Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 Fréttir Lögreglustjóri um fslendinga og áfengisauglýsingar: Verðum að samræma okkar reglur Evrópurétti - treysti mér ekki til að ganga lengra gagnvart HM vegna ótrausts dómafordæmis „Mér sýnist að ef okkar samvinna viö Evrópuþjóðimar gengur eftir sem hingaö til verði að samræma reglur á þessu sviði sem öðrum. Það hefur verið ástæða til þess lengi - ekki eingöngu vegna Evrópusjón- armiðanna heldur til að fá botn í þessi mál,“ sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, aðspurður hvort íslendingar væru ekki orðnir eins konar nátttröll í hinum vest- ræna heimi þegar áfengisauglýsing- ar eru annars vegar. Böðvar sagðist ekki treysta sér til að ganga lengra en orðið væri vegna bjórauglýsinga á HM vegna „ótrausts dómafordæmis". í því sam- bandi eru t.d. tveir dómar nýlega gengnir þar sem ritstjórar eru sýkn- aðir af ákæru um meintar áfengis- auglýsingar í blööum þeirra. „Slagurinn stendur um að skilja eða skilgreina þessi þrjú orð: „Áfeng- isauglýsingar eru bannaðar“,“ sagði Böðvar. „Eins og staðan er í dag verð- ur ekki hjá þvi vikist að þessi mál verði skilgreind frekar ef vilji stjóm- valda stendur tíl þess að skipta sér frekar af þessum auglýsingum. En svarið við kjarnaspurningunni hvort við séum orðin nátttröll er sú að við verðum greinilega að fara að taka mið af því sem gerist í Evrópu- réttinum," sagði lögreglustjóri. Ómar Smári Ármannsson, yfir- maður forvamadeildar lögreglunn- ar, sagði við DV að ástæða væri til að kanna hvort ekki væri hægt að fara meðalveg í þessum efnum. Aðr- ar þjóðir væm að herða sín áfengis- auglýsingamál á meðan íslendingar væm að slaka á. íslendingar sæju vissulega hvort sem væri auglýsing- ar og myndir af áfengi í blöðum, sjón- varpi og kvikmyndum á hveijum degi. „Er afstaða okkar og ákvarðan- ir í samræmi við það sem er að ge- rast útí í heimi?" sagði Ómar. Eg held aö við getum alveg farið meðalveginn þarna og sætt ákveðin sjónarmið. Þama eru möguleikar sem þurfa ekki að valda skaðsemi. Við þurfum að marka okkur megin- stefnu. Þetta er líka mikið komið undir þátttöku og áhuga söluaðila eða framleiðenda hér á landi. Er hægt að treysta þeim til að stilla aug- lýsingum og umíjöllunum í hóf? Hóf- lega dmkkið vín gleður mannsins hjarta," sagði Ómar Smári. -Ótt Sumarbliöa hefur ríkt á höfuöborgarsvæðinu að undanförnu, heiörikt þó að heldur hafi verið kalt i veðri miðað við árstima, og hafa borgarbúar gripið feginshendi tækifærið til að dytta að húsum sinum og görðum. Á Skólavörðustignum í Reykjavik rakst Ijósmyndarl DV á þennan málara sem notaði góða veðriö fil að mála bárujárniö. DV-mynd ÞÖK Bæjarlögmaöur: Ekki svaravert aðtengjabréfið voðaatburðinum „Bréfiö var sent fyrir þann at- burð sem átti sér stað á Flata- hrauni. Ég ætla bara að sleppa þvi að gefa á því lýsingu hvað mér finnst um að Pétur ætli að reyna að tengja þetta svar mitt þeim voöaatburöi,“ sagði Guð- mundur Benediktsson, bæjarlög- maður í Hafharfirði. Hann var spurður um ásakanir Péturs Gunnlaugssonar, form- anns Fjölskylduvemdar, í DV, þar sem hann segist hafa varaö bæjarstjóm Hafnarfjaröar viö voðaatburðum í forsjár- og um- gengnismáli Sigurgeirs Sigurös- sonar sem ekið var á um heigina með þeim afleiðingum að hann iést. Pétur vildi láta kanna vinnu- brögð starfsmanna Félagsmála- stofnunar og sagði að bæjarlög- maður heíöi svarað bréfi hans með skætíngi. „Það er algjörlega lögreglunnar að meta hvort ástæða var tíl að grípa til aögerða. Hún haföi haft afskipti af þessu máli," sagði Guðmundur. „Á síðari stígum vann ég með starfsmönnum Fé- iagsmáiastofnunar í þessu máii. Það var mjög erfitt og vanda- samt. En ég fær ekki annað séð en þau hafi verið mjög fagleg, vðnduð og góö,“ sagði bæjarlög- maður. ,ótt Mildir möguleikar á að fá hingað til lands erlenda fjárfesta og samstarfsaðila: Samstarf í sölu- og markaðs- málum fýsilegra en peningar segir Davíð Scheving Thorsteinsson sem „Ég held það séu miklir möguleik- ar á að fá hingað til lands erlenda fiárfesta og samstarfsaðila handa völdum fyrirtækjum sem hafa sann- að ágætí sitt á einhverjum sviðum," segir Davíð Scheving Thorsteinsson. Undanfarið hefur Davíð unniö að tímabundnu verkefni fyrir Verslun- arráð íslands og Iðnþróunarsjóð. Verkefniö snýr að möguleikum þess að fá erlenda fiárfesta eða fyrirtæki til samstarfs við íslensk fyrirtæki. Forathugunum er lokið en nú er ver- ið að vinna úr niðurstöðunum. „Þungamiðja þess sem ég tel að við eigum að sækjast eftír er hvað þessir útlendu aðilar hafa upp á að bjóða í sölu- og markaðsmáium. Næst kem- ur hvað þeir hafa upp á að bjóða á tækni- og sfiómunarsviðinu og þar á eftir koma peningamir. Maður verð- ur að velja útiendingana með tilhti til þessa," segir Davíð og bætir við að Islendingar hafi of oft brennt sig á að láta peninga í atvinnustarfsemi þar sem sölu- og markaösmáhn hafa ekki verið fulikönnuð. Ef af áframhaldandi og vonandi útvíkkuðu samstarfi um þetta verk- efni verður fylgir Davíð líklega fram- haldi þess úr vör og segir hann það ærinn starfa. Fyrst sé að kanna hvort áhugi sé hjá íslenskum fyrirtækjum á að taka þátt í verkefni af þessu tagi. Reynist svo vera þarf að finna fýsileg útlend fyrirtæki, bæði fiármáMyrir- tæki og samstarfsaðila, tíl samstarfs hér á landi. „Umhverfið atvinnustarfsemi hér nú starfar sem ráðgjafi á landi hefur breyst mikið á betri veg. Áður fyrr þurftí alltaf að semja sér lög þegar hingaö komu útiending- ar með viðskipti í huga. Það er aö verða liðin tíð. Nú ríkir skilningur meðal sfiómvalda og þeirra sem að þessu koma á mikilvægi erlendrar fiárfestingar og samstarfs." Atvinnuráðgjafi í Hveragerði Davíð hefur einnig tekiö að sér tímabundiö ráðgjafarverkefni fyrir Hveragerðisbæ. Verkefniö snýr að mótun atvinnustefnu fyrir byggðar- lagið. „Ætíunin er að reyna að móta framtíðarstefnu þannig að ekki verði farið út og suður í atvinnuuppbygg- ingu. Við ætlun að skilgreina Hvera- gerði sem náttúruperlu og hvað hún hefur upp á að bjóða og hvað ber að hafa í fyrirrúmi þegar þar verður byggt upp í framtíðinni." -PP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.