Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 Neytendur Símanúmerin breytast 3. júní: Sjö stafa síma- númer um allt land „Nýja símaskráin kemur út þann 3. júní næstkomandi og þá breytast öll almenn símanúmer á Islandi í sjö stafa númer. Þá hættir fólk aö nota svæðisnúmerin, eins og t.d. 96 fyrir Akureyri, þannig að ef þú ert að hringja milli Reykjavíkur og Akur- eyrar er 46 orðinn órjúfanlegur hluti af númerinu sem alhr nota hvaöan sem þeir hringja," sagði Hrefna Ing- ólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Pósts og síma, í samtali við DV. Hrefna sagði að samt sem áður mætti áfram sjá hvaða landshluta hvaða númer tilheyrir því á Akur- eyri byrji sjö stafa númerin t.d. alltaf á 46, á Austurlandi á 47, á Suður- landi á 48, á Reykjanesi á 42 o.s.frv. Eina breytingin er að áður voru fjög- urra stafa númer á Vestfjörðum svo bæta þurfti þremur stöfum við. Þótti þá liggja beint við aö láta þau númer byrja á 456. Taka má fram að rétt er að lesa og skrifa sjö stafa símanúmer svona: 563 2700. Símsvari á gömlu númerin „Eftir 3. júní verður ekki hægt að hringja í gömlu númerin en þá verð- ur kominn gjaldfrjáls símsvari á þau öll, hvort sem hringt er innanlands eða frá útlöndum, þar sem svarað verður út júní 1996,“ sagði Hrefna. Hún vildi nota tækifærið og ítreka að gjaldskráin breyttist ekkert við þessa breytingu og jafnframt vildi hún minna notendur með faxtæki á að breyta símanúmerinu í tækjum sínum sem alltaf birtist á haus blað- anna sem þeir senda frá sér. 985 verður 85 Sú breyting verður einnig á síma- númerum bílasíma, símboða og GSM-síma aö fyrsti tölustafurinn (9) fellur út svo þau númer verði einnig 7 stafa. Bílasímanúmer verður því t.d. 85 í stað 985 og GSM-númer byij- ar á 89 í stað 989. Einnig byija númer símboða á 84 í staö 984. Fyrstu tölustafimir í grænu núm- erunum breytast einnig úr 99 í 800 öisrnl um breytíngu mkkutm slmanúmer (94) 5000 veröur (95) 35100 verður 453 5100 (93) 1100 veröur 4311000 (91)26000 verður (91) 636000 verður 552 6000 563 (92) 15000 verður (98) 21100 verður 482 1100 (96)30600 verður 463 0600 (97) 11100 verður 4711100 og símatorgsnúmerin, sem áður byijuðu á 99, byrja nú á 90. Síðan kemur þriðji stafur sem segir til um gjaldflokk. Nýtt neyðarnúmer Þann 1. október verður sémúmer- um einnig breytt og þau samræmd slíkum númerum í Evrópu. Neyðar- númerið verður t.d. 112 í stað 0112, upplýsingar um símanúmer innan- lands verður 118 í stað 03 og númerið fyrir talsamband við útlönd veröur 115 í stað 09, svo eitthvað sé nefnt. Nýja skráin „Við byrjum að dreifa nýju skránni 29. maí (á mánudaginn) svo allir ættu að vera búnir að fá hana í hendurnar áður en breytingamar taka gildi. Annars eru breytingarnar mjög lóg- ískar, maður getur sagt sér sjálfur hvernig númerin breytast," sagði Hrefna. Nýja skráin er keimlík þeirri gömlu. „Nafnaskráin er blá og at- vinnuskráin er gul en á forsíðu verð- ur nú mynd af landgræðslu og skóg- rækt. Svo er letrið annað og skýr- ara,“ sagði Hrefna. N æringarfr æðingar svara spumingum lesenda: H vað á að drekka mikið vatn? Næringarfræðingamir Anna E. Ólafsdóttir og Borghildur Sigur- bergsdóttir hjá Næringarráðgjöfinni sf. svara hér nokkmm þeirra spum inga sem þeim bámst frá lesendum DV um mat og/eða mataræði. Frestur til að koma með spurningar er mnn- inn út en fleiri svör birtast hér á neytendasíðunni næstu þriðjudaga. 1. Hvað er æskilegt að drekka mikið magn af vatni? Vökvaþörf einstakl- inga er mjög misjöfn en að meðaltali losar mannslíkaminn sig við nærri 3 lítra af vökva á dag með þvagi, saur og svita. Þessu vökvatapi þarf að mæta. Um helming þessa magns fáum við úr fæðunni sjálfri en af- ganginn, eða um 1-1,5 lítra, þurfum við að fá frá drykkjum. Líkamsrækt, mikil erfiöisvinna og heitt veðurfar auka vökvaþörfma. Með svitanum tapast sölt og því gæti mikil neysla á hreinu vatni verið óæskileg því þá lækkar saltstyrkur líkamans of mikið. Annars er vatns- drykkja af hinu góöa og hjálpar til við hreinsun líkamans. 2. Hvaða ávextir eru mest fitandi og hveijir eru minnst fitandi? Ekki er hægt að segja að ávextir séu fitandi, sama hvaða nafni þeir nefnast. En ef avokadó er flokkaður sem ávöxtur er hann einna hitaeiningaríkastur auk þurrkaðra ávaxta. Ferskir ávextir eru upp til hópa hitaeininga- snauðir. 3. Hvaða mataræði er gott fyrir hárið ef maður fer mikið úr hárum? Gott mataræði almennt skiptir höfuðmáli fyrir gott útlit og góða líðan, þar með talið hárið. Prótínneysla verður að vera nægjanleg og það er hún aö öU- um líkindum ef fæðið er svipað og gerist og gengur hér á landi. Einnig verður að vera nóg af B-vítamíni og þá ekki síst af B-vítamínunum pantó- þensýru og bíótíni. 4. Hversu mikilvægt er að raða sam- an fæðutegundum eftir sýrustigi? Fyrst ber að taka fram að sýruáhrif faeðutegundar í líkama er óháð bragöinu af fæðutegundinni. Þannig hefur appelsína basísk áhrif á líkama þó hún sé súr á bragöið. Líkaminn leitast við að halda sýrustigi sínu stöðugu, á bilinu 7,37-7,45, sem er örlítiö basískt. Þetta gerir hann með aðstoð lungna, húðar og nýma. í Anna og Borghildur svara spurningum lesenda um allt er varðar mat og mataræöi. DV-mynd GVA heilbrigðu ástandi gengur þessi stjórnun vel fyrir sig og hefur því fæðið yfirleitt engin teljandi áhrif þar á, svo framarlega sem það er ekki einhæft. Þvag frá grænmetisætum er hins vegar vægt basískt, hjá alæt- um vægt súrt og enn súrara hjá þeim sem borða mikið af kjöti. Áhrif fæð- unnar eru því til staðar. Nefnt hefur verið að mikil sým- myndun í líkama, og þá mikil neysla á fæðutegundum sem em sýrumynd- andi, stuðli frekar að því að fólk fái gigt eða æðakölkun. Því hafa sumir mælt með meiri neyslu basískra fæðutegunda á kostnað þeirra súru. Basamyndandi fæðutegundir eru grænmeti, flestir ávextir, mjólk og smjör. Sýmmyndandi fæðutegundir eru kjöt, fiskur, egg, kornvörur og ostar. um f ugla- fóður í kjölfar fréttar okkar um aö Blómaval hefði hafið sölu á upp- vigtuðu fuglafóðri með íslensk- um leiðbeiningum sem væri allt að því helmingi ódýrara en hjá öðrum haíði Hrafnhildur Þórðar- dóttir, eigandi Gullfiskabúðar- innar í Kópavogi, samband. „Við pökkum okkar fóðri líka sjálf og dreifum því. Umrædd gárablanda kostar 240 krónur hjá okkur og er því jafnvel ódýrari en í Blómavali," sagði Hrafnhildur. Hún segist vera með úrvals- blöndur frá Danmörku sem þau hafi pakkað sjálf sl. fjögur ár eða svo en hún býöur jafhframt upp á aörar tegundir. Vegna ákvörðunar um sam- ræmingu eftirfarandi sémúmera í Evrópu verður sémúmerum breytt þann 1. október nk. Númer sem á að samræma eru neyðar- númerið 112, númer fyrir upplýs- ingar um símanúmer 118 og núm- er fyrir talsamband við útlönd 115. Núll númerunum, þ.e. 02-09, verður svarað eftir 1. október í símsvara sem gefur upplýsingar um breytt númer. Fyrir gagnaflutningaþjónustu verður samhliða nýja númerinu hægt að nota eldra númer, 016x, út desember 1995. Hægt verður að nota eldra neyöamúmeriö 0112 áfram um ótiltekinn tima en áhersla verður lögð á að kynna nýja neyðarnúmerið, 112. Sér- númerin breytast þannig 1. okt- óber 1995: 02 verður 119 (tals. innanl.) 03 veröur 118 (upplýsingar) 04 verður 155 (klukkan) 05 verður 145 (bilanlr) 06 verður 146 (ritsíminn) 06 verður 147 (símatelex) 08 veröur 114 (erl. símanúmer) 09 verður 115 (tals. v/útlönd) 0112 veröur 112 (neyðarnúmer) 016x verður 16x (gagnaflþj.) Loðnukaviar frá Ora. Nýrkavíar „Þetta er ný framleiðsla sem kom á íslenskan markað í byijun mai. Undanfarin þrjú ár höfum viö flutt hana á Evrópumarkað þar sem henni hefur verið vel tekið,“ sagði Tryggvi Magnússon, sölustjóri hjá Niðursuðuverk- smiðíunni Ora, sem nýlega sendi frá sér nýja tegund af kavíar, svo- kallaöan Loðnukavíar. „Þetta er ný afiirð, við erum m.a. aö nýta ioðnuvertíðina. Þessi kavíar er unninn á sama hátt og annar litaður kavíar en hann hefur mildara bragö og hrognin eru rainni og stökkari en fóik á að venjast,“ sagði Tryggvi. Kavíarinn er seldur í 100 g lofttæradum gierkrukkum og fæst bæði rauður og svartur. Hann er helst notaður í forrétti ýmiss konar, á kex, brauð eða til skreytinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.