Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 15. MAÍ1995 15 Niðurskurður á Vinnu skóla Reykjavíkur R-listinn er furðulegt fyrirbæri. í kosningunum á síðasta ári lofuðu talsmenn R-listaflokkanna að skattar yrðu ekki hækkaðir. Það loforð var svikið við fyrsta tæki- færi. Því var einnig haldið fram að taka þyrfti til hendinni í málefnum aldraðra og að R-listinn væri rétta aflið til þess. í stað þess að standa við þær yfirlýsingar hefur R-listinn á skammri valdatíð sinni hækkað álögur á ellilífeyrisþega, sem búa í eigin húsnæði í borginni, um allt að 50% og skorið niður fram- kvæmdir sem stuðla áttu að aukn- ingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Fyrir kosningar var einnig talað hlýlega til ungs fólks. Loforð voru gefin um að auka atvinnu í borg- inni og sérstaklega var fjallað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi ungs fólks. í stað þess Kjallaiinn Gunnar Jóhann Birgisson borgarfulltrúi „Fyrir unglingana hefur starfsemi skólans ekki aðeins fjárhagsleg áhrif heldur einnig félagsleg," segir m.a. í greininni. „Samkvæmt þessum nýju tillögum verður leiðbeinendum fækkað úr u.þ.b. 140 í 100. Það er stutt síðan sérstakt átak var kynnt í atvinnumálum þessa hóps." að standa við eitthvað af þessu hef- ur R-listinn nú ákveðið að skera niður fjárframlög til Vinnuskóla Reykjavíkur svo um munar. Þar sem garðurinn er lægst- ur Sveitarfélögin í landinu þurfa að skera niður rekstrarkostnað og auka sparnað. Spurningin er hins vegar sú hvort R-listinn sé ekki á villigötum og sé að skera þar sem síst skyldi. Ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Kannski er ástæðan sú að unglingarnir í borg- inni og aldraðir eru ekki eins öflug- ir þrýstihópar og ýmsir aðrir? Eða kannski er ástæðan einfaldlega sú að meirihlutinn er ósamstiga og úrræðalaus þegar standa á við stóru orðin sem féllu í hita kosn- ingabaráttunnar? Samkvæmt þeirri tillögu, sem samþykkt hefur verið í stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur, á bæði að stytta vinnutima unglinganna hvern dag og fækka vinnuvikum. Laun lækka um 35% Árið 1994 var vmnuskólinn starf- ræktur í átta vikur. Yngri hópur- inn (14 ára) vann fjórar klukku- stundir á dag fimm daga vikunnar. Eldri hópurinn (15 ára) vann helm- ingi lengur á dag eða í átta klukku- stundir. Laun yngri hópsins voru 26.864,- en eldri hópsins 60.893,-. Samkvæmt tillögu R-listans verða laun yngri hópsins skert um 35% eða í um kr. 17.500,-. Laun eldri hópsins verða kr. 38.000,- í stað 60.893,-. Starfstími skóláhs verður sex vikur í stað átta og vinnutíminn hjá yngri hópnum styttist um hálfa klukkustund á dag og hjá eldri hópnum um klukkustund á dag. Reykjavíkurborg hefur í gegnum árin rekið einn öflugasta vinnu- skóla landsins. Fyrir unglingana hefur starfsemi skólans ekki aðeins fjárhagsleg áhrif heldur einnig fé- lagsleg. Auk þess er skólinn ekki síður talinn hafa gildi sem hluti þess forvarnarstarfs sem rekið er í borginni. Nú er nánast verið að gera skólann að engu. Leiðbeinendum fækkað Það eru ekki aðeins ungUngarnir sem missa spón úr aski sínum því niðurskurðurinn kemur einnig niður á leiðbeinendum sem hjá skólanum starfa. En þeir hafa hing- að til flestir verið úr hópi lang- skólanema. Samkvæmt þessum nýju tillögum verður leiðbeinend- um fækkað úr u.þ.b. 140 í 100. Það er stutt síðan sérstakt átak var kynnt í atvinnumálum þessa hóps. í fjósi þessa niöurskurðar er það átak orðið hálfhallærislegt. Það sem er skammtað með annarri hendinni er tekiö með hinni. Kosningabæklingar R-listans voru uppfulhr af loforðum um þús- undir starfa til handa ungu fólki. Hvar eru stóru orðin nú? Tillögu Sjálfstæðisflokksins hafnað Sjálfstæðismenn lögðu það til að starfsemi vinnuskólans yrði óbreytt frá því sem hún var á síð- asta ári. Þeirri tillögu hafnaði R- listinn. Foreldrar þeirra unglinga sem treystu á vinnu hjá vinnuskól- anum eru nú fyrst að fá fréttir af þessum nýju starfsreglum skólans. Sennilega eru margir í þeim hópi sem þurfa á því að halda að börnum þeirra sé veitt tækifæri til þess að afla tekna sem einhverju skipta fyrir heimilishaldið. Talsmenn R-listans virðast vera ótrúlega fljótir að gleyma. Það sem er sagt í dag er gleymt á morgun. Hugmyndir þessa ágæta fólks geta litið vel út á blaði eða úr ræðustól en virðast léttvægar vera þegar til kastanna kemur. Gunnar Jóhann Birgisson Gamla • • SIS Allt fram á síðustu ár hefur ein- okun á hinum ýmsu sviðum verið ófrúlega áberandi í reynsluheimi íslenskra neytenda. Þeir hafa mátt sætta sig við einokunarkerfi í sölu sjálfsögðustu neysluvöru. Frjáls samkeppni hefur til dæmis ekki mátt ríkja í sölu kjöts og mjólkur þar sem lögvernduð einokun ríkir. Þá er ríkið með umsvifamikinn at- vinnurekstur á ýmsum öðrum sviðum og kemur þannig í veg fyr- ir harða og eðlilega samkeppni á þeim vettvangi. Má þar nefna bankarekstur og áfengissölu. í frjálsri samkeppni er aðeins einn sigurvegari: Hinn almenni neyt- andi. Ódrepandi einokunarkerfi? Með setningu mjólkurlaganna árið 1934 kom ríkisstjórn Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins á einokun í mjókursölu í harðri andstöðu við sjálfstæðismenn. Ekki er að efa að þessi einokun hefur kostað íslenska neytendur miUJarða króna í gegnum tíðina. Ákveðin „mjólkursamlög" hafa átt sína neytendur og ekki eru nema tíu ár síðan Hagkaup þurfti að fara út í stríð til að fá að selja jógúrt frá Húsavík í verslunum sínum! Hag- kaup og neytendur unnu þar áfangasigur á endanum en einok- unarkerfið sjálft stóð óhaggað eftir. KjáUarínn unni í Reykjavik og í Borgarnesi var gefið í skyn að Kaupfélagið færi á hausinn ef það fengi ekki úreldingarpeningana. Ráðherra hverra? Máhnu var að mestu leyti lokið í apríl og einungis beðið eftir undir- skrift nýs landbúnaðarráðherra, framsóknarmannsins Guðmundar hefði verið íslenskum bændum og neytendum í hag. Neytendur töpuðu Landbúnaðarráðherra greip ekki þetta tækifæri. Úreldingarskjölin höfðu legið óhreyfð í ráðuneytinu í margar vikur en daginn eftir að viðræður hófust á milli Sólar og stjórnar Kaupfélagsins tilkynnti ráðherrann að hann rriyndi tafar- Ari Gísli Bragason rithöfundur og verslunarmaður í vetur komust ráðamenn einok- unarkerfis landbúnaðarins . að þeirri niðurstöðu að best væri að úrelda Mjólkursamlag Borgfirð- inga og flyrja mjólkurvinnslu þess til Reykjavíkur (undir eina yfir- byggingu). í nafni hagræðingar var þannig ákveðið að hætta starfsemi í þriðja stærsta mjólkurbúi lands- ins. í þessu máli koma mjólkur- samlögin tvö fram sem einn aðili gagnvart neytendum og í þvi ljósi er ákvörðun þeirra sktijanleg. Hag- ræðing eykst hjá Mjólkursamsöl- „Það er kominn tími til að afnema það einokunarkerfi í mjólkursölu sem Al- þýðuflokkurinn og Framsóknarflokk- urinn komu á með mjólkurlögunum frá 1934." Bjarnasonar. Þá kom óvænt upp ný staða í málinu þegar forsvars- menn Sólar óskuðu eför viðræðum við srjórn kaupfélagsins um athug- un á stofnun nýs hlutafélags um vinnslu mjólkur og safa í Borgar- nesi. í ljósi þessa báðu forsvars- menn Sólar landbúnaðarráðherra um að bíða með að staðfesta úreld- inguna. Ráðherrann tók því ekki fjarri í fyrstu. Þannig kviknaði vonarglæta um að nú myndi að lokum verða innleidd langþráð samkeppni á mjólkurmarkaði sem laust skrifa undir þau. Framsókn- armenn höfðu enn einu sinni unnið sigur á neytendum. Tilboð kaup- sýslumannanna voru ekki einu sinni skoðuð. Það er vonandi að ráðherra endurskoði afstöðu sína og noti völd sín til að hvetja til sam- keppni í mjólkuriðnaði. Það er kominn tími til að afnema það em- okunarkerfi í mjólkursolu sem Al- þýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn komu á með mjólkur- lögunum frá 1934. Ari Gísli Bragason Steinunn Vuldis Oskars- dóttir, formaour ÍTR. ' Meðog ámófi 260 milljóna spamaður í rekstii borgarinnar Hagsýni og ráðdeild „Hagsýniog ráðdeild hafa ætíð verið taldir góðir kostir. Þetta tvennt hefur þó ekki verið leiðarljós fráfarandi meirihluta í fjármálum borgarinnar þar sem óstjórn og fjármálaó- reiða hefur ráðiö för. Um þetta eru mörg dæmi, til dæmis þaö að mönnum skuli ekki hafa dottið í hug að semja um yfirdráttarkjör fyrir borgarsjóð. Samkvæmt til- lögum sparnaðarnefndar sparast 50 milljónir með samningi um yfirdráttarkjör sem nú hefur ver- iðgerður. í ttilögum sparnaðarnefndar, sem lagðar voru fram í borgar- ráði í gær, er lagður til 30 millj- óna króna sparnaöur í rekstri ÍTR. Tillögur voru unnar á skrif- stofu ÍTR af starfsfólki og fram- kvæmdastjóra í nánu samstarfi við forstöðumenn beirra stófinana sem heyra undir ÍTR. Allt þetta fólk hefur lagt sitt af mörkum tíl að benda á sparnað í styrkveit- ingum. Það var haft að leiðarljósi við vinnslu þessara tíllagna að hvorki væri skorið niður í laun- um né þjónusru við borgarbúa. Þær fréttir sem hafa komið fraro í fjölmiðlum um niðurskurð á yfirvinnu starfsmanna ÍTR eru því rangar. TiUögurnar eru vel unnar og sýna að meö hagsýni og ráðdeild er hægt að spara umtalsvert hjá stofnunum borgarinnár." Vandræðamál „Nefnd var falið að draga úr útgjöldum borgarinnar, ná fram var- aniegri hag- ræðingu og sparnaði í rekstri og lækka rekstr- arútgjöld borgarsjóðs um 260 mkr. á þessu ári vegna þess að R-!istínn samþykkti sína fyrstu fjárhagsáætlun með 260 mkr. gati sem hann treysti sér ekki til að leysa, Þessi vinnubrögð gagnrýndu sjáfstæðismenn harðlega enda í fyrsta sinn sem samþykkter fjár- hagsáætlun og á sama fundi sam- þykkt að skera áætíunina niður. Nefndinni var því falið að fylla upp í gat sem skilið var eftir við samþykkt fjárhagsáætiunarinn- ar. Það var fuii samstaða um að reyna að leysa þetta vandræða- mál og nefndin sktiaði ágætu starfi. Hins vegar er lækkun rekstar- argjalda frá samþykktri fjár- hagsáætíun ekki 260 mkr. heldur 120-130 mkr. Innifalið í þessum 260 mkr. er Ld. yaháætíaður rekstrarkostnaður borgarsjóðs í Gjaldheiratunrú 15 mkr., 50 mkr. lækkun fiármagnskostnaðar yegna nýrra skuldbreytingalána, endurgreiðslur frá ríkinu yegna fráveituframkvæmda 60 mkr, og~ hækkun gjaldskrár á sundstöö- um og hjá heilbrigðiseftirhti 7-10 mkr. Það jákvæða við nefndastörfin er það að nefndimú tókstað hluta til að vinna það starf sem meiri- hlutanum mistókst við gerö sinn^ ar fyrstu fjárhagsaætiunar." Vilhjálmur p. Vllhiátms- son borflarráðsniaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.