Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 35 dv Fjölnúðlar Þreytt fy • . . . Sjónvarpiö lagöi dagskrá sína undir umræður frá Alþingi í gær- kvöldi. Hvílík nnstök. Skyldi nokkur hafa nennt aö hlusta á þetta. Þegar vor er í loft og kosn- ingar nýafstaðnar vill þjóöin eitt- hvað annaö að horfa á en þreytta alþingismenn. Ætli menn séu ekki nokkuö saddir enn eftir aö hafa haft þetta fólk inni á gafli þjá sér eftir kosningar. Réttara heíði veriö aö nota Sýnarrásina undir þessar umræður. Oft hef ég haft áhuga og gaman af að fylgjast með slikum umræð- um en núna gat ég ekki hugsað mér það og svo hefur áreiöanlega verið um fleiri. Aumingja þeir sem ekki hafa Stöð 2 - ekkert val. Annars getur verið ágætt á slík- um fógrum vorkvöldum að slökkva á imbanum og hlusta á útvarp í staðinn. Undanfarið hef ég oft gert þaö og reynt að nota tímann til annars en glápa á sjón- varp. Kristófer Helgason heitir mjög góður útvarpsmaður á Bylgjunni sem flytur þægilega tónlist á kvöldin. Kristófer er yfirvegaður og skilar efninu fr á sér á vandaö- an hátt. Þess vegna hefur Bylgjan oft haft vinninginn hjá mér á kvöldin. Elín Albertsdóttir Andlát Geir Vilbogason fyrrverandi bryti, Hjallabraut 33, Hafnarfiröi, lést á Sólvangi aðfaranótt 16. maí sl. Bjarni ingi Bjarnason málarameist- ari, Kirkjubraut 17, Akranesi, andað- ist á heimili sínu 17. maí. Sveinbjörn Valgeirsson frá Noröur'- firði lést í Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 18. maí. Nanna Jónsdóttir, Lyngholti, Stöðv- arfirði, lést á Reykjalundi 17. maí. Jarðarfarir Sólveig Jóhannesdóttir, Vallholti 20, Selfossi, verður jarðsungin frá Sel- fosskirkju á morgun, laugardaginn 20. maí kl. 13.30. Tilkyimingar Tómas R. Einarsson verður á veit- ingahúsinu Barbró á Akranesi í kvöld og spilar þar djass. Hann verður þó ekki einn á ferð því með honum kemur fram söngkonan Ragnheiður Ólafsdóttir og píanó- leikarinn Gunnar Gunnarsson. Tórdeikar Vortónleikar Gítamemendur við Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar halda tónleika á Sóloni íslandusi laugardaginn 20. maí kl. 17. Flutt verður klassísk gítartónlist frá ýmsum tímabdum en spænsk tónlist verður þó mest áberandi. Þeir sem fram koma em Amgeir Heiðar Hauksson, Guðmundur Pétursson, Halldór Ólafs- son, Kristján Eldjám, Pálmi Erlendsson, Tyrfmgur Þórarinsson og Þröstur Þor- bjömsson. Lalli og Lína ©KFS/Distf. BULLS Það skall hurð ansi nærri mínum hælum í morgun þegar Lína reyndi að útbúa hádegisverð fyrir mig. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvllið s. 12222 og sjúkrabifreiö s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 19. mai til 25. maí, aö báðum dögum meðtöldum, verður í Holtsapó- teki, Langholtsvegi 84, sími 553-5212. Auk þess verður varsla í Laugavegsapóteki, Laugavegi 16, sími 552-4045 kl. 18 til 22 virka daga. Uppl. um læknaþjónustu era gefnar i síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfj arðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aöra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öörum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11100, Hafnarijörður, sími 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki fil hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Vísirfyrir50árum Föstud. 19. maí Norskirfangarsegja frá drápi mörg þús- und Gyðinga. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feöur kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyrmingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og föstud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústáðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9- 19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viökomustaöir víös vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10- 11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 10-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagaröurinn er opinn alla daga. Spakmæli Maður lifir aðeins einu sinni, en haldi maður rétt á spilunum ereinu sinni alveg nóg. Ók. höf. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið helgar kl. 13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiöjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13—17 þriðjud. -laugard. Þjóðminjasafn Islands. Lokað vegna viðgerðar. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi: Opið samkvæt samkomu- lagi. Upplýsingar í síma 611016. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suðurnes, sími 13536. Hafn- arfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnames, sími 615766, Suðurnes, sími 13536. V atns veitubilanir: Reykjavík sími 27311. Seltjarnarnes, sími 621180. Kópavogur, sími 985 - 28215. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyj- Adamson ar, símar 11322. Hafnarfjöröur, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og ] Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á - veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spóin gildir fyrir laugardaginn 20. maí. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú færð gott tækifæri til þess að sýna hvað í þér býr. Ef þú ert að skipuleggja ferðalag skiptir miklu máli að fara vel yfir öll smáatriði. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Óvænt þróun mála verður til þess að þú þarft að breyta áætlunum þínum. Þetta veldur þó varla neinum vanda þar sem aðstæður munu breytast þér í hag. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Dagurinn verður á rólegu nótunum og þú lætur metnaðarfyllri verkefni bíða um sinn. Þú gerir góð kaup í verslunarleiðangri. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú hafðir hug á að slaka á í rólegheitum en andrúmsloftið er þér heldur andsnúið. Þú hefur því í nógu að snúast og það stendur fram á kvöld. Tvíburarnir (21. mai-21. júní): Það verður heldur lítill árangur í dag og samskipti manna með minnsta móti. Óvissan er heldur taugatrekkjandi. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Þú getur ekki treyst innsæi þínu núna og gætir því lent á villigöt- um. Reyndu að afla þér áreiðanlegra upplýsinga. Happátölur eru 6, 20 og 31. Ljónið (23. júli-22. ágúst): Aðrir eru óákveðnir og láta málin í þínar hendur. Þetta á einkum við um fjármál og útgjöld. Þú tekur því á þig meiri ábyrgð en aðrir. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú leggur mikið upp úr heiðarleika manna. Þótt sannleikurinn geti verið stuðandi komast menn ekki upp með að hagræða hon- um tii lengri tíma. Vogin (23. sept.-23. okt.): Mikilvægt er að tímasetja allt rétt. Þetta á einkum við ef þú þarft að treysta á aðra. Þú getur treyst dómgreind þinni. Ástin blómstr- ar. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Dagurinn verður nokkuð eríiður en þér verður þó vel ágengt síð- degis. Það veldur nokkrum erfiðleikum árdegis hve aðrir em ósamvinnuþýðir. Happatölur eru 1,14 og 36. Bogmaöurinn (22. nóv.-21. des.): Staða mála er í jafnvægi. Reyndu því að komast hjá því að fá aðra upp á móti þér. Bíddu með eríiðar ákvarðanir þar til síðar. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Það gæti orðið óheppiiegt fyrir þig ef þú tjáir þig ekki nógu skýrt, hvort sem það er í ræðu eða riti. Hætt er við misskilningi eða því að aðrir nýti sér stöðuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.