Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 11 Fréttir Samhugur 1 verki: Gjöf in frá Færeyj- um átti að fara til fólksins sjálfs - borgarafundur meö Súövikingum í kvöld „Við erum með bréf frá Færeying- unum um að þessir peningar eigi að fara í leikskóla í Súðavík en hvort einhver önnur bréfaskipti hafa átt sér stað milli hreppsnefndarinnar og Færeyinga vil ég ekkert segja um. Það hefur allavega ekki komið neitt afrit til okkar. Peningunum var safn- að í nafni leikskóla og þess vegna ljóst aö þeir fara í leikskóla en ekki til þeirra sem hafa flutt af fúsum og frjálsum viija burt frá Súðavík," seg- ir Jónas Þórisson, ritari sjóðsstjórn- ar Samhugar í verki. í fundargerð hreppsnefndar Súða- víkurhrepps frá 5. febrúar í vetur er fjallað um erindi frá utanríkisráðu- neytinu þar sem fram kemur að ræð- ismaður íslands í Færeyjum, Poul Mohr, hafi óskað eftir tillögum um ráðstöfun 25 milljóna króna söfnun- arfjár Færeyinga. í erindinu er þess sérstaklega getið „að halda beri söfn- unarfénu utan við pólitík" og að tryggt verði að „það renni óskipt í þágu fólksins sjálfs sem varð fyrir hörmungunum hér,“ eins og segir orðrétt í fundargerð hreppsnefndar. Þegar þetta var borið undir Jónas Þórisson sagði hann ljóst að gjöfm frá Færeyingum hefði verið eyrna- merkt leikskóla og engin vitneskja borist um að það hefði breyst. Stjóm söfnunarinnar Samhugur í verki heldur borgarafund með Súð- víkingum í kvöld til að gera grein fyrir úthlutunum sjóðsins og heyra skoöanir Súðvíkinga á því hvað eigi að gera við þær 70 milljónir sem eft- ir eru af þeim 280 milljónum sem söfnuðust í vetur. Að sögn Jónasar hafa fjölskyldur í Súðavík fengið tæpar 190 milljónir úthlutaðar úr sjóðnum. -GHS Stjórn söfnunarinnar Samhugur í verki heldur borgarafund meö Súðvíking- um í kvöld til að gera grein fyrir úthlutunum sjóðsins og heyra skoðanir Súðvíkinga á því hvað eigi að gera við þær 70 milljónir sem eftir eru af þeim 280 milljónum sem söfnuðust í vetur. DV-mynd Brynjar Gauti austurlenskar matvörur * kryddvörur * sósur * súpur * austurlenskar matvörur " kryddvörur * sósur * súpur ' Súöavík: Leiðsögn til að fólksstraum- urinn verði ekki stjórnlaus „Við erum algjörlega á móti því að markaðssetja Súðavík. Við höfum heyrt að þýsk ferðaskrifstofa æth að vera með ferðir hingað og gerum okkur grein fyrir því að það þýðir ekki að hleypa erlendum og innlend- um ferðamönnum inn á svæðið eftir- htslaust. Við viljum bara sinna þeim ferðamönnum sem koma svo ferða- mannastraumurinn verði ekki eftir- htslaus og stjórnlaus. Við höfum bara hagsmuni þeirra sem lentu í snjóflóöunum í huga,“ segir Sigríður Hrönn Ehasdóttir í Súðavík. Sveitarstjórnin í Súðavík hefur til athugunar áform um að ráða leið- sögumann til að taka á móti ferða- mönnum í skoðunarferðir um Súða- vík í sumar og koma upp kaffisölu og matsölu fyrir ferðamenn en ekk- ert verið ákveðið ennþá. Margir eiga um sárt að binda vegna hörmung- anna í vetur. Verður haft samráð við það fólk vegna þessarar þjónustu við ferðamenn? „Ferðamönnum verður ekki leyft að fara í rústimar. Það er lokað fyrir svæðið þar sem allt var losað og Skíðalyfta keypt fyrirfæreyska gjafapeninga Hreppsnefnd Súðavíkur hefur ákveðið að veija gjöf færeyskra skáta th kaupa á skíðalyftu í Súðavík. Skát- arnir gáfu Súðvíkingum 400 þúsund krónur í framhaldi af snjóflóðinu í vetur. Gjöfin var háö því skhyrði að fénu yrði varið th kaupa á tækjum fyrir böm og unghnga í sveitarfélag- inu að nota í frítíma sínum. „Þegar fjallað var um gjöfina í hreppsnefnd fylgdi henni ákvæði um að peningunum yrði varið í eitthvað fyrir böm eða unglinga til að nota í frítíma. Það var th athugunar að kaupa tæki á leikskólalóðina en þá kom upp að Lionshreyfingin hafði gefið tæki fyrir leikskólann svo það varð úr að hreppsnefnd samþykkti að kaupa skíðalyftu,“ segir Sigríður Hrönn Elíasdóttir. Ekki er búið að ganga frá kaupum áskíðalyftunni. -GHS svæðið girt af með lögregluborða og eins upp í götuna þar sem snjóflóðið féll. Fólkið fær kannski að labba upp í götuna af því að þar er búið að hreinsa allt burt,“ segir Sigríður Hrönn Ehasdóttir í Súðavík. -Þið æthð semsé ekki að selja að- gang? „Alls ekki. Það er svo fjarri okk- ur,“segirSigríðurHrönn. -GHS íslendingar, Þarf ekki að kanna meint lögbrot æðstu embættismanna réttar- kerfisins nú, þegar dómarafulltrúar hafa verið settir af? Bókin Skýrsla um samfélag upplýsir. Útg. AUSTURLENSKA VÖRUHÚSIÐ Dalshrauni 11, Hafnarfirði Opið: virka daga 12-18, laugard. 12-16 UTSALA Big sale - UKAY-UKAY - Wím 30°/« g* m afsláttur meðan U/ birgðir endast O Verslunin hættir austurlenskar matvörur * kryddvörur " sósur * súpur * austurlenskar matvörur * kryddvörur " sósur * súpur ' SPREN6I-TIL600 25.900,: Samsung VX-326 tveggja hausa myndbandstœki með Pai//V\ESecam-litakerfi,hraðhleðslu, Show-View, aðgerðastýringum á skjá sjónvarps, sjáltvirkri stafrœnni sporun, Q-program, Index-möguleika, Intro Scan, rauntímateljara, 4 liða upptökuminni, minni (fari rafmagnið af), 51 rás, þœgilegri fjarstýringu, 2 Scart-tengjum, breiðbandsmóttakara, hœgspilun, leit með mynd, afspilun á tvöföldum hraða, snúði (jog-hjóii), Videoinngangi að framan, hljóðinnsetningu, Simulcast, barnalœsingu o.m.fl. EUROCARD raðgreiðslur TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA ^ Hraðþjónusta við landsbyggðina: ^ RAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ 24 MAIMAÐA (Kostar innanbœjarsímtal og vörumar eru sendar samdaegurs) onsasvegt 11 Sími: 886 886 Fax: 886 888

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.