Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. MAl 1995 Fréttir Harðar deilur um hundahald íbúa 1 fjölbýlishúsi við Álakvísl: Pólitískar ofsóknir - segir hundaeigandinn, Runólfur Oddsson, sem hefur misst leyfi til hundahaldsins „Þetta eru í mínum huga ekkert annað en hreinar og klárar póhtískar ofsóknir. MáUð snýst ekkert um hundinn heldur einfaldlega það að koma mér út úr húsinu," segir Run- ólfur Oddsson sem átt hefur í lang- varandi deilum við nágranna sína þar sem hann býr í fjölbýUshúsi við Álakvísl. DeUan snerist í upphafi um scháf- fer-tík Runólfs. Runólfur býr í 7 íbúða húsi við Álakvísl og kröfðust íbúar fjögurra íbúða þess að hann yrði sviptur leyfi til að halda hund. íbúamir kærðu tíl Heilbrigðigðiseft- irUts Reykjavíkur á þeim grundveUi að mikiU óþrifnaður hefði fylgt hundahaldi Runólfs. Kæra íbúanna er dagsett 31. ágúst 1994 og þar segir m.a. að kærán sé tU komin vegna þess að þrátt fyrir ítrekaðar óskir hafi Runólfur neitað aö hafa hundinn bundinn og svo sé komið að böm og aðrir íbúar forðist að nota sameign- ina vegna hundaskíts og ónota frá viðkomandi íbúa. Leyfi afturkallaö Þann 14. október 1994 samþykkti HeUbrigðiseftirUtið að afturkaUa leyfi Runólfs til að halda hundinn. I bréfi til borgarráðs segir að HeU- brigðiseftirUtinu hafi nokkmm sinn- um borist kvartanir vegna hunda- haldsins og hafi þær átt við rök að styðjast. Þá segir í bréfinu að áður hafi íbúamir samþykkt vem hunds- ins í húsinu. Borgarráð staðfesti úrskurðinn þann 27. október. Runólfi var gefinn frestur tíl 14. nóvember tU að losa sig við hundinn sem yrði aö öðrum kosti tekinn án frekari viðvömnar. Borg- arráð ákvað síðar að ráði borgarlög- manns að fresta afturköUun leyfisins og gefa Runólfi kost á að bera fram vamir í máhnu. Þann 12. apríl sl. ritaði síðan Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarsfjóri Runólfi bréf þar sem hún tUkynnti honum að sam- kvæmt ákvörðun borgarráðs yrði hann sviptur leyfi tíl að halda hund frá og með 1. júní nk. Hann svaraði þessu erindi nieð sfjómsýslukæm þar sem hann kærði afgreiðslu borgarráðs tU fé- lagsmálaráðuneytisins á þeirri for- sendu að efnislegar forsendur og lög- mæt sjónarmið hefðu ekki legið að baki kærunni. Jafnframt krafðist Runólfur þess að PáU Pétursson fé- lagsmálaráðherra viki sæti vegna þess að eiginkona hans, Sigrún Magnúsdóttir, ætti sæti í borgarráði. Til umhverfisráðuneytisins Félagsmálaráðherra vísaði málinu frá og yfir til umhverfisráðuneytis- ins en vék ekki sæti. Nú hyggst Run- ólfur kæra þá ákvörðun hans. „Ég hef orðið að gjalda þess í sam- skiptum við R-Ustann að vera bróðir forsætisráðherra. Ég hef heimUdir fyrir því innan úr borgarstjóm að R-Ustinn hafi ákveðið ætlað að svipta mig leyfinu. Hann hefur nú stigið þetta skref og svipt mig alfarið leyfi tU hundahalds í Reykjavík. Ég mun beijast með öUum ráðum gegn þess- um yfirgangi," segir Runólfur. -rt - . r ; /iptur feyi til tiuncialialcis 31. ágúst 1994: ' íbúar í fjölbvlishúsinu 124 til 136 við Alakvísl krefjast þess að Runólfur Oadsson verði sviptur leyfi til að halda hund. 14. ágúst 1994: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur leggur til að Runólfur verði sviptur leyfí til hundahalds. 18. október 1994: Borgarráð samþykkir að svipta Runólf leyfí til að halda hund. 28 nóvember: Borgariögmaður lýsir því áliti að aðilar máls eigi að fá að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun. 1 desember 1994: Bofgarstjóri tilkynnir Runólfi að borgarráð hafi frestað framkvæmd um afturköllun leyfis. 12 apríl 1995: Borgarstjóri tilkynnir að Runólfur sé sviptur leyfi til hundahalds frá og með 1. júní 1995. 25. apríl 1995: Runólfur Oddsson kærir ákvörðun borgarráðs til félagsmálaráðherra og krefst þess að ráðherra víki sæti. 28. apríl 1995: Félagsmálaráðuneytið vísar málinu til umhverfisráðuneytisins. Maí 1995: ‘.'.W , Umhverfisráðuneytið vísar málinu til Hollustuverndar ríkisins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um leyfissviptinguna: Ákvörðun borgar- ráðs var einróma - k vartanir íbúanna héldu áfram Þorfínnur Ómarsson: Þettahef- urverið óþolandi ástand „Þetta hefur verið óþolandi ástand. Ég bý á hæðinni fyrir of- an og það hefur verið aUt í hunda- skít í garðinum. Hann hefur veriö meö aUt að 7 hunda þama á sama tima. Það hefur lagt pest af þessu upp á svalimar til okkar,“ segir Þorfinnur Ómarsson sjónvarps- maður sem býr á hæðinni fýrir ofan Runólf. Þorfinnur er einn þelrra sem kæröu Runólf til Heilbrigðiseftir- litsms og kröfðust þess að hann yrði sviptur leyfi til hundahalds. Hann segir málið ekki snúast um neitt annaö en hundahald Run- ólfs. „Hann er að reyna aö finna ein- hveijar aðrar ástæður en þá raunverulegu sem er óþrifnaöur hans með hundinn. Hann er bara haldinn einhvers konar ofsókn- æ’brjálæöi. Það er búiö að reyna í mörg ár aö fá hann til að bæta ráö sitt en hann ber alltaf hausn- um við steininn," segir Þorfinn- ur. -rt Grindavík: Hjólaði á rútu Ægur Máx Kiiason, DV, Suðumeejum: Tíu ára drengur fótbrotnaði iUa í Grindavik þegar hann lenti á rútu. Að sögn lögreglunnar virö- ist drengurhm hafa hjólað inn í hliöina á rútunni. Drengurinn var fluttur á Landakotsspítala þar sem í ijós kom aö hann var meö opiö beinbrot. Rútan, sem er meö þeim stærri að gerð, var fúll af ferðafólki þegar slysiö varð. „Ef hann kýs að líta á þetta sem pólitískar ofsóknir þá em þetta bæði Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðis- flokksins vegna þess að það var tekin um þetta einróma ákvörðun. Það stóðu allir borgarráðsmenn að henni,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri vegna þeirrar ákvörðunar borgarráðs að svipta Runólf Oddsson leyfi til aö halda hund. Ingibjörg segir að ástæða þess aö því var frestaö í nóvember að svipta Runólf leyfinu hafi verið sú að borg- arráð gerði mistök. „Borgarráð áttaöi sig ekki á þvi aö maðurinn átti andmælarétt. Þess vegna var því frestað svo hann kæmi sínum sjónarmiðum á framfæri sem hann og gerði. Það var hins vegar ljóst að það breytti engu og kvartan- imar frá íbúunum héldu áfram. Nið- urstaöa borgarráðs var byggð á því að það er bann við hundahaldi í borg- inni og því ber þeim sem hafa slíkt leyfi að halda hundinn með þeim hætti að þeir geti haldið frið við sína nágranna. Þessu var ekki þannig háttað á þessum staö og þvi var ekki um annað að ræða,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún segir að þarna hafi verið sóða- skapur á ferð og íbúamir hafi sannað þaö með ljósmyndum. „Það er ýmislegt sem hundum fylg- ir sem menn verða að passa upp á vilji þeir halda undanþágu til hunda- halds,“ segir Ingibjörg Sólrún. -rt Stuttar fréttir Spennahleðst uppíBláfjöHum Aukin spenna í Bláfjölium kall- ar á að jarðskjálftamælum verði komið upp á svæöinu. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur útilokar ekki stóran jarðskjálfta eöa eldsumhrot á svæðinu. Sjón- varpið greindi frá þessu. hroskaþjálfar úr SFR Þroskaþjáliar íhuga að segja sig úr Starfsmannafélagi ríkisstofn- ana vegna óánægju meö nýgerð- an kjarasamning. Formaöur SFR gagnrýnir ríkið fyrir að greiða götu smærri stétt- arfélaga viö samningaboröið í stað þess að ná heildarsamning- um við stærri félög. RÚV greindi frá þessu. Skaðaðisamstarfið Sturla Böðvarsson segir að Halldór Ásgrímsson hafi skaðaö stjómarsamstarfið með harka- legri afstöðu til þess hvor flokk- urinn fengi formann ijárlaga- nefndar. RÚV greindi frá þessu. Sóknamefnd kærð Ólafur Þórisson guðfræðingur hefúr lagt fram stjómsýslukæru á hendur sóknameíhd Seyðis- flarðar vegna málsmeðferðar þegar honum var hafnað sem umsækjanda um prestsembætti. RÚV greindi frá þessu. AiniltdVTI cinKoSvtuH Fjármálaráöherra lagði í gær fram frumvörp á Aiþingi um af- nám einkaréttar ÁTVR á inn- flutningi áfengis. íslandstystkomið ísland er styst komið af EFTA- löndunum í lögleiðingu ESB- reglna. Skv. Mbl. era 10 kærur á íslensk stjórnvöld nú til meðferð- ar hjá Eftiriitsstofnun EFTA. Kennararínám Um þtjö þúsund kennarar hafa sótt um að komast á sérstök end- urmenntunamámskeið í sumar. Skv. Mbl. hækka kennarar um launaflokk að afloknu námskeiði í sumar. Samtök Evrópusinna Samtök ungra Evrópusinna voru stofnuð í gærkvöldi. Til- gangurinn er að auka umræðu um ESB og þrýsta á ríkisstjórn- ina að sækja um aöild. Sjónvarpið greindifráþessu. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.