Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 Fréttir Verkfall Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis: Munum taka á verkf alls- brotum af fyllstu hörku segir Óskar Stefánsson, formaður félagsins „Viö erum nú bara að skoða okkar gang og kortleggja stöðuna. Við könnum hveijir eru að aka og hvort ekki er allt með felldu. Það hefur ekki komið til neinna verkfaUsátaka en viö erum komnir með verkfalls- vakt sem fylgist vel með öllu. Við höfum veitt undanþágur til skóla- aksturs fyrir þá sem ekki eiga neinn annan möguleika á að komast milh heimiUs og skóla. Við höfum gert þetta með því skUyrði að Sleipnis- menn aki skólabílunum og að eig- endur bifreiðanna aki ekki öðrum bílum sínum á meðan. Því miður hefur þetta verið svikið í nokkrum tilfeUum og við munum hætta við að veita undanþágur ef menn gera þetta. Við munum taka á verkfalls- brotum af fyUstu hörku,“ sagði Ósk- ar Stefánsson, formaður Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis, í samtah við DV í gær. Hann sagðist því miður verða nokkuð var við brot strax á fyrsta degi verkfaUsins. Hann sagði það ekki síst vera í sambandi við skóla- aksturinn og þau skUyrði sem eru fyrir undanþágmini. „Svo er eitt atriði sem við ætlum aö skoða vel. Það hefur nefnUega gerst að ótrúlega margir eru orðnir eigendur að hinum ýmsu rútufyrir- tæKjum og telja sig mega aka í verk- fallinu. Við ætlum að kanna þetta mál mjög vel og munum taka á því af fyUstu hörku þegar fram Uður ef menn ætla að reyna að leika þann leik að skrá hina og þessa sem eig- endur eða hluthafa í fyrirtækjum sínum til þess að geta brotið verkfaU- ið,“ sagði Óskar Stefánsson. Hann sagði að enn hefði ekki verið boðað tU samningafundar en upp úr sáttafundi sUtnaði síöastUðinn sunnudag. Skólastarf: Engin truf lun vegna verkfallsins Eftir því sem DV kemst næst varð engin truflun á skólastarfi í Reykja- vík vegna verkfalls bifreiðastjóra al- menningsvagna í Mosfellsbæ, Kópa- vogi, Garðabæ, Álftanesi og Hafnar- firði. í Verslunarskóla íslands fengust þær upplýsingar að engin óeðUleg forfóU hefðu verið í gærmorgun og próf hefðu gengið fyrir sig með alveg eðlUegum hætti. Guðfinna Ragnarsdóttir, kennari í MR, sagðist hafa setið yfir í prófun- um í skólanum í gærmorgun og eng- in óeðlileg forfóll hefðu verið hjá nemendum. VerkfaU Sleipnismanna: Ættingjarnir skutla farþegum - til og frá flugstööinni á Keflavikurflugvelli Ægir Már Káiason, DV, Suðumesjunu „Leigubílar eru fleiri fyrir utan flugstöðina en vanalega. Það kom samt rúta frá Sérleyfisbílum Kefla- víkur í morgun og tók farþega. Hún var á vegum Kynnisferða og þeir sáu um að selja í rútuna. Þeir sögðust hafa heimildir fyrir því aö vera meö tvær ferðir á dag. Það var síðan stöðvað af verkfallsvörðum en rútan fór samt með farþegana til Reykja- víkur og var hún full af fólki,“ sagði Magnús Jóhannsson, leigubílsfjóri hjá Ökuleiðum í Keflavík. Verkfall Sleipnismanna kemur í veg fyrir að flugfarþegar til og frá landinu geti ferðast með Kynnisferð- um frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og öfugt en hundruð flugfarþega hafa á degi hveijum not- að sér þjónustu þeirra. Að sögn Magnúsar gerir hann ráð fyrir því að margir ættingjar og vinir flytji þá farþega sem eru að koma eða fara frá landinu og komi þeim á áfangastað. Hann segir aö það sé ekki svo dýrt ef tveir eða fleiri sameinist um leigu- bíl. Túrinn til Reykjavíkur sam- kvæmt mæh kostar 5500 kr. Þrír verkfallsverðir eru í flugstöðinni og sjá þeir um að ekki séu framin verk- fallsbrot þar. Iðnskólinn hefur Rútur Vestfjarðaleiðar voru verkefnalausar í gær vegna verkfalls Sleipnis. DV-mynd Sveinn Verkfall rútubifreiöastjóra: Gætum þess að nóg sé af leigubílum við Leifsstöð - segir Sigfus Bjamason, formaöur Frama, félags leigubifreiöastjóra engan svikið - segir Ingvar Ásmundsson skólameistari „Iðnskóhnn I Reykjavik hefur virkjanemar sem útskrifast frá ekki gert neinn samning. Mennta- skólanum komist til Sviíþjóðar. málaráöuneytiö samdi viö bæjaryf- „Sænska ríkiö hefur ekki greitt irvöld í Vesterás í Svíþjóð og í glldi bæjarytirvöldum í Vesterás nema er norrænn samningur um að lönd- hluta af kostnaðinum vegna þess- in taki við nemum án þess að kreft- ara nema og nú krefta þau mennta- astgreiðsIu.Þaðerþvísænskarík- málaráöuneytið hér um mismun- iö, eða hugsanlega menntamála- inn. Ég veit að menntamálaráð- ráðuneytið hér, sem er að bregð- herra hefur skrifað sænska ast,“ sagði Ingvar Ásmundsson, menntamálaráðherranum bréf skólameistari Iðnskólans í Reykja- vegna málsins en einhverra hluta vík, í kjölfar fréttar í DV í gær þar vegna fær hann ekkert svar,“ sagði sem sagt var að Iðnskólinn væri Ingvar. að svíkja gefin fyrirheit um aö flug- -gv „Það hefur í sjálfu sér ekkert verið skipulagt í þessu máli en það er nóg til af leigubílum og við getum vel annast þessa þjónustu. Þess verður gætt að það verði alltaf nægir leigu- bílar við Leifsstöð þegar millilanda- flugvélamar koma til landsins," sagði Sigfús Bjamason, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra, í samtali við DV í gær. Mikiö annríki var hjá leigubílstjór- um í Reykjavík snemma í gærmorg- un viö að aka fólki, sem ná þurfti flugi til útlanda, til Keflavíkur. „Þetta var ef til vill ekki alveg marktækur dagur vegna þess að það vom svo margir fréttamenn og fleiri sem tengdust HM í handknattleik sem þurftu að komast út á Keflavik- urflugvöll í morgun. En það var miklu meira að gera við þennan akst- ur hjá leigubifreiðastjórum í Reykja- vík en venjulega," sagði Hallkell Þor- kelsson, framkvæmdastjóri Bæjar- leiða, í gær. Hann sagði að akstur með 1 til 4 farþega kostaði 3.900 krónur ferðin en með 4 til 8 farþega kostaði ferðin 4.700 krónur. Hjá Bifreiðastöð Keflavíkur fékk DV þær upplýsingar að ferð frá Leifs- stöð til Reykjavíkur kostaði 4.900 krónur. Þar fengust einnig þær upp- lýsingar að nóg væri til af leigubílum í Keflavík til að sinna akstri farþega frá Leifsstöð á höfuðborgarsvæðið. Löggan með radarinn á lofti Lögregluembættin á Suður- og ástæðatilaðfaraafstaðmeðumferð- Erþaðvonlögreglunnaraðsemflest- Suðvesturlandi munu næstu daga arátak af þessu tagi nú því einmitt á ir virði hraðatakmarkanir þannig að beina athygli sinni sérstaklega að þessum tíma reynast ökumenn vera afskipti þurfi að hafa af sem fæstum ökuhraða. Að sögn lögreglu er full hvað þungstígastir á bensíngjöfina. ökumönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.