Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 Frá kynningu Þórsbrunns á áformum um byggingu vatnsverksmiðju. Aðstandendur Þórsbrunns virða fyrir sér gæðavatnið Thorspring, talið frá vinstri þau Ragnar Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri, Ingibjörg Sólrún Gisla- dóttir borgarstjóri, Sigurður Gísli Pálmason frá Hagkaupi og Hreinn Loftsson, lögmaður Vífilfells. DV-mynd BG Eigendur Þórsbrunns færa út kvíamar: 600 miiyóna vatnsverksmiðja - sem mun í fyrstu skapa 20-30 ný störf Viðskipti Gjaldþrotaskýrslan: -árin 1985-1994 í samantekt Haralds L. Har- aldssonar hagfræðings fyrir Aíl- vaka Reykjavikur um gjaldþrot á íslandi kemur fram að árin 1985- 1994 urðu tæplega 2.600 félög gjaldþrota. Samkvæmt fyrirliggj- andi upplýsingum um saraþykkt- ar og frágengnar kröfur vegna þessara gjaldþrota nema þær allt að 57,5 milljöröum króna. Þá er hins vegar ólokið skiptum í 568 þrotabúum af samtals 2.595. „Sé dregin ályktun af þeim ca 100 búum sem síöast komu til forrnlegra skiptaloka sýnist heildarupphæö samþykktra og frágenginna krafha á þessu 10 ára tímabili geta numiö um 94,2 millj- öröum á verðlagi í desember 1994,“ segir m.a. í skýrslunni. Áætlað er að meðaltalseignir þrotabúa nemi að hámarki um 15% krafna og að beint tap vegna þessara gjaldþrota geti því numið allt að 80 milljörðum. Er þá ótalið tap vegna nauðasamninga, ann- arra niðurfeUinga skulda, tapaðs hlutaflár og framlaga og umfram- skuldbindinga rekstraraðilanna sjálfra. í gjaldþrotunum 1985-1994 var sami aðlli stjórnarformaður í tveimur eöa fleiri félögura í 345 skipti eða hjá 819 félögum. I tveimur tilfellum var sami aöili stjómarformaður í sjö félögum. Fjöldi gjaldþrota í einstökum atvinnugreinum er mismunandi. Heildverslun sker sig úr með um 385 gjaldþrot á tíu ára tímabili. Næstflest gjaldþrot voru hjá fyr- irtækjum í byggingarstarfsemi eða238. -bjb Hækkandi launavísitala Hagstofen hefur reiknað launa- visitölu miðaö við meðallaun í apríl 1995. Er vísitalan 137,3 stig og hækkar um 0,5% frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísi- tala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, er 3002 stigíjúní 1995. -bjb Eigendur vatnssölufyrirtækisins Þórsbrunns; Hagkaup, Vífilfell og Vatnsveita Reykjavíkur, hafa ákveð- ið að ráðast í byggingu vatnsátöpp- unarverksmiðju nálægt Elliðavatni sem tekin yrði í notkun í byijun næsta árs. Um er að ræða 200 millj- óna króna fjárfestingu í fyrsta áfanga en þegar öllu verður á botninn hvolft má reikna með 600 til 700 milljóna króna heildarfjárfestingu. Vatns- verksmiðjan kemur í fyrstu til með að skapa 20-30 ný störf en Þórs- brunnur hefur til þessa haft átöpp- unaraðstöðu í verksmiðju Vífilfells. Bygging átöppunarverksmiðju hef- ur verið í undirbúningi Þórsbrunns um nokkurn tíma. Forsenda hennar eru samningar sem nýlega náðust við bandaríska dreifingarfyrirtækið Select Beverages í Chicago. Þar er stefnt að sölu á vatninu Thorspring í öllum ríkjum Bandaríkjanna en fyrirtækið hefur séð um sölu fyrir Þórshrunn í nokkrum nágrannaríkj- um Chicago í Illinois undanfarin ár með mjög góðum árangri. Svo vel hefur tekist til að Thorspring er ann- að söluhæsta vatnið í flokki gæða- neysluvatns á eftir franska vatninu Evian. Stefna samningsaðilar að því aö Thorspring verði þegar á næsta ári komið í sölu í 10 ríkjum Banda- ríkjanna og síðan verði þeim íjölgað hægt og bítandi. Endanleg staðsetning vatnsverk- smiðjunnar liggur ekki fyrir en tvær lóðir koma til greina. Vatnið kemur frá lindum á Vatnsenda. Af hálfu eigenda Þórsbrunns hefur frá upphafi verið lögð á það áhersla að byggja fyrirtækið upp í áfóngum. Hagkaup, eða öllu heldur Fjárfest- ingarfélagið Þor og VífiIfeÚ, eiga hvor um sig 40% hlut í Þórsbrunni og Vatnsveita Reykjavíkur 20% hlut. Þegar framleiðslan í nýju verksmiðj- unni verður komin vel af stað standa vonir eigenda Þórsbrunns til að gera fyrirtækið að almenningshlutafélagi. -bjb Skeljungsbréfin aldrei lægri Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku námu ríflega 21 milljón króna og sl. mánudag bættust við viðskipti upp á 4,2 milljónir. Mest hefur verið keypt af bréfum Flugleiða, eða fyrir 8,8 miUjónir. Næst koma bréf Granda með 8 milljóna viðskipti og Eim- skipsbréfin með 6,8 milljónir. Við- skipti gærdagsins lágu ekki fyrir þeg- ar þetta var ritað. Helst þótti fréttnæmt í síðustu viku að viðskipti urðu með hlutabréf Skeljungs, sem ekki hefur gerst síðan í byrjun mars sl. Ein viðskipti áttu sér stað fyrir 132 þúsund krónur á föstudag og féll gengi bréfanna úr 4,33 niður í 3,78, eöa um 12,7 pró- sent. Gengi Skeljungsbréfanna hefur ekki verið lægra frá því þau fóru á markað. Álverð að braggast Teikn eru á lofti um að álverð á heimsmarkaði hækki á næstunni eft- ir nokkra lægð síðustu vikur. Stað- greiðsluverð var komið 11790 dollara tonnið í gærmorgun og spá sérfræð- ingar að það geti farið í allt að 1820 dollurum næstu daga. Mest munar um lækkun birgða hjá framleiðend- um um allt að 20 þúsund tonn í þess- um mánuði. Tveir togarar lönduðu afla sínum í erlendum höfnum í síðustu viku,. samkvæmt upplýsingum frá Afla- miðlun LÍÚ. Oddgeir ÞH seldi 74 tonn í Hull fyrir 7,5 milljónir króna. Akur- ey RE náði betri sölu í Bremerhaven þegar 193 tonn voru seld fyrir 22 milljónir. í gámasölu í Englandi seld- ust 675 tonn fyrir 77,7 milljónir. Af gengi helstu gjaldmiðla gagn- vart íslensku krónunni er það helst að segja að pundið og þýska markið hafa hækkað í verði. Sölugengi pundsins var 102,47 krónur í gær- morgun og marksins 45,26 krónur. -bjb Gámaþorskur Dollar 100 Olíufélagið 7 5,20 Skeljungur Þingvísit. húsbr. 1100 1080 1060 104 Margrétselur sinnhlutíHeklu Margrét Sigfúsdóttir hefur selt sinn lúut i Heklu til Trygginga- miðstöðvarinnar. Um er að ræða í kríngum þriðjungshlut. Eftir eru Sverrir og Sigfús Sigfússynir af systkinunura í eigendahópi Heklu en sem kunnugt er hætti Ingimundur Sigfússon afskiptum af fyrirtækinu á síðasta ári og gerðist sendiherra. Gunnar Fel- ixson, forstjóri Tryggingamiö- stöðvarinnar, er kominn í stjóm Heklu sem varaformaður en Sverrir tekur við stjórnarfor- mennsku af Margréti. í tilkynn- ingu frá Heklu segir að Margrét hafi ákveðið að flytja til útlanda til náms. hækkun bygg- ingarvisitölu Hagstofan hefur reiknað nýja byggingarvísitölu eftir verðlagi um miðjan maí. Vísitalan reynd- ist vera 203,9 stig og hefur hækk- að um 0,1% frá apríl sl. Þessi vísi- tala gildir fyrir júní nk. Samsvar- andi vísitala, miðuð við eldri grann, er 652 stig. Síöastliðna 12 mánuði hefur visitalan hækkaö um 3,9%. Und- anfama þijá mánuöi hefur hún hækkað um 2% sem jafngildir 8% verðbólgu á ári. -bjb Tap hjá Skaga- markaði Daiúel Ólafeaon, DV, Akranesi: Ársreikningar Skagamarkaðar hafa verið lagðir fram og þar kemur fram að rekstrartekjur eru 20,9 milijónir og rekstrargjöld 20,7 milljómr. Rekstrarhaili er 1,1 miEjón og skuldir í ársiok 14,2 milljónir, nær eingöngu skamm- timaskuldir. í skýrslu endurskoðenda kem- ur fram að verulegur bati hafi orðiö á railli áranna 1993 og 1994. Þrátt fyrir það vantar verulega upp á miöað við afkomuna 1994 að félagið geti staöið í skilum með skuldbindingar sínar. Daníel Ólatsson, DV, AkranesL- Lánasjóður sveitarfélaga hefur sent Akraneskaupstað bréf þar sem greint er frá því að bærinn hafi fengið 25 mUljóna króna lán hjá sjóönum. Bæjarráð sam- þykkti lántökuna í síðustu viku. Frakklandvin- sælastaferða- ntannalandið Eyþór Eðvardæan, DV, HoDandi: í skýrslu Alþjóða feröamanna- sambandsins, World TouristOrg- anization, kemur fram að Evrópa var mest sótti ákvörðunarstaður ferðamanna á árinu 1994. Vinsæl- asti ákvörðunarstaöurinn innan Evrópu er Frakkland með 60 mOljón ferðamenn á síðasta ári. Frakkar græða einnig mest á ferðamönnum og í fyrra voru gjaldeyristekjumar 25 milljarðar dollara. Gjaldeyristekjur Hollendinga vegna erlendra ferðamanna voru á síðasta ári 5,6 milljarðar doll- ara. Gjaldeyristekjur íslands af erlendum ferðamönnum voru á siðasta ári í kringum 17 milljarö- ar ísl. kr. sem gerir feröamanna- iðnaöinn að næststærsta iðnaðí landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.