Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 Útgáfuféíag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Kolkrabbi og smokkfiskur Dómsmálaráðherra hefur með hjálp Alþingis gengið erinda fáokunarhrings tryggingafélaganna gegn hags- munum almennings. Hvort hann hefur gert það af ein- hverjum orsökum eða hvötum skiptir minna máli en staðreyndin sem slík, að sérhagsmunir ráða ferð hans. Tryggingafélögin eru siðlaus í viðskiptum við fólk. Þau neita til dæmis að greiða lögboðnar bætur og láta tugi mála fara fyrir dómstóla. Þótt þau tapi hverju málinu á fætur öðru, halda þau hinum málunum til streitu án þess að taka mark á fordæmisgildi dóma í prófmálum. Þannig hefur ríku og voldugu aðilunum tekizt að fresta því, að tugir einstaklinga, sem eiga um sárt að binda, fái nokkrar bætur. Þannig hafa ríku og voldugu aðilamir þvingað þá, sem verst eru settir vegna örkumla, til að semja um mun minni bætur en lög gera ráð fyrir. Óbilgimi og græðgi tryggingafélaganna hefur magnazt í skjóh dómsmálaráðherra og Alþingis. Viðurkennt er, að frumvarp til skaðabótalaga var samið í dómsmála- ráðuneytinu að frumkvæði samtaka fáokunarhrings tryggingafélaganna, sem vildu minnka útgjöld sín. Fenginn var til þess lagaprófessor, sem var hallur undir tryggingafélögin og hafði unnið fyrir þau. Hann gaf Alþingi rangar upplýsingar um innihald laganna. Markmið þeirra var og er að minnka útgjöld tryggingafé- laganna á kostnað fólks, enda hefur það tekizt. Hvorki dómsmálaráðherra né Alþingi hafa þó sér það til afsökunar, að hafa sætt blekkingum prófessorsins. Flett var ofan af málinu í fjölmiðlum á sínum tíma, en ráðamenn þjóðarinnar létu það sem vind um eyru þjóta. Þeir voru ákveðnir í að þjóna tryggingafélögunum. Lagafrumvarp tryggingafélaganna var útskýrt með því að segja misvægi vera milli bóta fyrir mikil og lítil tjón. Því vægi var hins vegar ekki breytt með því að færa fjár- magn miUi flokka, heldur með því að minnka greiðslur á öðrum vængnum og halda þeim óbreyttum á hinum. Frumvarpið var emnig varið með því að segja, að það gerði ráð fyrir fullum bótum. Staðreyndin var hins vegar sú, að það gerði ráð fyrir þremur íjórðu hlutum af fullum bótum. Tryggingafélögin og prófessorinn komust upp með þessar blekkingar fyrir rúmum þremur árum. Síðan hefur sannleikurinn komið í ljós. AUsheijar- nefnd Alþingis fékk skipaða nefnd til að finna hann. Hún lagði til fyrir réttu ári, að margfóldunarstuðuU yrði hækkaður úr 7,5 í 10 til þess að lögin næðu yfirlýstum tilgangi. Þessi niðurstaða var rækilega rökstudd. Dómsmálaráðherra hefur ekki lyft litla fingri til að fá lögunum breytt til samræmis við þetta. Alþingi hefur ekki heldur reynt að bæta fyrir mistök sín. Lögin eru enn þann dag í dag eins og þau voru samin af prófessor tryggingafélaganna og að frumkvæði samtaka þeirra. Ekki eru líkur á, að ástandið batni í tíð núverandi ríkis- stjómar, sem er mynduð af tveim stjómmálaílokkunum, sem ganga lengst í að gæta hagsmuna hinna voldugu, annar kolkrabbans og hinn smokkfisksins. Stjómar- flokkamir munu gæta hagsmuna tryggingafélaganna. Síðan geta menn velt fyrir sér ættar- og fjölskyldu- tengslum í stjómmálum og fáokunarfyrirtækjum. Þau em út af fyrir sig ekki kjami málsins, heldur hitt, að voldugustu stjómmálaöfl landsins taka jafnan hagsmuni fáokunarfyrirtækja fram yfir hagsmuni almennings. Meðan kjósendur sætta sig við, að Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn séu pólitískir armar fáok- unarfyrirtækja, verður ástandið áfram eins og það er. Jónas Kristjánsson „Sprautufíklar eru i mikilli hættu að fá ýmsa alvarlega sjúkdóma, þar á meðal veirusýkingar í lifur,“ segir m.a. í grein Þórarins. Vísasti sparnaðurinn Varnir gegn áfengis- og vímu- efnaneyslu verða sífellt mikilvæg- ari. Þetta verður öllum ljóst ef þeir gefa sér tíma til að hugsa málið stutta stund. Unglingadrykkja er hættulegri nú en fyrir nokkrum árum og kostnaðarsamari fyrir þjóðfélagið. Aðalhættan er ekki sú að unglingamir sýkist af áfengis- sýki eða annarri vímuefnafikn. Sú hætta er þó verulegþví 1% stúlkna og rúmlega 2% pilta fædd 1971 til 1975 komu til meðferðar á sjúkra- húsið Vog áður en þau urðu 20 ára vegna þessara sjúkdóma. Eina fullgilda ástæðan Hitt er verra að í nýjum og harð- ari heimi búa drukknir unglingar við mikla hættu á að verða fyrir varanlegu heilsutjóni, líkamlegu eða andlegu. Þeir þurfa ekki að vera áfengissjúkir til þess. Ungl- ingadrykkjan hefur í för með sér alvarleg slys, afbrot og sjálfsvíg. Undir áhrifum áfengis verða ungl- ingamir miklu oftar en við ætlum fórnarlömb ofbeldis sem markar líf þeirra varanlega. Vitað er að því fyrr sem unglingamir byrja að nota áfengi eða vímuefni því meiri hætta er þeim búin. Allir í þjóðfélaginu em sammála um að grunnskólinn skuli vímu- efnalaus. Þar eru vímuefnin samt. Þaö er einnig óþolandi að við skul- um búa ungmennum okkar þjóöfé- lag sem nánast krefst þess að 18 ára unglingar drekki. Að piltar og stúlkur á þeim aldri, sem nota ekki vímuefni, eigi á hættu að vera talin félagsleg viðundur. Að alkóhólismi skuli vera eina fullgilda ástæöan í íslensku þjóðfélagi til bindindis. Hratt vaxandi vandi Á síðasta áratug hefur tvennt komiö til sögunnar sem gerir vímu- efnaheiminn varasamari en nokkru sinni fyrr. Hið fyrra er al- KjaUaiinn Þórarinn Tyrfingsson formaður SÁÁ næmi, sem á Vesturlöndum herjar mest á vímuefnasjúkt fólk. Hitt er sú árátta að sprauta vímuefnum í æð. Fyrir 1983 sáu íslendingar sprautufíkla aðeins í útlöndum. Nú er öldin önnur. Á síðustu fjór- um árum hafa rúmlega fjögur hundruð einstaklingar, sem höfðu sprautað sig í æð, leitað sér með- ferðar hjá SÁÁ. Þessi vandi fer hratt vaxandi. Sprautufíklar eru í mikilh hættu að fá ýmsa alvarlega sjúkdóma, þar á meðal veirusýk- ingar í lifur. Á annað hundrað slík tilfelh hafa fundist á Vogi síðasthð- in 3 ár. Vörn er sparnaðar Kostnaðarsamastir þjóðfélaginu eru þó þeir sem komnir eru yfir fertugt og drekka áfengi óhóflega. Margir þeirra eru með langvinna sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, háan blóðþrýsting, lungnasjúk- dóma, geðsjúkdóma, gigtarsjúk- dóma, sykursýki o.fl. þessa sjúk- dóma gera þeir verri með áfengis- drykkjunni og lækningu sjúk- dómanna erfiðari og kostnaðar- samari. Af framansögðu má ljóst vera að varnir gegn áfengis- og vímuefna- neyslu eru vísasta leiðin th að spara útgjöld þjóðfélagsins, eink- um á sviði heilbrigðismála. Hér þarf ekki að vinna stóra sigra til að þaö skili umtalsverðum ávinn- ingi. Einkum á þetta við ef sigrar vinnast meðal hinna ungu því þar veröur ávinningurinn mestur. Það er því eðhlegt að SÁÁ (Sam- tök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann) leggi vaxandi áherslu á forvamastarf. Um þessa helgi verður fjáröflun samtakanna, Álfasalan. Ahur ágóði af hagnaðin- um rennur til fomvarnastarfs sem beinist að unglingum. Kaupum því öll ólfinn fyrir unga fólkið! Þórarinn Tyrfingsson „Allir í þjóðfélaginu eru sammála um að grunnskólinn skuli vímuefnalaus. Þar eru vímuefnin samt. Það er einnig óþolandi að við skulum búa ungmenn- um okkar þjóðfélag sem nánast krefst þess að 18 ára unglingar drekki.“ Skodanir armarra Fljótandi þjóðmálaumræða „Þessi ríkisstjóm á að sönnu sína hveitibrauðsdaga eins og aðrar undanfarandi. Nýir foringjar eiga auð- vitað rétt á umþóttunartíma. En undarlegt samt hvemig áður einfaldir hlutir veröa flóknir og ihvið- ráðanlegir við það eitt að fá völdin í hendur... En við jafnaðarmenn í Alþýðuflokknum munum halda þeim við efnið. Það er að minnsta kosti alveg borð- leggjandi, þótt annað kunni að vera fljótandi í þjóð- málaumræðunni þessa dagana.“ Guðmundur Árni Stefánsson í Alþbl. 17. maí. Niðurstaða vekur spurningar „Niðurstaðan í kærumáh oddvita núverandi meiri- hluta bæjarstjómar í Hafnarfirði á hendur fyrrver- andi meirihluta vekur upp ýmsar spurningar... Málalokin virðast þýða það að almennir skattgreið- endur, sem telja að ekki hafi verið farið með fé þeirra lögum samkvæmt, em í vonlausri stöðu. Þeim er ekki fært að fá fram efnislegan úrskurð um lög- mæti stjórnarhátta sveitarstjómarmanna, þrátt fyrir lagaákvæði um að félagsmálaráðuneytinu beri að hafa eftirlit með shku.“ Úr forystugrein Mbl. 16. maí. Sauðfjárræktin „Það er bjartsýni að gera því skóna að sókn á inn- anlandsmarkaði muni rífa sauðfjárbúskapinn upp ein saman. Neyslubreytingar innanlands eru einfald- lega of miklar til þess, þótt vissulega sé átaks þörf í því að nýta innanlandsmarkaðinn sem best... Bændur hafa sjálfir verið aö breyta th og einfalda stjórnkerfi sitt í kjölfar þeirra breytinga sem hafa orðið í atvinnugreininni... Sá flati niðurskurður, sem er á alla sauðfjárbændur í landinu, gengur ein- faldlega ekki upp og ahir sem vilja íslenskum land- búnaði vel ættu að viðurkenna það.“ Úr forystugrein Tímans 17. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.