. RÚV greindi frá.
Markaðurinn breytist
Eftirspurn eftir eldri og ódýrari
endursöluíbúöum í félagslega
kerfinu hefur aukist en að sama
skapi hefur dregið úr efrirspurn
eftir nýjum og dýrari íbúðum í
nýjum hverfum. MbL greindifrá.
Rannsóknhafnað
Rikissaksóknari hefur hafnað
beiðni bæjarstjórnar Hœmar-
fjarðar um opinbera rannsókn
vegna Hagvirkis-Kletts. Af hálfu
bæiaryfkvalda í Hafnarfirði er
mádihu lokið.
\
t
t
t