Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 28
562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7,000. Fullrar nafnleýndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-8 LAUGAflDAGS- OG MANUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995. Eldhúsdagsumræðan: Aðgerðirgegn „innvortis meinsemd" Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræöu sinni á Alþingi i gærkvöldi að bati væri að verða á öllum sviðum efnahagslífsins. Allt yrði að gera til að koma í veg fyrir bakslag. Hann boðaði aðgerðir gegn „innvortis meinsemd í velferðarkerf- inu“ og stöðvun sjálfvirkni útgjalda í því. Hann sagði líka að allt benti til þess að þorskstofninn væri á uppleiö og íslendingar að komast yfir það versta í þeim efnum. Skattakerfið yrði tekið til endurskoðunar, áfram yrði haldið í einkavæðingu og sölu ríkisfyrirtækja. Margir talsmenn stjómarandstöð- —tinnar skutu spjótum að Framsókn- arflokknum og spurðu hvar væru nú öll kosningaloforð hans. Þau væri ekki að finna í stefnuræðu forsætis- ráðherra. Ólafur Ragnar sagði að svo virtist sem þau hefðu skyndilega öll gufað upp. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að framsóknargríman væri fallin. Guðmundur Bjarnason landbúnað- arráðherra sagði að Framsóknar- flokkurinn myndi standa við kosn- ingaloforðin. Jón Baldvin sagði . §tefnuræðu forsætisráðherra vera hálfkveðnar vísur - nokkrir fyrri- partar en botnana vantaði. Hann tal- aði líka um nauðsyn sameiningar vinstri manna og það gerðu fleiri stjórnarandstæðingar. Kristín Ást- geirsdóttir kallaði ríkisstjómina jakkafataríkisstjóm. Síldin mokveiðist: Skipin sprengja Innbrot, bílvelta ogþýfi Brotist var inn í reiðhjólaverslun og bifreiðaverkstæði á ísafirði í nótt. Skiptimynt og fleim var stolið en litl- ar skemmdir unnar innandyra. í morgun fannst svo bíll utan vegar 'á Botnsheiði. í bílnum var tahð vera þýfiúrinnbrotum. -pp — in LOKI Með þessu áframhaldi enda allirsjómenn landsins á Vestfjörðum! Áfellisdómur U mnftnuÁilnu Hæstarenar vfir sianum ser „Eg get ekki litið á þetta sem áfellisdóm því Hæstiréttur hefur aldrei gert athugasemdir við dóma frá dómarafulltrúum fyrr þannig að rétturinn er þá fyrst og ffemst að kveða upp áfellisdóm yfir sjálf- um sér að hafa ekki skoðað málið fyrr,“ segir Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra um dóm Hæstaréttar þar sem núverandi staða dómarafufltrúa er véfengd. Þorsteinn segir að með þessari niðurstöðu sé Hæstiréttur að móta nýja réttarþróun og strangari túlk- un á stjórnarskrárákvæðum en áður hefur verið gert. „Ráðuneytið mun aö sjálfsögðu bregðast við þessu. Það er ijóst að löggilding dómarafulltrúa til dómarastarfa verður þegar í stað afturkölluð. Hugsanlegt er að öll- um dómarafulltrúum verði sagt upp störfum og í staðinn verði ráðnir dómarar og aðstoðarmenn dóraara. Ráðuneytið mun móta endanlega afstöðu í því á næstu dögum.“ Þorsteinn segir að auövitað komi niðurstaðan til með að hafa áhrif á störf dómstólanna þangað til búiö er að koma nýrri skipan fram. Þess vegna verði þehn breytingura sera þörf er á að gera flýtt sera frekast erunnt. »pp sjá einnig bls. 33 Friðgeir Bjömsson: Getur þýtt Friðgeir Björnsson, dómstjóri Hér- aðsdóms Reykjavíkur, segir að þrátt fyrir dóm Hæstaréttar í gær verði að telja fremur ólíklegt að von sé á skæðadrífu mála í Héraðsdóm þar sem krafist verði ómerkingar á þeim dómum sem dómarafulltrúar hafa kveðið upp. Hins vegar hafa verið kveðnir upp dómar í æði mörgum málum á þessu ári sem hægt er enn að áfrýja til Hæstaréttar. Hann segir að þess heri þó að gæta að menn áfrýja yfirleitt málum í því skyni aö fá efnislegum niðurstöðum breytt, en ómerking máls í Hæstarétti hafi það í fór með sér aö hægt sé að byrja málið á nýjan leik í héraði. „Á meðan ástandiö er óbreytt verða dómarar að vinna þau störf sem dómarafulltrúar hafa hingað til unnið. Þetta getur þýtt einhverja seinkun á afgreiðslu mála,“ segir Friðgeir. Haflvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari segir að þessi niðurstaða breyti ekki verulega verkefnum síns embættis. Vissulega þýði þetta tíma- bundið aukið álag. -pp Frystitogari frá Hafnarfirði til Hnífsdals: Hélt úr höf n með áhöf nina á Vest- fjarðasamningum „Síldin er á norðurleið og stefnir beint í Síldarsmuguna. Það mokveið- ist og menn voru að sprengja næt- —umar og slíta niður í gær,“ segir Ársæll Ingi Ingason, stýrimaður á nótaskipinu Jónu Eðvalds SF. Þegar DV ræddi við Ársæl Inga í morgun var hann á leið til Hafnar með fullfermi, 750 tonn, sem fékkst íþremurköstum. -rt - munum leita eftir löndunarbanni, segir forseti FFSI „Við leigöum skipið til að útvega falli. Við munum svara þessu með Skagamenn unnu stórsigur á KR-ingum, 5-0, í opnunar- ieik knattspyrnuvertíðarinnar, Meistarakeppni KSÍ, á Akranesi í gær og hér er eitt marka þeirra í uppsiglingu. - sjá bls. 15 DV-mynd Brynjar Gauti okkur vinnu fyrir skipið komi til sjó- mannaverkfafls. Það gildir nákvæm- lega sama um okkur og sjómennina. í verkfalli leita þeir að vinnu annars staðar," segir Guðmundur Þórðar- son, útgerðarstjóri Sjólaskipa í Hafn- arfirði, sem leigt hefur skip sitt, Har- ald Kristjánsson HF, til Vestfjarða. Fyrirtækið Eyvör hf., sem er í eigu Sjólastöðvarinnar, er með lögheimili í Hnífsdal en var áöur skráð til heim- ilis í Hafnarfirði. Haraldur Kristjáns- son HF hélt úr höfn í Hafnarfirði í gærkvöld til veiða á úthafskarfa utan lögsögu íslendinga eftir að áhöfnin hafði samþykkt aö gangast undir Vestfjarðasamninga. Guðmundur segir að áhöfnin hafi öll samþykkt þetta fyrirkomulag. „Ég tel að þarna sé um að ræða ólöglega aðgerð og brot á vinnulög- gjöfinni til aö koma sér undan verk- löglegum aðgerðum og það er ýmis- legt til ráða í þeim efnum. Ef til verk- falls kemur munum viö fara fram á það við Alþýðusamband fslands að sett verði löndunarbann á þau skip sem þannig eru að reyna að komast undan verkfalli," segir Guöjón A. Kristjánsson, forseti farmanna. Margir útgerðarmenn eru að leita leiða til að komast undan verkfallinu og nú liggur fyrir að Baldvin Þor- steinsson EA, flaggskip Samherja hf. á Akureyri, verður leigður til Fær- eyja komi til verkfalls sjómanna. Sjó- mannasamtökin hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þess máls. Þar segir að samtökin fordæmi harðlega þá útvegsmenn sem reyni að komast fram hjá verkfalli sjó- manna með því að leigja skip sín til erlendraaðila. -rt - sjá einnig bls. 3 Veðriðámorgun: Víða bjartviðri Á morgun verður hæg suðaust- anátt á landinu, dálítil súld eða rigning vdð suðausturströndina en víða annars staðar bjartvdðri. Veðrið í dag er á bls. 36 CEEZgll ■ LBrook l(rompton I RAFMOTORAR Powbeti Suóurfandsbraut 10. 8. 686499. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.