Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJ0RN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-8 lauoardabs-og manudagsmorgna FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995. Þingnefndir: Tekist á um formennsku í gær var kosið í fastanefndir Al- þingis. Átök urðu um formennsku í nokkrum nefndum. Sérstaklega var tekist á um formennskuna í utanrík- ismálanefnd. Lára Margrét Ragnars- dóttir og Sólveig Pétursdóttir sóttust eftir henni og úr varð að Geir H. Haarde var kjörinn formaður til að ná sátt í málinu innan Sjálfstæöis- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn gaf eftir for- mennsku í sjávarútvegsnefnd til stjómarandstöðunnar, sem fær for- mennsku í þremur nefndum. Stein- grímur J. Sigfússon verður formaður sjávarútvegsnefndar og er Einar Oddur Kristjánsson allt annað en ánægður með að fá ekki þessa stöðu. Formenn annarra nefnda eru Sól- veig Pétursdóttir í allsherjamefnd, Vilhjálmur Egilsson í efnahags- og viðskiptanefnd, Jón Kristjánsson í fjárlaganefnd, Kristín Ástgeirsdóttír í félagsmálanefnd, Össur Skarphéö- insson í heilbrigðis- og trygginga- nefnd, Stefán Guðmundsson í iðnað- arnefnd, Guðni Ágústsson í landbún- aðarnefnd, Sigríður A. Þórðardóttir í menntamálanefnd, Einar K. Guð- finnsson í samgöngunefnd og Ólafur Örn Haraldsson í umhverfisnefnd. „Mér þóttí þetta góð ræða og tek undir flest það sem Olafur G. Einars- son sagði í ræðu sinni í gær,“ sagði Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ólafur G. Einarsson kom víða við í ræðu sinni. Hann sagði meðal ann- ars að æskilegt væri að þingmaður sem verður ráðherra geti vikið sem þingmaður á meðan. Hann sagöi þingmenn verða að haga sér þannig að þeir skaði ekki virðingu Alþingis og hann sagði óhjákvæmilegt að taka launamál þingmanna til endurskoð- unar. Rannveig Guömundsdóttir, formað- ur þingflokks Aiþýðuflokksins, tók einnig undir með Ólafi G. Hún sagð- ist hlynnt því að ráðherra getí vikið sem þingmaður og kallað inn vara- mann. Hún tók einnig undir það að launamál þingmanna verði tekin til skoðunar og þann sjálfsagða hluta að þingmenn gætí virðingar Alþingis. Eldhúsdagur í kvöld verða eldhúsdagsumræður á alþingi og þar mun Davíð Oddsson forsætisráðherra flytja stefnuræðu sína. Umræðunum verður bæði út- varpað og sjónvarpað að vanda. Tugur starfsmanna 1X1,1, CA iMilliÁMiia föKK oo mmjonir - dæmi um að hjúkrunarfræðingur hafi fengið á þrettándu milljón króna „Þetta fór sína venjulegu leið fyr- í síðustu viku var lokið við að að þjúkrunarfræðingar hafi fengið ustu viku af tæplega 40 miiljóna ir dómstólum. Það er búið að gera gera upp 60 milljóna króna uppgjör greiddar upp samtals 12-14 milljón- króna upphæð, samkvæmt Frétt- upp - því lauk í síðustu víku. Hins við hjúkrunarfræðinga, röntgen- ir króna vegna þessa máls - það um í dag. Höfuðstóll þeirrar upp- vegar var þetta löngu orðið mál tækna og meinatækna vegna dóms er starfsfólk sem vann samkvæmt hæöar er 11,7 milljónir en dráttar- starfsfólksins og íjármálaráðu- sem Hæstiréttur kvaö upp árið framangreindu bakvaktafyrir- vextir 23,2 milljónir - óskattskyld- neytisins. Eg hef ekki rætt þetta 1993. Hér var um að ræða vangold- komulagi og hafði lengstan starfs- ur stofn. Heimildir blaðsins herma viö fólkið en er mjög fegin að þetta in laun fyrir bakvaktír sem starfs- aldur að baki á þessu tímabili. að tveir hjúkrunarfræðingar hafi mál er fariö frá sjúkrahúsinu en fólkiö taldi sig eiga rétt á frá árinu Fréttír segja að um sé að ræða fengið 12-13 milljónir króna af uppgjörið er fyrir árin 1986-1993,“ 1986. Þar sem um er að ræða nær sjö stöðugildi hjúkrunarfræðinga, þeirri upphæð. 20 miUjónir króna sagði Sólveig Adolfsdóttir, formað- heilan áratug eru dráttarvextírnir 1,6 stöðugildi meinatækna og eina höfðu þegar verið gerðar upp áður ur stjóniar Sjúkrahúss Vest- stærri hluti þessarar upphæðar. stöðu röntgentæknis. Átta hjúkr- samkvæmt heimild í fjáraukalög- mannaeyja, í samtali við DV í Samkvæmt frétt Frétta í Vest- unarfræðingar fengu samtals 35,7 um á síðasta ári. morgun. » raannaeyjum í dag eru dæmi um milljónir króna greiddar út í síð- -Ótt Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá fíkniefnadeiid, stendur hér við stæðu af landa sem lagt var hald á í íbúð i Breiðholti. DV-mynd ÞÖK Áform um álver á Keilisnesi: Enn þá í frysti- kistunni okkar - segir upplýsingafulltrúi Hoogovens „Það er engin vinna í gangi af okk- ar hálfu. Frá því ákveðið var að fresta framkvæmdum hafa aðstæður á heimsmarkaði lítíð breyst að okkar matí. Þrátt fyrir hærra verð er fram- leiðslan enn þá of mikil og framboðið eftir því. Því má segja að áform um álver á Keilisnesi séu ennþá í frystí- kistunni hjá okkur,“ sagði Hans Slengenberg, upplýsingafulltrúi Ho- ogovens í Hollandi, í samtali við DV en fyrirtækið hefur ásamt Alumax í Bandaríkjunum og Gránges í Svíþjóð verið í svokölluðum Atlantal-hópi vegna áforma um byggingu álvers á Keilisnesi. Slengenberg staðfestí hins vegar að um langan tíma hefði staðið til að Atlantal-hópurinn kæmi saman tíl fundar í haust tíl að fara yfir stöð- una. Hann sagði að Hoogovens hefði ekki verið tílkynnt annað en að sá fundur stæði. Ekki náðist í forráðamenn Alumax eða Gránges í gær en einn af fram- kvæmdastjórum Alumax sagöi í viö- tali við DV í febrúar sl. að hann vildi sjá meiri stöðugleika á álmarkaðn- um áður en ákvarðanir um nýtt ál- ver á Keilisnesi yrðu teknar. Hald lagt á 200 IHra af landa Fíkniefnadeild lögreglunnar lagði hald á mikið magn af landa, 200 lítra, og 300 lítra af gambra í heimahúsi í Breiðholti síðastliöinn föstudag. Einnig var hald lagt á bruggtæki en landinn var í tveggja lítra söluum- búðum. Einn maöur var handtekinn og viöurkenndi hann aö hafa staðiö að framleiðslu landans. Honum var sleppt eftir yfirheyrslur. Umrætt mál er í stærra lagi en undanfarinn mánuð hefur ávana- og fikniefnadeild lögreglunnar lokaö fjórum bruggverksmiðjum á höfuð- borgarsvæðinu. -PP LOKI Það er líklega í lagi að taka eina og eina bakvakt! Veðrið á morgun: Gola eða kaldi Á morgun verður suðaustanátt vestanlands, gola eða kaldi, en um landið austanvert verður norðvestangola eða kaldi. Smá- skúrir suðvestanlands og enn þá él á annesjum noröaustanlands en þurrt og víða nokkuð bjart veður í öörum landshlutum. Hiti 1-5 stig á norðausturhominu en víðast 5-10 stig annars staðar. Veðrið í dag er á bls. 44 RAFMÓTORAR MþiþuIsvh SuAuffandsbraut 10. 8. 680489.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.