Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 15. MAl 1995 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar Útboð F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gerð steyptra gangstétta ásamt ræktun víðs vegar um borgina. Verkið nefnist: Steyptar gangstcttir og ræktun. Heildarmagn gangstétta er u.þ.b. 7.400 m2. Heildarmagn ræktunar er u.þ.b. 3.700 m2. Skiladagur verksins er 15. september 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík| gegn 5.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 17. maí 1995, kl. 14.00. gat 53/5 F.h. Hitavcitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í að leggja stofn- lögn mcð fram Víkurvcgi. Ilclstu magntölur eru: Lcngd tvöfaldrar 350 mm hitaveitulagnar: 750 m Uppúrgröftur: 4.500 m3 Grúsarfylling: 1.800 m3 Hilaveitubrunnur: 1 stk. Útboðsgögn verða afhent á'skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn 15.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 23. maí 1995, kl. 14.00. hvr 54/5 F.h. Byggingadeildar borgarvcrkfræðings er óskað eftir tilboðum í 53 m2 viðbyggingu við leikskólann Drafnarborg við Drafnarstíg ásamt breytingum og endurbótum á eldra húsi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 24. maí 1995, kl. 11.00. bgd 55/5 F.h. Byggingadcildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurnýjun glugga i Hliðaskóla. Helstu magntölur: Gluggar 34 slk. Gler 220 m2 Verktími: I. júní-1. ágúsl 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 18. maí 1995. kl. 11.00. bgd 56,5 _ F.h. gatnamálastjórans í Rcykjavik er óskað cftir tilboðum í fullnað- arfrágang á göngustígum í Fossvogsdal. Vcrkið felst í aðalatriðum í malbikun og frágangi á 2,9 km löngum göngustíg frá Fossvogs- vegi að Reykjancsbraut, auk jarðvinnu við hluta stígsins. Verkið nefnist: Göngustígur í Fossvogsdal, 2. áfangi. Heildarmagn gangstíga er u.þ.b. 8.400 m2 Jarðvcgsskipti u.þ.b. 600 m3 Heildarmagn ræklunar er u.þ.b. 6.000 m2 Skiladagur verksins er 1. ágúst 1995. Útboðsgögn vcrða afhent á skrifstofu vorri. Fríkirkjuvegi 3, Rcykja- vík, frá og með þriðjudeginum 16. maí, gegn 10.000 króna skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 24. maí 1995. kl. 14.00. giit 57 5 F.h. Hitavcitu Rcykjavíkur er óskað eftir tilboðum í vcrkið „Safn- æðar á Rcykjum, cndurnýjun - 1. áfangi“. Verkið felst í að endurnýja safnæð hitaveitu á um 350 m löngum kafla suðaustan við dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur á Reykjum í Mosfellsbæ. Fjarlægja skal steyptan stokk ásamt tveimur DN-450 stálpípum sem eru í honum og leggja í staðinn DN-500 stálpípur í plastkápu. Einnig skal leggja grennri pípur í jörð, steypa brunn, stoð- veggi og endurnýja göngubrú. Verkinu skal að fullu lokið 15. ágúst 1995. Útboðsgögn vcrða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 16. maí, gegn 15.000 króna skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 1. júní 1995, kl. 11.00. hvr 58/5 • F.h. Byggingadcildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í klæðningu og viðhald glugga á suðurhlið og vesturgafli austurálmu Réttarholtsskóla. Helstu magntölur: Loftræst plötuklæðning 220 m2 Viðhald á gluggum 160 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 31. maí 1995, kl. 11.00. bgd 59/5 Útboðsauglýsingar birtast cinnig í ÚTBOÐA, íslcnska upplýsinga- bankanum. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkírkjuvecji 3 - Sími 2 58 00 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA PÉR SKAÐA! yujwswn Meiming Bðtur elskendanna eftir Kjartan Guðjónsson. Fengitíð við sjóinn - Kjartan Guðjónsson í Hafnarborg og Fold Þess sér stað í verkum Kjartans Guðjónssonar að átök á milli hlutbundinna og óhlutbundinna gilda í myndlistinni eru engu síður eitt helsta einkenni henn- ar en fyrir tæpri hálfri öld þegar abstrakthstin hóf hér innreið sína. Kjartan var e.t.v. sá Septem-málaranna sem hvað síst sætti sig við að útiloka með öllu hin hlutbundnu gildi. Kjartan sótti á sínum tíma myndlist- arnám vestur um haf og hafði að því leyti sérstöðu meðal hstamanna sinnar kynslóðar. Geómetrían átti sér sterkari málsvara í Evrópu á þeim tíma og hin hlutbundnu gildi hafa lifað í gegnum þykkt og þunnt vestanhafs. Bandaríkin hafa aukreitis verið allan síð- ari hluta aldarinnar gósenland myndskreytinga og hvers kyns hstgreina er byggjast á teikningu. Kjartan Guðjónssön hefur einmitt starfað mikið við mynd- skreytingar og hefur teiknaö m.a. fjölda frímerkja. Teikningin er enda rauði þráðurinn í verkum hans og ljóst er að þar fer afar fær teiknari. En Kjartan byggir verk sín upp með litríkri pahettu og það er jafn ljóst að hann hefur vald yfir heimi litanna og ekki síður en veröld teikningarinnar. Hið einfalda skilvirkara Á sýningu Kjartans í Hafnarborg eru ahs 52 verk; 42 olíumálverk og 10 gvassmyndir í kaffistofu. Konur eru áberandi myndefni hjá Kjartani, margar sitjandi (nr. 22, 32, 39) en aðrar í leik með karlmönnum (nr. 7, 11, 35). Mynd nr. 32, Mæðgurnar, er einfaldari en margar aðrar myndir Kjartans og í þeirri mynd kemur ágætlega fram að hin tæknilegu atriði myndbyggingarí innar eru honum engin fyrirstaða. Hér sést hins vegar einnig að listamaðurinn ætlar sér e.t.v. um of á stund- um við að hlaða myndflötinn htbrigðum. Hin einfald- ari verk eru oft skilvirkari og sterkari. Erótískt æskusvif Mynd nr. 7, Bátur elskendanna, er eins og and- hverfa þeirrar nr. 9 er nefnist Bátur gömlu hjónanna. Hér svifur ástfangið par í fijálsum leik um myndflöt- inn og undir þeim sér móta fyrir fari sem þau virðast þó ekki hafa neina þörf fyrir. Freud tengdi einhvern tíma slíkt svif við erótíska draumóra svo hér kemur aht heim og saman. Svífandi fólk er einnig aigengt í þeim verkum Chagalls sem eru upprifjun á sögum úr æsku hans. Af þeim toga er verkið Þorpið fyigir þér (nr. 2), sem hstamaðurinn tileinkar Jóni skáldi úr Vör, og sýnir svífandi sjómann og dreng að leik með Myndlist Ólafur J. Engilbertsson bát. Gvassmyndimar í kaffistofunni standa flestum olíuverkunum nokkuð að baki, þó svo að teiknifimi Kjartans njóti sín ágætlega í verkum eins og Draum- sýn. Minni tengd sjónum Kjartan sýnir einnig verk sín þessa dagana í Gallerí Fold viö Rauðarárstíg. Þar hanga uppi í fremri sainum innan um aðrar sölumyndir þrettán verk, sjö ohumál- verk og sex gvassmyndir. Hér eru það einkum stærri verkin, eins og þau nr. 1, Ljúfur draumur, og 10, Sunnudagur við höfnina, sem standa upp úr. Það er eins og Kjartani láti betur að vinna stærri verk þar sem myndefnið krefst afgerandi byggingar fremur en nákvæmni í útfærslu. Enn fremur er eins og olían haidi hæfilega aftur af eðhslægri skreytiþörf hsta- mannsins. Á þessum sýningum kemur Kjartan hins vegar fram sem heilsteyptur og yfirvegaður hstamaður sem hefur taugar th ahs þess sem mannlegt er, en eink- um þó minna, tengdum sjónum. Að því leyti hefur hann nokkra sérstöðu á þessum tímum sem einkenn- ast fremur af fllabeinstumum en tengslum viö þjóðar- sáhna. Hringiðan Það voru ekki aliir háir í loftinu sem brugðu sér á hestbak við Húsasmiðjuna í Skútuvogi á laugardaginn. Hér er það Helena Kj artansdóttir sem prófar en öruggara er þó að hafa Sigríði mömmu með. DV-mynd TJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.