Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 7 dv Fréttir Norræna skólasetrið á Hvalflarðarströnd: Verulegt tap á rekstrinum - skipt um þrjá stjómarmenn affimm á aðalfundi „Á fundinum uröu menn ásáttir um aö snúa saman bökum og vinna á jákvæöum nótum. Ákveðnir erf- iðleikar blasa við og á þeim þarf að taka. Áætlanir um bókanir hafa ekki gengið eftir, kennaraverkfaU- ið setti strik í reikninginn og stofn- kostnaðurinn varð meiri en gert var ráð fyrir,“ segir Guömundur Eiríksson, nýkjörinn stjómarfor- maður Norræna skólasetursins í Hvalfirði Aðalfundur skólasetursins fór fram um helgina. Á fundinum var skipt um þijá stjómarmenn af fimm og tekist var á um rekstur- inn. Störf framkvæmdastjórans, Sigurlínar Sveinbjamardóttur, sættu gagnrýni, meðal annars vegna áætlana sem ekki hafa stað- ist. Nýkjörin stjóm mun á næstu dögum fara yfir reksturinn og taka ákvarðanir um starfsmannahaldið. Norræna skólasetrið tók til starfa í ágúst í fyrra. Umtalsvert tap hefur verið á rekstrinum. Á fyrstu 5 mán- uðunum var tapið tæplega 13 millj- ónir sem samsvarar tæplega helm- ingi hlutatjár. Stofnkostnaðurinn var ríflega 90 milljónir. Óánægja ríkir með þetta meðal eigendanna sem em einkum sveitarfélög, fyrir- tæki og einstaklingar í nágrenninu. „Það liggur fyrir að fara yfir alla þætti starfseminnar. Því er ekki að leyna að þetta verður erfitt," segir Guðmundur. -kaa I Mikið er um það á Flateyri að fólk reyni að flýta fyrir vorinu með því að moka snjó úr görðum sínum. Hér sést Herdís Egilsdóttir taka til við mokstur. DV-mynd Guðmundur Sigurðsson Sauðárkróks- og Ketusókn: Gísli í stað Hjálmars Þórhallur Asmundssan, DV, Sauðárkróki; „Ég get ekki hugsað mér betri lausn. Við Gísli höfum leyst hvor annan af í 12 ár. Gísli þekkir Sauð- krækinga vel og þeir hann. Það hefði verið erfiðara fyrir óþekktan mann að koma til starfa. Allir þeir sem komið hafa að málinu em á því að þessi niðurstaða sé besti kosturinn," segir séra Hjálmar Jónsson prófastur sem mun taka sér fjögurra ára frí frá prestsstörfum með haustinu vegna þingmennsku. Við starfi séra Hjálmars við Sauð- árkróks- og Ketusókn mun taka séra Gísli Gunnarsson 'í Glaumbæ sem jafnframt mun áfram sinna Glaum- bæjarprestakalli. Hjálmar Jónsson mun halda áfram starfi prófasts. FuRyrða má aö séra Gísli Gunnars- son í Glaumbæ njóti vinsælda meðal Sauðkrækinga sem hafa átt talsverð samskipti við hann á undanfómum áram. Auk starfa sinna fyrir kirkj- una er Gísli formaður Samtaka úm sorg og sorgarviöbrögð og formaður Rauða kross deildar Skagafjarðar. Akranes: Nýtt fyrirtæki Daníel Ólafsson, DV, Akranesi; í undirbúningi er stofnun nýs fyrirtækis á Akranesi sem ein- beitir sér að framleiðslu á vörum úr steypu, svo sem flísum, hellum o.fl. Viðræöur hafa átt sér stað á milli Iðntæknistofnunar annars vegar og Akraneskaupstaðar og Sementsverksmiðjunnar hins vegar og eru þær á undirbúnings- stigi. Vöruraar, sem ætlað er að framleiða, hefur Njörður Tryggvason verkfræðingur, fyrr- um framkvæmdastjóri Sérsteyp- unnar á Akranesi, hannað. IMIS5AIM Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 674000 Fjarstýring á samlæsingum. Frítt þjónustueftirlit 118 mánuði eða 22.000 km. akstur. Geislaspilari og útvarp með fjórum hátölurum. Útihitamælir hiti í sœtum, rafdrifnar rúður, vökva- og veltistýri, bein fjölinnsprautun, 16 ventla vél. Upphækkun eða Arctic edition sem gerir bílinn hærri undir lægsta punkt, kemur sér vel í torfærum. Álfelgur Tæringarvarðar Nissan álfelgur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.