Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 Spumingin Á aö leyfa hundahald í þéttbýli? Sigurður Jónsson nemi: Það fer illa með dýrin og því á ekki að leyfa það. Elías Skúlason, selur ólfa hjá SÁÁ: Nei, hundar eiga að vera í sveit og við eigum ekki aö þurfa að ganga í hundaskít hér í borginni. Sigurður Gylfason, atvinnumaður í knattspyrnu: Já, mér líka dýr og ég vil hafa þau í kringum mig. Skarphéðinn Veturliðason eftir- launaþegi: Nei, það er óþrifnaður af því og á ekki við. Kristín Dóra Karlsdóttir húsmóðir: Nei. Af því er óþrifnaður því eigend- ur eru ekki nógu duglegir að þrífa eftir þá. Sigrún Ásgeirsdóttir deildarstjóri: Eindregið á móti því. Þeir eru yfir- leitt til vandraeða, greyin, því fólk sinnir þeim ekki nóg. Lesendur Kjaramál og hælkrókar Frá Alþingi. - Þar kreppir skórinn mest i launamálum en búið að setja forseta Alþingis í málið. Haraldur Guðmundsson skrifar: Það hefur lengi verið kappsmál al- þingismanna að fá kjör sín bætt, eins og þeir kalla það. Léleg laun og að- stöðuleysi hefur einatt verið kallað fram til varnar því hve Alþingi er lítið skilvirkt. Menn segja sem svo: „Það er ekki von að nokkur vel menntaður maður eða eldhugi í þjóð- málum fáist til að bjóða sig til þing- starfa á meðan svo illa er búið að þingmönnum sem raun ber vitni.“ Samt er enginn hörgull á framboði til þings og komast færri að en vilja! Eða er allt þetta fólk þá fremur úr- hrak þjóðfélagsins en úrval? Og þingmönnum bætist stundum liðsauki. Sumir fjölmiðlamenn eru á þessari skoðun og telja að laun og hlunnindi skapi skilvirkni og festu á Alþingi. Aðrir vita betur og segja að hvorugt lækni þingþreytuna, enda hefur ekki verið tfi sparað, laun eða hlunnindi til handa stjórnsýslulið- inu. En þaö kvartar samt. Almenningur, sem tekur laun eftir töxtum verkalýðsfélaga og lætur sér lynda skattheimtu í bak og fyrir og þiggur engin hlunnindi önnur en þau að lesa um spillingu með sjálftöku launa hvers þrýstihópsins á fætur öðrum - meira að segja með aðstoð dómstólanna - er oröinn langþreytt- ur og hlustar meö hryllingi á þann söguburð að Alþingi sé um það bil að leggja upp laupana vegna lág- launa og aðstöðuleysis. Fólki er nefnilega að verða æ ljós- ara að það er aðeins eitt sem þing- menn og aörir á efri bekkjum stjórn- sýslunnar hafa að leiðarljósi; nefni- lega eigin kjaramál og hvernig megi beita ýmsum afbrigðum hælkróka til að hrifsa til sín hærri laun og meiri hlunnindi. - Að því er Alþingi sjálft varðar hafa þingmenn fundið upp fagmannlegt orð á þessu vinnuheiti: „að stuðla að virðingu Alþingis". Þaö var því vel til fundið og sér- staklega klókt afbrigði af pólitískum hælkróki að bjóða fyrrverandi menntamálaráðherra stól forseta Alþingis með þaö augljósa verkefni að vinna að bættum launakjörum þingmanna. - Og vita megum við, áhorfendur þessa sjónarspils, að á meðan forseti vinnur að þessu kjör- máh þingmanna verður a.m.k. friður á þingi um störf hans og stöðu. Já, það verður eitthvað að gera til að menn falli ekki í freistni af gylliboð- um um veiðitúra eöa utanlandsferð- ir. Og allir vita aö lág laun og léleg kjör á Alþingi bjóða spillingunni heim. - En auðvitað hvergi annars staðar, eða hvað? Horf inn er Hannes hinn sanni Ragnar skrifar: Eg horfi stundum á þá félaga Hann- es Hólmstein og Mörð Ámason er þeir rekja garnirnar úr viömælend- um sínum. Þátturinn er nú farinn að missa verulega marks af ýmsum ástæðum. Ekki síst vegna þess að Hannes Hólmsteinn, hinn fyrrum sanni spekingur orðsins, er nú horf- inn, a.m.k. að mínu mati. Hann fer bókstaflega í keng þegar hann er andspænis flokksbræðmm sínum og öðrum sem hann af einhverjum ástæðum telur sig verða að hlífa við ágengni. Þetta kom svo berlega í ljós síöast- liöinn föstudag er hann sat gegn for- sætisráðherra og Mörður sá einn um að afhjúpa stefnuleysi hans. Hannes kom varla að máhnu nema þá sem tímavörður til að minna Mörð á að stundin væri komin. - Og það urðu alhr fegnir, líka áhorfendur, því aumari viðtalsþáttur hefur ekki lengi sést á sjónvarpsskjá. Það er leiðinlegt þegar svona þætt- ir eins og þessi sérstaki stuttþáttur i sjónvarpi faha um sjálfa sig vegna umhyggju sem þáttastjórnandi (í þessu tilviki Hannes) þykist þurfa að sýna þegar „hans“ maður er tek- inn á beinið. Mörður má eiga það að hann lætur rigna yfir réttláta og rangláta, gefur „sínum" mönnum engin grið þótt þeir kannski búist við því. Ég er líka ósáttur við hvemig Hannes hefur breytt sér í, aö mér finnst, einhvem annan Hannes Hólmstein en hann lengst hefur ver- ið. - Ég er þeirrar skoðunar að annað hvort verði Hannes að taka sig vem- lega á í þessum „beintökuþætti" eða þátturinn verði að byggja sér sterk- ari ímynd með nýjum fyrirspyrj- anda. - Stöð 2 reiðir varla fram fé fyrir svona frammistöðu. Handboltinn og Gunnar á Hlíðarenda Það sem skiptir máli er að „strákarnir okkar“ eru á kortinu með þessum milljónaþjóöum. Bergþór Pálsson skrifar: Ég fyllist stolti þegar ég hugsa th íslenska landsliðsins í handbolta. Á sama hátt fyllist ég skömm þegar ég hugsa til þeirra íslendinga sem hafa látið í Ijósi vanþóknun yfir frammi- stöðu okkar manna í undangenginni heimsmeistararkeppni. Lífið er stundum þannig að við eigum við ofurefh að etja þó að við beijumst til síðasta blóðdropa. Engu að síður er virðingarvert og aðdáunarvert að beijast hetjulega við slíkar aðstæður. Gunnar á Hhðarenda var glæsileg- asti íslendingurinn á sinni tíð. Allt kom fyrir ekki, hetjulundin og bar- áttuþrekið dugðu ekki til þess að hann yrði ekki fehdur. Að vísu veit enginn hvaö hefði gerst hefði Hall- gerður gefiö honum lokkinn góða úr hári sínu í bogastreng. íslenska landshðið í handbolta er samnefnari Gunnars í samtíðinni. Að sumu leyti má þó líkja okkur hin- um við Hallgerði. Hvað þýöir aö skammast út í landshðið okkar þó að viö yrðum að lúta í lægra haldi fyrir bestu hðum heims? Og hvað á að þýða að vera með minnimáttar- kennd í kjölfarið? - „Já, já, við erum nú svo fá, hvað erum við að ætlast til þess að geta verið í fremstu röð, í samanburði við þessar mihjóna- þjóðir?" - viðhorfið er of ríkjandi. Það sem skiptir máh er að þessir strákar, „strákamir okkar", eins og við segjum þegar vel gengur, eru á kortinu með þessum mihjónaþjóðum með glæsibrag. - Strákarnir okkar em hetjur og vel þaö. Kvóftaaukningí lausutoffti Sigurbjörn skrifar: Mér er ekki alveg ljóst hvernig skhja á ummæh þeirra sjávarút- vegsfeðga, Þorsteins Pálssonar og HaUdórs Ásgrímssonar, sem báð- ir hafa mikh ítök í þeirri stjórn- sýslu sem tekur th fiskveiöimála okkar. í ummælum þeirra segir sitt á hvaö um hugsanlega aukn- ingu á þorskkvóta. Og það nýj- asta sem sett er fram, kannski bara sem málamiðlun milh þeirra og til að friða okkur hagsraunað- ha, er að innan þriggja ára megi búast við aö aflinn verði 200 þús- und tonn. Meira áríðandi er að fa öruggar fréttir um kvótann á þessu fiskveiöiári heldur en eftir 3 ár því sjálfsagt veit enginn hvaða aðstæður verða þá. Ég sé því ekki betur en að máhð sé enn jafnraikið I lausu lofö og áöur. Okraðá Sigurbjörg hringdi: Islenskt grænmeti, þaö sem hér er ræktað á annað borð, er ág- ætt, jafnvel betra og bragðmeira en hið erlenda. Það er þó ekki svo miklu betra að okra eigi á því strax og það sér dagsins hós snemma sumars. Þetta hefur samt átt sér stað ár eftír ár og neytendur hér hafa látið sig hafa það að kaupa. Nú er sá tími hðinn þvi við vitum aö hægt er að flytja inn erlent grænmeti líka að sumrinu og einokunarthfæringar með okkar íslensku framleiðslu standast ekki lengur. Tímans tönn malar dijúgt, líka mynstur einokunarinnar. Vandiungra flugmanna E.S.K. skrifar: Nokkuð hefur borið á skrifum um flugmál, flugskóla og öflun islenskra flugréttinda. Líklega er imdirrót skrifa hinna ungu flug- manna sem hafa kvartað yfir vinnuháttum Flugmálastjómar sú að mjög erfitt reynist ungum flugmönnum aö fá vinnu hér á landi. Þaö er hins vegar spurning hvers vegna hið opinbera er að taka þátt í skólun verðandi flug- manna þegar markaðurinn er yfirfullur og ráðning örfárra fil atvinnuflugs tekur helst mið af skyldleika, venslum eöa kunn- ingsskap við viðkomandi vinnu- veitendur. Öryggi og almannavamir: Allft ftil Kef lavíkur- flugvallar Sæmundur skrifar: Þar sem ágreiningur hefur risiö um flutninga skrifstofu Al- mannavama vestur í bæ, í húsa- kynni Landhelgisgæslunnar, ætti nú aö gera miklu róttækari breyt- ingar. - Nefhilega að flytja allt batteríið á Keflavikurflugvöll. Til umræðu var á sínum tíma að koma Gæslunni th Keflavíkur og heföi verið thvahð að sameina aht heha klabbið á Keflavíkur- flugvehi. Þar eru fullkomnar stjómstöðvar, fullkomnir loft- netsdiskar og stærsti flugvöhur- inn. Þetta er staðurinn. Þaufengu verðlaunin Ásgeir skrifar: Mér þykir þau á „Féló“ hafa dottiö í lukkupottinn! - Sparaað- amefnd Reykjavíkur auglýsti eft- ir thlögum borgarbúa um spam- aö í borgarrekstrinum. Nokkrir tugir thlagna bárust Það voru hins vegar starfsmenn Félags- málaskrifstofunnar sem fengu verðlaunin, 300.000, th skiptanna. Þessi er nú með þeim betri sem maður hefur lesið og ekki „djók“, vel að merkja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.