Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 26
34 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 AfrnæH Jón Kristjánsson Jón Kristjánsson, bóndi og starfs- maður Kísiliðjunnar hf„ Amar- vatni I, Skútustaðahreppi, er sjötíu ogfimmáraídag. Starfsferill Jón fæddist að Skútustöðum. Hann var fjóra vetur í farskóla og tvo vetur í unglingaskóla hjá Her- manni Hjartarsyni, presti á Skútu- stöðum. Jón vann á búi föður síns og var í vegavinnu fram yfir tvítugt. Hann starfaði hjá Hitaveitu Reykjavíkur veturinn 1945 og við Blikksmiðju Kristins og Bjama veturinn 1946 en hefur verið bóndi á Arnarvatni frá 1946. Þá var hann, jafnframt bú- skapnum, starfsmaður Kísiliðjunn- arhf. 1967-90. Jón söng í Karlakór Mývetninga frá sautján ára aldri og þar til kór- inn hætti starfsemi sinni eftir 1970 og hefur sungið í karlakómum Hreimi sl. fjögur ár, jafnframt því sem hann hefur sungið í kirkjukór Skútustaðakirkju. Jón starfaði í ungmennafélaginu Mývetningi og Héraðssambandi Suður-Þingeyinga, keppti í fijálsum íþróttum, glímu og sýndi fimleika. Jón keppti í skíðagöngu í mörg ár, var íslandsmeistari í fimmtán og átján kílómetra skíðagöngu 1950-52 og 1955-58 eða alls sjö sinnum. Hann varð íslandsmeistari í þrjátíu kíló- metra göngu 1956 og 1958 og var í boðgöngusveit Þingeyinga sem varð íslandsmeistari í fjórum sinnum tíu kílómetra boðgöngu 1952,1953,1955, 1956 og 1957. Þá keppti hann fyrir hönd Islands í átján og þijátíu kíló- metra göngu á ólympíiúeikunum í Cortina d’Ampezzo á Ítalíu 1956. Jón hefur starfaði í Kiwanisklúbbnum Herðubreið frá 1972. Fjölskylda Jón kvæntist 24.12.1945 Þóru Sig- urðardóttur húsfreyju. Hún er dótt- ir Sigurðar Jónssonar, skálds og bónda á Amarvatni, og Sólveigar Hólmfríðar Pétursdóttur húsfreyju. Börn Jóns og Þóru eru Þórhildur, f. 14.8.1947, búsett á Amarvatni; Sigurður, f. 30.4.1949, deildarstjóri Útgáfudeildar Alþingis, kvæntur Bryndísi Gunnarsdóttur, kennara og brúðuleikhúskonu; Sólveig Hólmfríður, f. 24.11.1951, kennari, búsett á Arnarvatni og er dóttir hennar Sólveig Hólmfríðardóttir; Guðrún, f. 8.9.1953, húsmóðir og nemi á Akureyri, gift Sveini Hjálm- arssyni skipstjóra og eru böm þeirra Auður Úa, Þóra Ýr og Hildur Ey; Sólveig, f. 23.11.1956, kennari og námsráðgjafi í Reykjavík; Áshild- ur, f. 10.9.1962, framkvæmdastjóri í Reykjavík, gift Benedikt Ingvasyni, heúdsala og pípulagningarmanni. Systkini Jóns: Ágústa, f. 12.9.1912, d. 19.6.1970, húsfreyja á Húsavík; Finna, f. 6.5.1916, til heimilis að elli- heimihnu Hvammi á Húsavík; Steingrímur, f. 27.11.1917, d. 30.6. 1993, bóndi á Litluströnd; Matthías, f. 14.6.1924, starfsmaður Kísihðj- unnarhf. Foreldrar Jóns vom Kristján Jón Kristjánsson. Jónsson, f. 16.3.1886, d. 30.6.1967, bóndi á Sveinsströnd, og k.h., Guð- rún Friðfinnsdóttir, f. 28.10.1882, d. 25.9.1969, húsfreyja. María Gunnarsdóttir María Gunnarsdóttir íþróttakenn- ari, Árskógum 8, Reykjavík, er sjö- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill María fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi á ísafirði 1936 og íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1941. María var kennari við barnaskól- ann og síðar gmnnskólann á ísafirði 1941-85, auk þess sem hún kenndi við gagnfræðaskólann þar og hús- mæðraskólann. Þá kenndi hún við íþróttafélög á ísafirði og stundaði sundkennslu við Barnaskólann á ísafirði, í Tálknafirði, í Reykjanesi við Djúp og í Bolungarvík. Frá tólf ára aldri starfaði María mikið með skátahreyfingunni og var m.a. félagsforingi kvenskátafé- lagsins Valkyijur í mörg ár. Hún sat í stjórn Æskulýðsfélags ísafiarðar, sat í varastjóm Sjálfsbjargar á Isafirði og síðan í aðalstjórn til 1985. Þá var hún ritari Norrænu deildar- innar á ísafirði og sat í stjórn Nor- ræna félagsins, auk þess sem hún var formaður kvenfélags Alþýðu- flokksins á ísafirði og gegndi ýms- um öðrum trúnaðar- og félagsstörf- um. María hefur mikinn áhuga á íþróttum fyrir aldraöa en eftir að þau hjónin fluttu suður hefur hún starfað hjá ýmsum félagastofnunum íþágualdraðra. Fjölskylda María giftist 13.6.1947 Finni Finnssyni, f. 29.1.1923, kennara. Hann er sonur Finns Jónssonar, f. 28.9.1894, d. 30.12.1951, ráðherra, og k.h., Áuðar Sigurgeirsdóttur, f. 2.4.1888, d. 30.6.1935, húsmóður. María og Finnur eiga fiögur börn. Þau em Auðunn, f. 19.12.1947, rekstrarsfióri í Ósló, kvæntur Ritu Evensen félagsráðgjafa og eiga þau þrjú börn; Finnur Magni, f. 10.6. 1952, stýrimaður hjá Eimskip, kvæntur Ingibjörgu Baldursdóttur húsmóður og eiga þau tvö börn; Valdís, f. 27.8.1960, líffræðingur í Reykjavík, í sambýli með Ólafi Sig- urðssyni vélaverkfræðingi og eiga þau einn son; Viðar, f. 27.8.1960, sjó- maður á ísafirði, en sambýliskona hans er Svala Jónsdóttir húsmóðir og á hann son frá því áður með Guðlaugu Jónsdóttur skrifstofu- manni. María á fiögur systkini. Þau eru Kristín Baarregaard, fyrrv. banka- maður, búsett í Reykjavík; Kristinn, hagfræöingur í Reykjavík; Andrés, rafvélavirki í Hafnarfirði; Aðal- steinn, loftskeytamaður í Hafnar- firði. Foreldrar Maríu voru Gunnar Kristinsson, f. 8.8.1891, d. 25.2.1977, vélamaður á ísafirði, og k.h., Ehsa- María Gunnarsdóttir. bet Andrésdóttir, f. 31.5.1888, d. 29.5. 1966, húsmóðir. Þau María og Finnur taka á móti gestum í samkomusalnum í Árskóg- um í dag, miðvikudaginn 17.5., milli kl. 16.00 og 19.00. Andlát Ari Gíslason Ari Gíslason, ættfræðingur og kennari, Vesturgötu 138, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness aðfara- nótt miðvikudagsins 10.5. sl. Hann verður jarðsunginn frá Akranes- kirkjuídagkl. 14. Starfsferill Ari fæddist að Syðstu-Fossum í Andakílshreppi 1.12.1907 og ólst þar upp en flutti með foreldmm sínum til Reykjavikur er þeir bmgöu búi 1921. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ1928 og var við nám í Kaup- mannahöfn 1928-29. Ari var kennari við Miðbæjarskól- ann 1929-30, við Gufudalsskólahér- að 1933-35, við skóla á vegum bama- vemdamefndar Reykjavíkur 1935- 36, við Miðbæjarskólann 1936- 45, stundaði smábamakennslu 1945-46, kennari við Bamaskóla Patreksfiarðar 1946-48, að Jaðri 1948-49, við Bamaskóla Eyrarbakka 1952-53, skólasfióri Bamaskóla Tálknafiarðar 1954-56, kennari við Bamaskólann í Fljótshlíð 1956-58, skólastjóri Bamaskólans á Strönd 1958-59 og kennari við Bamaskóla Akraness 1961-66. Þá var hann leið- sögumaður ferðamanna í rúm tutt- uguár. Ari vann að örnefnasöfnun á sumrin frá 1940-65, vann við skjala- söfnun fyrir Héraðsskjalasafn Borg- arfiarðar og var framkvæmdastjóri Sögufélags Borgarfiarðar 1967-74. Hann var einn afkastamesti ætt- fræðingur hér á landi en hann samdi eða átti þátt í að semja um þrjátíu rit um persónufræði og sögulegan fróðleik. Má þar helst nefna Vestfirskar ættir I-IV1959- 1968; Ættarskrá Bjama Hermanns- sonar, 1965; Bæjarættina, 1972; Deildartunguættina I—II1978; Borg- firskaræviskrárl-VniI; 1969-1994, Æviskrár Akurnesinga, 1982-1987; Prentaratal frá 1530-1950; Bóka- gerðarmenn, 1530-1973; Niðjatal Páls Breckmanns, 1982; Þijú niðja- töl af Snæfehsnesi, 1986, og Niðjatal Hahgríms Péturssonar, 1989. Ari starfaði mikið í Góðtemplara- reglunni og var m.a. æðstitemplar stúkunnar Akurblómsins á Akra- nesi. Starfsmenn ættfræðidehdar DV þakka Ara margvíslega höveislu á undangengnum ámm. Fjölskylda Eftirlifandi kona Ara er Helga Hólm, f. 4.6.1928, kennari. Hún er dóttir Helga Einarssonar, b. að Geitagili í Örlygshöfn, og k.h., Guð- mundu Guðmundsdóttur húsfreyju. Dætur Ara og Helgu eru Salvör, f. 8.5.1953, starfsmaður Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaup- mannhöfn; Inga Guðmunda, f. 31.12. 1955, bókasafnsfræðingur og starfs- maður Náttúrufræðistofnunar. Foreldrar Ara voru Gísh Arn- bjamarson, f. 24.4.1853, d. 10.8.1936, b. og kennari á Syðstu-Fossum í Andakíl, og s.k.h., Salvör Aradóttir, f. 24.2.1873, d. 2.7.1940, húsfreyja. Ætt Faðir Gísla var Ambjöm, b. á Höfðabrekku í Mýrdal, Eyjólfsson, b. í Múlakoti í Fljótshhð, Arnbjam- arsonar, b. á Kvoslæk í Fljótshhð, Eyjólfssonar, b. á Háamúla í Fljóts- hlíð, Jónssonar. Móðir Gísla var Guðlaug Gísladóttir, b. á Stóra- Moshvoh í Hvolhreppi, Sigurðsson- ar. Faðir Salvarar var Ari, b. á Ari Gíslason. Syöstu-Fossum í Andakíl, Jónsson, b. á Syðstu-Fossum, Gíslasonar. Móðir Salvarar var Kristín Runólfs- dóttir, hreppsfióra á Skeljabrekku í Andakíl, Jónssonar, b. í Efri-Hrepp í Skorradal, Oddssonar, b. í Vatns- dal í Fljótshlíð, Brandssonar. Móðir Runólfs var Oddný Runólfsdóttir, b. á Geitabergi í Skorradal, Þor- geirssonar, úr Skaftafellssýslu. Móðir Kristínar var Ástríður Jóns- dóttir, b. í Vatnsdal í Fljótshlíð, Þor- kelssonar. Til hamingju með afmælið Sigrún Lilja Hjartardóttir, Hæðargarði 6, Reykjavík. Sigfús Ragnar Danielsson, Hringbraut 50, Reykjavík. Sigríður Salvarsdóttir, Vigur í ísafiarðardjúpi. Sigríður er að heiman. Jón Kristinsson, fyrrv. skóla- stjóri, Krummahólum 10, Reykjavík. Jón tekur á móti gestum í Kiwan- ishúsinu, Smiðjuvegi 13A, Kópa- vogi, sunnudaginn21.5. kl. 17.00- 19.00. 60 ára Sjöfú Guömundsdóttir, Sækambi vestri, Selfiarnamesi. Þuríður Sigurðardóttir, Kistuholti 11, Biskupstungna- hreppi. 50 ára Sævar Kjartansson, Krossholti 9, Keflavík. Óiafur Matthíasson, Hafiiargötu 28, Siglufirði. Hörður Guðmundsson, Sólbakka2, Breiðdalsvík. Stefán Ároason, Sogavegi 103, Reykjavík. Kristín Norðmann, Búagmnd 3, Kjalarneshreppi. Nevihe Young, Suðurgðtu 35, Keflavík. Elín Birna Harðardóttir, Hryggjaseli 9, Reykjavík. Grétar Daníel Pálsson, Víkurflöt 10, Stykkishólmsbæ. Rögnvaldur Gottskálksson, Hlíðarvegi5, Siglufh-ði. Hulda Ragnarsdóttir, Leimbakka 16, Reykjavik. Bjargey Sigrún Jónsdóttir, Faxabraut 38C, Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.