Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 1995 43 Fjölrniðlar Fimmt- ánda sætlð Nú er iíóst aö Bjöggj lenti í fimmtánda sætinu í Eurovision. Þaö ér svo setn ekkert betra eða verra en maður hjóst við. Hann komst ágætlega frá sínu en lagið var ekki nógu sterkt Norðmenn höfðu sigur og íslendingar eiga víst eitthvað i honum þar sem þeir bjálpuðu til með lag þeirra. Keppnin var engu að síður í heild einhver sú alleiðinlegasta sem ég hef séð. Það vantaði einhverja spennu"og kraft til að gera hana að áhugaverðu sjónvarpsefni. Kannski áhugaleysi eígi þar ein- hvern hlut að máli. Taggart bætti þetta heldur bet- ur upp enda svíkur hann aldrei. Taggart er með betra sjónvarps- efni sem sýnt er. Því œiður verða myndirnar ekki fleiri þar sem aðalleikarinn er lárinn. Það má hins vegar sýna myndirnar um hann aftur og aftur. Mér fmnst það hins vegar held- ur súrt að þegar marm langar til að slappa af fyrir framan Stöð 2 fram eftir á laugardagsnóttu og horfa á bíómynd skuli vera boðið upp á viðbjóðslega ofbeldismynd þar sem nauðganir á karlmönnun og konum, ökhiefni og hnífabar- dagar virðast vera aðalatriðið. Ég hef oft áður orðið fyrir vonbrigö- um með Stöð 2 um helgar vegna kvikmyndavals. Hvaða hvatir liggja að baki því að sýndar eru myndir af þessu tagi? Mér varð hugsað tíl allra þeirra unglinga sem eru barnfóstrur og hafa ekk- ert annað aö gera en horfa á sjóh- varpið. Það er sannað að myndír sem þessar eru mannskemmandi og Stöð 2 ætti að sjá sóma sinn í að hafa þær ekki á dagskrá sinni. Elin Albertsdóttár 1 Jarðarfarir Eggert G. Þorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, Móaflöt 59, Garðabæ, verð- ur jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, þriðjudaginn 16. maí, kl. 10.30. Guðmundína Kristjánsdóttir, áður til heimilis á Langholtsvegi 34, verður jarðsungin frá Askirkju í dag, mánu- daginn 15. maí, kl. 13.30. Ari Gíslason, Vesturgötu 138, Akra- nesi, verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju miðvikudaginn 17. maí kl. 14.00. Utför Þórdísar Gunnarsdóttur, hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafn- aríirði, áður til heimilis að Arnar- hrauni 20, Hafnarfirði, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, mánudaginn 15. maí, kl. 13.30. Utför Ingunnar Gunnlaugsdóttur frá Reykhólum, Miðfirði, fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, þriðjudag- inn 16. maí, kl. 15.00 Ása Eiríksdóttir, Ránargötu 16, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 15. maí, kl. 15.00. Guðjón Jónsson, Höfðabraut 6, Akra- nesi, verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju á morgun, þriðjudaginn 16. maí, kl. 14.00. Ingvar Magnússon, sem lést 7. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag, mánudaginn 15. maí, kl. 13.30. Guðmundur Haraldsson, frá Háeyri, lést 1. maí sl. Jarðafórin hefur farið fram í kyrrþey. Ólafía Eyjólfsdóttir, áður Reykjavík- urvegi 35, Hafnarfirði, verður jarðs- ungin frá Víðistaðakirkju á morgun, þriðjudaginn 16. maí, kl. 13.30. Jón Sigurðsson, skipstjóri frá Görð- um, Ægissíðu 50, verður jarðsunginn frá Neskirkju á morgun, þriðjudag- inn 16. maí, kl. 15.00. Útför Hannesar Kr. Ðavíðssonar arkitekts fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, þriðjudaginn 16. maí,'kl. 13.30. Kristján S. Arngrimsson, hjúkrunar- heimihnu SkjóU, áður Breiðagerði 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju á morgun, þriðju- daginn 16. maí, kl. 15.00. Lalli og Lína Eina vesenið við að vera gift Lalla er að ég sé hann á hverjum degi. Slökkvilid-lögregla Reykjavik: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 12. maí tÚ 18. maí, að báðum dögum meðtöldum, verður í Garðsapó- teki, Sogavegi 108, sími 568-0990. Auk þess verður varsla í Reykjavíkurapó- teki, Austurstræti 16, sími 551-1760 kl. 18 til 22 virka daga. Uppl. um læknaþjón- ustu eru gefhar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfiörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í simsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjamarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl'. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Selrjarnarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögurn kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Virjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Vísirfyrir50áruiri Mánud. 15. maí Ólafur ríkisarfi Norð- mannakemurheim. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt íækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (simi Heilsu- gæslustöövarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í sima 11%6. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi Iæknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma .22222 og Akureyrarapóteki í sima 22445. HeimsólmartíiriL Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 Og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og surmud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15^16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkynningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og fóstud. 8-12. Simi 602020. Söfhin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafh: Tekiö á móti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar i síma 84412. Borgarbókasafh Reykjavikur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfh eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafh, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafh, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fóstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víös vegar um borgina. Sögustundir fyrir hörn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafh, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 10-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssönar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Spakmæli Ævilöng hamingja, það myndi ekki nokk- ur lifandi maður þola, það yrði hreinasta helvíti á jörðu. G.Shaw Listasafh Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opiö laugard.-sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið helgar kl. 13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriöjud. - laugard. Þjóðminjasafh íslands. Lokað vegna viðgerðar. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- rjarnarnesi: Opið samkvæt samkomu- lagi. Upplýsingar í síma 611016. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suðurnes, sími 13536. Hafn- arfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnarnes, sími 615766, Suðurnes, sími 13536. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 27311. Selrjarnarnes, sími 621180. Kópavogur, sími 985 - 28215. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyj- Adamson {1 ™%? (( < \ < ¦ 1 ar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aöstoð borgarstofnana. Stjörnuspá Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 16. mai Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Það ríkir ákveðin óvissa fyrri hluta dagsins. Gerðu öllum ná- kvæma grein fyrir stöðu mála. Reyndu að vera sem næst heimil- inu. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Það hvilir nokkur leyndarhjúpur yfir þessum degi. Ákveðinn aöili gerir eitthvað óvænt og þú undrast framkomu annars. Ástar- málin eru hins vegar í öruggum farvegi. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Ef þú bregst rétt við breyttum aðstæðum verður dagurinn þér ánægjulegur. Komu einhvers seinkar um stund. Kvöldiö verður skemmtilegt. Nautið (20. apríl-20. maí): Gerðu það sem þú getur til þess að sameina fólk. Aðstæður verða fremur andsnúnar. Stutt ferðalag verður skemmtilegt en nokkuð eríitt. Tvíburarnir (21. maí-21. júni): Aðstæður valda því að menn eru reiðubúnir að breyta til. Ef þú ert jákvæður ættu breytingarnar að verða þér hagstæða Krabbinn (22. júní-22. júlí): Fólk sem þú hittir hefur meiri áhrif á þig en staðir sem þú heim- sækir. Reyndu því aö kynna þig á þann hátt að menn muni eftir jákvæðum eiginleikum þínum. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Dagurinn byrjar með nokkurri spennu. Það tengist því sem gert var í gær eða jafhvel var ekki gert. Dagurinn verður ekki sérstak- lega skemmtilegur en þó margt sem þarf að gera. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú þarft sennilega að fara í stutt ferðalag í dag eða þá aö taka á móti óvæntum gestum. Reyndu að hressa við ákveðið samband sem hefur veriö í nokkurri lægð. Vogin (23. sept.-23. okt.): Reyndu að koma málum þínum á framfæri með skipulögðum vinnubrögðum. Menn verða nokkuð viðkvæmir í kvöld. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú færð gagnlegar upplýsingar í dag. Með þeim reynist þér unnt aö leysa vandamál sem virtist óyfirstíganlegt fyrir stuttu. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Hugmyndaflugið er ríkt. Þú reynir enn fremur aö koma hugmynd- um þínum á framfæri. Ekki er víst að ákveðið samband þróist eins og þú hafðir vonast eftir. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Það er alls ekki vist að fyrstu kynni gefi rétta mynd. Vertu ekki of fljótur að fella dóma. Ef þú tekur þátt í hópstarfi er vissara að gæta að kostnaöi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.