Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 11 Fréttir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins: Þaðer von á meðan við- ræðum er haldið áf ram - kjaraskerðingarkröfum útgerðarmanna vísað á bug „Ég fæ ekki merkt aö nokkuð hafi mjakast í þeim viðræðum sem átt hafa sér stað. Það er hins vegar alltaf von um að eitthvað gerist á meðan menn tala saman og á morgun (í dag) hefur verið boðaður nýr samn- ingafundur í deilunni," sagði Hólm- geir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjó- mannasambands íslands, í samtah við DV í gær um stöðuna í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Náist ekki samkomulag í deilunni skellur á sjómannaverkfall 25. maí næst- komandi. Fulltrúar Landssambands ís- lenskra útvegsmanna lögðu fram kröfur um umtalsverða kjaraskerð- ingu á kjörum sjómanna. „Þessum kröfum þeirra var að sjálfsögðu hafnaö samstundis. Við vorum enda búnir að leggja fram okkar kröfur og það erum við sem erum gerendur í máhnu. Við kröfð- umst umræðna um okkar mál, okkar kröfur og umræðan hefur snúist um þær th þessa,“ sagði Hólmgeir. Meðal krafna útvegsmanna, sem hafnað var, er að ef fækkar í áhöfn lækki skiptaprósentan um 0,5 pró- sent, einnig að 1. maí verði ekki leng- ur frídagur hjá sjómönnum. Þá vilja þeir að ákvæðum um rétt manna th launa í veikindum verði breytt þann- ig að sjómenn fái lágmarkslaun eða engin laun í skammtímaveikindum. Hins vegar þegar um alvarlegri veik- indi er að ræða verði í staðinn greidd laun í lengri tíma en nú er. Þá vilja útgerðarmenn breytta skilgreiningu á skiptaverði og að það verði ekki miðað við hæsta gangverð. Einnig var krafa um breytingar á heígarfr- íum og jólafríi svo hægt sé að róa milli hátíða og að hafnarfríum verði breytt. Þá vilja útvegsmenn að ef brot á kjarasamningi sannast renni samningsbundnar sektargreiðslur einnig til útgerðarmanna. Sam- kvæmt samningi renna þær til sjó- mannafélaganna. Vélsmiöja Húnvetninga, Blönduósi: Smíðar fisk- karaþvottavél ÞórhaBur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: í Vélsmiðju Húnvetninga á Blöndu- ósi hefur í vetur verið á ferðinni nýjung í starfsemi fyrirtækisins. Þessa dagana er verið að ljúka við smiði þriðja eintaksins af fiskkara- þvottavél. Tvær fyrstu vélamar eru þegar seldar. Vélamar hafa reynst vel og þykja lofa góðu. Þetta er fyrsta burstaþvottavélin á markaðnum og körin koma gljáfægð úr henni. Illa útleikin kör virðast lagast við hvem þvott sem samkvæmt útreikningi framleiðandans kostar 243 krónur. Að sögn Helga Árnasonar hjá Vél- smiðju Húnvetninga er ekki aðeins að véhn þvoi körin mjög vel, heldur verndar hýn þau í þvotti. Engar yfir- borðsskemmdir verða á körunum eins og þegar þau eru þvegin undir háþrýstingi sem verður til þess að gerlar og aðrir óæskhegir hlutir setj- ast þar að. „Menn hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er greinhega mikh þörf fyrir þetta tæki. Viö bíðum hins veg- ar eftir að markaðurinn taki við sér. Við ætlum ekki að framleiða vélarn- ar á lager,“ segir Helgi og bætir við: „Á undanfómum árum hafa menn verið að auka hreinlætið inni í mat- vælavinnslunni og það hefur kostað tugi mihjóna. Hins vegar verið meira í vindinum með það sem er utan vinnslusalarins. Sumir hafa þvegið vel kassa og kör undir fisk, aðrir þvo þetta hla og enn aðrir ekki neitt.“ Karaþvottavéhn þvær 20 kör á klukkutíma og er tahn skha fimm- íöldum afköstum verkamanns, auk þess sem hún þvær körin betur þrátt fyrir að vera spameytnari á sápu. Hönnuður þessarar vélar heitir Alexander Sigurðsson, uppfinninga- maöur í Garðabæ. í Danmörku og Þýskalandi eru framleiddar vélar með spíssum og þvo þær undir háþrýstingi. Vélin frá VH kostar um 2,5 mihjónir. Líkamsárás rannsökuð á Selfossi: Bankaðiupp á ogbarði húsráðanda - meintur árásarmaöur áður komið við sögu lögreglu Lögreglan á Selfossi hefur th rannsóknar líkamsárás á tvítugan mann fyrir utan heimih hans á Selfossi aðfaranótt laugardags. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu hafði umræddur maður lent í stympingum ásamt félaga sínum við nokkra unglinga fyrir utan veitingastað í bænum um kvöldið. Ekki kom th alvarlegra átaka í það skiptið og hélt sá tvítugi ásamt fé- laga sínum th síns heima. Um klukkustundu síðar var bankað upp á heima hjá honum. Þar voru saman komnir fjórir unghngar, þeir hinir sömu og verið höfðu fyr- ir utan skemmtistaðinn. Kom th orðaskipta á milh húsráðanda og phtanna. Enduðu þau með því að einn þeirra réðst á húsráðandann. Málið var kært til lögreglu í gær en húsráðandinn er með glóðar- auga og skrámaöur eftir átökin. Félagi fómarlambsins og félagar meints árásarmanns héldu sig th hlés þegar átökin áttu sér stað. Samkvæmt upplýsingum lögreglu mun ekki vera um húsbrot að ræða þar sem átökin áttu sér stað fyrir utan íbúðina sem er í fjölbýlishúsi. Að sögn lögreglu ötuðust phtarn- ir í fleirum en húsráðandanum og félaga hans fyrir utan veitingahús- ið fyrr um kvöldið. Að minnsta kosti einn þeirra hefur áður komið við sögu í líkamsárásarmálum. -PP Helgi Árnason hjá Vélsmiðju Húnvetninga viö fiskkaraþvottavélina. DV-mynd Sigurður Kr. Jónsson urAtvinnu- málastofu loksinsráðinn Borgarráð hefur samþykkt að ráða Róbert Jónsson tækni- fræðing í starf forstöðumanns Atvinnumálastofu Reykjavík- ur. 28 umsóknir bárust um stöð- una en talsvert langt er síðan staðan var auglýst laus th um- sóknar. -GHS Afmœlisveisla 25% afsláttur af stökum jökkum og buxum í eina viku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.