Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 30
42
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 1995
Afmæli
Guðmundur Indriðason
Guömundur Indriöason, garðyrkju-
bóndi og trésmiöur, Lindarbrekku,
Biskupstungum, er áttræður í dag.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í Ásatúni í
Hrunamannahreppi og ólst þar upp.
Hann nam í farskóla í þrjá vetur og
tók sveinspróf í trésmíði utan skóla
1972.
Guðmundur vann við bústörf hjá
Bjarna, skólastjóra á Laugarvatni, í
tíu ár og einnig við jarðvinnslu og
var einn af fyrstu jarðýtumönnum
álandinu.
Eftir að hann kvæntist bjuggu þau
hjónin eitt og hálft ár á Laugarvatni
en haustiö 1951 fluttu þau að Laug-
arási í Biskupstungum og stofnuðu
þar nýbýlið Lindarbrekku.
Guðmundur vann við smíðar all-
lengi, þar á meðal við allar bygging-
ar í Skálholti. Seinni ár hefur hann
alfarið stundað garðyrkju.
Áhugamál Guðmundar eru hesta-
mennska, enda smíðaði hann skeif-
urítómstundum.
Fjölskylda
Guðmundur kvæntist24.6.1950
Jónínu Sigríði Jónsdóttur, f. 6.2.
1927, húsfreyju. Hún er dóttir Jóns
Péturssonar, pípulagningamanns í
Neskaupstað, ogk.h., Katrínar
Guðnadóttur húsmóður.
Börn Guðmundar og Jónínu eru
Indriði, f. 6.6.1951, vélvirki i Reykja-
vík, kvæntur Ester Gunnarsdóttur,
þau eiga fjögur börn; Jón Pétur, f.
15.6.1955,þungavinnuvélstjóriá
Selfossi, kvæntur Guðrúnu H.
Hjartardóttur og eiga þau þrjú börn;
Katrín Gróa, f. 10.10.1956, húsmóðir
í Neskaupstað, gift Þórarni Guðna-
syni og eiga þau þrjú börn; Grímur,
f. 27.6.1961, b. í Ásatúni, kvæntur
Guðbjörgu Jóhannsdóttur hús-
freyju og eíga þau þrjú börn, auk
þess á Grímur dóttur fyrir hjóna-
band.
Systkini Guðmundar: Guðný, f.
1902, lést þriggja vikna; Magnús, f.
22.9.1903, d. 1994; Sigríður, f. 13.8.
1905, d. 1973; Hallgrímur, f. 7.9.1907,
d. 1982; Óskar Guðlaugur, f. 1.4.1910;
Guðný, f. 23.2.1912; Helgi, f. 30.1.
1914, d. 1995; Laufey, f. 24.2.1917;
Jakob, f. 11.11.1918, d. 1991; Krist-
inn,f. 1.5.1912, d. 1936,
Foreldrar Guðmundar eru Indriði
Grímsson,f. 17.5.1873, d. 19.4.1928,
b. í Ásatúni í Hrunamannahreppi,
og k.h., Gróa Magnúsdóttir, f. 21.8.
1877, d. 6.6.1939.
ÆH
Indriði var sonur Gríms, b. Guð-
mundssonar, b. á Kjaransstöðum í
Biskupstungum, Þorsteinssonar.
Móðir Indriða var Helga Guð-
mundsdóttir, b. í Brekku, Guð-
mundssonar.
Gróa var dóttir Magnúsar, b. í
Bryðjuholti, Jónssonar, b. í Efra-
Langholti, Magnússonar. Móðir
Gróu var Guðný Einarsdóttir, b. í
Bryðjuholti í Hrunamannahreppi,
Einarssonar, bróður Sigurðar, b. í
Gelti í Grímsnesi, ættföður Galtar-
ættarinnar. Móðir Einars var Guð-
Guðmundur Indriðason.
rún Kolbeinsdóttir, prests og skálds
í Miðdal, Þorsteinssonar og konu
hans, Arndísar Þorsteinsdóttur.
Guðmundur og Jónína Sigríður
verða að heiman á afmælisdaginn.
Til hamingju með
afmæliðl5.maí
70 ára
40ára
Þórunn Þórðardóttir,
Nýbýlavegi 52, Kópavogi.
60ára
Þorvaldur Ingólfsson,
Skipholti 64f Reykjavík.
Einar Birgir Eymundsson,
Brekkuseli 8, Reykjavík.
Kristrún Ellertsdóttir,
Eyjabakka 14, Reykjavjk.
50ára
Marinó Ólafsson,
Grenígrund 6, Kópavogi.
Gerður Inginiarsdót tir,
Hólagötu 1, Sandgerði.
Kaj a Óladóttir Joensen,
Laugarbrekku5, Húsavík.
Hjálmar Þorsteinn Baldu rsson
velfræðingur,
Grænukinh28,
Hamarfirði.
HjálmarÞor-
steinntekurá
mótiættingjum
ogvinumað
Ármúla40,2.
hæð, ídag,
millikl. 17.30 Og 20.00.
Álfheiður Vilhj álmsdóttir,
Kleppsvégi 38, Reykjavík.
Bírna Óiadóttir,
Hverflsgötu 32, Siglufirði.
VilhelnunaÞ. Þorvarðardóttír,
Efstasundi 46, Reykjavík.
HelgaÓladóttúy
Noröurtúm 7, Siglufirði.
Sigurlina B. Valgeirsdóttir,
Sandabraut 12, AkranesL
Ingibjörg Eggertsdóttir,
Dvergholti 4, Mosfellsbæ.
Pétur Jósáfatsson,
Dalseli 34, Rey kjavík.
Guðrún Þóranna Ingólfsdóttir,
Yrsufelli 15, Reykjavík.
Erlendur Þráinn Halldórsson,
Neströö 3, Seltiarnamesi.
Erla Bjartmarz,
Tjarnarmýri 12, Selrjarnarnesi.
flón.'is Eyjólfsson,
Ásvallagötu 37, Reykjavik.
L
LANDSVIRKJUN
ÚTBOÐ
Fjarskiptahús á Búrfelli
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingu 44 m2
húss úr steinsteypu ásamt undirstöðu fyrir stálmastur
á Búrfelli í Þjórsárdal, í um 670 metra hæð yfir sjávar-
máli.
Húsið er hugsað þannig að sökklar, gólfplata, loft-
plata og þakbiti verði steypt á staðnum en útveggir
og innveggir verði forsteyptir í verksmiðju. Masturs-
undirstaða verður steypt á staðnum og fest niður
með bergboltum.
Verkinu skal Ijúka í september á þessu ári.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar
að Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með
þriðjudeginum 16. maí 1995, gegn óafturkræfu gjaldi
að upphæð 3000 krónur.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í
Reykjavík fyrir klukkan 14 þriðjudaginn 30. maí 1995
en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóð-
endum sem þess óska. Reykjavík, 12. maí 1995
LANDSVIRKJUN
Einar Birgir Eymundsson
Einar Birgir Eymundsson deildar-
stjóri, Brekkuseli 8, Reykjavík, er
sextugurídag.
Starfsferill
Einar fæddist aö Flögu í Skriödal
í Suöur-Múlasýslu og ólst þar upp.
Hann lauk landsprófl frá Alþýðu-
skólanum á Eiöum 1953 og kennara-
prófifráKÍ1957.
Að námi loknu réðst Einar til
starfa hjá tollgæslunni á Keflavík-
urflugvelli og hefur hann starfað
þaróslitiðsíðan.
Einar hefur gegnt ýmsum trúnað-
arstörfum fyrir Tollvaröafélag í s-
lands.
Fjölskylda
Eiginkona Einars er Auður Hafdís
Valdimarsdóttir, f. 2.3.1938, versl-
unarmaður. Hún er dóttir Valdi-
mars Hafliðasonar, húsasmíða-
meistara í Reykjavík, og Ljósunnar
Jónasdóttur húsmóður.
Börn Einars Birgis og Auðar Haf-
dísar eru Nikulás Þór Einarsson,
deildarviðskiptafræðingur hjá fjár-
mála- og hagsýsludeild Reykjavík-
urborgar, kvæntur Berry Rosemary
Davie frá Salford á Englandi, og er
dóttir þeirra Emma Rosemary Auö-
ur, f. 7.2.1994; Eymundur Sveinn
Einarsson viðskiptafræðingur, í
sambýli með Ásgerði Óskarsdóttur,
starfsmanni hjá Hugbúnaði hf., og
er sonur þeirra Búi Alexander, f.
24.8.1991, en sonur Eymundar með
fyrri sambýliskonu, Sofiíu Haralds-
dóttur, er Einar Alexander, f. 13.9.
1987.
Alsystir Einars er Sigríður Ey-
mundsdóttir.
Hálíbræður Einars eru Alfreð Ey-
mundsson og Sigurður Stefánsson.
Foreldrar Einars voru Eymundur
Einarsson, f. 28.3.1900, d. 1938, bóndi
að Flögu í Skriðdal, og Sveinbjörg
Einar Birgir Eymundsson.
Magnúsdóttir, f. 25.12.1904, d. 14.9.
1972, húsfreyja.
Einar Birgir og Auður Hafdís
verða að heiman á afmælisdaginn.
Menning
Söngtónleikar í Sel-
tj amarneskirkju
Þuríður Baxter messósópran og Ólafur Vignir Al-
bertsson héldu tónleika í Seltjarnarneskirkju sl. laug-
ardag. Þuríður hefur sungið m.a. í Þjóðleikhúskórn-
um, Söngsyeitinni Fílharmóníu og Heimskórnum og
með þessum tónleikum hélt hún upp á fimmtugsaf-
mæli sitt.
Á efnisskránni fyrir hlé voru ljóðasöngvar eftir
Liszt, Schumann, Dvorák, Tsjajkovskíj, Richard
Strauss og Jón Ásgeirsson, tvö lög eftir hvern höfund.
Tónlist
Áskell Másson
Þuríður söng lögin af innileik. Hún hefur kraftmikla
rödd og vel fyllt neðra regístur. Söngur hennar ein-
kennist fyrst og fremst af innlifun og þroska. Rútíner-
ingu þyrfti hún að fá meiri og að vinna að öruggari
inntónun og meiri breidd í styrk.
Mest var þetta áberandi í konsertaríu Mozarts,
„Vado, ma dove?", sem var fyrst eftir hlé. Textafram-
burður hennar er skýr og hún söng flest lögin bæði
vel og af þokka. Best tókst henni upp í lögunum Zigeun-
erlied nr. 2 eftir Schumann, Das Lied der Zigeúnerin
eftir Tsjajkovskíj og Allerseelen eftir Richard Strauss
en þau voru mjóg vel flutt af henni og áðurnefnt lag
Tsjajkovskíjs raunar frábærlega.
Aríur úr óperum mynduðu síðari hluta efnisskrár-
innar. Eftir konsertaríu Mozarts söng Þuríður Va, la-
isse couler mes larmes! úr óperunni Werther eftir
Massenet og síðan ariu Pálinu úr Spaðadrottningu
Tsjajkovskns. Báðar voru þær vel fluttar með dyggum
stuðningi Olafs Vignis. Hljómburður kirkjunnar er
mjög líflegur og var pedalanotkun Ólafs kannski full-
Þuríður Baxter, messósópran.
mikil í sumum laganna fyrir hlé þótt leikur hans allur
væri hinn vandaðasti. A kostum fór hann í aríunni
Una voce poco fa og söng Þuríður hana ennfremur
ágætlega. Þau fluttu að lokum nokkur aukalög, m.a.
Wien, Wien Núr du allein o.fl. og voru þau öll bæði
vel og skemmtilega flutt.