Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Vorþing Það hefur verið hlé í pólitíkinni undanfamar vikur. Menn fengu nóg af henni í kosningabaráttunni og eftir að ný ríkisstjóm var mynduð er nánast eins og stjórn- málamenn hafi tekið sér frí frá póhtísku vafstri - og þjóð- in líka. Ekki er það þó alveg rétt og auðvitað hafa ráðherrar verið að koma sér fyrir í stólunum og þeir sem fyrir vom hafa sjálfsagt verið að venja sig við nýja samstarfs- menn. Ríkisstjómin þarf sinn aðlögunartíma og hveiti- brauðsdagarnir em í heiðri hafðir. Ekki verður heldur annað sagt en þjóðin hafi tekið nýju ríkisstjórninni vel. Samkvæmt skoðanakönnun, sem DV birti í síðustu viku, em nær 80 af hundraði kjósenda hlynntir ríkisstjóminni og það er langt síðan ríkisstjóm hefur fengið slíkan með- byr. Stjómarandstöðuflokkamir em enn að sleikja sárin og Alþýðubandalagið er komið í stellingar vegna for- mannsslags milli Steingríms J. Sigfússonar og Margrétar Frímannsdóttur. Þannig að það hafa engin sverð verið slíðruð á þeim vígstöðvum. Það eru hins vegar innan- flokksástök sem eru þorra landsmanna óviðkomandi og raunar virðist það einu gilda hver tekur við formennsku í Alþýðubandalaginu. Það segir ekkert um ágæti fram- bjóðendanna tveggja heldur sína sögu um hversu vegur Alþýðubandalagsins fer hraðminnkandi í áhrifum. í gær kom Alþingi saman til vorþings. Það er til mikilla bóta að Alþingi skuli nú kallað sam- an að sumri til. Á Alþingi sitja hinir kjömu fulltrúar þjóðarinnar, umboðsmenn almannahagsmuna. Þeir em kjömir til starfa til fjögurra ára, á fullum launum hvern einasta mánuð ársins. Sá gamh siður að láta Alþingi sitja í sjö eða átta mánuði en senda það síðan heim í heila Úóra mánuði og stundum lengur var algjörlega úr takt við tíma, verkefni og thgang þess valds sem alþingis- mönnum er trúað fyrir. Þörfm fyrir vörþing er enn augljósari nú.'þegar kosn- ingar em afstaðnar og ný ríkisstjóm hefur verið mynd- uð. Alþingi þarf að staðfesta stöðu ríkisstjómarinnar og þeirrar stefnu sem hún hefur markað. Alþingi þarf að skipta með sér störfum hið fyrsta, velja í nefndir, stjórn þingsins og skapa einstökum þingmönnum þann starfs- vettvang sem þeir eiga að hafa næstu árin. Að bíða með þá verkaskiptingu til haustsins, í fjóra eða fimm mán- uði, hefði verið fráleitt og forkastanlegt, jafnt fyrir þing- mennina sjálfa sem umbjóðendur þeirra. Þjóðin getur haft gott af því að hvíla sig á póhtísku þrasi, en stjómmál snúast ekki ahtaf og eingöngu um innihaldslausar dehur. Stjómmál snúast um stjóm lands- ins, ákvarðanatöku, lýðræðislega umræðu. Sú umræða verður aldrei sett í frystingu marga mánuði í einu. Mörg aðkahandi verkefni hggja fyrir. Lagabreytingar vegna GATT-samkomulagsins em brýnar, fiskveiði- og sjávarútvegsmál eru í brennideph og síðast en ekki síst er það eitt meginhlutverk Alþingis að ráðast í það verk að koma böndum á ríkisútgjöldin. Ríkisstjómin og starfs- menn hennar leggja fram frumgögnin í sambandi við fjár- lagavinnuna en Alþingi fer með löggjafaravaldið og fjár- veitingarvaldið og það er á ábyrgð Alþingis og þess meiri- hluta sem þar hefur myndast að taka afstöðu th þeirra thlagna og upplýsinga sem berast frá ráðuneytunum. Það starf fer fram í sumar og það eitt gerir það nauðsynlegt að þingnefndir séu skipaðar. Sfjómarandstaðan þarf sömuleiðis að skipulegga sig en aðhald hennar og atbeini er mikhvægur hður í lýðræð- inu. Aht festist þetta í sessi með thkomu vorþings. EUert B. Schram „Veislan, sem Framsókn bauð til fyrir síðustu kosningar, rifjar upp samkvæmið í eyðimörkinni í íran,“ segir Össur m.a. í grein sinni. íranskir timburmenn Enn er í minnum hafður Reza Pahlevi sem var keisari í íran áður en ajatollarnir brutust til valda. Á 2500 ára krýningarafmæli Kýrosar mikla efndi Reza Pahlevi til mikill- ar veislu og bauö til sín gestum hvaðanæva að úr heiminum. Einn ferðalangur kom aUa leiö frá ís- landi. í gríðarlegum tjaldbúðum í eyði- mörkinni utan við Teheran stóð gleðin dögum saman, svo gestirnir gætu séð dýrð Reza Pahlevi og dá- samaö heimshornanna á milli. Mungátin flóði og kavíarinn úr styrjum Kaspíahafs stóð í hrauk- um. Það rann því miður af öllum í lokin. Hver fór aftur til síns heima, ögn rykaðri en við upphaf ferðar. Veisluboð Framsóknar Veislan, sem Framsókn bauð til fyrir síðustu kosningar, rifjar upp samkvæmið í eyðimörkinni í íran. Loforðin flæddu til kjósenda i því- líkum straumi að helst er til að jafna stoltri bunu keisarans áður en Pahlevi fékk blöðruhálskirt- ihnn, sem frægt varð líka. Þegar kom að kosningunum í aprfl hafði Framsókn lofaö kjós- endum næstum öllu mUli himins og jarðar, og sennilega ekki á færi annarra en Jesú Krists að efna það allt saman. Hvernig átti til dæmis að efna loforð frambjóðenda flokksins á Reykjanesi, sem nánast hétu kjósendum sínum aö útvega fleiri þorska í sjóinn? Það kom að vísu í ljós í vinnustaðaheimsókn á Suðurnesjum að efsti maður listans var ekki alveg klár á muninum á þorski og ufsa - en það er önnur saga. EðlUega fór mörgum líkt og gest- unum í tjaldveislunni í eyðimörk- iimi hjá Reza Pahlevi. Þeir trúðu glansmyndinni sem var brugðið upp og ölvuðust fyrir fram af þeim Kjállarinn Össur Skarphéðinsson þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn ótæmandi veigum sem Framsókn lofaði inn í framtíðina. En nú er kosningavíman farin að renna af mörgum og líklegt að timburmenn- irnir verði mörgum erfiðir. Pólitískt minnistap Afgreiðsla nýju stjórnarinnar á húsnæðismálunum, helsta trompi Framsóknar á mölinni, sýnir þetta í hnotskurn. Fyrir kosningar lofaöi Halldór Ásgrímsson til dæmis eft- irfarandi kæmist Framsókn tU valda: (1) Ráðist yrði í víðtækar skuld- breytingar fyrir þá sem eiga í hús- næðisbasli. (2) Skuldir fólks í tímabundnum greiðsluerfiðleikum yrðu frystar eða lækkaðar meðan menn næðu tökum á þeim. (3) Sérstakri greiðsluaðlögun átti að koma upp fyrir fólk í alvarlegum erfiðleikum vegna húsnæðiskaupa. (4) Gripið yrði til „björgunárað- gerða fll að aðstoða fólk við að greiða úr skuldavandamálum heimilanna". HaUdóri Ásgrímssyni tókst hins vegar að semja heUan stjórnarsátt- mála án þess að muna eftir einu einasta af ofangreindum kosninga- loforöum. Hvort þetta stórfeUda minnistap ber að skrifa á reikning bráðgerrar ellihrörnunar hjá for- ystu Framsóknar eða einfaldlega jiess að Davíð Oddsson beygði Hall- dór, sem hann virðist eiga auðvelt með, skiptir ekki máli. Niðurstaðan er hin s’ama: kjós- endur voru blekktir. Rýr matseðill Timburmennirnir eftir véislu Reza Pahlevi í sandinum stóðu í nokkur ár og lyktaöi með því aö keisaradæmið féll. Halldór Ás- grímsson bauð líka tU veislu, en brátt mun það renna upp fyrir boðsgestunum að matseðill Fram- sóknar hljóðar ekki upp á neitt annað en eyðimörkina sjáUa. Þegar það gerist mun formaður Framsóknar kynnast því af eigin raun hvað íranskir timburmenn þýða. Össur Skarphéðinsson „Þegar kom aö kosningunum í apríl haföi Framsókn lofað kjósendum næst um öllu milli himins og jarðar, og sennilega ekki á færi annarra en Jesú Krists að efna það allt saman.“ Skoðanir annarra Sokkinn orðstír Hafnarfjarðar „Eitt af öðru hafa mál nýju bæjarstjórnarinnar fallið. Ekkert stendur eftir af öUum þeim áviröingum sem hún bar á forvera sína. Nú síðast hefur ríkissak- sóknari vísað á bug kæru oddvita núverandi meiri- hlutaflokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þar sem ýjað var að saknæmum viðskiptum meirihluta Al- þýðuflokks og Hagvirkis-Kletts.... Eftir situr bæjar- stjórn sem búin er að eyða heilu ári í árásir á Guð- mund Árna - meðan orðstír Hafnarfjarðar hefur sokkið dýpra og dýpra, og allar framkvæmdir í bæj- arfélaginu setið á hakanum.“ Úr forystugrein Alþbl. 16. mai. Kostir fullrar aðildar að ESB „Ef íslendingar næðu fram kröfu sinni um fuU yfirráð yfir flskveiðUögsögunni umhverfis landið, eru margir kostir sem fylgja fuUri þátttöku í samfé- lagi Evrópuþjóða umfram það sem EES-samningur- inn veitir. Ef íslendingar gerast aðilar að Evrópu- sambandinu, er þess að vænta, eins og svo oft þegar hart hefur verið deUt um framkvæmdir eða ákvarð- anir sem tU heilla horfa, að eftir á vildu margir þá Lilju kveðið hafa.“ Þorsteinn M. Jónsson, hagfr. Samtaka iðnaðarins í Mbl. 16. maí. Hrein matvælaframleiðsla „íslendingar Ufa á framleiöslu matvæla og munu vonandi gera það áfram. Auðlindir lands og sjávar valda því að við höfum samkeppnisaöstöðu við aðrar þjóðir. Þaö samrýmist illa þessu hlutverki matvæla- framleiðenda að hafa óvarða sorphauga og veita frá- rennsUnu rétt út fyrir fjöruborðiö. SUk ímynd mat- vælaframleiðenda gengur ekki í nútíma samfélagi. Margt hefur verið gert tU úrbóta í þessum efnum, en risavaxin verkefni eru eftir, sem þarfnast úr- lausnar." Úr forystugrein Tímans 16. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.