Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 15. MAÍ1995 Fréttir . Vestmannaeyingar fá ekki að flytja síld af miðunum með flutningaskipi: Afar einkennileg afstaða - segir Sighvatur Bjarnason um neitun sjávarútvegsráðuneytisms „Ég fékk þau svör aö þetta væri bannað. Ég er búinn aö senda ráðu- neytinu bréf og biðja um rökstuðning vegna þessarar neitunar en það svar er ekki komið. Ég botna ekkert í því hvað er að baki þessari neitun," seg- ir Sighvatur Bjarnason, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, vegna þess að sjávarútvegsráðuneytið hef- ur neitað fyrirtæki hans um að flytja síld með flutningaskipi af síldarmið- unum til Vestmannaeyja og spara þar meö langa siglingu veiðiskipa og skapa atvinnu í Vestmannaeyjum. Sighvatur er með útgerð tveggja nótaskipa, Kap VE og Sighvats Bjarnasonar VE. Það munar um tveimur sólarhringum fyrir skipin að þurfa að sigla til Vestmannaeyja í stað Austfjarðahafna og hugmyndin var sú að leigja flutningaskipið Stapafell til að flytja síldarafla til Vestmannaeyja í vinnslu þar. Skipið hefði getað flutt um 2 þúsund tonn í ferð. „Við ætluðum að reyna að hagræða og auka afkastagetu flotans. Þá hefð- um við með þessu geta aukið atvinnu í landi sem er ekki vanþörf á. Þetta hefði skapað 15 ný störf. Við erum með 15 starfsmenn í mjölverksmiðj- unni en hefðum getað fjölgað þeim í 30 hefði þetta orðið að veruleika. Það er að okkar mati skynsamlegra að sigla með þetta til Vestmannaeyja en Hjaltlandseyja eða Færeyja. Þetta er því afar einkennileg afstaða. Það er sífellt verið að krefjast hagræðingar í sjávarútvegi en þegar á svo að gera eitthvað þá er það bannað. Þetta er óþolandi," segir Sighvatur. Flæmski hatturinn: Góð rækju- veiði „Það hefur verið ágætis veiði á þessutn slóðum. Hafrafellið er komið með um 70 tonn af rækju eftir 18 daga á veiðum," segir Pálmi Stefáns- son, útgerðarstjóri hjá Básafelli hf. á ísafirði sem gerir út tvö skip, Hafra- fell ÍS og Guðmund Péturs ÍS á Flæmska hattinn við Kanada til rækjuveiða. Skipin frysta rækjuna um borð en hún er síðan unnin á verksmiðju Básafells á ísafirði. Pálmi segir að nú séu 5 íslensk skip á þessum slóðum og þrjú á leið- inni. Alls eru um 1500 sjómílur frá Reykjavík á Flæmska hattinn eða um 6 sólarhringa sigling. Hann segir að skip Básafells verði við veiðar þarna fram á haust. „Það eru engin verkefni hér heima vegna skorts á rækjukvóta þannig að ég reikna með að skipin verði við þessar veiðar fram á haust," segir Pálmi. -rt Norðurá í Borgarfirði: Útboð í haust „Þetta er áfangasigur fyrir okkur að fá það í gegn að fá útboð í haust. Því tilboðinu okkar var hafnað af stjórninni en það átti aö færa bænd- um 160 milljónir næstu fimm árin," sagði Pétur Pétursson í samtali við DV í gær. En einhver fjörlegasti fundur sem haldinn hefur verið í Borgarflrðinum í fyrrakvöld í Hreða- vatnsskálanum. Fundurinn, sem var um málefni Norðurár, stóð langt fram eftir nóttu og voru mjög skiptar skoðanir um málið. „Ég fagna því að bændur skuli ekki hafa tekið tilboði Péturs og félaga. Það var skynsamlegt hjá bændum," sagöi Friðrik Þ. Stefánsson, formað- ur Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í gær, en félagið hefur ána leigu fram á haust. Ólafur Einarsson, skipstjóri á Kap VE, sagði í samtali við DV þar sem hann var á leið á síldarmiðin að þessi afstaða ráðuneytisins væri óskujan- leg. Þetta hefði verið leyft á loðnu- vertíðinni en sé nú bannað. „Ég er mjög óánægður með að þetta leyfi skuli ekki fást. Þetta er óskiljan- legt í því ljósi að leyft var að flytja loðnu á srjórnlausum pramma á vetrarvertíðinni," sagði OLafur. Jón B. Jónasson sagði sjávarút- vegsráðuneytið byggja afstöðu sína á lögum um vigtun sjávarafla, auk þess að íslendingar hafi ekki heim- ildir til að vera meö flutningaskip í færeyskri lögsögu. „Við erum með heimildir til að víkja frá lögum um vigtun sjávarafla en við hófum ekki heimildir til að vera með flutningaskip í færeyskri lögsögu; það er ekkert í samningnum milli þjóðanna sem leyfir slíkt," segir Jón. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.