Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 1995
39
Fréttir
Lögbannsbeiðnir frá Adidas og Bónusi teknar fyrir í dag:
Nú er nóg komið
- segir Jóhannes í Bónusi sem hefur kært Bónustölvur
„Adidas framleiöir æfingagalla
sem voru settir á markað hér fyrir
jól. Þeir eru mjög auðkennilegir og
sérstakir. Rétt fyrir HM setti Henson
á markað galla sem er nákvæmlega
eins að öðru leyti en því að á þeim
stendur Henson en Adidas á hmum
og orðið ísland er skrifað á bakið á
Hensongöllunum. Þetta teljum við
ólögmætt og fórum þess vegna fram
á að það verði sett lögbann á fram-
leiðslu og dreifingu á þessum göll-
um," segir Gunnar Jónsson, lögmað-
ur Sportmanna, umboðsaðila Adidas
á íslandi.
Þá hefur Bónus óskað eftir því að
lögbann verði sett á starfsemi nýs
fyrirtækis með nafninu Bónustölvur
en það er í eigu Tæknivals. Jóhannes
í Bónusi lagði inn lögbannsbeiðni til
sýslumannsins í Reykjavík á föstu-
dag og verður kveðinn upp úrskurð-
ur fyrir hádegið í dag eða um svipað
leyti og lögbannsbeiðni Adidas á
framleiðslu svokallaðra íslandsgalla
hjá Henson verður tekin fyrir.
„Mér finnst ekki eðlilegt að fyrir-
tæki geti nýtt sér það sem aðrir hafa
byggt upp. Húsið er gult og á merk-
inu eru svartir stafir á gulum fleti.
Þetta eru okkar einkennislitir. Við
höfum ekkert gert í því þegar ein-
yrkjar hafa verið að nota okkar hug-
myndir en nú er nóg komið. Við get-
um ekki sætt okkur við að vera not-
aðir á þennan hátt. Ef lögbann verð-
ur ekki sett á munum við keyra
máhð til enda í dómskerfinu," segir
Jóhannes Jónsson, eigandi Bónuss.
Jóhannes segir að þetta sé ekki í
fyrsta sinn sem önnur fyrirtæki
reyni að nota hugmyndir Bónuss sér
til framdráttar. Áður fyrr hafi fólk
hringt í Bónus til að kvarta yfir vör-
um Bónusradíós og svo hafi Austur-
lenska verslunarfélagið stohð grís
Bónuss fyrir stuttu og sett á hann
rana. Samkomulag tókst í því máh.
-GHS
Evrópska söngvakeppnin:
íslendingur hljóð
ritaði plötuna
með sigurlaginu
„Við byrjuðum á plötunni í Stúdíói
Sýrlandi upp úr áramótum og unn-
um að henni ásamt norska tónlistar-
manninum Jóni Kjell sem er búsett-
ur hér. Við kláruðum svo plötuna í
^Ósló og Danmörku viku fyrir keppn-
ina. Þetta lag átti aldrei að fara í
keppnina en norska sjónvarpið bað
Rolf Lövland að senda inn lag því að
menn voru hræddir um að hafa ekki
nógu góð lög. Hann átti ekkert lag
nema þetta og sendi það inn," segir
Óskar Páll Sveinsson, eigandi hljóð-
versins Stúdíó Sýrland í Hafnarfirði.
Svo skemmtilega vlll til að Óskar
Páll aðstoðaði Norðmanninn Rolf
Lövland, höfund lagsins Nocturne,
sem sigraði. í Söngvakeppni evróp-
skra sjónvarpsstöðva á laugardags-
kvöld, og írsku söngkonuna Fionnu-
ala Sherry við að taka upp plötuna
Secret Garden. Það má því segja að
íslendingar eigi örlítið í sigrinum.
Sigurlagið er á plötunni og kemur
hún út á næstunni en Óskar Páll og
Rolf Lövland hafa unnið saman
nokkrum sinnum.
Björgvin Halldórsson söngvari
kom með föruneyti sínu til landsins
um miðnætti. Bjórgvin lenti í 15 sæti.
-GHS
Vatnslitamyndir Guðmundar
Miðdal á Kjarvalsstöðum
M™^ Féllframaf
stigapalli
Guðmundur Einarsson frá Miðdal var einn af frumkvöðlum íslenskrar
tuttugustu aldar myndlistar og hann var jafnframt einn af fjölhæfustu
Ustamönnum sinnar kynslóðar. Guðmundur fékkst við flest það sem
flokka mátti undir myndlist og hann gerði hstina í einni eða annarri
mynd að ævistarfi sínu. Eftir hann hggja olíumyndir, skúlptúrar og leir-
listaverk og allmargar vatnshtamyndir. Vatnshtamyndirnar sem nú eru
sýndar á Kjarvalsstöðum í tilefm' aldarminningar hstamannsins eru flest-
ar landslagsmyndir og eru merkilegar fyrir það að í þeim sjáum við átök
hstamannsins viö íslenskt landslag: tilraunir hans til að finna landslaginu
mynd í miðh sem lítið hafði verið beirt hér á landi.
Ohuhtirnir voru sá miðill sem helst hafði verið beitt við að fanga ís-
lenskt landslag í myndir og þegar Guðmundur málar myndirnar, sem
nú eru sýndar, hafði þegar myndast sterk hefð um landslagsmyndir í
ohu þótt margar af bestu landslagsmyndunum væru vissulega enn ómál-
aðar. En vatnshtirnir krefjast aht annarra vinnubragða og fanga í raun
Myndlist
Jón Proppé
aht önnur sjónarhorn en olíuverkin. Vatnshtirnir eru htir andrúmslofts-
ins og með þeim getur næmur málari fangað fínlegustu blæbrigði birtu
og þær undarlegu sjónhverfingar umhverfisins sem annars hverfa eins
og leiftur. Og um leið og getur hann gætt efnismeiri hluti í landslaginu
- kletta og fjöll - andrúmi loftsins og augnabliksins eins og sést í myndum
Guðmundar af klettunum í Ásbyrgi og af hafísnum við Grænland.
Margir landslagsmálarar hafa reynt fyrir sér með vatnslitunum þótt
flestar landslagsmyndir okkar séu ohumyndir. En þegar maður skoðar
sýninguna á Kjarvalsstöðum er vart annað hægt en að hugsa til eins af
helstu núhfandi náttúrumálurum okkar - Eiríks Smiths. Þegar Eiríkur
málar landslag með vatnshtum verður úr því eins konar afstraksjón þar
sem augnabliksáhrif htanna verða kveikja að rannsókn á möguleikum
efnisins: margar af myndum Guðmundar vekja svipuð hughrif þótt þær
séu málaðar áratugum fyrr.
í tilefni af hundrað ára afmæh Guðmundar Einarssonar frá Miðdal
hafa verið haldnar sýningar og sýningin á Kjarvalsstöðum er sú stærsta.
Næsta skrefið hlýtur að vera það að vinna vandaða bók um hstamanninn
þar sem rakinn væri ferill hans, bæði hvað varðar myndirnar sjálfar og
þátt hans í framþróun hstarinnar á íslandi. Það er löngu orðið tímabært
að vinna slíka bók og nú er tækifæri.
Maður féll um 6 metra fram af
stigapaUi húss í vesturbænum
snemma í gærmorgun. Maðurinn
meiddist nokkuð og var fluttur á
slysadeild.
-PP
Tekinn á 173 kílómetra hraða
Varnarliðsmaður var stöðvaður
fyrir of hraðan akstur áReykjanes-
braut í gærmorgun. Hann reyndist
vera 173 kílómetra hraða og var
svíptur ökuréttitidum. Eftír
skýrslutöku var hann afhentur
herlögregluyfírvöídum á Keflavík-
urflugvelli.
Þá fannst mannlaus bíll hálfur
niðri í skurði í Sandgerði á laugar-
dagsmorgun. Meintur ökumaður
bflsíns fannst stuttu síðar og reynd-
ist ölvaður. Þá var annar maður
tekinn í Keflavík, grunaður um
ölvun viö akstur.
HJONANAMSKEIÐ
Á námskeiðinu er leitast við að auka innsýn hjóna og
sambýlisfólks í eigið samband og styrkja stoðir þess.
Námskeiðið stendur yfír frá föstudagskvöldi
til sunnudags og er gist á staðnum.
Nánari upplýsingar og skráning í s. 5515404 um helgar
og virka daga.
Sigríður Anna Einarsd. félagsráðgjafi og fjölskyldufræð-
ingur. Aðgát, Ármúla 19.
Notaðir gámar á góðu verði
Odýr og þægileg geymsla
Margar gerðir af notuðum gámum til sölu eða leigu. Venjulegir
stálgámar, frystigámar, hálfgámar, einangraðir gámar, opnir o.fl.
Gámur getur verið ódýr og hentug lausn á ýmsum geymslu-
vandamálum, t.d. fyrir byggingastarfsemi, fiskverkendur,
flutningabílstjóra, bændur og hvers konar aðra atvinnustarfsemi.
Einnig fyrir tómstundastarí, t.d. við sumarbústaði, golfvelli,
hestamennsku o.fl.
Gámar þurfa ekki að stinga í stúf við umhverfið; það er hægt
að fella þá inní landslag, mála og skreyta á ýmsan hátt.
Leigjum einnig út vinnuskúra og innréttaða gáma
til lengri eða skemri tíma.
HAFNARBAKKI
v/Suðurhöfnina, Hafnarfirði,
sími 565 2733, fax 565 2735.