Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 14
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaour og írtgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Askrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Fimmtán ára biðtími Eftir fimmtán ára fjarveru hefur Ólafur Þ. Þórðarson, fyrrum alþingismaður, fengið staðfestingu á því frá menntamálaráðuneytinu að hann eigi rétt á skólastjóra- stöðunni í Reykholtsskóla. Er það með vísan til stjórnar- skrárákvæðis, sem raunar er ekki lengur í gildi, kjara- samninga kennara og þeirra venja sem myndast hafa um leyfi frá störfum hjá hinu opinbera þegar um þing- mennsku er að ræða. Samkvæmt úttekt sem DV hefur birt um geymd störf þingmanna kemur í ljós að allmargir hafa nýtt sér þann rétt og frægust eru dæmin um Gylfa Þ. Gíslason, sem geymdi prófessorsstöðu sína við Háskólann í tíu ár, og Ólaf Ragnar Grímsson sem fékk leyfi frá Háskólanum í átta ár en gaf prófessorsstöðu sína frá sér þegar honum voru settir úrshtakostir. Aldrei áður hefur það hins vegar gerst að fimmtán ár líði frá því að þingmaður fær launalaust leyfi frá starfi sínu og gengur síðan aftur til starfans. Slíkan geymslurétt eiga þeir ekki sem starfa úti á hin- um almenna vinnumarkaði. Þar gildir sú regla að þeir sem hyggja á framboð verða að gera það upp við sig hvar þeir vilja starfa og taka áhættuna af því sjálfir. Athyghsvert er að í stjórnarskránni voru á sínum tíma ákvæði sem vernduðu embættismenn, sem kjörnir voru á þing, en það ákvæði hefur verið numið á brott með stjórnarskrárbreytingum sem gerðar voru á árinu 1991. Fer auðvitað ekki á míUi mála að það var skoðun lög- gjafarvaldsins, sem og kjósenda sem staðfestu þessa stjórnarskrárbreytingu, að embættismenn þyrftu ekki og ættu ekki að eiga þann rétt að geta geymt stöður sín- ar, hvað þá í hið óendanlega. Nú skal það ekki dregið í efa að Ólafur Þ. Þórðarson eigi lagalegan og samningsbundinn rétt til að setjast í skólastjóraembættið í Reykholti, jafnvel þótt breytingar hafi orðið á sljórnarskránni. En allir hljóta að sjá hversu fráleitur sá réttur er. í fyrsta lagi má nefna að Ólafur Þ. Þórðarson hafði aðeins gegnt stöðunni í tæp tvö ár þegar hann lét af störfum vegna þingmennsku. í öðru lagi hefur skólinn breyst að því leyti að hann er ekki lengur héraðsskóh, eins og þeir þá tíðkuðust, heldur er hann sambland af lýðháskóla og framhaldsskóla, með allt öðrum áherslum og kennslugreinum en áður. Þá má heldur ekki gleyma því að nýr skólastjóri hefur tekið við og ekki er annað að heyra en nemendur séu afskaplega sáttir við hans störf. Það sjá það vonandi aU- ir að þegar Reykholtsskóh hefur þannig verið vakinn til lífsins og nýtt fólk hefur tekið þar við stjórnartaumunum nær það ekki nokkurri átt að nánast ókunnur maður geti labbað sig inn, aftan úr fortíðinni, og sest í skóla- stjórastólinn eins og ekkert hafi i skorist! Þessi skoðun hefur ekkert með Ólaf Þ. Þórðarson að gera. Ólafur er hinn mætasti maður en máhð snýst ekki um hans persónu eða atvinnuhagi. Máhð snýst um skól- ann í Reykholti, nemendurna og námið á þeim stað. Nemendur hafa mótmælt ráðningu Ólafs og vilja að menntamálaráðherra telji honum hughvarf. Það getur orðið erfitt. Þingmenn sem hafa setið á þingi í fimmtán ár og eru komnir á efri ár ganga ekki inn í hvaða störf sém er. Ólafur hefur ráðninguna upp á vasann og hví skyldi hann gefa hana eftir? En er það svo með skólakerfið að það hafi efm' og að- stöðu til að taka við mönnum sem hafa ekki komið í kennslustofu í hálfan annan áratug og dubba þá upp sem skólastjóra? Er það allur metnaðurinn í fræðslukerfinu? Var ekki verið að blása til sóknar í menntamálunum? Ellert B. Schram „Markmidið meö íiskveiðistjómun hlýtur aö vera þaö aö samfélagiö njóti sem mestrar arðsemi af veióun- um," segir Lúðvik í grein sinni. Fiskveiðigjald, rekstrarum- hverf i og veiðileyf agjald Eitt meginhlutverk stjórnmála- manna er að setja atvinnuvegun- um leikreglur. Af þeim sökum er nauðsynlegt að stjórnmálamenn gæti sér hófs og sýni ábyrgð í yfir- lýsingum sínum um breytingar á reglunum. Ábyrgöarlausar yfirlýs- ingar geta verið mjög skaðlegar, skapað óróa og veikt trú manna á fjárfestingum innan viðkomandi greinar vegna óvissu um framtíð- ina. Hugmyndir Vestf irðinganna Án þess þó að saka þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum um ábyrgðarleysi, eru hugmyndir þeirra um breytingar á fiskveiði- stjórnuninni um margt sérstakar. Annars vegar leggja þeir til að með skipulögðum hætti verði reynt að ná utan um flotastærðina svo aðlaga megi stærð flotans að af- rakstursgetu stofnanna og hins vegar að núverandi aflamarkskerfi verði þróað yfir í sóknarmarks- kerfi með sameiginlegu afiamarki. M.ö.o. leggja þeir til aukna mið- stýringu srjórnvalda vegna fjár- festinga í fiskiskipum, en um leið kerfisbreytingu úr aflamarkskerfi yfir í sóknarmark, sem óhjá- kvæmilega leiðir til aukinnar fjár- festingar í öflugri fiskiskipum, vegna þess hvernig sóknarmarks- kerfið er uppbyggt. Ég fæ ekki séð, verði hugmyndir þeirra að veru- leika, að samfélagið í heild hafi af þeim nokkurn ávinning frá því sem riú er. Stjórn fiskveiða Markmiðið með fiskveiðistjórn- un hlýtur að vera það að samfélag- ið njóti sem mestrar arðsemi af veiðunum. Til þess að svo geti orð- ið þarf að nást sátt um stjórnkerf- ið. Náist þessi sátt ekki er hætt við að arðsemin af veiðunum verði að engu vegna deilna manna ímillum um skiptingu arðs af þeim. í samfélaginu er ágreiningur um stjórn fiskveiða. Aflamarkskerfið er langt í frá gallalaust. Fram hjá Kjallarinn Lúðvík Bergvinsson alþingismaður stæður að fiski sé hent í stað þess að komið sé með hann að landi. Veiðileyfagjald Alþýðufiokkurinn hefur um nokkurt skeið haldið því fram að nauðsynlegt sé að taka upp veiði- leyfagjald. í því sambandi er vert að nefria að það getur vart talist eðlilegt að stór hluti þeirra verð- mæta, sem standa að baki virði hlutabréfa í útgerðarfyrirtækjum, skuli fengin frá þjóðinni án endur- gjalds í formi framseljanlegra afla- heimilda. Árni Vilhjálmsson, stjórnarfor- maður Granda hf., nálgaðist veiði- leyfagjaldshugmyndina á athyglis- veröan hátt í ræðu sinni á aðal- fundi fyrirtækisins nú fyrir skömmu. Þar lagði hann til að út- geröarfyrirtæki greiddu veiðileyfa- „Útgerðarmenn, sjómenn, bankastofn- anir og aðrir sem starfað hafa í grein- inni hafa reynt að aðlaga sig að þessu kerfi og því má ljóst vera að því verður ekki kastað fyrir róða nema á löngum tíma og með talsverðum tilkostnaði." því verður þó ekki litið að allt frá árinu 1984 hefur fiskveiðistjórnun- in verið byggð á þessu kerfi. Með upptöku kerfisins varð aðgangur að auðlindinni, sem ríkið úfhlutar í formi veiðiheimilda, aö framselj- anlegum verðmætum. Útgerðar- menn, sjómenn, bankastofnanir og aðrir sem starfað hafa í greininni hafa reynt að aðlaga sig að þessu kerfi, og því má ljóst vera að þvi verður ekki kastað fyrir róða nema á löngum tíma og með talsverðum tilkostnaði. Ég tel því heppilegra að í stað þess að kúvenda í fiskveiðisrjórn- uninni sé rétt að nýta kosti afla- markskerfisins, en sníða af því helstu agnúa eins og t.d. þann sem hvetur til þess við ákveðnar að- gjald í formi eingreiðslu fyrir var- anlegan veiðirétt. Arni slær þó þann varnagla að éftir greiðslu gjaldsins verði veiöirétturinn ekki af þeim tekinn nema að ríkið greiði eignarnámsbætur. Þó ég hafi efa- semdir um útfærsluna, einkum er varðar eingreiðslu og eignarnáms- bætur, þá eru hugmyndir Árna gott innlegg í umræðuna. Ef sú grundvallarbreyting verður gerð á fiskveiðistjórnuninni aö tek- ið verði upp veiðileyfagjald, sem er hugsanlega eina leiðin til að ná sátt um stjórnunina og forsenda þess að arðsemismarkmiðum verði náð, þarf að hafa um þá breytingu víðtækt samráð. Lúðvík Bergvinsson Skoðanir annarra Hagræðing f mjólkuriðnaði „Hagræðing í mjólkuriðnaði, meðal annars með úreldingu vinnslustöðva, er vissulega nauðsynleg og tíl þess fallin að lækka verð mjólkurafuröa__Fram- sóknarflokkurinn hefur að undanförnu reynt að skapa sér þá ímynd, að hann sé frjálslyndur flokk- ur, sem beri hag einkaframtaksins fyrir brjósti. Ber það vott um slíkt, þegar landbúnaðarráðherra gerir augljóslega ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, aö einkafyrirtæki fái tækifæri til að kynna og kanna nýjar hugmyndir um rekstur mjólkurbúsins í Borg- arfirði?" Úrforystugrein Mbl. 11. maí. Uppstokkun á ríkiskerfinu „Það er tómt mál að tala um að tök náist á ríkisbú- skapnum og að ríkissjóður verði rekinn hallalaust nema landsstjórnin hafí vflja, kjark og styrk til þess aö stokka allt ríkiskerfið rækilega upp. Og það mun reyna á það á næstunni hvort sú ríkisstjórn sem nú hefur tekið við völdum leggur tál atlögu eða hvort hún lætur sér það nægja að taka einhver örsmá skref sem litlum árangri skila___Hefji ríkisstjórnin ekki sókn á þessum vettvangi verður örugglega hægt að saka hana um að vera stöðnunarstjórn þegar kjör- tímabilinu lýkur." Magnús Hreggviðsson í 3. tbl. Frjálsrar verslunar. Off litill síldarkvóti „Sú niðurstaða, að semja um sameiginlegan kvóta með Færeyingum er í sjálfu sér í lagi: það sýnir Norðmönnum að íslendingar munu ekki láta undan óbilgirrii þeirra og ofríki. Hitt er annað mál, að 250 þúsund tonn fyrir Færeyinga og íslendinga er alltof lítið þegar horft er til þess, að Norðmenn hafa ein- hhða ákveðið tvöfalt hærri kvóta fyrir sjálfa sig. Staðreyndin er sú, að ísleindingar geta til frambúðar ekki sætt sig við minni kvóta en Norðmenn úr norsk-íslenska síldarstofninum." Úr forystugrein Alþbl. 12. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.