Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 20
40 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 Smáauglýsingar Kerrur Kerruöxlar á mjög hagstaeöu veröi, með eða án rafhemla, í miklu úrvali, fyrir flestar gerðir af kerrum. Fjallabílar/Stál og stansar hf., Vagnhöfða 7, Rvík, sími 567 1412. Bátar Þessi bátur er til sölu. Gáski 850, árg. ‘89, Ford vél, 250 hö., árg. ‘89, beindrif, keyrð 3000 tíma, góð- Ui' og vel útbúinn bátur. Skipasalan Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, s. 562 2554, fax 552 6726.___ § Hjólbarðar JEPPADEKK 235-75 R15, kr. 8.450 stgr. 30- 9,5 R15, kr. 10.650 stgr. 31- 10,5 R15, kr. 12.690 stgr. 33-12,5 R15, kr. 14.175 stgr. Eigum til flestar gerðir og stæröir jeppadekkja á góðu verði. VDO, Suður- landsbraut 16, sími 91-889747. Pallbílar PALLHÚS SF Erum aö fá nýja sendingu at Shadow Cruiser pallhúsum. Pallhús sf., Ármúla 34, sími 553 7730 og Borgartúni 22, sími 561 0450. l4r Ýmislegt Greifatorfæran. íslandsmeistaramót í torfæru verður haldið á Akureyri 27.5. ‘95 kl. 13. Skráning í síma 96-24007 á daginn og 96-12599 á kvöldin, fax 96- 26989. Skráningu lýkur 21.5. kl. 22. Bílaklúbbur Akureyrar. Sviðsljós Það er eins gott aö ökumaður þessa vörubíls sé með hámarksöxulþunga á veginum á hreinu enda farmurinn ekki af léttara taginu. Fflarnir voru á leið til skemmtigarðs i norðausturhluta Taílands þegar myndin var tekin. Ráðleg- ast þótti að láta vanan mann sitja á einum þeirra, filamömmu, ef eitthvað færi úrskeiöis á leiðinni. Æ færri filar eru nú notaðir við timburvinnslu í skógum Taílands og þvi verður hlutskipti margra þeirra að skemmta fólki f sirkus- tjöldum vfðs vegar um landið. Vandséð er hvað þeim litla kann að finnast um það hlutskipti. Simamynd Reuter „Dorien" enn karlasjúk Dorien er eftirlætíspersóna margra sem fylgjast með þáttunum Sækjast sér um líkir sem sýndir eru í Sjónvarpinu. Nú hefur leikkonan á bak við þessa snobbuðu og vergjörnu konu, Lesley Joseph, byrjað að leika í nýrri þáttaröð sem spáð er veruleg- um vinsældum í Bretlandi. Nýja þáttaröðin nefnist Rumble eða Drun- ur og fjallar um Ma Pecs, sem Joseph leikur, og félaga hennar sem koma Qölbragðaglímuflokki á laggimar. Markmiðiö er að ná sér niðri á hinum glímuflokki bæjarins og gengur ýmislegt á. Persónan Ma Pecs er hálfítölsk og mjög lík Dorien að einu leytí; þær eru báðar með karlmenn á heilanum. En þegar karlmönnunum sleppir eiga þær fátt sameiginlegt. Dorien er vel til höíð, snobbuð og klæðist dýr- um fótum sem undirstrika eiga kyn- þokkann en Ma Pecs klæðist mini- pilsum og flegnum bolum, hefur húðflúr á vinstra brjóstinu og rífur stólpakjaft. Lesley Joseph, sem er 45 ára, hefur þegar ákveðið að leika í 13 þáttum í hinni nýju þáttaröð. Þeir sem séð hafa til hennar í hinu nýja hlutverki segja að hvað áhuga Doriens og Ma Pecs á karlmönnum varðar sé orða- tiltækið sækjast sér um likir enn í fullu gildi. Poppsöngkonan og leikkonan Madonna hefur ákveðið að selja Mercedes Benz-inn sinn og verð- ur hann boðinn upp þann 10. júní í New York. Um er að ræða blæju- bíl af gerðinni 280 SE, árgerð 1969. Og að sjálfsögðu hefur Madonna „gert allt" í bfl þessum, að því er Drakúla hans Brooks til sölu Franska kvikmyndafyrirtækið Gaumont hefur tekið að sér að selja Drakúla-raynd háðfuglsins Mels Brooks og verður byijað að kynna áhugasömum gripinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hófst í gær. Tökur hófust i siðustu viku og er búist við að myndin verði frumsýnd í lok árs- ins. Aðalhlutverkin eru í höndutn Mels sjálfs og Leslies Nielsens. Sharon Stone Kynþokkadísin Sharon Stone og kynþokkasveinninn Hugh Grant eru meðal þeirri eldheitu Holiywoodleikara sem fara fyrir amerísku bíómyndainnrásinni á hina virtu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Sharon kemur fram í kúrekamyndinni The Quick and the Dead en Grant er í tveimur myndum, annarri amerískri og hinni breskri. ÆTLI EG GETI FENGIÐ VIKINGASKIP í GEGNUM Opið: Virka daga kl. 9 - 22, laugardaga kl. 9 -14, sunnudaga kl. 16 - 22. Athugið! Smáauglýsingar í helgar- blað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum Síminn er 563-2700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.