Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 5 Fréttir Hjúkrunarfræðingar að ganga út af Sjúkrahúsi Suðumesja: Lokun deilda eða önnur nevðarúrræði blasa við segir Jóhann Einvarðsson, forstjóri sjúkrahússins „Eg hef af þessu verulegar áhyggj- ur og er undrandi á viðbrögðum heil- brigðisráðuneytisins í máhnu. Það liggur alveg ljóst fyrir að ef þetta sérkjaramál hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra verður ekki leyst ganga þær út 1. júní næstkomandi. Þá eru bara tvær leiðir til. Önnur er sú aö loka einfaldlega sjúkrahúsinu. Sú leið er að sjálfsögðu óviðunandi að öllu leyti. Hin er að stjórn sjúkra- hússins ákveði að hafa núverandi sérkjör áfram um óákveðinn tíma og nota næstu vikur eða mánuði tii að reyna að útvega peninga. Við erum undirmönnuð á öllum deildum þann- ig að ég get ekki sparað meira en gert er. Ég yrði þá frekar að loka ein- hverjum deildum og senda þá sjúkl- inga, sem þar hefðu átt að fara inn, á hátæknisjúkrahúsin í Reykjavík. Ég trúi því að botnlangauppskurður á hátæknisjúkrahúsunum í Reykja- vík kosti meira en sams konar upp- skurður hér hjá okkur,“ sagði Jó- hann Einvarðsson, forstjóri Sjúkra- húss Suðurnesja í Keílavík, í samtah við DV. Sem kunnugt er fyrirskipaði Sig- hvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, stjómum sjúkrahúsa úti um land að segja upp sérkjarasamningum hjúkrunar- fræðinga og ljósmæðra frá og með 1. júní næstkomandi. Þetta var gert á öllum sjúkrahúsunum nema á Akranesi, þar neitaði stjórnin að verða við óskum ráðherra. Nú hefur Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sent stjórnendum sjúkra- húsanna bréf þar sem segir að ákvörðun fyrirrennara hennar eigi að standa. Hjúkrunarfræðingar segja að upp- sögn sérkjarasamnings þýði sama og uppsögn í starfi. AUir hjúkrunar- fræðingarnir við sjúkrahúsiö og heilsugæslustöðina í Ketlavík munu ganga út 1. júní. Jóhann Einvarðsson sagði að í bréfi frá heilbrigðisráðuneytinu væri skýrt frá því aö sjúkrahúsið mundi fá á þessu ári 995 þúsund krónur upp í kostnað vegna sérkjarasamnings- ins fyrstu 5 mánuði þessa árs. Jó- hann sagði að kostnaðurinn vegna sérkjarasamninganna á sjúkrahús- inu og heilsugæslustöðinni væri 6,6 milljónir króna á ári. Við þessar tvær stofnanir eru 44 stöðugildi hjúkmn- arfræðinga og ljósmæðra. Hann taldi að vandinn vegna upp- sagna sérkjarasamninganna væri mestur hjá sér vegna þessað á sum- um sjúkrahúsunum hefðu samning- ar tekist á grandvelli þess ramma sem ráðuneytið gaf þegar ákveðið var að segja núverandi sérkjara- samningum upp. Á sumum sjúkra- húsanna voru sérkjörin nærri þeim ramma vegna þess að sérkjörin hafa verið mjög misjöfn á landinu. „Það er alveg ljóst að við okkur blasir illleysanlegur vandi nema breyting verði á afstöðu ráðuneytis- ins,“ sagði Jóhann Einvarðsson. Hjúkrunarfræðingar: Boltinn er nú hjá yf irvöldum segir Jónína Sanders, hj úkrunar fræðingur og bæjarfulltrúi „Verði ekki við okkur samið göngum við út 1. júní. Við sögðum ekki upp og við erum ekki að fara í neitt verkfall. Okkur var sagt upp '•og því teljum við að boltinn sé nú hjá stjómendum stofnunarinnar og heilbrigðisráðuneytinu," sagði Jón- ína Sanders, hjúkranarfræðingur á Sjúkrahúsi Suðumesja og jafnframt bæjarfulltrúi í nafnlausa sveitarfé- laginu, öm deilu hjúkranarfræðinga og sjúkrahússins vegna uppsagnar ríkisins á sérkjarasamningum þeirra. Kaupfélag Skagfirðinga: Ullin 14,5 prósent af sauðfjár- innlegginu Öm Þórarinsson, DV, njótum; „Meðhöndlun bænda á ullinni hef- ur stórbatnað síðustu ár en samt geta sumir þeirra aukið verðmæti hennar mikið enn,“ sagði Eymundur Jóhannsson, ullarmatsmaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, þegar fréttamaður hitti hann fyrir skömmu. Eymundur sagði að ull sem tekin væri af strax þegar kindurnar væru teknar á hús kæmi nær undantekn- ingarlaust best út í mati og talsvert af henni færi í fyrsta flokk. Ull sem tekin væri af í mars og april færi nær öll í annan og þriðja flokk. Það er einkum heymor, óhreinindi og flóki sem fellir ulhna í mati. Kaupfélag Skagfirðinga greiddi rúmlega 16 milljónir króna fyrir ull á síðasta ári og námu þær greiðslur 14,5% af öllu sauðfjárinnleggi ársins. Árið 1993 greiddi félagið 14,5 mihjón- ir fyrir ull en 1991 4,8 milljónir. Það ár voru greiðslur fyrir ullina aðeins 2,4% af því sem KS greiddi fyrir sauðfjárafurðir. Jónína sagði að máhð heföi verið rætt á löngum fundi bæjarstjórnar á þriðjudagskvöld. „Bæjarfuhtrúar hafa auðvitað miklar áhyggjur af þeirri þjónustu sem sjúkrahúsið og heilsugæslan veita þessu 15 þúsund manna svæði hér, gangi hjúkrunarfræðingar út 1. júní. Á svæöinu eru 250 einstaklingar sem njóta heimahjúkrunar. Hér er líka slysa- og bráðamóttaka, fæðing- ardeild og skurðstofa. Það er því eng- in furða þótt fólk sé áhyggjufullt," sagði Jónína Sanders. EUert Eiríksson bæjarstjóri sagði að vissulega væru menn áhyggjufull- ir. Hann benti á að það væri ríkið sem sæi um rekstur sjúkrahúsa í landinu og því hlytu sveitarstjómarmenn að gera þá kröfu að ríkið héldi uppi eðli- legri þjónustu. „Þess vegna er ekkert um það að ræða að bæjarsjóðir fari að greiða styrki til ríkisins. Þetta er mál sem ríkið verður að leysa,“ sagði EUert Eiríksson. Fymim forseti kyssir ráðherra Blað var brotið í sögu Alþingis við þingsetninguna á þriöjudaginn þegar Ásgeir Bjarnason, fyrverandi forseti Alþingis, kyssti ráðherrann Ingibjörgu Pálmadóttur á kinnina. Slíkir fyrirmannakossar eru að minnsta kosti ekki algeng sjón f þingsalnum. Ásgeir var á sinum tima mikill landbúnaðarfröm- uður og sat á þingi fyrir framsóknarmenn í Dölunum á árunum 1949 til 1979. DV-mynd GVA Coleman ® Vortilboð á Coleman fellhýsum Kr. 495.000 - vortilboð Bjóðum nú aðeins 2 stk. Coleman Cedar og 1 Roanoke á ein- stöku vortilboði, aðeins frá kr. 495.000. Innif. í verði m.a. sjálf- virk miðstöð, gaskútur + yfirbreiðslur, beislishjól, ryðfnr vaskur m. krana + vatnstanki, eldavél inni/úti, færanlegt borð, gardínu- sett, svefntjöld, slökkvitæki o.m.fl. Coleman-umboðið á íslandi EVRÓ HF___________________________ Suðiv.landsbraut 20 - s. 588-7171 SUMAR 1995 m og aðrir sem fást við ferðaþjónustu! Við viljum minna á alþjóðlegt úrval okkar af rúmdýnum sem henta vel fyrir innlenda sem erlenda ferðalanga. SUMAR 1995 Hafið samband sem fyrst við sölumenn okkar f dýnum og fáið upplýsingar um okkar góðu og þægilegu dýnur. HÚ8gagnahöllin BILDSHÖFDA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 587X199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.