Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Side 8
8 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 1995 AFMÆLISTILBOÐ ZANUSSI heimilistækj um í nokkra daga. Hágæðatæki á frábæru verði! * Þvottavélar * Þurrkarar * Eldhúsviftur * Uppþvottavélar * Kæliskápar * Frystiskápar * Frystikistur * Þeytivindur og m.fl. MMi-llf.l'ihM 3ja ára ábyrgð Þvottavélar/Þurkarar Eldavélar Klaus Kinkel, formaður flokks frjálsra demókrata. Simamynd Reuter Fylkiskosningar í Þýskalandi: Frjálsir demókratar þurrkaðir út Frjálsir demókratar, samstjórnar- flokkur kristilegra demókrata Hel- muts Kohls Þýskalandskanslara, þurrkuöust út af fylkisþingunum í Nordrhein-Westfelen og Bremen í kosningum þar í gær, samkvæmt fyrstu tölum sem birtar voru í gær- kvöld. Flokkurinn náði ekki fimm prósenta lágmarksfylgi sem þarf til aö koma manni á þing. Jafnaðarmenn, sem eru viö völd í báðum fylkjunum, misstu fylgi en allt bendir þó til þess að þeir muni ganga í eina sæng með græningjum, stóru sigurvegurum kosninganna. Ekki er taliö að þessir síðustu ósigrar fijálsra demókrata hafi áhrif á stööu flokksformannsins, Klaus Kinkels utanríkisráðherra. „Klaus Kinkel er flokksformaður og verður það áfram,“ sagði Guido Westerwelle flokksritari. Ritzau, Reuter Utlönd Stuttar fréttir Suðurlandsbraut 16, s. 588-0500 Bátarteknff Bandaríska strandgæslan tók tvo japanska fiskibáta að meint- um ólöglegum veiðum i Kyrra- hafi. Skjálftiskemmir Nærri þúsund heimili eyðilögð- ust í öflugum jarðskjálfta i Grikk- landi um helgina. Bara misskilningur Grete Knuds- en. viðskipta- ráðherra Nor- egs, segir að misskilningur hljóti :áð valda því að Svíar vilji ekki stað- festa samning um fiskútflutning sem Norðmenn gerðu við Evrópusambandið. Sprengtogsprengt Rússneskar hersveitir vörpuðu sprengjum á þorp í Tsjetsjeníu. Barist í Bosniu Grimmilegir bardagar voru háöir í noröurhluta Bosníu. Minniumhverfisáhugi Áhugi fyrir umhverfisvernd fer dvinandi í heiminum, að sögn yfirmanns umhverfisstofnunar SÞ í Naíróbí. Rættumfrið Uppreisnarmenn indíána í Mexíkó og stjómvöld reyna aö finna leiðir til aö draga úr spennu. Eintómir Evrópusinnar Alain Juppé verður væntan- lega forsætis- ráðherra nýrr- ar Frakklands- stjómar þar sem Evrópu- sinnaðir mark- aðshyggju- menn verða i öllum lykilembætt- unum. Forsetiífýlu Forseti Hvíta-Rússlands sakaði Clinton Bandaríkjaforseta um að hafa sniðgengiö landið í heim- sókn sinni til þessa heimshluta. MóðiráEverest Alison Hargraves, bresk 2ja barna móðir, varð fyrst kvenna til að komast ein og óstudd og án súrefniskúta á Everest-fiall, hið hæsta í heimi. Þridji maðurinn Þriðji maöurinn er nú í haldi vegna sprengjutilræöisins í Okla- homaborg. Ekki afturkallaður franir segja að dauðadómurinn yfir Salman Rushdie veröi ekki afturkallaður en ætla ekki að gera út leigumorðingja. Menemsigraði Carlos Me- nem, forseti Argentínu, lýsti í gærkvöldi yfir sigri i forseta- kosningunum þar í landi en samkvæmt fyrstu tölum fékk hann 46 prósent atkvæða og helsti keppinautur hans 32 pró- sent. Alveg ákveðnir ísraelsstjóm ítrekaði þá ætlan sína að gera land í arabískum austurhluta Jerúsalem upptækt. Slæmarsendingar Öryggisverðir hafa stöðvað bögglasprengjur til Karls Breta- prins frá öfgafullum dýravinum. Reuter, NTB Borgarstjóri höfuðborgar Saír heldur neyðarfund vegna banvænu veirunnar: Ég vona að við verð- um ekki yf irbugaðir „Það er ekkert vandamál með starfsfólk. Það er tækjabúnaöurinn sem er vandamálið. Við mUnum reyna að sigrast á vandanum og ég vona bara aö við verðum ekki yfir- bugaðir," sagði Bernadin Mungul Diaka, borgarstjóri í Kinshasa, höf- uðborg Afríkuríkisins Saír, á neyð- arfundi með heilbrigðisstarfsmönn- um í gær vegna ebola-veirunnar bráðdrepandi sem nálgast nú höfuð- borgina. Borgarstjórinn lét herða eftirlit við vegatálma á aðalþjóðveginum til Kinshasa frá farsóttarsvæðunum í nágrenni bæjarin^Kikwit. Þá greindi borgarstjórinn einnig frá því hvaða sjúkrahús í höfuðborginni ætti að nota til að einangra alla þá sem veikj- ast af völdum veirunnar. Mama Yemo sjúkrahúsið í Kins- hasa, eitt helsta sjúkrahús landsins, með rúm fyrir tvö þúsund sjúkhnga, er eitt þeirra. Þar eru nú allt aö þrír sjúklingar um hvert rúm, margir þeirra með alnæmi. Þeir sjúklingar sem eru svo heppnir að hafa eigið rúm koma með rúmfötin með sér. Ruslið er alls staðar og man starfs- fólk ekki eftir því hvenær sorp var hirt þar síðast. Jean-Jacques Muyembe, helsti veirusérfræöingur Saír, sagði frétta- mönnum í gær aö erlendir sérfræð- ingar, sem væru komnir til að hefta útbreiðslu ebola-veirunnar, væru farnir að sjá árangur erfiðis síns. Á sjöunda tug manna hefur látist af völdum veirusjúkdómsins sem engin lækning er við. Heilsugæslustarfsmaður með andlitsgrímu og hanska stendur við rúm eins þeirra sem hafa sýkst af völdum hinn- ar bráðdrepandi ebola-veiru í bænum Kikwit í Saír. Símamynd Reuter „Við erum farnir að ná tökum á faraldrinum af því að við erum með mjög sterkt hð sem vinnur við þetta,“ sagði Muyembe. Sérfræðingarnir hafa ekki enn komist að uppruna sjúkdómsins, sem lét fyrst á sér kræla í Kikwit í mars. Þeir hafa útvegaö starfsfólki sjúkra- hússins í bænum sloppa, grímur, hanska og sérstaka skó og vonast til að það dugi til að hefta frekari út- breiðslu. Hugsanlegir smitberarhafa verið settir í einangrun. . Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.