Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 Spumingin Hvað finnst þér um sjón- varpsútsendingarfrá HM? Hildur Karlsdóttir húsmóðir: Það mætti vera meira en á sér rás. Heiðrún H. Gestsdóttir afgreiðslu- dama: Það er gott mál. Ég hef ekki tíma til að horfa á þær en maðurinn minn gerir það. Kristinn Björn Sigfússon, 12 ára: Það er of lítið sýnt. Eg vil sjá alla leiki beint. Birkir Jóhannsson, 12 ára: Þær eru geðveikar. Ég vil fá að sjá ennþá meira. Þorsteinn Guðmundsson nemi: Það er allt lagi. Það er frekar of lítið. Kolbrún Ómarsdóttir framreiðslu- nemi: Það er allt gott um þær að segja.Þettaersvonapasslegamikið. I Lesendur Samningurinn við EES-löndin: Hve mikið græð um við á aðild? Hvað með tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum?, spyr bréfritari m.a. Magnús Einarsson skrifar: Við gerðum hinn margumtalaða EES-samning. Það var okkur áreiö- anlega að meinalausu, a.m.k. þá, og verður það vonandi. Ég vil þó sjá einhvem meiri og áþreifanlegri ár- angur af þeirri samningsgerð. Hvað með tollfrjálsan innflutning þangað á sjávarafurðum okkar? Erum við búnir að fá þar fullnægjandi fríðindi? Hvemig endar aðild okkar að EFTA og er hún þegar frágengin? Þurfum við að taka við öllum reglum og sætta okkur við þær kvaðir sem EES- samningurinn kveöur á um - til dæmis varðandi vinnulöggjöílna? Svona má lengi áfram spyrja. Ég er ekki viss um að ég viiji gang- ast undir þær reglur sem nú er verið að kreíjast að við stöndum við í sam- bandi við takmörkun vinnutíma, hvorki fyrir unga né aldna. Við höf- um ekki getað búið hér í þessu harð- býla landi nema vegna þess að hér hafa allar vinnufúsar hendur lagt hönd á plóginn. Allt frá unglingsárum, jafnvel inn- an við fermingu, hefur maður vanist því að vinna eitthvað að sumarlagi. Ég man er ég byrjaði að vinna í frystihúsi í heimaplássi mínu þegar ég var 13 ára. Allt sumarið puðaði maður og fékk dágóðan skilding. Þetta létti á heimilinu og ég varð sjálfstæðari fyrir vikið. Ég neita því fyrir mitt leyti og fyrir hönd minna Þ.H.J. skrifar: Þrátt fyrir að verðbólga sé lítil nú og hagstæður viðskiptajöfnuður sagður vera við útlönd get ég ekki samþykkt að stöðugleiki sé í verð- lagsmálum enn sem komið er. Kaup- menn (innflytjendur með taldir) og aðrir þjónustuaðilar reyna að hækka vörurnar sem mest þeir mega. Þeim er það að vísu erfiðara en oft áður, það skal viðurkennt. En samt eru veröhækkanir á mörgum sviðum. Stefán Sigurðsson skrifar: Þegar þetta er skrifað er að síga á seinni hluta HM-mótsins. Ég horfði á leikinn milli íslendinga og Rússa. Þetta var niðurlægjandi. Auðvitað var við ofurefli að etja, þetta eru heimsmeistarar. En mér er sama. Þarna kemur berlega fram hve viö erum í raun slappir og úthaldslitlir. Og strákarnir voru sendir í Hvera- gerði - til að slappa af, fá nudd og þ.h. Þeim hefði komið mun betur að fá verulegan skammt af líkamsæf- ingum - „the hard way“. Rússarnir og aörir erlendir íþrótta- menn eru flestir búnir að ganga í gegnum herskyldu sína og þar er ströng líkamsþjálfun veruleg uppi- barna og barnabarna að þurfa að hlíta reglum frá Evrópu um svona nokkuð. Bara algjörlega. Ég tel nauðsynlegt að fjölmiðlarnir upplýsi nú almenning um þá hags- muni sem íslendingar hafa til þessa staðfesta með aðildinni að EES og í leiðinni hvort einhverjir þeirra teng- ist beint eða óbeint hinu Evrópska efnahagssvæði (ESB). Einnig: hve miklu meiri yrði ávinningurinn af þeim hlunnindum sem við höfum nú fengið gegnum EES ef við gerðumst aðilar að ESB, t.d. varðandi afnám Þær eru t.d. á mörgum tegundum matvæla, sælgæti, gosdrykkjum og öðru sem fólk skoðar ekki náið dag frá degi en rekur svo allt í einu aug- un í þá staðreynd að verðið hefur hækkað. Þjónusta hefur hækkað hjá skósmiðnum, rakaranum og bakar- anum. Allt þetta er hægt að komast upp með vegna þess að hér er um massasölu að ræða sem menn gera ekki áætlanir um að kaupa, svo sem bíla, húsgögn eða rafmagnstæki. staða alla daga. Við, ungir menn hér á landi, fáum aldrei neina umtals- verða þjálfun á ævinni. Við erum þungir á velli, þungir í skapi og eig- um ekki samleið með lífsglöðum og harðfylgnum erlendum strákum í íþróttum. Þetta þekkja þeir strákar sem hafa leikið með erlendum liðum og gengið inn í þarlenda þjálfun. En þessu er nú að ljúka. Hvað hefð- um við átt að gera með handbolta- höll? Það hefði verið brjálæði. Þetta HM-mót er að mörgu leyti lærdóms- ríkt fyrir okkur. Við fengum það sem tolla í þessum löndum. Þetta snýst nú auðvitað ekki allt um vinnulöggjöf eða tollamál. Sum ákvæðin reka okkur beinlínis til að endurskipuleggja úrelt vinnubrögð eins og t.d. á við um áfengislöggjöfma og einokun ríkisins á sölu áfengis. Og heldur betur þarf að stokka upp reglur um auglýsingar á áfengi hér og útlendingar hafa annað og rýmra svigrúm með því að geta auglýst hér í erlendum tímaritum en islending- um sjálfum er það bannað. Ég vænti umræðu og útskýringa á málinu öUu. Þessar vörutegundir hafa líka ekki hækkað og sumar stórlækkað með samkeppni og tilboðum. Við heyrum ekki um tilboð á brauðum, hárklipp- ingu, sköviðgerð, o.s.frv. Vaxtastigið hefur líka áhrif á við- skiptin. Það þarf víðar eftirlit en í verslununum. Bankar og opinber fyrirtæki þurfa stíft aðhald á verð- lagningu. Fyrr verður stöðugleiki ekki staðfestur. við báðum um; heimsmeistaramót á íslandi. Það kom verr út en viö bjugg- umst við, áhorfendur af skornum skammti og áhugi almennings ekki í samræmi við væntingar. Förum nú ekki út í svona flipp á næstunni. Nú skulum við búa okkur'undir að fara að borga brúsann. Það verður tap á þessu og það verður leitað stíft eftir opinberri aðstoð. Ég skil ekki í öðru en að HSÍ fari illa út úr þessu. Getur ríkið afgreitt fé á færibandi í tapið? Ég aftek með öllu að borga krónu. DV Rafbfllinit mengar meira Óskar skrifar: Mengun hér og mengun þar. Mikið hefur verið amast við blessuðum blikkbeljunum, okkar þarfasta þjóni. Hann á aö spúa kolsýringi um alla borg. Sérstök mengunarmæling skráð i skoð- unarvottorð á að tryggja að borg- aramir vaði ekki reyk á götum úti. En nú les maður um nokkuð sem aldrei hefur verið uppi á borðinu. Rafbíllinn mengar mun meira en bensínbíllinn! Þetta vekur einfaldlega upp þá spurn- ingu hvort mark sé takandi á boðskap um óhollustu af hinu og þessu sem við höfum vanist og lifað vel af tU þessa. Harðarirefsingar Ebba hringdi: Það er ekkert vit i því hve refs- ingar eru vægar fyrir líkams- árásir og árásir á fólk. Yfirvöld verða að setja lög um mun harð- ari refsingar og þá munu menn sjá aö þessi óöld minnkar snar- lega. - Og mál til komið. Þeirblikka bflljósunum Árni hringdi: Ég hef aldrei komist upp á lagiö að aka um með full ljós um há- bjartan daginn. Ég fer hins vegar eftir reglunum um bílbeltin. - Nú á þessum allra björtustu sólar- dögum sem komið hafa er auðvit- að regjnfirra að aka með full Ijós. En þeir halda áfram að blikka bílljósunum þessir sem þykjast vera að vernda okkur sem viljum spara og kunnum einfaldlega ekkí við þessa fáránlegu öku- ljósaskyldu um hábjartan dag- inn. Einum eineygðum mætti ég nýlega sem blikkaði ákaílega. Ég stöðvaði bíl minn þannig að hann varð líka að stöðva. Ég bað hann blessaðan að hætta þessum skrípalátum, hann skyldi frekar láta laga ljósin hjá sér sjálfum. Hann ók sneyptur á brott. Frábærtónlist sniðgengin Hörður skrifar: Ég vil taka undir nýlegt bréf í DV um suður-ameríska tónlist. Bréfritari mælir fyrir munn margra sem óska eftir að þessi tegund tónlistar (svokölluð „Lat- in-American“ tónlist) fái sinn tíma í Ríkisútvarpinu. Nú eðaþá á öðrum útvarpsstöðvum ef RUV getur ekki orðið við þessum ósk- um. Það er eiginlega undarlegt að þessi frábæra tónlist, sem ann- ars er svo fjölbreytt, skuli ekki vera meira leikin í útvarpsstöðv- um hér á landi. - Dægurlög frá Suður-Ameríku eru líka í háum gæðaflokki, en þau eru nær óþekkt hér á landí. Jóhann B. Jónsson skrifar: Ég er 75% öryrki og nota nokk- ur nauösynleg lyf. En nú verð ég að kvarta. Ég þurfti að kaupa mér sprengitöflur vegna þess hve slæmur ég er fyrir hjartanu og glasið af töflunum kostaði 503 kr. - Þar sem þetta lyf er mér lífs- nauðsynlegt finnst mér aö lyfið ætti að vera mun ódýrara, jafhvel alveg frítt. Fyrir árí kostaði glasið um 100 krónur, það hefur því hækkað í verði um 500%. Ég veit til þess að krampalyfm fyrir alkó- hólista eru ókeypis. En svona er okrað á sprengjtöflunum fyrir okkur hjartasjúklinga. Eigum við ekki samleið með lífsglöðum harðfylgnum erlendum strákum í íþróttunum? Verðhækkanir á mörgum sviðum Að afstaðinni HM-veislunni: Búum okkur undir að borga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.