Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Page 36
~rm FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIOSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA. AFGREIÐSLU: 563 2777 KL, 6>S LAUGAftDAGS^OG MÁNUDAGSMORGNA Frjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 15. MAÍ 1995. --- k —" —. hálfa aðra milljón íslenska skáksveitin á Kanaríeyjum: Ólympíumeistarar Selabændur hafa þurft að kosta til einni og hálfri milljón til að fá niður- stöðu í lögreglurannsókn á drápi 40 útselskópa í Skjaldarbjarnarvík á Ströndum fyrir hálfu öðru ári. Málið fer til ríkissaksóknara næstu daga. Forsaga málsins er sú að hræ af útselskópunum fundust á landi í einkaeigu. Drápið á kópunum þótti hrottalegt þar sem kjálkamir voru skomir frá gónunum (hausunum) en hringormanefnd greiðir fyrir kjálka af dauðum kópum. í kjölfariö voru tveir menn kallaðir til yfirheyrslu á ísafirði grunaðir um að hafa staðið að drápinu. í fórum þeirra fundust kjálkar, sem hald var lagt á, en mennimir neituðu aliri aðild og var sleppt. Rannsóknin hefur verið mjög um- fangsmikil. Fyrst eftir að máliö kom upp vom nokkrir menn sendir frá Hólmavík um þriggja daga leið í Skjaldarbjamarvík til að ná þar í gónurnar og afla sönnunargagna. Þær voru svo sendar suður ásamt haldlögðu kjálkunum til samanburð- arrannsóknar á tilraunastööinni að Keldum. í þeirri rannsókn tókst ekki að færa sönnur á að kjálkamir til- heyrðu gónunum. Því var ákveðið að senda hvort tveggja í DNA-rann- sókn til líffræðistofnunar Háskóla íslands. Niðurstaða þeirrar rann- sóknar hefur nú leitt í ljós að tveir kjálkanna, sem hald var lagt á, til- heyrðu gónunum. Að sögn Hlyns Snorrasonar, rann- sóknarlögreglumanns á ísafirði, verður máhð sent á næstu dögum til saksóknara. Hann segir að mennim- ir tveir sem upphaflega voru kallaðir fyrir og kjálkamir fundust hjá hafi verið kallaðir fyrir á ný en þeir neiti enn allri aðild að málinu. Málið er sérstætt að því leytinu til að rannsóknin, sem kostað hefur hálfa aðra milljón, er ekki kostuð af hinu opinbera þótt um opinbera rannsókn sé að ræða. Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði á Ströndum, formaður Samtaka sela- bænda, sagöi í samtali við DV að ástæða þessa væri sú að koma í veg fyrir að verknaður sem þessi endur- tæki sig. „Mér finnst mjög óeðlilegt að við séum látnir borga rannsókn- ina sjálfir ef við viljum láta fram- kvæma hana. Lögreglan virðist vera blönk,“ sagði Pétur. -pp „Við unnum mótið á baráttugleð- inni. Okkur tókst að ná frábærri ein- beitingu sem tryggði okkur jafnan árangur á öllum borðum. Þetta er ótrúleg tilfinning," segir Haraldur Baldursson, fararstjóri íslensku skáksveitarinnar sem í gær tryggði sér sigur á ólympíuskákmóti bama og unglinga, 16 ára og yngri. ísland eignaðist í gær ólympíu- meistara í skák með sigri á mótinu. Mótið fór fram á Kanaríeyjum og var haldið af FIDE í tengslum við Alþjóða ólympíunefndina. Urshtin lágu fyrir eftir að íslenska sveitin hafði unnið Englendinga með 2,5 vinningum gegn 1,5. Islenska sveitin hlaut alls 19 vinninga. í öðm sæti hafnaði ung- verska sveitin með stórmeistarann Peter Leko í broddi fylkingar með 17,5 vinninga. í hinni sigursælu sveit íslands vora þeir Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson, Bergsteinn Einarsson, Björn Þorfinnsson, bróðir Braga, og Einar Hjalti Jensson. Von er á piltun- um til landsins annað kvöld. „Þetta var óvæntur sigur. Undir- búningurinn bar greinilega góðan árangur. Þetta era duglegir strákar og þeir fóm eftir þeim fyrirmælum sem þeir fengu í Skákskólanum fyrir mótið. Ég átti ekki von á að árangur- inn kæmi svona fljótt í ljós,“ segir Margeir Pétursson stórmeistari um áranguríslenskupiltanna. -kaa Deilt um 7,6 milljóna lottóvinning: Þriggja ára barn eyði- lagði miðann - krafist ógildingar fyrir Héraösdómi VestQarða „Við fómm, ég og móðir mín, á föstudagsmorgni og keyptum sinh lottómiðann hvor. Eg setti miðann á stofuborðið þegar heim kom. Þar komst þriggja ára dóttir mín í mið- ann og reif hann í tætlur. Ég reyndi að raða honum saman þegar búið var að draga í lottóinu en það var ekkert hægt að sjá út úr honum svo ég lagði hann til hhðar. Það henti svo einhver tætlunum,“ segir rúmlega þrítug húsmóðir á höfuðborgarsvæðinu sem telur sig eiga tilkall til lottóvinn- ings upp á rúmlega 7,6 milljónir króna. Konan, sem var gestkomandi á Patreksfirði, fór ásamt móður sinni í Rafbúð Jónasar Þórs þar sem þær keyptu miðana. Hún segist ekkert hafa hugsað út í að vinningur hafi fahið á miðann fyrr en viku síðar þegar auglýst var eftir vinningshaf- anum í blöðum. „Þegar farið var að kanna máhð kom i ljós að minn miði var sá eini sem kom til greina sem vinnings- miði. Ég fékk auðvitað áfah þegar ég komst að því að dóttir mín hafði eyði- lagt vinninginn. Þetta hlýtur að vera dýrasta bam íslandssögunnar," seg- ir konan. Búið að skoða alla aðra miða Anna Stefanía Einarsdóttir, sem á Rafbúð Jónasar Þórs ásamt manni sínum, sagði í samtcdi við DV að af- greiðslustúlka sem starfar í verslun- inni hafi staðfest að konan hafi keypt miða umræddan morgun. Hún segir að búið sé aö skoða alla aðra miða sem seldir voru þennan morgun og enginn þeirra sé vinningsmiðinn. „Það er staðfest að konan kom í verslunina og keypti miða. Þegar í ljós kom að vinningur hafði komiö á miða sem seldur var hjá okkur var gengið í það að skoða miöana hjá öllum þeim sem keyptu um svipað leyti. Þar kom í ljós að enginn átti rétta miðann. Það er ýmislegt búið að ganga á hérna út af þessu máli,“ segir Anna Stefanía. Umrædd kona hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Vestfjarða þar sem hún krefst ógildingar hins glataða miða. -rt Sigurður Sigurðarson og Karl Skírnisson, á tilraunastöð Háskólans að Keldum, halda hér á kjömmum og gónum (kópshausum). Samanburðarrannsókn fór fram að Keldum en hún leiddi ekki til niðurstöðu og þurfti þvi að fara fram DNA-rannsókn. DV-mynd 6G Niðurstaöa DNA-rannsóknar á gónum og útselskjömmum liggur fyrir: Kostar selabændur M . LOKI Landsliðið í handbolta gæti sýnilega lært eitthvað af skákstrákunum okkar! Veörið á morgun: Léttskýj- að víðast hvar Á morgun verður norðvestan- og norðangola víðast hvar á landinu. Við norðausturströndina verða smáél en annars staðar á landinu verður þurrt og víðast hvar létt- skýjað. Hiti verður á bihnu 1 til 10 stig, hlýjast sunnanlands. Veðrið 1 dag er á bls. 44 Kaiiu alltaf á Miövikudögimi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.