Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 Iþróttir unglinga Meistaramót Islands - landsflokkaglíman: Þingeyingar með sex meistaratitla Glimusveit Þingeyinga - en þeir voru einnig sigursælir á MÍ. Frá vinstri: Ólafur Kristjánsson sveitarforingi, Yngvi Hrafn Pétursson, Valdimar Ellertsson, Jón Smári Eyþórsson og Jón B. Maronsson. Þingeyingar voru sigursælir á meist- aramóti Islands í glímu sem fram fór að Laugum helgina 22. og 23. apríl. Þeir sigruðu í 6 flokkum af 11 og áttu menn í verðlaunasætum í flestum flokkanna. Skarphéðinsmenn voru aftur á móti sterkari í kvennaflokkunum en nokkrir þeirra sterkustu manna sátu heima við próflestur. Þeir hlutu þrjá meistara á mótinu en Ármenningar tvo. Þetta er í góðu samræmi við Umsjón Halldór Halldórsson styrk glímunnar á landsbyggðinni og mega Reykjavíkurfélögin muna sinn fífil fegri. Keppni þeirra yngri var mjög lífleg og sýndu hinir ungu glímumenn góð tilþrif. Jón Smári sprækur Júlíus Jakobsson, Ármanni, sigraði í hnokkaflokki og var sigur hans aldrei í hættu. Júlíus er snöggur og hreyfanlegur og kann ágætlega að beita hælkrók og leggjarbragði. Næstir komu tveir bræður frá Laug- arvatni, Þorkell og Bjarni Bjarna- synir. í piltaflokki sigraði Jón Smári Ey- þórsson, HSÞ. Keppt var í tveim fjöl- mennum riölum og sigraði Jón á fullu húsi þar og í úrslitakeppninni. Hann tekur góö hábrögð og er mjúk- ur, enda af glímuættum eins og flest- ir yngri Þingeyingar. Annars var keppnin hörð og í næstu sætum voru tveir nýhöar, Þórólfur Valsson frá Reyðarfirði og Þorkell Snæbjömsson frá Laugarvatni. Ólafur Kristjánsson, HSÞ, sigraði í sveinaflokki sem vænta mátti og var sigur hans aldrei í hættu. Næstir komu tveir félagar hans, Valdimar Ellertsson og Yngvi Hrafn Pétursson, og virðast Þingeyingar ekki þurfa að kvíða framtíðinni með þessa efnilegu glímukappa innanborðs. Sterkar stúlkur hjá HSK Andrea Pálsdóttir, HSK, sigraði í hnátuflokki. Hún lagði alla á öflugri sniðglímu en tvær þingeyskar glímu- stúlkur komu næstar. Hin þingeyska Inga Gerða Pétursdóttir sigraði ör- ugglega í telpnafiokki með klofbragð sem helsta úrslitabragð. í meyjaflokki var afar jöfn keppni en Margrét Ingjaldsdóttir, HSK, var hinn öraggi sigurvegari. Hún hefur ekki tapað viðureign á árinu og vann æfingafélaga sína, þær Dröfn og Brynju, á sniðglímu og hælkrók, sem eru langalgengustu brögð hjá stúlk- unum. Grunnskólamótið í glímu: Sólvallaskóli með fjóra meistara Ghmusamband íslands hélt 9. grannskólamót sitt að Laugum í Þingeyjarsýslu laugardaginn 22. apríl. Keppendur voru 67 talsins, nokkra færri en að undanfomu en verkfall og ófærð setti strik í reikn- inginn með þátttakendur. Á mótinu var keppt samtímis á tveim ghmuvöhum sem voru lagðir dýnum svo byltur yrðu mýkri. Mikil stemning skapaðist hjá krökkunum sem hvöttu hvert annað óspart til dáða. Eins og fyrr vora Sunnlending- ar og Þingeyingar mest áberandi á mótinu en nú komust bæði Sauðár- krókur og Reyðarfjörður á blað og eignuðust sína fyrstu meistara. Norður í land fór valið lið sunn- lenskra glímukappa úr grunnskólum héraðsins og stóðu sig með mikilli prýði. Einkum voru stúlkumar sigur- sælar og sigruðu í öllum bekkjum nema einum. Drengimir áttu tvo af sjö sigurvegurum og þar með komu rúmlega helmingur meistaratitla mótsins í hlut Sunnlendinga. Sólvalla- skóli á Selfossi átti fjóra sigurvegara, þar af voru tveir jafnir í sama bekk. Ólafur hefur oftast sigrað Hinn efnilegi glímumaður frá HSÞ, Þessar hnátur voru í efstu sætum á Ml' en stóðu sig einnlg vel í grunnskóla- mótinu. F.v.: Softía Björnsdóttir, HSÞ, 3. sæti, Hildigunnur Káradóttir, HSÞ, 2. sæti, og Andrea Pálsdóttir, HSK, 1. sæti. Fleiri myndir blrtar síðar. Ólafur Kristjánsson, 15 ára, hefur sigr- að oftast þeirra sem nú kepptu í grunnskólamótinu. Hann hefur sigrað fimm sinnum og einu sinni lent í öðru sæti. Hann sigraði nú í keppni 9. bekkjar og hafði talsverða yfirburði. Ólafur glímir rösklega og hefur alla burði til að verða einn af glímumönn- um framtíðarinnar. Sveitaglíma yngri flokka Strax á eftir grunnskólamótinu var keppt í sveitaglímu yngri flokka sem haíði verið frestaö vegna ófærðar fyrr í vetur. Þar voru Þingeyingar einnig sigursælir. í flokki telpna 10-12 ára kepptu sveitir HSK og HSÞ og er skemmst frá því að segja að þingeysku valkyrjurnar gjörsigruðu sunnlenska jafnaldra sína með 14,5 vinningum gegn 1,5 vinningi. Á svipaða leið fór í drengjaflokki 13-15 ára. Þar gengu til leiks sveitir HSÞ, HSK og glímudeildar Þryms á Sauðárkróki. Þingeyingar unnu báðar sveitirnar örugglega og Skarphéðinsmenn náðu öðru sæti. Þrymsmenn voru að stíga sín fyrstu skref í sveitakeppni og lofar þátttaka þeirra góðu um framtíðina. Þrir fyrstu í grunnskólamótinu, 9. bekk. Frá vinstri: Ólafur Kristjánsson, Grunnsk. Skútustaðahr., sigurvegari, Yngvi Hrafn Pétursson, Grunnsk. Skútustaðahr., 2. sæti, og Kristinn Kjartansson, Grsk. Skógum, Rang., 3. sæti. Meistaramótið: Giímuúrslit Hnokkar 10-11 ára: Júlíus Jakobss., Á..........3,5 Þorkell Bjamason, HSK.......3,0 Bjami Bjamason, HSK.........1,5 Piltar, 12-13 ára: JónEyþórsson.HSÞ.............11 Þórólfur Valsson, UÍA.........8,5 Þorkell Snæbjömss., HSK.....6,5 Sveinar 14-16 ára: OlafurKristjánsson, HSÞ.......8 Valdimar Ellertsson, HSÞ....6,7 Yngvi Pétursson, HSÞ..........6 Hnátur 10-11 ára: Andrea Pálsdóttir, HSK......3,5 HildígunnurKáradóttir, HSÞ..3 Soffia Bjömsdóttir, HSÞ.......2 Telpur 12-13 ára: Ra¥el Theódórsdóttir, HSK...5,5 Tinna Guðmundsdóttir, Þrym ...4,5 Meyjar 14-15 ára: Margrét Ingjaldsdóttir, HSK.2,5 Dröfn Birgisdóttir, HSK.....12,5 Brynja Gunnarsdóttir, HSK ....1 +1 Grumiskólamótið: Grunnskólamótið fór frani 22. apríl. Úrsiit urðu þessi: Stúlkur 4. bekkur: l.HugrúnGeirsd..........Bsk. Gaul. l.Berglind KristínsdLaugls. Rang. 5. bekkur: 1. AndreaPálsd...Lauglsk. Rang. 2. Hiidigunnur Kárad Gr. Skútusthr. 3. Sofffa Bjömsd.Gr. Skútusthr. 6. bekkur: 1. Sigrún Jóhannsd .Gr. Skútusthr. l.IngaPétursd.....Gr. Skútsthr. 3. Brynja Hjörleífsd. ..Gr. Skútsthr. 7. bekkur: 1. RakelTheódórsd Bamas. Laugarv. 2. Tinna GuðmundsdGr. Sauðarkr. 3. Elisa Andrésd.Gr. Skútusthr. 8. bekkur: 1. Magnea Svavarsd...Gr. Heliu 2. BrynjaGunnarsd....Sólvsk., Seif. bekkur* 1. Margrét Ingjaldsd...Sólvsk„ Seif. 1. Drörn Bírgisd..Sóivsk. Self. 10. bekkur: 1. SjöfnGunnarsd...Sólvsk. Self. 2. Katrín Astráðsd.Sólvsk. Self. Drengir 4. bekkur: 1. Bjarni Bjaraason..Bsk. Laugarv. 2. -3. Baldur Péturss.Bsk. Laugarv. 2.-3. Einar Haraldss ..Gr. Skútsthr. 5. bekkur: 1. JúlíusJakobss ..............Álftansk. Bessasthr. 2. Þorkell Bjamas Bsk.Laugarv. 3. Haraldur Helgas .Lauglsk. Rang. 6. bekkur: 1. KrLstján Máss.Gr. Sauðárkr. 2. Guðmundur Valss Grs. Reyðarfj. 3. Andri Egilss..Laugalsk. Rang. 7. bekkur: 1. ÞórólfurValss.Grs .Reyðarfj. 2. Þorkell Snæbjömss.Bs.Laugv. 3. Jón Eyþórss...Gr. Skútusthr. 8. bekkur: 1. Stefén Geirsson.Sólvsk. Self. 2. DaníeIPáiss...Bsk. Laugarv. 3. ValdimarBllertss„.Gr. Skútsthr. 9. bekkur: 1. Olafur Kristjánss.Gr. Skútusthr. 2. Yngvi péturss.Gr. Skútusthr. 3. KrisönnKjartss.Gr. Skóg. Rang. 10. bekkur: 1. JóhannesHéðinssErsk. Laugum 2. Daði Frlðríkss......Gr. Skútusthr. Handbolti: Urslitílce-Cup Eftirtalin félög sigruðu í mótinu. 2. £1. karla: Valur. 3. fl. karla: EH. 4. fl. karla: Fylkir. 5. fl. karla: Val- ur. 2. fl. kvenna: U-18 ára. 3. fl. kvenna: U-16 ára. 4. fl. kvenna: Fram. 5. fl. kvenna: Valur. Bestu ieikmean: 2. fl karla: Markv.: Orvar, Val. Vörn: Vigfús, Val. Sókn: Lárus Long, FH. 3. fl. karla: Markv: Sigurgeír Höskuldsson, U-16. Vörn: Efvar Erlingsson, FH. Sókn: Ragnar Osk- arsson, U-16. 4. fl. karia: Markv.: Niklas Ry- berg, GDR. Vörn: Agúst Ragnars- son, FH. Sókn: Hjalti Gylfason, Fylki. 5. fl. karla: Marky.: Ólafúr Gísla- son, Val. Vöm: Ami Agústsson, HK, Sókn: Svavar Pétursson, FH. 2. fl. kvenna: Markv.: Helga Torfadóttir, VíkingL Vöra: Rut Steinsen, U-18. Sókn: Thelma Amadótör, FH. 3. fl. kvenna: Markv.: Aðalheiður Þórólfsdóttir, IR. Vörn: Björg Fenger, U-16. Sókn: Inga Björg- vinsdótör, U-16. 4. fl. kvenna: Markv.: Berglind Eliasdóttlr, Fram. Vöm: Júlía Björnsdóttir, FH. Sókn: Signý Sig- urvinsdóttir, Fjölni. 5. fl. kvenna: Markv.: Berglind Hansdótör, Vai. Vörn: þóra Helga- dótör, Vai. Sókn: SiljaUlfarsdótÖr, FH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.