Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 Spumingin Er gott að búa á íslandi? Jón Ingi vörubifreiðarstjóri: Já, það er ágætt en ég hef ekki prófað annaö. Þorsteinn Magnússon framkvæmda- stjóri: Já, það er mjög gott. Kostirnir eru mjög margir. Inga Hrönn Sveinsdóttir nemi: Það er frábært. Hér er svo æðislega kalt! íris Ósk Laxdal nemi: Já, frekar. Laufey Hlín Þórðardóttir Mole nemi: Já, já. Það er æðislega gaman. Dóra Bima Sigurjónsdóttir nemi: Það er frábært. Alveg æðislegt. Lesendur dv Hverjir borga vanskilin? Sífellt er krafist meiri fjárútláta án tillits tii greiðslugetunnar, segir m.a. í bréfinu. Konráð Friðfinnsson skrifar: í nútima samfélögum er mikið fengist um peninga. Þeir sem eitt- hvert fé hafa handbært hugleiða á hvem hátt best sé að ávaxta það, t.d. hvaða „bréfið" gefi þeim bestu kjör- in. Aðrir sem minna hafa úr að spila spyrja sig hvaða ráð dugi þeim best til að endar nái saman. Alllengi hefur verið í gildi heimild í bankakerfinu og víðar sem kveður á um að leggja megi á hina ýmsu refsivexti; dráttarvexti, vanskila- vexti eða dagvexti, eöa hvað þetta allt heitir. Umrædd heimild var sett til að hún mætti verða skuldurum hvatning til þess að þeir greiddu nú lán sín á réttum tíma og forðuðust aukakostnaö. - Eins og menn geri það að leik að standa ekki í skilum! Þannig má þó skilja þessi orð, þótt þau standist reyndar ekki. Obbinn af skuldurum er þó heiðarlegt fólk sem tekur lán sín alvarlega og vill greiða þau á gjalddaga. Vissulega eru til menn sem ekki greiða skuldir sín- ar og hafa það jafnvel að markmiöi. En það gildir ekki um þorra manna. En hverjir greiða þá þennan van- skilakostnað af lánum sínum? Hvemig væri að kanna það mál rækilega og birta almenningi síðan niðurstöðuna? Getur verið að þessi herkostnaður hvíli að mestu á herð- um þeirra sem lægst hafa launin? - Að raunvemlega sé höggvið þar sem hlífa skyldi? Hinir lægstlaunuðu eru einmitt fólkið sem sækir í að fá lán. Ragnar skrifar: Það var af hreinni tilviljun að ég var að hlusta á Ríkisútvarpið sl. fostudg milli kl. 18.30 og 19. Var auð- vitaö að bíða eftir fréttunum. En hvað var þetta, var ekki verið að leika þarna suður-ameríska tónlist? Það var ekki um að villast; mambó og sömbur frá suðrænum slóðum í þætti sem í dagskránni var nefndur Allrahanda (ég náöi nefnilega í dag- blað til að kanna hvers kyns væri). Var þetta tilviljun eða eitthvað sem hefur varað lengi án þess að ég hafi vitað af því? - Ég heyri þessa tegund tónlistar nefnilega afar sjaldan Haukur Guðmundsson skrifar: íslendingar eru ekki eftirbátar annarra í því að efna til fundarhalda og setja upp ráðstefnur. Við höfum raunar gengiö framar í þeim efnum en margar aðrar þjóðir. Því er við brugðið að farið er halda ráðstefnur að morgni til, já, jafnvel í morgunsár- ið og selja morgunkaffl með ráöstefn- unni. - Þetta er oröið þjakandi fyrir mörg fyrirtæki sem gjarnan vilja ekki verða eftirbátar eða bara til að fá ekki orð á sig fyrir nísku. Nú er þetta að breytast, a.m.k. í útlandinu. - Meira að segja Samein- uðu þjóðirnar hafa lagt til að bann verði sett á frekara ráðstefnuhaldi á vegum samtakanna. Talsmaður S.Þ. segir aö gera þurfi starfsemi samtak- anna skilvirkari án ráöstefnuhalds. Nóg sé af skýrslugerðum, ályktunum og tilmælum, sem einungis innihaldi nýjar ráðstefnur. Nóg sé komið af því að endurtaka eitthvað sem þegar hefur verið sagt og þýða á sex tungu- mál. - Síðasta stórráðstefna S.Þ. verður kvennaráðstefnan í Peking. Aukin skilvirkni fyrirtækja og samtaka er það sem lögð verður áhersla á í framtíðnni. Færri ráð- stefnur, færri ályktanir og skýrslu- Vegna bágrar fjárhagsstöðu t.d., til aö fleyta sér áfram í lífsbaráttunni. Til að halda í ákveðinn lífsmáta sem þjóðfélagið og umhverfi mannsins kalla á - lífsmáta sem lægstu launin í landinu standa hvergi undir. Og vissulega þurfa menn ekki á öllu þessu dóti að halda. Menn gætu lifað án bifreiðarinnar, myndbands- ins, hljómtækjanna eða tölvanna sem prýða flest heimilin í dag. Þetta er þó ekki ávísun á hamingjuna eða heimilisfriðinn. Hafi maðurinn fæði og klæði er það honum nóg. En hve mörg okkar myndu sætta sig við það? leikna yfirleitt í útvarpi hér á landi. Þó er þetta tónlist sem á sér aðdáend- ur um alla heimsbyggðina. Tónlist sem kemur frá menningarsvæði tug- milljóna íbúa, einkum í Suður- og Mið-Ameríku. Og þetta er ekki tón- list sem flaggar neinum kassagitur- um. Þarna er yfirleitt um að ræða stórhljómsveitir sem flytja tónlist eins og best gerist. Auðvitað er þama um mjög víðfeðmt svið að ræða, með fleiri eða færri flytjendum. í Ríkisútvarpinu er boðið upp á mjög fjölbreytta tónhst og varla nokkur þáttur undanskilinn. Aðeins suður-amerísk tónhst hefur orðið- gerðir. Hvaö megum við íslendingar segja þegar svo voldug samtök sem Sameinuöu þjóðimar leggja sig fram um að draga úr fundarhöldunum? Er ekki tæknin orðin það mikil og skilvirk að htil sem engin þörf er að sækja ráðstefnur úti í bæ, hvað þá til útlanda með æmum kostnaði? - Raunveruleikinn er, því miður, annar hjá obbanum af fólki. Og höf- um það hugfast að við lifum í þessum heimi eins og hann er núna. Hann krefst sífellt frekari fjárútláta án til- lits til greiðslugetunnar. Það þarf miJúnn vilja og styrk til að leiöa hjá sér það sem á boðstólum er. Flest okkar láta einhvern tímann undan þrýstingnum og köstum okkur inn í þessa hringiðu, án umhugsunar hvert hún muni leiða á endanum. - Hér er ekki verið að afsaka neitt heldur að benda á staðreyndir. utangátta. Kannski er það vegna þess aö hér á landi flokka einhverjir takta eins og sömbur, mambó, rúmbur og aðra salsatónlist undir dansmúsík eingöngu. Þetta er þó alrangt, þarna er í flestum tilvikum um að ræða þjóðlega tónlist. En mest um vert er þó að hér er tónlist sem flestir hafa eyra fyrir. Og íslendingar ekki und- anskildir. - RÚV ætti nú aö fuh- komna afskiptin af tónlistarflutningi sínum með því aö bæta við svo sem klukkustundarþætti á viku með suð- ur-amerískri tónlist. Uppákomur eins og morgunverðar- fundir á hótelum hér á landi, einkum í Reykjavík, eru ekki bara kjánaleg- ar, þær sýna líka hver djúpt við erum sokknir í hégómann. Og það sem verst er; þær skila engu og rýra skil- virkni þeirra sem þær sækja. Ef sfldiit bregstlíka? Sigurður Einarsson hringdi: Nóg er nú að hafa yfir sér eins konar veiðibann á þorski og öðr- um verðmætum fisktegundum, þótt ekki bætist annað við. Nú eru allar líkur á að ekkert verði úr síldveiðum, hvorki í síldarsmug- unni margumræddu né annars staðar. Við höfum ekkert fast í hendi varðandi síldveiöar í ár. Og ef hún bregst líka, hvað verð- ur okkur þá til bjargar? Kannski allsherjarútboð til erlendra fjár- festa að koma og nýta sér jarð- næði til uppbyggingar þeim aö kostnaðarlausu? Ólafi bætist liðsstyrkur Guðlaugur hringdi: í hálfsíöugrein í Mbl. sl. laugar- dag er fjallaö um Reykholtsskóla og ákvörðun Ólafs Þ. Þórðarson- ar að sækja fast sinn rétt. í grein- inni bætist ÓlafiÞ. liðsstyrkur frá yfirkennara skólans sem segir að frjálsræði og átaksleyi ásamt slæ- legri mætingu nemenda sé við- varandi í Reykholtsskóla. Þetta finnst mér þaö óvænt innlegg í umræðuna að skoða verði nánar hvað raunverulega er að gerast í Reykholtsskóla. Eða er verið að hyíma yfir eitthvað? Engin „alsæla“ heldurfirring Soffia Guðmundsdóttir hjúkrun- arfr. hringdi: Það er ekki seinna vænna að gagnrýna íslenska heitið á fikni- og eiturefninu ecstacy sem hér gengur undir heitinu „alsæla“. Ollum ætti að vera ljóst aö þaö er ekki um neina alsælu að ræða þegar þessa efnis er neytt, miklu fremur ofsakæti eða ofsagleði sem nálgast mest firringu af ein- hverju tagi, kannski mest viólrr- ingu. Ég legg til aö hætt veröi að tengja þetta vitavonlausa orð, „alsælu", hinu hættulega efni ecstacy, svo skaðlegt og gjöreyö- andi sem það reynist þeim sem því ánetjast. Fiðlan fær framganghjá Eurovision Hafsteinn hringdi: Þar sem fiölan á svo mikil ítök í huga dómenda hjá Eurovision í ár eigum við íslendingar að líta björtum augum til framtíðar i þessari keppni, þar sem við kunn- um að eiga mikla möguleika. Ég legg eindregið til að næst sendum við Didda fiðlu til Noregs meö gott lag, byggt á íslenskri hefð i rútusöng og fjallaferðum. Við get- um lika, ef mönnum þykir sigur- stranglegra, sent búksláttargengi Jakobs Magnússonar. Við verð- um að fara að vinna þessa keppni, ég meina það... Skoðunarferðum Súðavík? N.K. skrifar: Ég heyrði í morgunútvarpi sl. mánudag viðtal viö sveitarstjóm- armann á Súöavík þar sem hann var spurður út úr varðandi hagi íbúanna eftir veturinn og hvað helst væri á döfinni. Jú, ferða- menn væru farnir að koma til staðarins til að skoða vegsum- merki og annað í þeim dúr. Mér brá viö þessar upplýsingar. Á nú að fara að selja skoðunarferðir um Súðavík? Og sjá hvað? Merki um hörmungamar sl. vetur eru ekki söluvara að mínu áliti. Þama ætti að fá aö ríkja friöur og ró, a.m.k. þar til jörð er komin undan snjó og búið er aö fjar- lægja öll ummerki ogleifar voöa- slyssins í byijun ársins. Suður-amerísk tónlist - hvar er hún? Ráðstef nuf arganið á undanhaldi Uppákoma að morgni dags - morgunverður innifalinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.