Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 1995 9 I I I > > > ) ) l'j Utlönd Björt fram- tíð í f iskeldi Fiskeldi gæti orðið helsti vaxtar- broddurinn í landbúnaði á komandi árum á sama tima og hefðbundnar fiskveiðar eru alls staðar að dragast saman vegna minnkandi fiskstofna. Þetta kemur fram í skýrslu sem al- þjóðleg rannsóknarstofnun í land- búnaði (CGIAR) sendi frá sér í gær. Fiskeldið sá fyrir 22 prósentum þess fisks sem fór til manneldis í heiminum árið 1993 en áriö 2010 gætu það orðið um 40 prósent ef aukning undanfarinna ára heldur áfram. Fiskur er 7,5 prósent af heildar- matvælaframleiðslu heimsins. Rúm- lega einn milljarður manna í þróun- arlöndunum fær meirihluta dýra- prótíns síns úr fiski. Heildarsjávarafli í heiminum hefur verið rétt rúmlega 80 milljónir tonna á ári en fiskeldi sér fyrir 16 milljón- um tonna og veiðar í ám og vötnum gefa af sér 6 milljónir tonna á ári. Ef halda á fiskneyslunni í 13 kíló- um á mann á ári þurfa að koma 19 milljónir tonna fisks til viðbótar áriö 2010, að mati matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ef fiskeldi eykst um 9 prósent á ári eins og gerst hefur undanfarinn ára- tug er takmarkið innan seilingar. Sérfræðingar CGIAR búast við aukinni hörku í baráttunni um fisk- inn í hafinu á næstu árum. Reuter Lagahöfundurinn Rolf Lövland og fiðlarinn Fionnuala Sherry fagna sigri í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hann er norskur en hún írsk. Símamynd Reuter Öfund og illdeilur eflir sigur Norömanna í Eurovision: Stolinn og stældur sænsk-írskur sigur Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Noregur átti ekki skilið eitt ein- asta stig fyrir framlag sitt í söngva- keppninni. Lagið er stolið og stælt og flutt af íra og Svía,“ sagði í dag í umfjöllun sænska blaðsins Express- en um sigur Norömanna í söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ofund einkennir viöbrögð Svíanna sem þykjast hafa tapaö naumlega en í Noregi er sigrinum fagnaö með ill- deilum milli sjónvarpsstööva og hrepparíg. Allir vilja halda keppnina að ári. Því er haldið fram að norska sigur- lagið sé í raun stæling á söngvum írsku söngkonunnar Eniu. Þá lék írsk stúlka á fiðlu nær allt lagiö á enda. Svíi stóð einnig á sviðinu með Norðmönnunum og það var bara söngkonan sem gat talist norsk. Hún söng ósköp lítið. Samt var það Noct- urne, lag Norðmannsins Rolf Löv- land, sem sigraði. Hann samdi einnig sigurlagið fyrir Bobbysocks fyrir tíu árum. Norömenn svara öfund Svíanna með því að benda á að sænski kepp- andinn hafi verið norskur í báðar ættir. Það var ástæðan fyrir því að hann var svo nærri sigri. í Noregi eiga bæði ríkissjónvarpið og TV 2 aðild að sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Báðar stöðvamar telja sig eiga rétt á að halda keppnina næst. Ríkissjónvarpið sá um undan- keppnina í ár og segist því eiga allan rétt. Stjórarnir hjá TV 2 segja aö „gamla gufan“ verði landi og þjóö örugglega til skammar í útlöndum. Því sé best að þeir haldi keppnina. Hrepparígurinn hefur einnig bloss- að upp eftir sigurinn. Óslóbúar vilja fá keppnina nú af því að Björgvin fékk hana fyrir tíu árum. í Björgvin segjast heimamenn hafa reynsluna. í Lillehammer státa staðannenn af reynslu og húsnæði eftir Ólympíu- leikana. Svo mun og vera í nágranna- bænum Hamri og í Gjövik er stærsta íþróttahöll inni í fjalli í heiminum. Hreppstjórar á öllum þessum stöðum halda nú sinni sveit á lofti. Sigurvegararnir sjálfir virðast hins vegar gleymdir þegar á öðrum degi. Nú skiptir mestu hverjir sigra í keppninni um keppnina. G oldStar - hljómtaeki unga folksins ! Þessi vandaba hljómtækjasamstæba, Goldstar 606 er meb Full Logic, Ultra Bass Booster o.m.fl. ÞriggjQ ljósróka geislospilari meö 32 jaga minni 130 W magnari meö innb. forstilltum tónjaftiara Ultra Bass Booster, sem gefur enn meiri bassa Fjarstýröur styrkstillir Tengi fyrir sjónvaip eöa myndbandstæki Allar aögeröir birtast ó fljótandi kristalsskjó Klukkaogtímarofi Útvarp meö FM, MW og LW-bylgjum 30 stööva minni Tvöfalt Dolby kassettutæki meö snertitökkum Sjólfvirkri spilun beggja hliöa og hraöupptöku Fullkomin fyirstýring Tveir vandaöir hdtalarar meö loftun f/ bassa Stærö: Br.: 27 cm, hæö: 40 cm, dýpt: 30 cm Þessi fullkomna hljómtækjasamstæba, Goldstar FFH-333 er hlabin tæknibúnabi - ú góbu verbi! Þriggja ljósrdka geislaspilari meö 32 laga minni 64 W magnari meö innb. forstilltum tónjafnara Ultra Bass Booster, sem gefur enn meiri bassa Fjarstýröur styrkstillir Tengi fyrir sjónvaip eöa myndbandstæki Allar aögeröir birtast ó fljótandi kristalsskjó Klukka og tímarofi Útvarp með FM, MW og LW-bylgjum 30 stööva minni Tvöfalt Dolby kassettutæki m.a. meö: Sjálfvirkri spilun beggja hliöa og hraöupptöku Fullkomin ^arstýring Tveir vandaÖir hátalarar meö loftun f/ bassa Stærð: Br.: 27 cm, hæð: 33,3 cm, dýpt: 43,7 cm stgr. Þessi frúbæra hljómtækjasamstæba, Goldstar F-272L 3CD er nú ú sérstöku tilbobi, ú meban birgbir endast! Þriggja diska geislaspilari með 20 laga minni. 32 W magnari meö innb. foistilltum tónjafnara Tengi fýrir hljóönema (Karaoke) Tengi fyrir sjónvarp eða myndbandstæki Allar aögeröir birtast á fljótandi kristalsskjá Útvarp meö FM, MW og LW-bylgjum 20 stööva minni Tvöfalt kassettutæki m.a. meö: Síspilun og hraðupptöku Fullkomin fjarstýring Tveir vandaðir hátalarar með loftun f/ bassa Stærö: Br.: 27 cm, hæö: 31 cm, dýpt: 33 cm stgr. Þessi skemmtilega hljómtækjasamstæba, Goldstar F-222L er meb Karaoke-möguleika fyrir þú sem vilja syngja meb. • Þriggja ljósráka geislaspilari með 20 laga minni • 20 W magnari meö innb. forstilltum tónjafnara • Allar aögeröir birtast á fljótandi kristalsskjá • Útvarp með FM, MW og LW-bylgjum 20 stööva minni • Tvöfalt kassettutæki meö hraðupptöku • • Tengi fyrir hljóönema • Fullkomin fjarstýring • Tveir vandaöir hátalarar meö loftun f/ bassa • Stærö: Br.: 28,5 cm, hæð: 31,5 cm, dýpt: 23,5 cm nr 1 raðgreiðslur TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA VISA RAÐGREIÐSLUR \jJ TIL ALLT AÐ 24 MAIMAÐA SKIPHOLTI 19 SÍMI29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.