Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 1995 Fréttir Þorskstofninn er að taka við sér eftir lægð: Eitthvert svigrúm til kvótaaukningar „Það virðist hafa verið miklu meiri fiskur á grunnslóðinni en verið hefur undanfarin ár. Það er þaö sem gefur manni fyrst og fremst betri vonir um framtíðina," segir Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins vegna stöðu þorskstofnsins sem virðist vera betri - en ekki mjög mikið, segir Halldór Ásgrímsson en fiskifræðingar höfðu áætlað ef marka má niðurstöður togararalls- ins. Halldór segir að friðunaraðgerð- ir undanfarinna ára séu nú famar að skila sér, auk betri skilyrða í haf- inu. Gunnar Stefánsson, tölfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sagöi í samtali við DV fyrir helgina að ekk- ert væri hægt að segja til um bata þorskstofnsins fyrr en búið væri að fara ofan í aflatölur fiskiskipaflotans. í sáttmála stjómarflokkanna er gert ráð fyrir að hlutur bátaflotans verði réttur með því að auka kvóta. Er svigrúm að myndast til aukningar þorskkvótans? „Það er eitthvert svigrúm en ég hef aldrei gert ráð fyrir að það sé mjög mikið og áreiðanlega ekki til að gera menn ánægða með sinn hlut. Það eru margir sem em með afar rýrar afla- heimildir," sagði Halldór. -rt Rannsóknarlögreglan yfirheyrir Bolvíkinga: Rannsakar fölsun á undirskriftum - vegna leigu á kvóta frá Ósvör Rannsóknarlögregla ríkisins yfir- heyrði fyrir helgina aðila sem tengj- ast leigu á kvóta frá Ósvör hf. Rann- sóknin beinist að því hvort undir- skriftir á færslum séu falsaðar. Til að leigja burt kvóta er útgerðum gert skylt að hafa undirskriftir frá verkalýðsfélögum og bæjarfélögum. Ósvör hf. hefur leigt frá sér mikinn kvóta að undanfornu en hvorki bæj- aryfirvöld né verkalýðsfélagið á staönum vilja kannast við að hafa undirritað heimild til þess. RLR yfir- heyrði fyrir helgina forsvarsmenn Ósvarar, verkalýðsfélagsins og bæj- arfélagsins. Kristján Jón Guðmundsson, út- gerðarstjóri Ósvarar, vildi í samtali við DV ekkert tjá sig um málið og sagði að það kæmi í ljós hvað kæmi út úr rannsókninni. Kristín Karvels- dóttir, varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, sem var yfirheyrö vegna þess að nafn hennar er á kvótafærslum, segir það liggja fyrir að hún hafi ekkert undir- ritað síðan í janúar í vetur. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ósvör leigði þann 7. apríl mikinn kvóta, eða um 600 tonn, til Frosta hf. í Súðavík. Kvótinn var færður af tog- aranum Dagrúnu yfir á Bessa. Verði niðurstaðan sú að þarna sé um mis- ferli að ræða verða þessar færslur ógildar. Kvótaleigurnar fóru fram eftir að ljóst var að Bakki hf. í Hnífs- dal væri búinn að kaupa meirihlut- ann í Ósvör og án þess aö forsvars- menn Bakka væru með í ráðum. -rt Asgeir Haukdal töfraði fram fagra tóna er hann. spilaði á sög á Lækjartorgi á föstudag. Hann lék með hljómsveit Hjálpræðishersins í tilefni af aldaraf- mæli hersins. DV-mynd TJ Teknirmeð f íknief ni og þýfi Lögreglan í Keílavík handtók aðfaranótt fóstudags tvo menn fyrir fíkniefnanotkun. Á mönn-: unum fundust áhöld til neyslu fikniefna og leifar efna sem þeir eru grunaðir um að hafa neytt. Daginn eftir var einn maður handtekinn, grunaður um neyslu fíkniefna. Við húsleit heima hjá honum fundust kannabisplöntur og tæki og tól til neyslu fíkniefna. Einnig fannsc þýfi úr nokkrum innbrotum heima hjá manninum. Honum var sleppt að loknum yf- irheyrslum hjá lögreglu. -PP I leiklistinni Lögreglan í Reykjavík handtók tvo unga menn sem brotist höfðu inn í Leiklistarskólann aðra helg- arnóttina. Mennirnir voru fiuttir á lögreglustöð, grunaöir um að ætla að slá upp teiti í skólanum. -PP Ekiðádreng áreiðhjóli Ekið var á dreng á reiöhjóli á mótum Austurbergs og Norður- fells á laugardagskvöld. Ökumaö- ur ræddi viö drenginn eftir slysiö og ók síðan af vettvangi. Þegar drengurinn kom heim kenndi hann eymsla og var flutt- ur á slysadeild þar sem í Ijós kom að hann hafði hlotið minni háttar meiðsl. Vitað er um skrásefning- arnúmer bílsins sem ók á dreng- inn og bíður lögregla þess að ná tali af ökumanninum. -PP Kveiktískúr Eldur var borinn að vinnuskúr við Viðarrima í Grafarvogi á laugardagskvöld. Slökkviliðið var kallað á staðinn og tókst því að ráða niðurlögum eldsins en skúrinn skemmdist talsvert. Rannsóknarlögreglan rannsakar brunaim. -PP í dag mælir Dagfari Salome og launakjörin Mikið íjaðrafok hefur orðið út af þeim ummælum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að forseti Alþing- is ætti aö fá kauphækkun þegar Ólafur G. Einarsson verður forseti þingsins. Konur allra flokka hafa risið upp og mótmælt. Skorað hefur verið á Guðrúnu Helgadóttur og Salome Þorkelsdóttur að kæra hveija þá launahækkun sem fellur Ólafi í skaut. Þær hafa allar bitið í skjaldarrendur, kvenhetjur þjóðar- innar, og sagt: hingað og ekki lengra. Við látum ekki bjóða okkur þetta misrétti. En hægan, hægan. í fyrsta lagi er ekki búið að kjósa Ólaf G. Ein- arsson sem forseta í þinginu, ekki enn. í öðru lagi hafa launin hans enn ekki verið hækkuð. Og í þriðja lagi kemur í ljós að laun Salome, meðan hún var forseti, voru, þegar að er gáð, þau sömu og ráðherrar hafa haft! Þetta hefur Salome játað sjálf. Ekki kannski að fyrra bragði og ekki meðan hún var að taka undir kærukröfur á hendur Alþingi og ríkisstjóm og ekki fyrr en Ólafur G. Einarsson sá sig tilneyddan aö skrifa grein í Morgunblaðið til að spyrjast fyrir um launakjörin hjá Salome. Ekki er gott að spá í það hvort Ólafur gerði það af skepnuskap út í Salome að spyrjast fyrir um laun- in hennar eða hvort honum hafi bara sárnað aö fá ekki meiri laun heldur en Salome hefur haft. Alla- vega sá Ólafur ástæðu til að upp- lýsa hvað hann hefði haft í laun og spyija Salome hvað hún hefði haft í laun. Nú er það alþjóð kunnugt að þingmenn hafa kvartað undan launakjörum vegna sultarkjara. Sömuleiðis hefur verið talað með andakt og hneykslan um launakjör Salome og forseta Alþingis og al- menningur hefur haft það á tilfinn- ingunni að laun forseta Alþingis væru smánarlaun sem engum karl- manni væru sæmandi. Þess vegna hafi konur valist til forsetastarfsins af því að launin eru þeim einum boðleg. Og svo eigi að hækka þau þegar aflóga ráðherra tekur við forsetastarfinu því eitthvað þurfti að sparka honum. Hvað um það, Salome sá sitt óvænna og hefur upplýst að hún ■hafi haft ráðherralaun þegar allt er talið saman. Hún hafi fastakaup- ið og svo hafði hún álagsgreiðslu og svo hafði hún dagpeninga sem kallast starfspeningar og þetta kom allt í launaumslagið og ekki gott að sjá hvað Salome ætlar að kæra þegar Ólafur G. Einarsson fær sömu sporslurnar og sömu krón- urnar. Hver var að kvarta um hvað? Ætlar jafnréttisráð kannski að kæra sporslurnar til Salome? Eða ætla aðrir þingmenn aö kvarta og kæra undan því að forseti Alþingis fái sporslur sem aðrir fá ekki og það sé misrétti' gagnvart öðrum þingmönnum sem ekki fá sams konar sporslur þótt þeir búi viö sams konar álag og forsetinn? Kannski kærir Ólafur Salome? Eða fékk hún sporslumar af því hún var kona? Hvar er jafnrétti karla? Þessi umræöa er hins vegar af hinu góða og í rauninni afskaplega nauðsynleg vegna þess að forsætis- ráðherra vissi greinilega ekki hvað Salome hafði í laun og Ólafur G. Einarsson vissi hvað Salome hafði í laun og Salome vissi sjálf hvað hún hafði í laun, án þess þó aö segja frá því fyrr en Ólafur spurði hana opinberlega um launin til að sýna fram á að hann mundi ekki fá neina launahækkun þó hann yrði forseti þingsins. Konur úti í þjóðfélaginu vissu það ekki heldur og ekki er víst að kjaradómur hafi heldur haft hugmynd um launakjör for- seta því kjaradómur hefur nefni- lega gert tillögu um að forseti Al- þingis fái sömu laun og ráðherrar þótt forsetinn hafi nákvæmlega sambærileg og sömu laun. Og hvers vegna ættum við að vorkenna þingmönnum fyrir launakjörin ef þeir hafa álags- greiðslur og starfspeninga ofan á launin sem þeir fá fyrir að mæta í vinnuna? Þingmenn fá sem sagt sérstaklega borgað fyrir að taka við launum fyrir vinnuna sem þeir hafa sjálfir gefið kost á sér í. Og svo viðbót vegna álags sem þeir verða fyrir í starfinu sem þeir hafa tekið að sér gegn launum og viðbótar- launum til að geta mætt í vinnuna! Og allt þetta fæst upplýst vegna þess að Salome ætlaði að kæra Olaf G. Einarsson fyrir að taka við laun- um sem eru sambærileg þeim laún- um sem Salome sjálf hafði þegið! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.