Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 9 Utlönd komasérupp þurrkunarsiöð Svo vel gekk að þurrka upp Lars Emil Jo- hansen, for- mann græn- lensku heima- stjórnarinnar, í Danmörku að ákveðiö hefhr verið að koma á fót áfengismeð- ferðarstofhun við sjúkrahúsið í Nuuk, að sögn danska blaðsins Jótlandspóstsins. Johansen var í meðferð á Frið- riksbergs meöferðarstofnuninni i Kaupmannahöfn sem íslending- urinn Gizur Helgason stjómar. Stofmfnin beitir svokallaðri Minnesota-aðferð þar sem litið er á alkóhólisma sem sjúkdóin sem hægt er að halda í skefjum en aldrei lækna. „Ég get ekki sagt neitt nema gott eitt um meöferöina sem ég gekk í gegnum," sagöi Johansen viö Jótlandspóstinn. Breskalöggan augBýsÉrstörf íhommablaði Lögreglan á Bretlandi ætlar að auglýsa ný störf til umsóknar í blaöi homma til að reyna aö sýna fram á að þar á bæ hafi þeir sem ráða ekkert á móti samkyn- hneigðum. „Við viljum eyða þeirri goðsögn að við séum á móti horamum og svona auglýsing er skref í rétta átt,“ sagði Mark Lamb, talsmaður iögreglunnar. Auglýsingamar eiga að birtast í Bleika blaðinu sem er útbreitt meöal homma og lesbía á Bret- landi. Kóngurínn veifaðitil 97 lúðrasveita Gíali Kxistjánsson, DV, Ósló: Haraidur Noregskonungur ávann sér samúð gjörvallrar þjóðar sinnar í fyrradag, eftir að hann hafði staðið á svölum kon- ungshallarinnar í tvo og háifan tíma og veifað til 97 skólalúðra- sveita sem gengu hjá með lúðra- biæstri og húrrahrópum. Venja er að lúðrasveítir skólanna í Ósló hylli konunginn á þjóðhátíðar- daginn, 17. mai. í ár komu fleiri sveitir en nokkru sinni fyrr. Und- ir lokin var að sjá sem konungur væri orðinn þreyttur á hlutverki sínu. Margrét Dana- JmUmSnm Im aronnmg fer Margrét Þór- hildur Dana- drottning og Hinrik prins, eigínmaður hennar, fara í opinbera heim- sókn til Fær- eyja í næsta mánuðu og ætla að ferðast vitt og breitt um eyjamar í íjóra daga. Heimsókn drottningar og Hin- riks til Færeyja hefst á móttöku í Lögþinginu í Þórshöfn en síðan er m.a. áætlað að fara í færeyska listasafnið og heimsækja bæjar- 8ijómina í Klakksvík, Næstu daga á eftir munu hjónin sigia milli eyjanna á hinu kon- unglega fleyi Dannebrog og sýna sig og sjá aðra. Heimsókninni iýkur svo 25. júni með því aö Margrét og Hinrik veröa við messu og vígslu í kirkjunni í Reuter, Ritzau Norska útvarpið um karfaveiðar Norðmanna hér við land: Norðmenn stunda rányrkju á karfamiðunum við ísland í frétt norska útvarpsins í morgun sagði að Norðmenn stunduðu rán- yrkju á karfamiðunum við ísland. Sagði að fiskifræðingar teldu karfa- stofninn í hættu ef veiðarnar héldu óbreyttar áfram. Mjög mikilvægt væri fyrir íslendinga að setja kvóta á karfaveiðamar við landið en samn- ingaumleitanir, meðal annars við Norðmenn, hefðu strandað. Haft er eftir Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra að hann líti veiðar Norðmanna við ísland mjög alvarlegum augum. Þá sýni Norð- menn tvískinnung með því að gagn- rýna samtímis veiðar Islendinga í Síldarsmugunni. í fréttinni er haft eftir talsmanni norska sjávarútvegsráðuneytisins að þar á bæ sjái menn ekkert athuga- vert við karfaveiðar Norömanna undan íslandi svo lengi sem engir kvótar em í gildi um þær veiðar. í Noregi hótar Sósíalíski vinstri- flokkurinn að beita auknum þrýst- ingi á ríkisstjórnina að ná samning- um við íslendinga um veiðar í Síldar- smugunni og Smugunni í Barents- hafi. Talsmenn flokksins vilja beita hótunum um útfærslu landhelginnar í 250 mílur til að þvinga íslendinga aðsamningaborðinu. ntb twingo /jft - • strttarniroW“ir »ru Tii* stórírJ0'- -SÉRSTAKUR OG SÆTUR! VERÐ AÐEINS KR 898.000,- Reynsluaktu TWINGO! Þaö er vel þess virði. RENAULT RENNUR ÚT! ■* Bifreiðar & Landbúnaðarxélar hf. ARMULA 13 - SIMI 553 1236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.