Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 3 Fréttir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf: Skoðum möguleikann á að leigja skipin úr landi - líka raunhæfur möguleiki að skrá skipin á Vestfjörðum „Það er rétt aö við erum að skoða þann möguleika að leigja okkar skip til Færeyja eða Grænlands ef til sjó- mannaverkfalls kemur. Maður von- ar auðvitað að samningar takist í sjó- mannadeilunni en ég er að verða svartsýnn á að samið verði áður en boðað verkfall hefst,“ sagði Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja á Akureyri hf. á Akureyri, í samtali viö DV. Hann sagði að ef af þessu yrði væri það alfarið mál áhafnanna hvort þær færu með skipinu og réðu sig hjá þeim sem tækju það á leigu eða væru í verkfalli hér heima. Hann sagist viss um að það væri ekki mikill áhugi á verkfalli hjá sjómönnum á Akur- eryi enda hefðu þeir ekki fengið mik- ið út úr síðasta verkfalli. Samherji gerir út átta togara. Þor- steinn var spurður álits á því sem margir útgerðarmenn væru að tala um, að skrá skip sín á Vestfjörðum, þar sem sjómannaverkfall hefur ekki verið boðað í háa herrans tíð, eða skrá þau undir erlendum hentifána: „Það er ljóst að Vestfirðingar hafa ekki verið að fara í verkfall á liðnum árum. Því tel ég að sú leið, að skrá skipin þar, sé raunhæfur möguieiki. Þar virðist vera meiri friður en ann- ars staðar. Alla vega hljóta menn að skoða alla möguleika í þessu sam- bandi. Fyrirtæki eins og Samheiji Stefán Guðmundsson: dró sæti númer 50 á alþingi í þriðja sinn f röð. Stefán Guðmundsson: Dró í þriðja sinn sama sætisnúmerið í upphafi nýs þings draga þing- menn um sæti í þingsalnum og ríkir alltaf dálítil spenna hjá þeim um hvaða sæti þeir fá. Stefán Guðmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra, dró sæti núm- er 50. Það væri ekki í frásögur fær- andi ef þetta væri ekki í þriðja sinn í röð sem hann dregur þetta sætis- númer á alþingi - en Stefán er nú að hefja sitt fimmta kjörtímabil. Og ekki nóg með það, heldur dró hann sama sætisnúmer tvisvar í röð fyrstu kjör- tímabil sín á alþingi. Stefán var spurður hvort 50 væri einver happatala hjá honum. „Nei, ekki svo ég viti til, en ég er bara lánsamur maður í lífinu. Þetta sæti í þingsalnum er mitt óskasæti ég kann alveg einstaklega vel við mig þama,“ sagði Stefán. lifir ekki við það að verkfall sé sett á fyrirtækið einu sinni á ári. Verði það gert, án þess að gripið verði til mótleiks, mun það eitt gerast að fyr- irtækið dregst saman. Það hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að fá á sig verkfall einu sinni á ári. Enda þótt skaðinn sé fyrst og fremst fyrir- tækjanna er alveg ljóst að sá skaði mun í framhaldinu koma niður á sjó- mönnunum sjálfum,“ ságði Þor- steinn Már Baldvinsson. C3D Dolby Pro Logic Kannast þú við það að sitja í kvikmyndahús,i [oar sem hljóðið leikur um þig og þú hefur það ó tilfinningunni að þú sért staddur inn í myndinni? Þessa tilfinningu getur þú nú fengið heim í stofu með Dolby Pro Logic útvarpsmagnaranum fró... JAPISS BRAUTARHQLTI 2 OG KRINGLUNNI SIMI 562 5200 að sjálfsögðu fylgir fjarstýring magnaranum Þeir sem kaupa Dolby Pro Logic magnara er boSið sértilboS á 70W miðjuhátalara og pari af 50W bakhátölurum á frábæru verði aðeins... SONY S T R - D 5 1 5 SONY S S - C R 1 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.