Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 4
.1 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 Fréttir Utfærsla landhelginnar 1250 sjómílur gæfi lítinn ávinning: Smugan hyrf i nánast og Sfldarsmugan stórminnkaði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra nefndi þann möguleika á fundi Varðbergs, félags um vestræna sam- vinnu, að þjóðir kynnu að grípa til þess að færa fiskveiðilögsögu sína út í 250 sjómílur ef ekki tekst að ná samkomulagi um veiðar á úthafs- veiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Halldór sagðist ekki vilja vera með yfirlýsingar um þetta mál en þessi möguleiki kæmi vissulega til greina. íslendingar eiga beina hagsmuni af veiðum á nokkrum svæðum bæði í austri og vestri. Þama em annars vegar fiskimið sem liggja að íslenskri lögsögu, svo sem úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg og Síldarsmugan sem lögsögur Noregs og Færeyja liggja einnig að. Hins vegar er um að ræða Flæmska hattinn við Kanada og Smuguna í Barentshafi. Lítill hluti úthafskarfans inni Það er ljóst að með slíkri útfærslu myndi aðeins lítill hluti úthafskarfa- miðanna falla undir íslenska land- helgi. Veiðar á úthafskarfanum hafa átt sér staö allt að 500 til 600 sjómílur utan íslensku landhelginnar. Það er því ljóst að ávinningur slíkrar út- færslu yrði íslendingum ekki mikill þar. Reyndar má hugsa sér að af því yrði skaöi ef Grænlendingar færöu einnig út sína lögsögu þvi þar með myndu þeir ná inn hluta af gjöfulli slóð sem nú er utan lögsögu. Þá myndi Smugan í Barentshafi nánast hverfa og Síldarsmugan stórminnka. Miklir fyrirvarar Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands, segist setja mikinn fyrirvara við það að íslendingar færi út sína lögsögu í 250 sjómílur. Hann telur að ávinningurinn verði minni en það sem tapast myndi vegna slíkrar út- - eigum ekki að gefa undir fótinn, segir Guðjón A. Kristjánsson hrygg, svo sem í Smugunni," segir Guðjón. Hann segir að almenn útfærsla myndi leiða af sér röskun á ílestum þeirra miða sem íslendingar stunda. færslu. þaðaðviöeinirfærumútí250sjómíl- þróun sem gengi yfir. Við eigum „Við getum ekkert ímyndað okkur ureftilkemur. Þetta yrði einfaldlega hagsmuni viðar en á Reykjanes- Fagnaðarefni fyrir Kanadamenn „Sfidarsmugan myndi breytast, hvort sem það yrði til góðs eða ills fyrir okkur. Það er ljóst að Græn- lendingar og Kanadamenn myndu fagna því ef fært yrði út í 250 mílur. Það myndi þrengjast mikið um okk- ur á Flæmska hattinum. Ég held að sú þróun sem yrði ofan á leiddi ekki til þess að við sæktum neina sérstaka hagsmuni með útfærslu okkar lög- sögu,“ segir Guðjón. Hann segir mikilvægara fyrir ís- lendinga að ná samstöðu með þjóð- um við Norður-Atlantshaf. Gjafir til Norðmanna „Okkur hefur gengið sæmilega að tala við Færeyinga og vonandi geng- ur okkur vel að tala við Grænlend- inga en staðreyndin er bara sú að í gegnum söguna höfum við aldrei gert annað en að færa Norðmönnum gjaf- ir og allir samningar, sem við höfum gert við þá um veiðar við ísland, hafa ætið verið á einn veg. Þeir hafa alltaf fengið að veiöa hér en við ekk- ert fengið á móti. Það er gallinn við okkur í gegnum tíðina að við höfum aldrei samið um gagnkvæmar veið- ar. Þetta þarf auðvitað aö breytast. Ég vil ekki sjá meiri útfærslu nema þá í samvinnu við Grænlendinga. Það yrði þá byggt á heimildarákvæði í hafréttarsáttmálanum um að heim- ilt sé að færa út í 350 sjómílur ef um er að ræða aðliggjandi landgrunn. Menn ættu því að fara varlega í aö gefa undir fótinn með einhverjar út- færslur," segir Guðjón. -rt í dag mælir Dagfari Mjög alvarlegt mál hefur komið upp í þjóðfélaginu. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað- ur hefur tekið sér það fyrir hendur að ofsækja Þorstein Pálsson með persónulegum svívirðingum. Kveður svo rammt að þessum of- sóknum Jóns Steinars aö hann hef- ur fengiö Lögmannafélagiö til að halda sérstakan fund til aö rakka Þorstein niður og fylgir því eftir með því að skrifa heilsíðugreinar í Mogga og krefja ráöherrann um málefnaleg svör. Jón Steinar beitir þeirri aöferð í þessum árásum sínum að kenna Þorsteini Pálssyni um að hafa sett skaðabótalög sem eigi að tryggja tjónþolum fullar bætur ef aðrir bera sök á tjóninu, án þess þó að lögin geri það. Reiknireglan í lög- unum leiði þvert á móti til þess að bætur skerðast. Þetta segir Jón Steinar og heldur því fram að ráð- herrann hafi þar með verið að gæta hagsmuna tryggingarfélaganna sem að sjálfsgöðu græöa á því að sleppa við að borga þær bætur sem tjónþolar eiga rétt á, meðan það er lögfest að bætumar skuli skerðast. Þar að auki heldur Jón Steinar þvi fram að aðalráðgjafi ráðherr- ans í þessu máli hafi verið prófess- Ráðist á ráðherrann or í lögum sem jafnframt er sér- fræðilegur ráögjafi tryggingarfé- laganna og beri því kápuna á báð- um öxlum. Þetta er auðvitað hin versta fúl- mennska hjá hæstaréttarlögmann- inum Jóni Steinari Gunnlaugssyni að gagnrýna lög sem ráðherrann hefur sett og bera það fyrir sig aö hann sé að gæta hagsmuna tjón- þola. Hver hefur beðið hann um þá hagsmunagæslu? Til bíta höfuöið af skömminni gefur lögmaðurinn það í skyn að bróðir ráðherrans sé í vinnu hjá einu tryggingarfélagi og formaöur allsherjarnefndar Alþingis sé eig- inkona eins stjórnarmanns hjá öðru tryggingarfélagi og þetta haífi haft áhrif á lagasetningu ráðherr- ans og afstöðu formanns allsherj- arnefndar. Þorsteinn ráðherra hefur sagt að þetta mál komi bróður hans ekkert við og formaður allsheijarnefndar hefur spurt hvort Jón Steinar vilji virkilega að hún skilji við eigin- mann sinn til að getað sinnt störf- um sínum á Alþingi. Jón Steinar segir að þessi vensla- mál séu ekki þaö sem hann er að gagnrýna heldur lögin sjálf og sú reikniregla sem leiðir til þess aö hagsmunir tjónþola eru fyrir borð bomir. Þetta er vitaskuld yfirklór hjá lögmanninum. Hann er að nota lög- in til að ráðast á ráðherrann. Enda hefur Þorsteinn skilið það svo. Hann sér ekki neina galla á lögun- um og neitar að tala um lögin af því að lögin sem hann setti eru að danskri fyrirmynd og þurfa ekki frekar vitnanna við. Ef lögmaöur- inn er að gagnrýna lögin þá er hann að gagnrýna dönsk lagavísindi og segir það allt um lögmanninn og þekkingu hans á dönskum lögum. Nei, lögmaðurinn er að ráðast á ráðherrann og væna hann um aö hygla vinum sínum hjá tryggingar- félögunum og það er bæði óviðeig- andi og ómaklegt og kemur þessum lögum ekkert við. Og lögin koma vinum ráðherrans ekkert við. Enda segir enginn að bróðir ráðherrans sé vinur hans þótt hann sé bróöir hans. Og enda þótt formaður alls- herjarnefndar sé eiginkona stjórn- armanns hjá tryggingarfélagi er ekki þar með sagt að eiginkonan láti eiginmanninn ráða skoðunum sínum. Því er meira að segja haldið fram að ráðherrann gegni ábend- ingum tryggingarfélaganna af því að hann þiggur boð þeirra í veiðiár á sumrin! Hafa menn heyrt aörar eins dylgjur? Eins og eiginkonur ræði tryggingarmál við eiginmenn sína heima í eldhúsi eða að ráðherra ræði við tryggingarmenn um hags- muni tryggingarfélaganna út í miðri laxá? Jón Steinar getur rætt og ritað um reiknireglu skaðabótalaganna eins lengi og hann vill. Það bull er ekki svaravert. Jón Steinar er bú- inn að endurtaka það svo oft að það séu lögin sem hann er að gagnrýna en ekki hagsmunatengslin að það tekur enginn mark á því lengur. Þorsteinn Pálsson sér í gegnum þennan málflutning. Lögmaðurinn er að ráðast á ráðherrann persónu- lega og notar skaðabótalögin til þess. Geta menn lagst lægra? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.