Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1995 Fréttir Matvælafyrirtæki í New York í eigu Islendinga semur við stórar verslanakeðjur þar í borg: Möguleikar á að selja íslenska lambakjötsfjallið - á skömmum tíma ef vel tekst til á kynningum í New York þessa dagana Matvælafyrirtæki í New York, Cooking Excellence Ltd„ sem er í eigu íslenskra systkina, Sigurðar Baldvins og Karítasar Sigurðsson, hefur náð samningum við tvær stærstu matvælakeðjur New York- borgar um sölu á lífrænt ræktuðu lambakjöti frá íslandi. Salan fer fram með milligöngu Baldvins Jónssonar og það er Kjötumboðið sem selur kjötið. í tengslum við samningana stendur yfir kynning í 30 af 70 versl- unum keðjanna í New York á ís- lensku lambakjöti sem Sigurður Baldvin segir að sé mesta kynning sem fram hafi farið í Bandaríkjunum á íslenskum matvælum. Vegna kynningarinnar fara út þrír gámar af lífrænt ræktuöu lambakjöti, um 20 tonn. Einn gámur er þegar farinn, annar fer á fóstudag og sá þriðji í byijun júní. Kynningin fer fram með stuðningi Útflutningsráðs, Flugleiða og bændasamtakanna. Matvælakeðjumar Gristed’s og Sloan’s eru í eigu stórfyrirtækisins Read Apple Companies og til marks um stærð þeirra seldu þær 4 þúsund tonn af lambakjöti í Bandaríkjunum á tveimur vikum fyrir páska. Þess má geta að ársframleiðsla á íslandi á lambakjöti er 7 þúsund tonn. Sig- urður segir að í ljósi þess að til séu 600 tonn af frosnu lambakjöti á ís- landi, sem standist þær gæðakröfur sem gerðar eru í Bandaríkjunum, séu miklir moguleikar á frekari við- skiptum með íslenskt lambakjöt. Gangi kynningarherferðin vel sé ekki óraunhæft að ætla að selja megi 600 tonna kjötflall á íslandi á skömm- um tíma. „Verð á íslensku lambakjöti er hærra í Bandaríkjunum en t.d. á Sigurður Baldvin Sigurðsson. þarlendu kjöti og kjöti frá Nýja-Sjá- landi. Munar þar öllu um að íslenska lambiö er selt sem líftrænt ræktað. Þá hefur það vakið mikla athygli fjölmiðla héma úti að íslenska lambakjötið hefur hátt hlutfall Omega-3 fitu sem er sjaldgæft í kjöti en er eftirsótt af heilsusamlegum ástæðum," segir Sigurður. Cooking Excellence var stofnað fyrir tveimur árum af Sigurði og Karítas, sem em böm Níelsar P. Sig- urðssonar sendiherra. Þau hafa lengst af verið búsett erlendis en Sig- urður starfaði áður sem sölustjóri hjá Nóa-Síríusi og Álafossi. Sala á íslensku lambakjöti er aðeins hluti af víðtækari starfsemi. Fyrirtækiö er mikið í matvælaráðgjöf, gefur út bæklinga, stendur fyrir matarklúbb- um og þess má geta að Karítas stjóm- ar vinsælum sjónvarpsþætti sem sér- fræðingur í erlendri matargerð. Allt að 230 manns starfa hjá Cooking Excellence. Auk samningsins við matvælakeðj- urnar hefur fyrirtækið samið við Louis Food Service um dreifingu á íslensku lambakjöti á veitingastaði New York-borgar. Nú þegar eru 12 þekktir veitingastaðir famir aö bjóða lífrænt ræktað lambakjöt frá íslandi. Þá hefur Cooking Excellence keypt reyktan og grafinn lax frá íslenskum matvælum hf. Þess má geta að Sigurður Baldvin kemur til Islands í sumar með for- stjórum Read Apple Companies og Louis Food Service til að kynna sér lífrænan landbúnað á íslandi. For- stjóri Read Apple, John Catsamitidis, er enginn smálax en samkvæmt Fortune tímaritinu er hann 10. rík- astimaðurBandaríkjanna. -bjb Stuttarfréttir Eidgigieríhættu Grímsneshreppur vill selja vik- urfyrirtæki Seyðishóla í Gríms- nesi til útflutnings. Um er að ræða einn stærsta eldgíg landsins í alfiaraleið. RÚV greindi frá þessu. ÓiÖaieq ínrírttunaraiöfd Umboðsmaöur Alþingis hefur sent frá sér það álit að hækkun innritunargjalda í Háskólanum styöjist ekki viö lög. Háskólinn mun því fyrirsjáanlega verða fyr- ir umtalsverðu tekjutapi. F}Ölgun sumarstarfa Borgarráð hefur samþykkt rúmlega 89 milljóna króna auka- fjárveitingu vegna sumarstarfa skólafólks. í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 2.000 sumarstörfUm en alls hafa um 3.500 umsóknir um vinnu í sumar borist Mbl. greindi frá þessu. Lögfræðingurtflmetorða Guðmundur S. Alfreðsson lög- fræðingur hefur verið ráöinn for- stöðumaður sænsku Wallenberg- stofnunarinnar og prófessor i lög- um við háskólann I Lundi. RÚV greindi frá þessu. -kaa Steingrimur J. Sigfússon og Margrét Frimannsdóttir keppast um að afla sér fylgis meðal alþýðubandalagsmanna þvi bæði stefna þau á formannsembættið. í gærkvöldi mættu þau á fund flokksmanna í Þinghóli í Kópavogi og er ekki annað að sjá en vel hafi farið á með þeim. DV-mynd ÞÖK Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands: Fjárbúum fækki um þriðjung - segir að það þýði ekki að framleiða eitthvað sem enginn vill kaupa „Bændur gera sér almennt grein fyrir því að neytendur eru forsenda fyrir framleiðslunni. Það þýðir ekki að framleiöa eitthvað sem enginn vill kaupa. Það er ólíklegt að við fáum meiri peninga frá ríkinu miðað við þá þröngu stöðu sem núna er í þjóðfélaginu. Við höfum því úr litlu að spOa en ég er samt bjartsýnn á að samkomulag náist sem við getum lifaö við,“ segir Ari Teitsson, formað- ur Bændasamtaka íslands. Viðræður eru nú hafnar milli Bændasamtakanna og ríkisins um endurskoðun á búvörusamningnum. Vandi sauðfjárbænda er mikill og samkvæmt nýlegri úttekt Hagþjón- ustu landbúnaöarins hefur fiárhags- leg afkoma þeirra hruniö á undan- fómum þremur árum. Samkvæmt úttektinni hefur sala kindakjöts að jafnaði dregist saman um 3 prósent á ári á undanfómum árum. Á verölagsárinu 1993 til 1994 var salan 7.081 tonn en á næsta ári er því spáð sölu upp á 6.900 tonn. Ef fram heldur sem horfir yrði salan einungis 6.500 tonn á verðlagsárinu 1997 til 1998. Vegna minnkandi sölu hefur greiðslumark sauðfjárbænda veriö skert jafnt yflr línuna. Nú er svo komiö aö sauöfjárbændur framleiða að jafnaöi einungis um 60 prósent af þeirri framleiðslu sem þeir höföu fyrir 6 til 8 ámm. Fastur kostnaður hefur hins vegar að mestu staðið í staö. Fyrir vikið hefur hlutdeild bóndans í framleiðslunni lækkað að meðaltali úr 643 þúsund krónum á ári i 447 þúsund. A næsta ári stefnir hlutur bóndans í að verða einungis 251 þúsund krónur. Að sögn Ara koma einkum tvær leiðir til greina til að bregðast við vanda sauðfjárræktarinnar. Annars vegar að selja meira af afurðum og hins vegar að fækka búum. Vandséð sé að flnna leiðir til að auka söluna enda hafi bændum ekki einu sinni tekist að halda íslenska markaðinum á liðnum árum. Þá hafi útflutningur ekki skilað þeim árangri sem menn vonuðust eftir. „Það er vandmetið hversu mikið sauðfjárbændum þyrfti að fækka. Margir em með sauðfjárrækt sem hliðarbúgrein. En í raun og vera þyrfti um þriðjungur af framleiðslu- einingunum að leggjast niður mælt í kindaplássum.” Aö sögn Ara er rætt um ýmsar leið- ir til að auðvelda bændum aö hætta búskap. Meðal annars komi til greina aö veita þeim fyrr rétt til eftirlauna og aukajarðakaup ríkis og sveitarfé- laga. -kaa Reyrrár ’JYauataaoa, DV, Ódó: „Það veröur mikil áhætta fýrir islensku skipstjórana að grípa til þess úrræðis að veiöa á Sval- barðasvæðinu. Við munum fylgj- ast mjög vel með skipaferðum um þessar slóðir úr lofö og ef sést til einhvers sem ekki má vera þar þá veröa teknar af viökomandi ljósmyndir og hann tekinn við fyrsta tækifæri og færður til hafnar,“ segir Lars Tetje Sætre, yfirmaður norsku strandgæsl- unnar í Osló. Norska strandgæsl- an hyggst beita þyrfum sínum, flugvélum og flota til eftiriits með fiskvemdarsvæðinu við Sval- barða. Flotinn samanstendur af freigátum, minni Varöskipum og toguram. Það er greinilegt á máli hans að það verður lögö öll áhersla á að enginn óviðkomandi stundi veiðar á Svalbaröamiðum. Islenskir togarar munu á næstu vikum halda til veiöa i Barents- hafi ef að líkum lætur. Sú kenn- ing er uppi að á síöasta ári hafi þeir tekið a.m.k. helming afla síns á svæði þvi sem Norðmenn kalla fiskvemdarsvæðiö. Nú virðast Norðmenn ætla að fyrirbyggja að það gerist í ár og því mun norska strandgæslan fylgjast grannt með feröurn þeirra og grípa til aðgeröa strax og tilefhi gefsL Lars Sætre sagði aðspurður að færu íslensku skipin 100 metra eða lengra inn fyrir línuna þá yrðu þeir um- svifalaust gripnir af skipum strandgæslunnar. „Við munum ekki gefa effir komi tfl brota. Við höfum mjög nákvæm tæki til að greina þaö ef skip era fyrir innan mörkin, þar skeikar aöeins tugum metra," segir Lars Terje Sætre.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.