Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 13 dv_______________________________________________________________________________Fréttir Geysilegur snjómokstur á Norðurlandi eystra: Kostnaður getur bitnað á viðhaldi vega í sumar Gyifi Kristjánsson, DV, Akuxeyii; „Þaö er ekki frágengið með hvaða hætti þetta verður, hvort þessi mikli snjómokstur bitnar á viðhaldi í sum- ar. Svo hefur ekki verið undanfarin ár, en snjómoksturinn í vetur er svo geysilega mikill að ég veit ekki hvemig við verður brugðist," segir Guðmundur Svavarsson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Norður- landi eystra. Umdæmi Vegagerðarinnar á Norð- urlandi eystra nær yfir Eyjaíjarðar- sýslu og báðar Þingeyjarsýslurnar. Frá áramótum til 7. apríl nam kostn- aðurinn við snjómokstur á þessu svæði um 75 milljónum króna en sem dæmi má nefna að á síðasta ári nam þessi kostnaður um 43 milljónum, að vísu frá áramótum til 22. apríl, en kostnaöurinn þá var það sem talið er „eðlilegt". Kostnaðurinn fyrstu þrjá mánuði ársins núna er því allt að helmingi meiri en á sama tíma í fyrra. Vegna þessa mikla snjómoksturs er talið allt eins líklegt að fé til viðhalds þjóð- veganna á Norðurlandi eystra í sum- ar verði skorið niður. Trillukarlar á Flateyri eru nú í önnum við að gera báta sina klára fyrir sumarið. Hér má sjá Gunnar Valdemars- son, skipstjóra á Mugg ÍS, leggja lokahönd á málningarvinnuna. DV-mynd Guðmundur Sigurðsson Höfnin 1 Keflavík-Njarðvík: Skuldar 433 milljónir - næstu ár verða strembin, segir hafnarstjóri Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum; „Næstu ár verða strembin og verð- ur haldið vel á öllum málum. Við gerum ráð fyrir að höfnin geti sjálf staðið undir skuldunum með aukn- um tekjum af þeim framkvæmdum sem voru gerðar í Helguvík," segir Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri í Keflavík-Njarðvík-Höfnum. Heildarskuldir hafnarinnar voru 433 milljónir í árslok. Eigið fé var 64,8 milljónir. Að sögn Péturs er ekki tekin inn í sú upphæö sem höfnin á eftir að fá frá ríkinu vegna fram- kvæmdanna í Helguvik. Þá á höfnin veðskuldabréfaeign og þegar þessar tölur eru dregnar frá heildarskuld- inni er nettóskuldin 239 milljónir. Heildarframkvæmdir í Helguvík kostuðu 200 milljónir og borgar ríkið um 100 milljónir. „Þá eru fleiri þættir, sem eru ekki komnir á hreint enn þá, sem gætu einnig skilað tekjuauka, eins og ef olíuflutningar færu þama í gegn til Keflavíkurflugvallar,“ segir Pétur. Aðsóknin vex stöðugt - segir Bjöm Þórarinsson skólastjóri Jóhanna Sigþórsdóttir, DV, Laugum: Fjölmenni var saman komið í fé- lagsheimilinu á Breiðumýri í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu þegar 15 ára starfsafmælis Tónlistar- skólans á Laugum var minnst með veglegmn afmælistónleikum nú fyrir skömmu. Þar stigu böm og fullorðn- ir á svið og sýndu hvaö þau höfðu numið í hljóðfæraleik og söng. Heið- ursgestur tónleikanna var Sigfús Einarsson tónskáld. Um 70 nemendur stunduðu nám í tónlistarskólanum eftir áramót í vet- ur. Auk íbúa sveitarfélagsins stunda þar nám nemendur Framhaldsskól- ans á Laugum en tónlistarskólinn er öllum opinn. Kennt er á hljómborð, píanó, harmóníku, gítar, bassagítar, blokkflautu, þverflautu og saxófón. Við skólann er starfandi forskóla- deild sem í em 17 nemendur. Einnig er starfræktur sameiginlegur kór tónlistarskólans og Litlulaugaskóla. „Það hefur verið vaxandi aðsókn að skólanum á þeim flmm árum sem ég hef starfað við hann,“ sagði Bjöm Þórarinsson skólastjóri í samtali við DV. „Hér er ríkjandi mjög mikill áhugi á tónlist og má geta þess að söngdeildin, sem stofnuð var við skólann fyrir 3 árum, hefur blómstr- að mjög. Em nú 15 nemendur í ein- söngsnámi. Píanódeildin hefur notið álíka vinsælda." Reykdælahreppur hefur staðið myndarlega að rekstri tónlistarskól- ans og hefur útvegað honum gott húsnæði og haldið skólagjöldum í lágmarki. „Við leggjum á það áherslu hér að allir sem vflja geti fengið að læra á það sen þá langar til,“ sagði Bjöm. „Við vinnum út frá áhugasviði hvers nemanda og leggjum mikið upp úr að byggja nemenduma upp á já- kvæðan hátt. Eitt af hlutverkum tón- listarskólans er aö opna fólk og gera það frjálst. Við höfum átt mjög gott samstarf við grunnskólann og þar hafa nemendur fengið að fara úr tím- um til að koma í tónlistarkennslu og fá þannig að ljúka tónlistamáminu á skólatíma.“ Þrír kennarar störfuðu við skólann í vetur, þau Bjöm Þórarinsson, Þór- unn Sigurðardóttir og Natalía Chow. Ástjöm í Kelduhverfi: Sumarbúðir í næiri hálffa öld Gylfi Kristjánason, DV, Akureyri; Sumarbúðimar við Ástjörn í Kelduhverfi verða starfræktar í 9 vikur í sumar, á tímabilinu frá 18. júní til 19. ágúst, og er þetta 49. starfs- ár sumarbúöanna þar. Ástjörn er í þjóðgarðinum nálægt Ásbyrgi og dvelja þar að jafnaði um 80 böm í unaðslegu umhverfi við leiki og úti- vem. Dvalartíma er skipt niður í fimm tímabil, þrjú þeirra eru fyrir stúlkur og drengi á aldrinum 6-12 ára, eitt tímabil fyrir drengi á sama aldri ein- göngu og 12.-19. ágúst er svokallað unglingatímabil fyrir 13-17 ára. Hver vika kostar 11.500 krónur, Flugleiðir veita afslátt á flugleiðinni Reykja- vík-Akureyri-Reykjavík og boðið er upp á ýmsa greiðslumáta fyrir for- eldra sem senda böm sín tíl dvalar á Ástjöm. Norræna skólasetrið: Vill reka skólabúðir Daníel Ólafesom, DV, Akranesi: Norræna skólasetrið á Hvalijarð- mælt er á móti því að leyfa notkun svefnlofts á efri hæð hússins nema lagfæringar verði gerðar á aðstöðu arströnd hefur sótt um leyfi til þar. reksturs skólabúöa fyrir allt aö 88 Umhverfis- og heilbrigðisnefhd nemendur í heimavist og var um- Akranessvæðis samþykkti að þeg- sóknin tekin fyrir í umhverfls- og ar þessar breytíngar heföu verið heilbrigðisnefhd Akranessvæöis gerðar yröi veitt leyfl fyrir skóla- fyrir stuttu. Einnig vom teknar búðum meö 67 nemendum, þar af fyrir tvær skoðunarskýrslur frá 63 á efri hæð. Hollustuvemd ríkisins þar sem Smáauglýsingadeild /////////////////////////////// verður opin í dag, miðvikudag, frá ki. 9-22. Lokað verður á morgun, uppstigningardag. Smáauglýsingadeild DV verður opin föstudaginn 26. maí frá kl. 9-22. ATH. Smáauglýsing í helgarblað DV verður að berast fyrir kl. 17 á föstudag. DV kemur næst út fösudaginn 26. maí. Smáauglýsingadeild Þverholti 11, s. 563 2700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.