Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 12
12
MANUDAGUR 15. MAÍ 1995
Spurningin
Ætlar þú að
fylgjast með
söngvakeppninni?
(Spurt á föstudag)
Guðmundur Karl nemi: Já, ætli það
ekki. Við verðum í 8. sæti.
Jóhann B. Kjartansson nemi: Já, það
er nú ekki spurning. ísland verður
númer sjö.
Bryndís Valdimarsdóttir nemi: Ég
geri ráð fyrir því. Björgvin verður í
12. sæti.
Guðbjörg Helgadóttir: Nei, það geri
ég ekki. Við verðum neðarlega.
Erlendur Kári Kristjánsson, 12 ára:
Nei, ég hef ekki áhuga. ísland verður
í 16. sæti eins og venjulega.
Gunnar Kjeld, 13 ára: Nei, ég ætla
ekki að fylgjast með keppninni. Viö
verðum í seinasta sæti.
Lesendur
Framsóknarráð-
herrar ráða f erðinni
Ragnheiður Jónsdóttir skrifar:
Eg vil taka það fram í upphafi að
ég er einn beirra kjósenda sem er
algjörlega óháður í stjórnmálum en
styð núverandi ríkisstjórn. Meiri-
hluti kjósenda sýnist enda hafa ósk-
að eftir núverandi stjórnarflokkum
til þess að fara með stjórn landsins
næsta kjörtímabil. Það var því ekki
áhorfsmál fyrir flokkana að mynda
ríkisstjórn. Eins manns meirihluti
með Sjálfstæðisflokki og Alþýðu-
flokki hefði dugað skammt og því var
þetta réttlát niðurstaða.
Það er hins vegar eftirtektarvert,
nú strax í byrjun kjörtímabilsins, og
það áður en þing kemur saman á
vordögum að það eru ráðherrar
Framsóknar sem hafa verið í sviðs-
ljósinu í ýmsum þeim málaflokkum
sem þeim heyra til. Lítið sem ekkert
heyrist hins vegar frá ráðherrum
sjálfstæðismanna ef undan er skilinn
menntamálaráðherra sem mér finnst
lofa góðu í sínu embætti. Ég undan-
skil að vísu endurráðningu Ólafs Þ.
Þórðarsonar en við það ræður víst
enginn úr því lög um embætta-
geymslu eru svo ólýðræðisleg sem
raun ber vitni.
Mér finnst sem sé að framsóknar-
ráðherrarnir ráði ferðinni enn sem
komið er og það sem meira er; hinir
ráðherrarnir, þ.m.t. forsætisráð-
herrann, sýnast bara fegnir að frá
þeim sé tekinn kaleikurinn. Þannig
var t.d. í úreldingarmálinu í Borgar-
nesi. Forsætisráðherra sagði það mál
vera algjörlega í höndum landbúnað-
arráðherra, þótt þar heföi mátt doka
við á meðan frekari viðræður færu
fram um þátttóku Sólar hf. í nýjum
rekstri mjólkurbúsins. - Það mál er
þó engan veginn útrætt og ýmislegt
eftir að koma upp á yfirborðið.
Ég get ekki gagnrýnt að ráðherrar
Framsóknar taki á sínum málaflokk-
um, líkt og t.d. viðskiptaráðherra
hefur gert, svo og heilbrigðisráðherr-
ann ungi, hún Ingibjörg. Nú, eða ut-
anrikisráðherrann sem sýnist einnig
ætla að vera vel virkur í málefnum
sjávarútvegs. Hins vegar er það
merki um meira en lítið þrekleysi
ráðherra Sjálfstæðisflokksins að þeir
skuli ekki láta meira að sér kveða í
sínum málaflokkum.
Það boðar einfaldlega að ráðherrar
Framsóknar munu halda áfram að
hafa fo'rgöngu í srjórnarathöfhum á
meðan forystumenn hins stjórnar-
flokksins þegja þunnu hljóði og láta
sem ekkert sé. Þeim finnst kannski
sem engin slík stórmál séu á þeirra
könnu að þau þurfi nein sérstök við-
brögð eöa forgöngu. Málin leysist af
sjálfu sér. - Eða að ráðherrar Fram-
sóknarflokksins taki til hendinni þar
í leiðinni.
Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa tekið forystuna, að mati bréfritara.
Bankayf irlitin hvimleiðu
Þór skrifar:
Ég er einn þeirra mörgu sem er
sífellt að fá einhver yfirlit frá banka
mínum. Þetta er hið mesta blaða- og
bréfafargan þegar allt safnast saman.
Ég hef ekkert beðið um þessar send-
ingar. Og hvað á ég að gera við öll
þessi „yfirlit"? Ég er fullfær um að
sjá hvað ég á í banka og ég skrái
mína eyðslu sjálfur og hef allar
greiðslukortanótur í veskinu og
„tékka þær af' um mánaðamót.
Á Bylgjunni sl. miðvikudag, í þætti
Eiríks Jónssonar, hringdi maður
sem var að fá eitt þessara yfirlita.
Hann var að vísu að kvarta yhr öðru
en of tíðum „yfirlitum". Hann sagðist
hafa lagt inn ákveöna upphæð á
reikning sinn þann 5. maí sl. og var
búinn að fá yfirlit daginn sem hann
hringdi - eða þann 10. Þetta þykir
mér nú einum of mikil gróska í send'
ingum bankanna.
Eg skal ekkert segja um hvaö þessi
maður hafði mikla þörf fyrir yfirlit
og ef til vill var það nauðsynlegt í
því tilfelli. Hitt er svo annað að ýmiss
konar bréfasendingar frá bönkum og
fjármálastofnunum, þ.m.t. reikni-
stofnun bankanna, eru hreint óþarf-
ar. Þarna er mikil pappírseyðsla og
sendingarkostnaður sem lítið sem
ekkert skilur eftir.
Ég skora á allar þessar stofhanir
að hemja sig nú lítið eitt í sumar og
draga eins mikið úr sendingum þess-
um og mögulegt er. Það er ekkert sem
segir að þessar sendingar séu nauð-
synlegar. Og alls ekki óumbeðið.
Milljónirnar sem hent er í haf ið
Páll Sigurðsson hringdi:
Þær óhugnanlegu fréttir um að
smáþorski sé hent í hafiö af netabát-
um eru svo alvarlegar að hér verður
að setja nýjar reglur og viðurlög svo
fljótt sem auöið er. - I raun verður
aldrei upplýst hve miklu magni er
hent í hafið, en tölur sem nefndar
eru, hundruð milljóna króna og jafn-
vel meira, eru svo háar að við getum
ekki litið fram hjá vandamálinu.
Allur hinn svokallaði umframafli
verður að vera viðurkenndur sem
annar afli og fyrir hann á að greiða
að sjálfsögðu. Stjómvöld verða að
taka á málinu. Það getur ekki gengið
að Fiskistofa þurfi að dulbúa báta og
skip til að fylgjast með því þegar sjó-
menn henda þorskinum. Vitað er að
þorskur flæðir svo að segja yfir veiði-
slóð bátanna og það er ekki neinum
að kenna, ef svo má orða þaö, að
þorskur kemur í net og línu.
Fiskur er verðmæti, hvaða nafni
sem hann nefnist. Við sem veiðiþjóð
verðum að fara að gera upp við okk-
ur hvernig við eigum að nýta fisk.
Allan fisk. Við getum ekki horft
framhjá fiskigengd án þess aö þar sé
veitt. Óllum lagabálkum sem banna
fiskveiði þar sem fiskigengd er verð-
ur að breyta. Svona einfalt er þetta.
- Viö erum orðnir að viðundri í fisk-
veiðimálum. Við sækjum á fjarlæg
fiskimið til að veiða þorsk en hend-
um í hafið þorski sem kemur í veið-
arfæri á nálægum miðum! - Er þetta
ekki allt með endemum?
- eða hringiö í síma
563 2700
^milli kl. 14 og 16
„Fiskur er verðmæti, hvaða nafni sem hann nefníst," segir hér m.a.
Verðtryggíng-
engin breyting
D.H. skrifar:
Seðlabankinn hefur nú náðar-
samlegast tilkynnt bönkunum tii-
lögur um breytingar á verðtrygg-
ingu fjárskuldbindinga í áföngum
til ársins 2000. Hér er um hreina
sýndarmennsku að ræða og ekki
neina breytíngu í raun. Þetta á
aöeins við ttm btréf.tö 7 ára eða
skemur. Ekki langtímalán eins
og t.d. lffeyrissjóðslán. Þau lán
sem menn eru að sligast með,
vegfia þess að aDtaf hefur grunn-
talan hækkað og hækkað. Dæmi:
lán mitt hjá einum lifeyrissjóðn-
um, upphaflega 160 þús. kr.
stendur nú í kr. 370.000!" og af
þessú greiðir maður vexti, verð-
bætur og ég veit ekki hvað og
hvað. Tillögur Seðlabankans nú
eru því ehginn léttir.
Ólafuríogúr
Reykholti
Nemandi skrifar:
Auðvitað á að halda sig vjð lög-
in. Því varð að ráða þingroaiuunn
Ólaf Þ. Þórðarson til Reykholts í
skðlastjórastöðu eftir 1S ára fjar-
veru: Samkvœmt nýrri reglum
og breyttum skóla hefur hann þó
ekki rétt til að gegna stöðunni:
Því verður að segfa honum upp
strax eftir ráðninguna. Þá er líka
farið eftir lögunum.
DraumurHitlers
rætist
Sigurður Ólafsson hringdi:
Það gekk þá allt eftir sem Hitier
heitinn haföi dreymt um á sínum
tíma. í staö Þriðja ríkisins um
alla Evrópu er nú komið annað
bandalag þar sem er Evrópusam-
bándiö og í raun undir yfirráðum
Þjóðverja. Um það verður ekki
deilt. Annað sem snýr að okkur
íslendingum beint er umsókn
Þjóðverja fyrir starfeemiog !end-
ingu þýska Lufthansa hér. Her-
mann Jónasson forsætisráðherra
hafnaði beiðni Þjóðverja. Nú mun
Lufíhansa geta haslaö sér vóll á
íslandi og raunar um alla Skand-
inavíu með sameiningu SÁS og
Lufthansa. Flugleiðir taka svo
upp merkið hér á landi, sam-
kvæmt sérstakri beiðni hins ís-
lenska flugfélags.
Stöðnuníviðskipt-
um
Hjörtur skrifar:
Ég tek undir lesendabréf í DV
þriðjud. 9. þ.m. um ríkisstjórn
stöðugleika og stöðnunar. Á
þessu hvoru tveggja þurfum við
sannarlega að halda. Alitof núkið
hefur verið færst i fang á síðustu
áratugum og raunar mún iengur.
- Én það má heldur ekki halda
þjóðinni í spennitreyju stöönunar
og ails ekki í innanlandsverslun
og viðskiptum. Þarna eru slagæð-
ar þjóðfélagsins. En ég hef tekið
eftir því að verulega hefur t.d.
dregið úr lesnura auglýsingum í
morgunrásum útvarpsstöðv-
anna. Þetta kann að boða breytta
tíma eöa a.m.k. áherslur í þjóðlíf-
inU.
HM-reglurfyrir
hjónin
Hafdís hringdi:
Ég vil þakka þeim á íþróttadeild
DV fyrir reglurnar sem hjónum
er hollt að fara eftir meðan á
HM-leikunum stendur. - Að yrða
ekki á húsbóndann ef leikur er í
sjónvarpinu, fjarlægja smábörn
og húsdýr, bera fram kaMa
drykki og klæðast ekki léttum
kvenlegum fatnaði o.s.frv. - Síð-
an viö hjónin förum aö fara eftir
þessu hefur ríkt friður og ró á
heímilinu, bæði fyrir.og eftir
kappleik.