Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Page 10
10 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 1995 Fréttir Samningurinn undirritaður, frá vinstri: Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Sólveig Gunnarsdóttir, sund- deild Keflavíkur, Leifur Gunnlaugsson, knattspyrnudeild Njarðvíkur, Skúli Skúlason, íþrótta- og ungmennafélagi Keflavíkur, Haraldur Helgason, tómstundaráði, Ragnar Örn Pétursson, formaður iþróttaráðs bæjarfélagsins, Hauk- ur Örn Jóhannesson, Ungmennafélagi Njarðvíkur, Birgir Þór Runólfsson, knattspyrnudeild Keflavikur, Margrét Sanders íþróttakennari, Steinþór Gunnarsson íþróttakennari. DV-mynd Ægir Már íþróttahreyfingin á Suðumesjum: Nær 13 milljóna vinnusamningur Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: íþróttaráð Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna hefur samþykkt að ganga til samninga við íþróttahreyfinguna í Keflavík og Njarðvik og munu þessi félög taka að sér rekstur og viðhald íþróttamannvirkja á svæðunum. Samningurinn hljóðar upp á tæpar 13 milljónir en íþróttahreyfmgin þarf að leggja út vinnu til að halda hreyf- ingunni gangandi. Síðan var gerður samningur við íþrótta- og ungmennafélagiö í Kefla- vík og Ungmennafélag Njarðvíkur um að félögin taki að sér rekstur íþrótta- og leikjanámskeiða í bæjar- félaginu í sumar. Þá var gerður samningur um rekst- ur sundnámskeiða í bæjarfélaginu þar sem rekstraraðilar námskeið- anna fá þátttökugjöld og greiða ekki fyrir afnot af sundmannvirkjum. Tómstundaráð samdi við íþrótta- og ungmennafélagiö í Keflavík og Ungmennafélag Njarðvíkur um framkvæmd 17. júní hátíðahalda. Islandsbanki flytur höfuðstöðvar sínar á Kirkjusand Flutningar á höfuöstöövum íslandsbanka aö Kirkjusandi 2 standa nú yfir og eftirtaldar deildir.eru þegar fluttar: Markaös- og þjónustudeild Reikningshald og áœtlanir Tœknideild Þann 19. maí nk. flytja: Hluthafaskrá Rekstrardeild Starfsmannaþjónusta Þann 2. júní nk. flytja: Alþjóöadeild Fjárstýring Lánaeftirlit Útibú íslandsbanka í Kringlunni 7 starfar áfram meö óbreyttu sniöi. ÍSLANDSBANKI - í takt viö nýja tíma! Nýtt vallarhús á Akranesi Daruel Ólafeson, DV, Akraneá: Nú í sumar verður tekið í notkun nýtt vallarhús í íþróttamiöstöðinni að Jaðarsbökkum á Akranesi. Hluti hússins, búningsaðstaða, sturtur og húsvarðaraðstaða, verður tekinn í notkun um miðjan maí en um mán- aðamótin maí-júm nýtt anddyri íþróttamiðstöðvarinnar og aðstaöa fyrir starfsmenn íþróttamiðstöðvar- innar. Seinna á árinu verður tilbúinn glæsilegur salur og eldhús á efri hæð vallarhússins. Tréiðja Akraness hf. sér um bygginguna og er heildar- kostnaður við verkið áætlaður um 40 milljónir. Djúpivogur: Lokafrágangur Dvalarheimilis aldraðra Hafdís Erla Bogadóttir, DV, Djúpavogi: Samið hefur verið við Trésmiðju Djúpavogs um lokafrágang á Dvalar- heimih aldraðra á Djúpavogi. Áætl- aður kostnaður er um 15 milljónir króna. Gert er ráð fyrir aö húsið verði tilbúið 15. ágúst nk. og formlega opnað 1. september. Rými verður fyrir 12 vistmenn og einnig dagvist- un. Fyrsta skóflustungan var tekin árið 1989. Sönghópurinn Sandlóurnar úr Vestur-Húnavatnssýslu heimsótti Mýramenn og tók þátt i vorhátíð Samkórs Mýramanna. DV-myndir Olgeir Helgi Söngur og gleði á Mýrum: Uppskeruhátíð hjá Samkór Mýramanna Olgeir Helgi Ragnarsson, DV, Borgameá: Samkór Mýramanna í Mýrasýslu hélt vorhátíð í félagsheimilinu Lyng- brekku á dögunum. Kórinn fékk góða gesti úr Vestur-Húnavatns- sýslu, en þar voru á ferö karlakórinn Lóuþrælar og söngsveitin Sand- lóurnar. Kórsöngur skipaði eðlilega stóran sess á dagskrá kvöldsins. Einnig söng Dagrún Hjartardóttir, söng- stjóri Mýramanna, einsöng við und- irleik Jerzy Tosik-Warszawiak. Fjöl- menni sótti samkomuna en sungið var og dansað fram eftir nóttu. Breiðdalsvík: Dagvist fyrir eldri borgara Sigursteinn Melsted, DV, Breiðdalsvílc Öldrunarnefnd og Breiðdalshrepp- ur hafa ákveðið að koma á fót dag- vist aldraðra að Hrauntúni 10 á Breiðdalsvík og er húsnæðið tilbúið til notkunar. Öldruð kona, Hildur Eiríksdóttir, arfleiddi hreppinn og kirkjuna að öllum eigum sínum. Var hlutur hreppsins notaður í þetta verkefni. Verður opið alla virka daga en þar verður boðið upp á heitan mat í há- deginu, hvíldaraðstöðu og aðstöðu til þvotta. Opið hús fyrir aldraða flutti á laug- ardag inn í húsnæöiö úr grunnskól- anum. Veflist í Borgarnesi Listakonur spjalla, Guðrún Gunn- arsdóttir, t.v., ræðir við Elísabetu Haraldsdóttur, leirlistarkonu trá Hvanneyri. DV-mynd Olgeir Helgi Olgeir Helgi Ragnaisson, DV, Borgamesi: Veflistarkonan Guðrún Gunnars- dóttir opnaði sýningu á verkum sín- um í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borg- arnesi um mánaðamótin. Á sýning- unni eru tíu verk. Guðrún er fædd í Borgarnesi árið 1948 og bjó þar til 14 ára aldurs. Hún stundaði vefnaðarnám í Kaup- mannahöfn og í Bandaríkjunum. Ámeshreppur: Síðbúin af mælisveisla Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Þórður Magnússon, sjómaður í Djúpuvík, varð 60 ára 25. febrúar sl. Vegna ófærðar gat hann ekki haldið upp á afmæhð fyrr en um síðustu helgi en var þó aðeins búinn að smakka á áfenginu til að vita hvort það hrifi ekki. Konur tóku sig saman og bökuðu og var veisla haldin í félagsheimilinu í Trékylhsvík. Mættu allir sem gátu komist í þetta skemmtilega afmæli sem stóð frá því um eftirmiðdags- kaffi og fram á morgun. Þeir kunna svo sannarlega að skemmta sér í Árneshreppi. I f I I j i j * I >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.