Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 22
42 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 Afrnæli Regína Stefnisdóttir Regína Stefnisdóttir, framhalds- skólakennari og hjúkrunarfræðing- ur, Sogavegi 134, Reykjavík, er sex- tugídag. Starfsferill Regína fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp að stórum hluta hjá Sigurði Sigfússyni landpósti og hans fjölskyldu. Hún lauk gagnfræða- prófl frá Eiðaskóla 1950, hjúkrunar- prófi frá Hjúkrunarkvennaskóla ís- lands 1959, ríkisskráningarprófi í Perth í Ástraliu 1969, ríkisskráning- arprófi í Austin í Texas í Bandaríkj- unum 1972, stundaði nám við MH til 1974, laukhjúkrunarkennara- prófi frá KHÍ1980, stundaði nám- skeið í hjúkrun við University of Rhode Island í Bandaríkjunum 1985, námskeið í tölvunotkun áverksviði hjúkrunarfræðinga við HÍ1985 og lauk prófi í hj úkrunarfræði BS við HÍ1987. Regína var yfirhjúkrunarkona við Sjúkrahús Seyðisfjarðar 1959-61, stundaði barnahjúkrun við Care- Medico hjálparstofnun, Hospital d’Beni Messous, Cheragas í Alsír 1962-63, var hjúkrunarkona við Landspítalann 1963-64, yfirhjúkr- unarkona við Sjúkrahús Seyðis- fjarðar 1964, hjúkrunarkona við slysadeild Borgarspítalans 1965-66, við Landakotsspitaía 1967, við Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur 1966-69, við Royal Perth Rehabiht- ation Hospital Shenton Park í Perth í Ástralíu 1969-71, við Cromane Perth 1971, við Lady Davidson Reha- bihtration Hospital 1972, Scott and White Memorial Hospital and Clinic Temple í Texas í Bandaríkjunum 1972-73, við Blóðbankann í Reykja- vík 1973,1974-76 Og 1978-79, Klepps- spítalann 1974, Heilsugæslustöð Kópaskers 1976-78, var sviðsstjóri heilbrigðissvið viö FB1991-92 og Til hamingju með afmælið 18. maí 85 ára GuðfinnaK, Guðmundsdóttir, Hófgerði 2, Kópavogi. 75 ára Friðrik Jónsson, Sólvangsvegi 1, Hafnarfiröi. Kristín Ingvarsdóttir, Jöldugróf 20, Reykjavik. Þuriður Sigurmundsdóttir, Brekkustig 1, Vesturbyggð. Ámý Ingibj örg Filippusdóttir, Heiðmörk 51, Hveragerði. Þorgrímur Októsson, Bjargartanga 7, Mosfellsbæ. Leifur Dungai, Rauðagerðí 47, Reykjavík. Ægir Frímann Eiríksson, Steinagerði 7, Húsavík. GuðrúnJóhannsdóttir, Langholti 26, Akureyri. 70ára 40 ára Jón Eyjólfur Jónsson, Rauðagerði 22, Reykjavík. 60 ára Nína Ema Eiriksdóttir, Vitastíg 18, Reykjavík. Guðbjörg Benjam ínsdóttir, Bláhömrum 4, Reykjavík. Gunnar Gunnarsson, Klifagötu 14, Öxarfjaröarhreppi. Sigurást Klara Andrésdóttir, Bólstað, Ásahreppi. 50 ára WHliaro R. Amfinnsson, Skólastíg 14 A, Stykkishólrasbæ. Kristín Friðriksdóttir, Garðaholti 3 C, Fáskrúðsfirði. Þórey Valdimarsdóttir, Lindarbyggð 16, MosfeUsbæ. Ingibjörg Einarsdóttir, Langsstöðum, Hraungerðishreppi. Erla Sóiveig Einarsdóttir, Klyfjaseli 23, Reykjavík. Sigurlina Sigurbjörnsdóttir, Ægisgötu 13, Stykkishólmsbæ. Jórunn Anna Guðjónsdóttir, Ásenda 19, Reykjavík. Guðrún Hrefna Reynisdóttir, Álagranda 12, Reykjavík. Margrét Eyrún Reynisdóttir, Þingási 28, Reykjavík. Ágústína I. Guðmundsdóttir, Austurgötu 9, Stykkishólmsbæ. Oddný Guðbjörg Leif^dóttir, Tjarnargötu 28, Keflavík. Baidvin Páli Óskarsson, Gnoðarvogi 34, Reykjavík. Yngvi Þorsteinsson Yngvi Þorsteinsson, húsvörður við Dvalarheimilið Lund á Hellu, til heimilis að Dynskálum 1, Hellu, er sextugurídag. Starfsferill Yngvi fæddist í Drangshlíðardal undir Austur-Eyjafiöllum. Hann lauk námi í húsasmíði, er húsa- smíðameistari og hefur auk þess verið vinnuvélstjóri. Fjölskylda Yngvi kvæntist 23.12.1960 Guð- laugu Sæmundsdóttur, f. 24.10.1939, starfsmanni við leikskóla. Hún er dóttir Sæmundar Úlfarssonar og Guðlaugar Einarsdóttur. Dætur Yngva og Guðlaugar eru Guðlaug Yngvadóttir, f. 31.10.1967, starfsmaður við leikskóla en maður hennar er Einar I. Magnússon, um- boðsmaður Olís á Hellu, og er sonur þeirra Magnús Yngvi Einarsson, f. 1.7.1992; Þorbjörg Yngvadóttir, f. 22.2.1973, nemi; Elín Yngvadóttir, f. 3.1.1975, nemi. Yngvi Þorsteinsson. Systkini Yngva eru Jón D. Þor- steinsson verkfræðingur og Erla Þorsteinsdóttir húsmóðir. Foreldrar Yngva: Þorsteinn Jóns- son, f. 13.1.1912, húsasmiður og bóndi í Drangshlíðardal, og Þor- björg Guðjónsdóttir, f. 8.10.1905, d. 1970, húsfreyja. Yngvi er aö heiman á afmælisdag- inn. kennir þar enn, lektor við Háskól- ann á Ákureyri 1990-91, var hjúkr- unarstjóri Geðdeildar Landsspítal- ans á Kleppi 1993-94 og sinnir því starfi nú af og til á næturvöktum. Regína annaöist stundakennslu við Nýja hjúkrunarskólann 1974, við Hj úkrunarskóla íslands 1979, ann- aðist námskrárgerð fyrir Land- læknisembættið vegna námsbraut- ar á framhaldsskólastigi fyrir sjúkraflutningamenn og öryggis- verði 1988 og stundakennslu við Nýja hjúkrunarskólann 1988 og 1989. Regina sat í skólastjórn FB í tvö ár, sat í skólaráði FB í tvö ár, í Tryggingaráði í eitt ár og í stjóm Náttúrulækningafélags íslands og Heilsustofnunar NLFI1988-93. Fjölskylda Regína giftist 3.7.1957 Elíasi Valdi- mar Ágústssyni, f. 17.11.1932, starfs- manni Skeljungs hf. Hann er sonur Ágústs Elíassonar frá Æðey og Val- gerðar Kristjánsdóttur frá Súðavík. Systkini Regínu eru Þóra S. Rhoa- des GiU, f. 16.10.1937, tannsmiður í Michigan í Bandaríkjunum; Hrönn Thomton, f. 28.12.1938, meinatækn- ir í Chicago í Bandaríkjunum; Anna Nína, f. 27.10.1946, starfsmaður hjá Skeljungi hf. í Reykjavík; Sigfríður Fanný, f. 27.3.1948, bankafulltrúi við Landsbankann í Reykjavík; Hug- rún, f. 26.7.1952, bankafulltrúi hjá SPRON í Reykjavík; Auður Berg- lind, f. 18.6.1954, skrifstofumaður í Reykjavík; Runólfur Stefnir, f. 23.5. 1956, d. í júní 1993, iðnhönnuður BFA; Valur Jóhann, f. 27.1.1959, sölumaður hjá A. Karlsson í Reykja- vík. Foreldrar Regínu voru Stefnir Runólfsson, f. 27.5.1913, d. 4.3.1987, múrarameistari á Seyðisfirði, í Kópavogi og í Ólafsvík, og Jóhanna Regína Stefnisdóttir. Methúsalemsdóttir, f. 20.11.1917, d. 8.10.1986, húsmóðir og síðar hótel- haldari. Regína verður að heiman á afmæl- isdaginn. Andlát Jóhanna Sveinsdóttir Jóhanna Sveinsdóttir, bókmennta- fræðingur og rithöfundur, sem bú- sett var í París, lést af slysförum í Frakklandi þann 8.5. sl. Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag kl. 15.00. Jarðsett verður í Foss- vogskirkjugarði. Starfsferill Jóhanna fæddist í Reykjavík 25.6. 1951. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1971, prófi í ensku og latínu við HÍ 1972,2. stigi í frönsku fyrir útlend- inga við Diplome d’études francai- ses í Montpellier 1973, BA prófi í íslensku með latínu og ensku sem aukagreinar við HÍ1979, fyrri hluta doktorsprófs í bókmenntafræði við Universite de Provence 1980 og var að ljúka magistersritgerð í ísiensk- um og frönskum bókmenntum er húnlést. Jóhanna stundaði íslensku- kennslu við MT, MÍ og MH með hlé- um árin 1972-91, var blaðamaður um árabil og annaðist prófarkalest- ur fyrir ýmsa aðila um langt skeið. Eftir Jóhönnu voru gefnar út við- talsbækur og matreiðslubækur, bók um breytingaskeið kvenna og ljóðabækur auk þess sem hún þýddi fjölda skáldsagna, ljóða, bamabóka og unghngabóka úr frönsku og ensku. Hún bjó til útgáfuýmis bók- menntaverk, gömul og ný, sem ætl- uð eru til kennslu í íslensku í gmnn- og framhaldsskólum. Um skeið sá hún um bókmenntagagnrýni fyrir Ríkisútvarpið og DV, Tímarit Máls og menningar, Helgarpóstinn og fleiri. Jóhanna skrifaði einnig fiölda greina fyrir blöð og tímarit og ann- aðist þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið. Eftirlætisviðfangsefni Jóhönnu í fiölmiðlum var jafnan matargerð. Síðustu misserin sökkti hún sér æ meir í heimspeki og leyndardóma þeirrar Ustar. Jóhanna bjó lengst af í Reykjavík. Um skeið dvaldi hún á Ítalíu og nokkra vetur í Frakklandi á náms- árum sínum. Frá því í byrjun árs 1993 var hún búsett í París. Fjölskylda Dóttir Jóhönnu er Álfheiður Hanna Friðriksdóttir, f. 16.4.1970, Jóhanna Sveinsdóttir. nemi í píanókennaradeild og söng við Tónlistarskóla Reykjavíkur. Bræður Jóhönnu era Hjalti Jón Sveinsson, f. 5.3.1953, skólameistari að Laugum í Suður-Þingeyjasýslu og Óttar Sveinsson, f. 14.10.1958, blaðamaður DV og rithöfundur. Foreldrar Jóhönnu era Sveinn B. Hálfdanarson, f. 28.8.1927, vélstjóri, búsettur í Reykjavik, og k.h., Gerða R. Jónsdóttir, f. 9.2.1930, húsmóðir. Tage Ammendrup Tage Ammendrup dagskrárgerðar- maður, Háaleitisbraut 87, Reykja- vík, lést á Borgarspítalanum aðfar- amótt 9.5. sl. Hann verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju í dag kl. 13.30. Starfsferill Tage fæddist í Reykjavík 1.2.1927 og ólst þar upp. Hann stundaði tón- hstarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1945-50, fiðlunám hjá Birni Ólafssyni og fleiram, tón- fræðinám hjá dr. Victori Urbancic ogKarli O. Runólfssyni, stundaði námskeið vegna starfa við ríkissjón- varpið hjá danska sjónvarpinu 1965-66, BBC1958 og 1966 og dvaldi um skemmri tíma við hhðstætt nám í New York og Svíþjóð. Tage var kaupmaður á áranum 1943-64, starfrækti jafnframt ís- lenska tóna sem gáfu út íslenskar hljómplötur 1948-64 og gafútís- lenskar nótur 1945-60. Hann var þáttagerðarmaður við ríkisútvarpið 1945-46 og 1962-64 og var dagskrár- gerðarmaður við ríkissjónvarpið frá 1965 og fuhtrúi dagskrárstjóra 1970-86. Tage var ritstjóri og útgefandi tímaritanna Jazz 1947-48 og Musica 1948-50, samdi fiölda leikþátta og skrifaði greinar í blöð og tímarit. Hann var stofnandi Jazzklúbbsins 1947, sá um tónleikahald erlendra hstamanna 1950-55, stjómaði kaba- rettum íslenskra tóna 1950-59, sat í leiklistarráði um árabil og ýmsum nefndum. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Tage er María Magnúsdóttir Ammendrap, f. 14.6.1927, kaupmaður. Hún er dóttir Magnúsar Helgasonar skrif- stofustjóra og Magnínu J. Sveins- dótturhúsmóður. Börn Tage og Maríu era Páll Jörg- en, f. 30.9.1947, svæfingalæknir við Borgarspítalann, kvæntur Guðrúnu Ammendrap hjúkranarfræðingi og eiga þau saman eina dóttur auk þess sem Páll á þij ú böm með fyrri konu sinni, Þórdísi Hallgrímsdóttur hjúkranarfræðingi sem er látin; Áxel Tage, f. 1.10.1952, blaðamaður og fiölmiðlafræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðbjörgu Benediktsdóttur húsmóður; María Tage Ammendrup. Jane, f. 13.12.1962, sálfræðingur í Reykjavík, gift Ólafi Hermannssyni tæknifræðingi og eiga þau einn son. Systir Tage var Jane Ammendrap, f. 14.1.1934, d. 14.6.1935. Foreldrar Tage vora Povl Chr. Ammendrap, f. 7.2.1896, d. 12.11. 1978, klæð- og feldskeri og kaupmað- ur í Reykjavík, og María S. Amm- endrup, f. 14.9.1903, d. 30.6.1975, kaupmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.