Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 3 Fréttir Riðuveiki í Svarfaðardal: Hryllilegar aðfarir að þurfa að skera allt féð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þegar allt fé var skorið niður í dalnum árið 1988 og ákveðið að koma aftur upp fjárstofni hér gengumst við undir þá reglu að ef upp kæmi riðu- tilfelli að nýju yrði að skera allt fé á viðkomandi bæ,“ segir Heiðbjört Jónsdóttir á bænum Hofsá í Svarfað- ardal í Eyjafirði. Þar fannst riða í einni kind nú fyrir skömmu og af- leiðingin var sú að skera varð allt fé á bænum, um 100 ær, flestar komnar að burði. Heiðbjört segir að vissulega sé það sárt og erfitt að ganga í gegnum slíka aðgerð, en þetta verði þau að búa við. Kindurnar voru urðaðar nærri bænum Skáldalæk þar sem riðuveikt fé hefur verið urðað áður. Einhverjar raddir hafa heyrst þess efnis að þessi urðunarstaður sé allt of nærri heita- vatnsbólum sveitarinnar og Dalvík- ur, og yfirvöld hafi grafið féð þar í óþökk bænda. Heiðbjört segir aö svo sé ekki, enda sé vatnsbóhð mun ofar í dalnum en urðunarstaðurinn. „Það eru hryllilegar aðfarir að þurfa að skera allt féð þegar svona Forsetinn og ráðherrann 350 þús. 300 - mánaöarlaun - 250 321 293 L_ m i 50 Ólafur G. Salome Einarsson Þorkellsdóttir DV! Umræður hafa orðið um iaunakjör forseta Alþingis í kjölfar þess að Ólafur G. Einarsson hættir sem ráð- herra og sest í stól forseta. Á góma hefur borið að leiðrétta þurfi laun forseta þannig að þau verði sam- bærileg þeim sem ráðherrar njóta. I Ijós hefur hins vegar komið að Ólafur G. hafði lægri laun sem ráð- herra heldur en Salome Þorkels- dóttir hafði sem forseti í vor. Eins og sjá má á grafinu er munurinn 28 þúsund krónur á mánuði. Borgin semur við Búseta Reykjavíkurbcrg hefur samið við forsvarsmenn Búseta um að Búseti sjái um viðhald, rekstur og eignaum- sýslu 98 félagslegra íbúða í Breið- holti og vesturbæ Reykjavíkur næstu tvö árin. Samningurinn er uppsegj- anlegur eftir eitt ár og fær Búseti 1,9 milljónir á tveimur árum í eignaum- sýsluna en viðhald er samkvæmt fjárhagsáætlun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að markmiðið með þessum tilraunasamningi við Búseta sé að ná niður kostnaði við rekstur íbúðanna, til dæmis rafmagnskostn- aði, en byggingadeild borgarverk- fræðings og Félagsmálastofnun hafa séö um íbúöirnar fram að þessu. -GHS kemur upp. En við ætlum að taka fé aftur, við reiknum með að það verði heimilt haustið 1996 og það er nú svo einfalt að ef við ætlum að búa hér þá verðum við að hafa fé,“ segir Heið- björt. HEKLUGOS ERHAHBi, G0S ER HAFIÐ Á BÍLAÞINGSSVÆÐINU. SÉRFRÆÐINGAR TELJA AÐ G0SIÐ MUNI STANDA YFIR í FJÓRA DAGA, 17.-20. MAÍ. N0TAÐIR BÍLAR MEÐ ALLT AÐ 250.000,- KR. AFSLÆTTI OG Á GREIÐSLUKJÖRUM TIL ALLT AÐ 48 MÁNAÐA FLÆÐA UM ALLT SVÆÐIÐ. BILL A KRÓNU ! DAGLEGA VERÐUR DREG'D UR Tíi B0ÐUIVI i Bil DAGSINS . LAGIVIARKSTíLB0Ð ER 1 KR0NA TiLBOÐUlVl SKAL SKILAÐ A SERSTÖKU EYÐíjBlAÐ! FYRIR L0KÍJN DAÍ, HVERN HJÁ BÍLAÞING DREGiÐ VERÐUR UR T«LB0ÐulV» A BYlGjUNNI. ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ TAKA MEÐ SÉR NESTI ÞVÍ VIÐ BJÓÐUM UÞÞ Á KAFFI, G0S 0G KLEINUR ÞAÐ SKELFUR ALLT OG NÖTRAR. DRIFÐU ÞIG OG GERÐU GÓÐ KAUP. BÍLAÞING HEKLU N O T A Ð I R JMI B ( L A R Bílaþing Heklu • Laugavegi 174 • Símasambandslaust er viö svæöiö vegna mikils álags • Betra er að koma OPNUNARTÍMI: MIÐVIKUDAGUR, FIMMTUDAGUR 0G FÖSTUDAGUR KL. 9.00-19.00, LAUGARDAGUR KL. 10.00-17.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.