Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 Fréttir - hefur alltaf verið mikil ævintýramanneskj a, segir móðir hennar. „Hún hringdi til mín í gær en þá voru þau að leggja af stað til Hawaii frá San Francisco. Sú ferð tekur um þrjár vikur. Hún sagði aöþetta væri algert ævintýri,“ segir Jóhanna Jónsdóttir, móðir Sigríðar Rögnu Sverrisdóttur, 24 ára stúlku, sem er meöal tíu ævintýramanna sem lögðu af stað í árslangan leiðangur um borð í skútu frá San Francisco sl. mánu- dag. Tilgangur ferðarinnar er meðal annars að fara þvert um heimsins stærstu jökulbreiðu utan heim- skautssvæðisins, Patagóníu, sem er landsvæði austan Andesfjalla syðst í Suður-Ameríku. Þýskur landkönn- uður, Arved Fuchs, sem er m.a. þekktur fyrir að fara yfir Suöur- skautslandið á skíðum, mun stýra leiðangrinum en með honum í för- inni eru, auk Sigríðar, aöilar frá Bandaríkjunum, Chile, Englandi, Sviss, Frakklandi og Þýskalandi. Á skíðum yfir jökulbreiðu Þegar leiðangursmenn nálgast jök- ulbreiðu Patagóníu mun þriggja manna hópur, þar á meðal Fuchs sjálfur, hefja um 400 km fór á skíðum yfir svæöið, frá norðri til suðurs. Áætlaö er að sú ferð taki um tvo mánuði. Áður hefur verið reynt að fara þessa ferð en að sögn Fuchs hafa þær tilraunir mistekist vegna harðrar veðráttu og landslagsins, sem er mjög erfitt yfirferðar. Asamt því aö fara yfir jökulbreiðuna mun hópurinn einnig kanna eyjar Patagóníu og Tierra del Fuego ásamt því að kortleggja ókönnuð fjöll. Að sögn Jóhönnu mun Sigriður ekki fara í ferðina um jökulbreiðuna en henni hefði hins vegar boðist að fara í aðra ferð í haust, um leið sem er ókortlögð. Vann í getraun DV Að sögn Jóhönnu hefur Sigríður alltaf verið mikil ævintýramann- eskja en þetta ævintýri dóttur henn- ar hófst þegar hún vann í getraun í DV fyrir nokkrum árum. Þýska skólaskipið Fridtjof Nansen kom hingað til lands ásamt skútu, sem Arved Fuchs var skipstjóri á, og þá birtist getraun í DV þar sem vinn- ingshafar gátu unnið sér inn skemmtisiglingu á skipinu. „Sigga vann í getrauninni ásamt þremur öðrum krökkum og fór í þriggja vikna sighngu í kringum ísland. Svo var hún svo áhugasöm um þetta að skipstjórinn bauð henni að sigla með til Noregs. Það hentaði henni ekki á sínum tíma en hún skrifaði honum seinna bréf og bað um að fá að fara í sigUngu ef tækifæri gæfist. Hann hringdi síðar í hana og sagðirt vera að fara í sigUngu um Karíbahafið. Mín manneskja sagði bara „bless" og var í burtu í níu mánuði." Jó- hanna sagði að Sigríður hefði svo frétt af því að Arved Fuchs væri aö undirbúa ársleiðangm-, skrifað hon- um bréf og síöan hefði hún verið valin úr hópi fólks. „Sigga hefur ferð- ast um allan heim og aUt svona hefil- ar hana. Ég veit ekki hvar hún hefur ekki verið,“ sagði móðir hennar að lokum. Ævintýramanneskjan Sigriður Ragna Sverrisdóttir, t.h., ásamt Þórnýju Öldu borð í þýska skólaskipinu Fridtjot Nansen í mai 1993. Baldursdóttur. Myndin var tekin um íslensk stúlka í ársleiðangur á skútu: Ævintýrið hófst þegar hún vann í getraun DV KvikasiKur í tann- fyllingum hefurekki slæm áhrif „Einkenni sem fólk hefur talað um eru 30-50 talsins þannig að allir hafa getað fundiö eitthvað við sitt hæfi en nú er þaö sam- dóma áUt Svíanna að ekki hafi verið sýnt fram á nein sjúkdóms- tilfelU af völdum amaigams ef frá er tekið ofnæmi í örfáum tilvik- um. Það hefur jafiivel verið impr- úð á því að amalgam geti vériö hættulegt fyrir vanfærar konur en engar sönnur hafa veriö færð- ar á þvi. Tannlæknar og starfs- fólk þeirra ættu að vera í mestri hættu en það fólk liflr sísf skemur en aðrir," segir Magnús R. Gísla- son yfirtaruUæknir. Ný sænsk rannsókn Magnús og Sígfús Þór EMasson prófessor boðuðu tíl blaöa- mannafundar nýlega í tílefhi af komu Ame Henstens Pettersens, forstöðumanns norrænnar tann- lækningastofnunar, hingað til lands. Á fundinum voru niður- stöður nýrrar, sænskrar rann- sóknar á áhrifum amalgamtann- fyUinga á heUsuna meðal annars kynntar og vom þær afdráttar- laust á þá lund aö kvikasilfur í amalgamfyUingum hefði ékki slæm áhrif á heUsuna „Þaö er verst að það eru svo mikjar deUur út af þessu máii miiU stofhana hérlendis og ér- lendis og geðprúðustu menn verða eins og óargadýr því að þetta er svo umdeUt og það eru svo mikiar tilfmningar í þessu. í Svíþjóð greinir tU dæmis Social- styrelsen, sem jafngUdir Land- læknisembættinu, á við amal- gamdeild háskólasjúkrahúss og fólk sem þjáist af ofurviðkvæmni fyrir máimurn í tannfyllingum lendir í þessari orrahríð mitt í sínum veitóndum," segir Jón Börkur Ákason, fyrrverandi starfsmaöur Tannsjúkdómasam- bandsins í StokkhólmL -GHS I dag mælir Dagfari Dagfari minnist þess þegar HiUary og Tenzing klifu Everest. Þá var sagt frá því að HUlary og Tenzing hefðu klifið fjaUið. Eins var það þegar Davíð Oddsson varð forsæt- isráöherra í annaö skipti. Þá var sagt frá því að Davíð héldi áfram sem forsætisráöherra. Sama má segja um handboltahetjumar, þeg- ar Geir Sveinsson er að standa sig vel á Ununni, þá er þaö Geir Sveins- son sem stendur sig vel á Ununni. Og þegar Patrekur skorar, þá er það Patrekur sem skorar. Sem sagt, viðkomandi einstató- ingar klífa fiöU og skora mörk og sigra í kosningum og þess er getið og frá því sagt án þess að tekið sé fram hvort þessi sami einstatóing- ur er kvæntur eða hversu mörg börn hann á eða hvað hann sé gam- aU. Eða hvað segðu menn um það ef íþróttafréttaritarar slægju því upp á forsíðu hjá sér að Valdimar Grímsson, tveggja barna faðir, hefði skorað flest mörk fyrir ísland í heimsmeistarakeppninni? Eða þá að Finnur IngóUsson, þriggja bama faðir úr Álfheimunum, hefði veriö stópaður iðnaðarráöherra? Nú veit Dagfari að vísu ektó hvað HUlary átti mörg börn þegar hann kleif Everest á sínum tíma, en hitt vekur óstópta athygli Dagfara að aftur hefur Everest verið klifið og nú af konu nokkurri frá Bretlandi sem heitir AUson Hargreaves. Þess er nefnUega getið á forsíðu Morg- unblaðsins í fyrradag undir fyrir- sögninni: tveggja bama bresk móð- ir kleif Everest ein og og án aukas- úrefnis. Afretóð er ekki einasta fólgið í því aö Everst var klifið af fjall- göngugarpi án aðstoðar og án auk- asúrefnis. Afretóð var heldur ekki fólgið í því að hér var kona á ferð- inni. Nei mesta afrekið var það að fjaUgöngukonan var tveggja bama móðir! Nú veit Dagfari ektó til þess að tveggja bama mæður séu öðmvísi í laginu heldur en aðrar konur og Dagfari veit heldur ektó tíl þess að maöur þurfi að vera tveggja bama foreldri tU að komast á forsíður dagblaðanna fyrir unnin afrek. En þannig er það víst og þess vegna þarf auðvitaö að segja frá því að AUson sé tveggja bama móöir, vegna þess að sennUega hefði hún ekki getað klifiö fjalliö nema vegna þess að hún er tveggja bama móð- ir. Ef hún hefði ektó átt neitt bam hefði hún sennUega ektó komist á forsíðuna og að minnsta kosti hefði afrek hennar ekki verið taUö jafn mertólegt ef hún hefði verið bam- laus, blessuð konan, þegar hún kleif fialUð. En þetta er sjálfsagt alveg hárrétt fréttamat og fjölmiðlamir þurfa aö gera meira að þessu, jafnt í sport- inu sem póUtítónni. Þegar Unu- maðurinn skorar mörk í handbolt- anum er hann bara aö gera mark og heitir Geir. En ef hann er tveggja bama faöir, þá á vitaskuld að skýra frá því í fyrirsögnum aö Geir Sveinsson, tveggja bama faðir úr Val, hafi skoraö mark. Og hvað á Finnur Ingólfsson mörg böm? Sennilega er það enginn vandi aö vera ráðherra ef maður á engin böm? En ef hann á böm, hvað þá tvö eða fleiri, er skylt og rétt að skýra frá því að margra barna fað- ir hafi orðið ráðherra. Ektó hans vegna heldur bamanna og allra hinna sem eiga mörg böm og sjá aUt 1 einu tækifæri sem þeir halda að hafi glatast vegna ómegðar. Þeir geta líka orðið ráðherrar og skorað mörk í handboltanum þótt þeir séu tveggja og þriggja bama feður. Svo ektó sé nú talað um fjögur eða fleiri, þá er það hetjudáð sem flokk- ast undir einstaka frammistöðu. AUson Hargreaves kemst í frétt- imar út á það að vera tveggja bama móðir. Ektó vegna þess að hún kleif Everest, ektó vegna sjálfrar sín, heldur vegna barnanna sem hún á. Hér sannast í eitt stópti fyrir öll hversu mitóls virði það er aö eiga böm ef maður gerir eitthvað af viti. Sérstaklega ef maður er kona. Nú era margir frægir flaUgöngu- garpar búnir að klífa Everest og lUca ein kona sem er tveggja bama móðir. Næsta keppikefli er að slá þetta met. Nú þarf einhver sem er þriggja barna móðir að leggja á brattann og svo einhver sem er fjögurra bama móðir. Og blöðin mun slá því upp og segja frá fjölda bamanna og bera lof á kvenmenn- ina sem sigrast á Everst þrátt fyrir bameignimar. Það kemst enginn á toppinn á Everest nema hann eigi böm. Að minnsta kosti er það ektó í frásögur færandi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.