Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 1995 Ríkisstjórnin er vinsæl. Hveitibrauðs- dagamir standa enn „Allar ríkisstjórnir eiga sína hveitibrauðsdaga þar til verkin fara að tala.“ Ólafur Ragnar Grimsson i DV. Góður byr í langa ferð „Maður fagnar því að fá góðan byr þegar lagt er af stáð í ferð eins og nú.“ Björn Bjarnason í DV Urnmæli Margrét er sætari „Ég held að Margrét sé líklegri til að gera breytingar og ná til fólks heldur en Steingrímur J. Sigfússon, auk þess er hún miklu sætari.“ Auöur Svcinsdóttir í Alþýðublaðinu. Hef orðið álit á Könunum „Ég er nú farinn að fá verulegt álit á þeim fyrir vestan, þeir voru að hringja í mig og þá var búið að vera uppselt á allar myndirnar og þeir báðu um aukasýningu.“ Friðrik Þór Friðrlksson í Tímanum. Eins og deiia í sóknarnefnd „Þegar maður skrifar grein um að jafnaðarmenn skuli sameinast uppsker maður ádeilugrein frá jafnaðarmanni sem er hatrömm eins og deila í sóknarnefnd." Guðmundur Andri Thorsson i Alþýðu- blaðinu. Málverk af Niagarafossunum reyndist vera milljón dollara virði. Dýr málverk koma í leitirnar í sextíu ár hafði málverk af Niagarafossunum hangið á hin- um ýmsu stöðum í Eno Memorial Hall í Old Lyme í Connecticut án þess að nokkur tæki sérstaklega eftir því. Það var svo dag einn í apríl 1991 að eigandi listagallerís kom inn í húsið og tók eftir mál- verkinu sem þá hékk fyrir ofan Blessuð veröldin ljósritunarvél hússins. Sá maður kannaðist við handbragöið og komst fljótlega að því að þetta var óþekkt verk eftir John Frederick Kensett og hefur líklega verið málað 1855. Málverk þetta er.nú talið einnar milljónar dollara virði. Með Van Gogh í stofunni Miðaldra hjón sem bjuggu í út- hverfi Milwaukee-borgar í Wisc- onsin fengu sérfræðing til að koma heim til sín til að gefa þeim álit á málverki sem þau áttu. Á meðan hann var að athuga mál- verkið tók hann eftir öðru mál- verki sem einnig var í herberg- inu. Hann athugaði þaö nánar og kom í ljós að þetta var málverk eftir Vincent van Gogh. Hjónin höfðu átt málverkið lengi og alltaf haldið að um eftirprentun væri að ræða. Málverkið seldist á 1,4 milljónir dollara á uppboði. Víðabjart í dag verður víðast hvar á landinu norðan- eða norðvestlæg gola. Smáél verða við norðaustanverða strönd- Veðrið í dag ina en annars staðar á landinu verð- ur víðast hvar léttskýjað. Áfram verður kalt í veðri norðanlands en hlýtt sunnanlands. Búast má við vægu næturfrosti fyrir norðan en annars staðar verður hlýrra. Sólarlag í Reykjavik: 22.36 Sólarupprás á morgun: 4.11 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.52 Árdegisflóð á morgun: 07.13 Heimild: Almannk Háskólans Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyrí léttskýjaö • 2 Akurnes léttskýjað 4 Bergsstaðir léttskýjað 1 Bolungarvík léttskýjað -2 Egilsstaðir skýjað 1 Keílavíkurílugvöllur léttskýjaö 4 Kirkjubæjarklaustur léttskýjaö 5 Raufarhöfn skýjað 2 Reykjavík léttskýjað 3 Stórhöfði léttskýjað 2 Bergen úrkoma 6 Helsinki slydda 1 Kaupmannahöfn rigning 7 Ósló úrkoma 5 Stokkhólmur rigning 2 Þórshöfn snjóél 5 Amsterdam léttskýjað 11 Barcelona heiðskírt 16 Berlín skúr 10 Chicago skýjað 16 Feneyjar skýjað 18 Frankfurt rigning 9 Glasgow skýjaö 10 Hamborg úrkoma 10. London hálfskýjað 14 LosAngeles léttskýjað 12 Lúxemborg skýjað 9 Madríd skýjað 20 Malaga skýjað 20 Mallorca léttskýjað 20 Nuuk skýjað 3 Oríando heiðskírt 25 París skýjaö 12 Róm skýjaö 16 Valencia skýjað 20 Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Það er mildu betra að vera dóm- ari og sjá hvað allir keppendurnir eru að gera. Það kom oft fyrir þeg- ar ég tók þátt í keppni að ég varð svekktur yfir því að sjá mjög lítið hvað aðrir voru að gera þar sem ég var svo upptekinn í eigin verk- Maöur dagsiris efni. Nú get ég séð hvaða steihur eru í matreiðslu í heimínum og nýjungar og að auki kynnist ég íjölda fólks út um allan heim sem er í þessum bransa," segir Öm Garðarsson matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins Glóðar- innar í Keflavik. Örn er á leiöinn til Chicago til að dæma í alþjóðlegri keppni. „Þetta er alþjóðleg keppni og taka tuttugu þjóðir þátt i henni. Eg starfa eins og allir hinir dómaramir en mín alþjóðlegur dómari og geta þá orðið dómari fyrir íslands hönd og ætti ég að vera kominn með skírteiniö í hausL" Örn segir það skilyrði til að geta orðið alþjóðlegur dómari í mat- reiðslu að hafa tekið þátt í 3-4 al- þjóðlegum keppnum. Hann horfir með eftirvæntingu til framtíðar- innar, enda getur starfxð boðið upp á ferðaipg víöa um heim. Örn hefur mikið starfað með landsliöinu, hefur verið fyrirliði, yfirumsjónarmaður og keppandi og hefur hann unnið til margra verðlauna með landsliöinu. Áður en Örn stofnaði veitingastaðinn Glóðina starfaði hann í Frakklandi hjá virtum hótelum og veitinga- húsum en undanfarin íjögur ár hefur hann rekið Glóðina. Örn Garöarsson. Þegar rætt var um áhugamál sagðist Öm vera mikill körfubolta- einkunn gildir ekki þar sem þetta aðdáandi og fylgjast vel með sínu er hluti af námi. Ég mun síðan i liði, sem er að sjálfsögðu Keflavík. sumarfaraáskólaí Þýskaiandi eða Eiginkona hans er Iris Guðjóns- Noregi og fullnuma mig og fá þar dóttir og eiga þau flögur börn, tvo réttindi. Stefnan er tekin á að verða stráka og tvær stelpur. -erjxaR. Seinteraóherklaeðastþááhólminnerkomið Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn Kertalog hjá Leikfélag Rangæinga hef- ur sýnt að anförnu Hvolsvelli leik- ritið Kertalog eftir Jökul Jak- obsson og er næsta sýning i kvöld. Leik- stjóri er Ingunn Jensdóttir en alls taka þátt í uppfærslunni fimmtán manns. í verkinu er sagt öú lífi vistmanna á geðveikrahæli. Nyr vistmaður kemur á staðinn og þá fer að lifha yiir hlutunum. Kertalog er einlægt og átakan- legt leikrit eftir einhvern fremsta leikritahöfund sem við höfum átt og eru persónumar hver annarri litríkari. Skák Árangur íslendinganna á ólympíumóti barna og unglinga í Las Palmas, sem lauk í gær, var sérdeilis frábær. Allir stóöu vel fyrir sínu. Fyrir síðustu umferð hafði Jón Viktor Gunnarsson fengið 3,5 v. (af 6 mögulegum) á fyrsta borði, Bragi Þorf- innsson og Bergsteinn Einarsson höfðu hlotiö 4 v. og Bjöm Þorfmnsson 5 v. á flórða borði. Þessi staða er úr næstsíðustu umferð þegar íslendingarnir unnu frækilegan sigur á A-sveit Júgóslavíu. Bragi hafði hvítt og átti leik gegn Dragan Solak: 21. Bb5! Nú verður eitthvað undan aö láta. Á hinn bóginn hefði 21. g5 verið svarað með 21. - Rxd5. 21. - Bxd5 22. Rxd5 Rxd5 Eða 22. - Hxe6 23. Rxffi+ Rxffi 24. Bc4 o.s.frv. 23. Bxd7 He7 24. Rxc3 Re3 25. Hfel og svartur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Baráttan um efstu sætin i hinum tjöl- menna aðaltvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur er hörö um efstu sætin. Nú er lokið 38 umferðum af 55 í keppninni og Sverrir Ármannsson-Jónas P. Erl- ings- son em nú efstir með 698 stig í plús. Fast á hæla þeirra koma Matthías Þorvalds- son-Jakob Kristinsson með 688 stig en Sigtryggur Sigurðsson-Bragi Hauksson em í þriðja sæti með 527 stig. Á síðasta spilakvöldi félagsins kom þetta spil fyrir í fyrstu umferð. Sagnir gengu þannig á einu borðanna, austur gjafari og NS á hættu: * ÁK4 ¥ ÁD3 ♦ 10 + KD9653 * 10973 ¥ -- ♦ 7642 + G8742 ♦ G85 ¥ KG1098752 ♦ 93 + — Austur Suður Vestur Norður 2+ 4» 5* 6» 74 7¥ p/h Tveggja laufa opnun austurs var gervi- sögn, lýsti veikri hendi með a.m.k. 4 lauf og tveim litum til hliðar. Suður stökk eðlilega í 4 hjörtu á spilin, vestur sagði fimm tígla og norður átti vel fyrir stökki í 6 hjörtu. Austur ákvaö að segja 7 tígla þar sem hann átti engan möguleika á slag í vörn gegn 6 hjörtum og suður lét vaða í sjö hjörtu í bjartsýniskasti. Það spil er einn niður með tígulás út en hver spilar út tígli eftir þessar sagnir? Laufásinn er mun eðlilegra útspil en það útspil gefur samninginn. Sagnhafi hefði átt aö vinna spilið með laufás út en hann var kæru- laus í úrspilinu eftir að hafa fengið þetta hagstæða útspil (algeng villa í þannig stöðu), varði sig ekki gegn vondri lauf- legu og fór einn niður á spihnu. Hann fékk þvi nánast botn fyrir spilið í staö þess að fá toppskor. ísak Örn Sigurðsson * UbZ ¥ 64 ♦ ÁKDG85

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.