Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 15 llpplýsingatækni bætir skilvirkni Það framtak Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra að bjóða þeim sem við hann eiga erindi upp á aðgang að sér með tölvupósti hefur vakið verðskuldaða athygh. Þessi ráðstöfun auk margs annars sem frá honum hefur komið í fjöl- miðlum upp á síðkastið bendir til að loks sé kominn ráðherra sem skilur mikilvægi upplýsingabylt- ingarinnar og nýtir sér ávexti hennar. Kostir og gallar tækninnar Tölvupóstur er ekki gallalaus eða alfullkominn frekar en önnur ný tækni. Hvað viðvíkur fullgildri staðfestingu tölvuboða þá er staða þeirra veik samanborið við venju- leg bréf, svo að dæmi sé tekið. Ýmislegt annað mætti nefna. Kost- irnir em á hinn bóginn miklir. Tölvupóstur gerir boðskipti hröð KjaUaiinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans „Þótt frumkvæði ráðherrans boði þannig ekki byltingu í sjálfu sér þá gæti það þýtt byltingu og það mjög mikla ef aðrir stjórnmálamenn og emb- ættismenn fylgdu fordæmi hans.“ og auðveld og getur þannig aukið skilvirkni þeirra til muna. Þetta ætti að vera fagnaðarefni öllum þeim mörgu sem hafa lent í þvi svifaseina skrifræði sem víða er þekkt í íslenska stjómkerfinu. Út af fyrir sig mun þessi tækni- nýjung ekki valda byltingu í einni svipan. Eftir sem áður felst megin- vinnan í afgreiöslu yfirvalda á mál- um í umfjöllun, umhugsun, ákvarð- anatöku og því að semja viðeigandi svör. Tölvutæknin flýtir einungis fyrir nokkrum hluta þessa verks. Hún er því ekki nein allsheijarlausn heldur jákvætt innlegg í að bæta skil- virkni í kerfi þar sem bættra afkasta og gæða er mikil þörf. Eins og öll önnur tækni mun hún með tímanum finna eðlilegt jafn- vægi við eldri aðferðir sem hver hefur sína sérstöku kosti umfram aðrar nýrri. Hún mun til að mynda alls ekki útrýma eða draga stór- kostlega úr mannlegum samskipt- um fólks sem hittist augliti til aug- Utis. Slík samskipti hafa tiltekna og eðlislæga eiginleika og yfirburði sem tæknin getur alls ekki boðið upp á. Viðbrögð við nýjum vinnubrögðum í ljósi þess sem fyrr greinir vakti „Tölvupóstur gerir boðskipti hröð og auðveld og getur þannig aukið skitvirkni þeirra til muna,“ segir Jón m.a. í grein sinni. það undrun mína að frumkvæði ráðherrans varð tilefni til nokkuð harkalegrar ágjafar frá Guðrúnu Helgadóttur, fyrrverandi alþingis- manni. Nær hefði verið að hrósa ráð- herranum fyrir það áræði að bjóða upp á þennan kost vitandi af öhurn þeim fjölda fólks sem vill ná fundi hans og þeirri augljósu hættu aö drukkna í tölvupósti. Og áhyggjur út af skertum hlut þeirra sem ekki hafa aðgang að tækninni eru létt- vægar. Ef að líkum lætur mun ráð- herrann nú fá aukinn tíma til að sinna þeim vegna fyrirsjáanlegs vinnuspamaðar. Bylting í skilvirkni? Þótt frumkvæði ráðherrans boði þannig ekki byltingu í sjálfu sér þá gæti það þýtt byltingu og það mjög mikla ef aðrir stjómmálamenn og embættismenn fylgdu fordæmi hans. Hvernig htist þeim sem í dag verða að bíða mánuðum saman eft- ir afgreiðslum og viðtölum hjá ráðamönnum og embættismönn- um á það til dæmis að hafa tölvu- póstfang hvers einasta embættis- manns og sæmilega vissu fyrir skil- virkmn svörum? TiUaga mín er því að þessu for- dæmi verði fylgt fast eftir með birt- ingu skráar yfir aUa stjómmála- menn, opinberar stofnanir, starfs- fólk þeirra og verksvið. Ennfremur að höfundar blaðagreina taki upp þann sið að birta með greinum sín- um tölvupóstföng sín eins og al- þekkt er í mörgum erlendum blöð- um. Jón Erlendsson Það er átak í jaf nréttismálum GHS gerir úttekt á loforðum og efndum Reykjavíkurlistans 10. maí sl. AUt gott um það, nauðsynlegt að veita stjómvöldum aðhald - en það þarf að fara rétt með. Þar stóð m.a.: Loforð „Átak í jafnréttismál- um - Efndir - ekkert." Öflug vinna á réttum forsendum Hið rétta er að öflug vinna er þegar farin af stað í borginni, Uöur í átaki til að bæta stöðu kvenna. Það sem meira er: á réttum for- sendum og í fuUu umboði stjóm- valda. Þaö gerir gæfumuninn. Nú- verandi meirihluti hefur þá yfir- lýstu stefnu að gera átak í jafnrétt- ismálum. Það eitt er nýmæU. Sjálf- stæðismenn höfðu enga slíka stefnu. Fyrrverandi jafnréttisnefnd vann þó gott verk en algerlega í tómarúmi, án sýnUegrar stefnu eða umboðs þáverandi meirihluta. Það er mér kunnugt sem borgarfulltrúi á þeim tíma. Samstarf um bætta stöðu kvenna Það er því ekki rétt að ekkert sé að gert í Reykjavík til að bæta stööu kvenna. Svo fátt eitt sé nefnt: í fyrsta lagi er nú unnið að nýrri jafnréttisáætlun fyrir Reykjavík sem fara mun í víötæka umfjöUun og umræðu í borgarkerfmu í sum- ar. í öðm lagi er þegar hafin sam- Kjállarinn Elín G. Ólafsdóttir formaður Jafnréttisnefndar Reykjavíkur anburðarkönnun á kjömm kvenna og karla í tveimur stofnunum borg- arinnar með það að leiðarljósi að tekið verði á kynbundnum launa- mun. í þriðja lagi vora gerðar sér- stakar leiðréttingar á launum Sóknarkvenna í nýgerðum samn- ingum borgarinnar og opnaðir möguleikar á að taka betur á launa- misréttinu með ýmsum hætti. í fjórða lagi hófst fræðslufundaröð nú í maí um stöðu kynjanna fyrir starfsfólk stofnana borgarinnar á vegum jafnréttisnefndar. Umraeðan er því opnuð á réttum stöðum og verður haldið við með þá von að samráð og samstaða geti myndast um aðgerðir. Það er það mikUvægasta. Opna augu, eyru, efla skUning. Stjórnun og staða kynjanna Fyrsti fræðslufundurinn flallaði um stjórnun og stöðu kynjanna. Á þeim fundi vom flestir æðstu yfir- menn stofnana og mikilvægra málaflokka hjá borginni - lykilfólk sem getur haft úrsUtaáhrif á aö- gerðir til að jafna stöðu kynjanna. Núverandi jafnréttisnefnd ætlar ekki að vinna í tómarúmi, Utið kemur út úr því annað en marklít- U markmið á blaði sem fáir taka til sín. Því nennum við ekki - nennum ekki að hafa kvennabaráttu lengur upp á punt í prjálplöggum. Önugur oddviti Reykvíkingar vita af bmðU, einkavinavæðingu og málefnafá- tækt sjálfstæðismanna. Þeir vita líka að nýr meirihluti er við erfiðan fiárhag að framkvæma loforð og hrista upp í stöðnuðu bruðlkerfi íhaldsins í Reykjavík - og finnst það harla gott. Sjálfstæðismönnum finnst það hins vegar erfitt eins og svör hins önuga oddvita, Áma Sig- fússonar, í sömu grein bera með sér. ReykjavíkurUstinn kom til að breyta og bæta; gera Reykjavík aö betri borg. AUt mennUegt fólk veit þetta og jafnframt að Róm var ekki byggð á einum degi. Leiðarljós nú- verandi borgaryfirvalda er að koma á auknu jafnrétti í Reykjavík. Að því verður unnið af heilindum og á ýmsa vegu. Elin G. Ólafsdóttir „Núverandi meirihluti hefur þá yfir- lýstu stefnu að gera átak í jafnréttis- málum. Það eitt er nýmæh. Sjálfstæðis- menn höfðu enga slíka stefnu.“ Ráðherrariátiaf þingmennsku Sjálfsagt „Ég tek undir skoðun Ólafs G. Ein- arssonar um að þingmaður láti af þing- mennsku verði hann ráöherra. Þrí- skipting'valds hér á landi er ekki í réttum Guöni Agústsson al- þingiemaður. farvegi. Ráðherrar fara meö framkvæmdavaldiö og því miður hafa sumir þeirra veriö ósparir á að keyra mál í gengum þingið á flokkshoUustu þingmanna stjómarraeirihluta. Að styrkja Alþingi er mikið verkefni og brýnt. Það að ráðherrar afsaU sér þingmennsku er bara eitt atriöi þar í. Þingiö hér á landi er veikt fy rir ráðherrum og þeir nota völd sín báðum megin borðsins. Oft leika þeir lausum hala. ÖU þekkj- um við kosningasýningar þar sem framkvæmdir eru ákveðnar og stefna mörkuð án þess að Al- þingi, sem setur þeim fjárlög, hafi komið að málinu. Þingiö er hins vegar umburðarlynt og tek- ur við. ÆtU fjárlagahalUnn hverfi fyrr en þama hafa verið mörkuð þáttaskU. Þingið á að veita að- hald. Ekki hafði sljórnarandstað- an hugmynd um þann vanda sem var að hlaðast upp í ríkisfjármál- unum á síðasta vetri. Og fyrst þingið var ekki sterkara en þetta var eðUlegt að ráöherrar fæm ekki aö flytja vondar fréttir í kosningabaráttunni. Þingið leyfði þeim, af póUtískuro ástæð- um, að sópa vandanum undir teppið. Þetta er svo sem ekkert nýtt hér á landi en getur ekki gengið áfram." Olafur Rognar Grims- *on alþinglsmaöur. Ekkitilbóta „Mér finnst þessi hug- mynd, sem er fengin að láni frá ýmsum stjómkerfúm, ekki faUa vel að okkar Utla þjóðþingi og þvi lýðræðis- kerfi sem við emm með. Fólkiö í kjördæmunum er ef tU viU fyrst og fremst að tryggja stuðning sinn við ákveðna ein- staklinga sem era í forystu fyrir flokkana í viðkomandi kjördæm- um. Ef svo færi að þingmenn segðu af sér þingmennsku þegar þeir yrðu ráðherrar ætti þetta fólk ekki aðgang að þeim sem fuUtrúum sínum á þjóðþinginu aUt kjötímabiUð. Ég held einnig að ráðherramir, sem hafa ríka tilhneigingu til þess að fiarlægj- ast þingið i embætti, myndu enn síður hljóta lýöræðislegt aðhald úr þinginu ef þeir hefðu ekki skyldu tU að silja þingfundi. Ég óttast Uka að það myndi draga ur hinu beina og óbeina lýðræðis- lega aðhaldi, sem þingið veitir ráðherrunum, ef þeir væra bara uppi í ráöuneytum og kæmu ein- göngu í þingiö þegar þeirra mál- efni væm á dagskrá. Erlendis, þar sem þetta kerfi er tíökað, eru ráðuneytín miklu stærri og öfiugrl en við erum með hér. Þar era ef til vUl mörg hundrað starfsmenn í viðkomandi ráðu- neyttun. Hér á landi er þetta ekki nema 15 til 30 manns starfandi að jafhaði í ráðuneytunum og enn færri í sumum þeirra. Þess vegna efast ég um aö þetta myndi verða til bóta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.